Tíminn - 11.10.1979, Side 16

Tíminn - 11.10.1979, Side 16
Heyvinnuvélar f fjölbreyttu úrvali. Til afgreiðslu strax. J}/táLi£cUiAféJLcUi, hf Kynnið ykkur verð- lækkunina á Massey- Ferguson hin stgildadráttarvél. XJlhöJtíaJlA/éLaJv hf, MP Massey Ferguson f FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndalista. Sendum í póstkröfu. SJÖNVAL 'dSí^töo Fimmtudagur 11. október 1979 Skólatannlæknar gera það gott hjá borginni: Hæstu daglaun 155 þús. kr. — Yfirskólatannlækni gefin fyrirmæli um að láta þá stimpla sig úr og í vinnu Kás — ,,Þaö hefur komið i ljós samkvæmt minni úttekt að hæstu daglaun skólatannlækna geta farið upp i 155 þús. kr. Samkvæmt þessu tel ég aö kauptaxti þeirra sé alltof hár, að ekki sé meira sagt, burtséö frá því að fæstir þeirra vinna samningsbundinn vinnutfma, eins og ráð er fyrir gert”, sagði Jón Aöalsteinn Jónasson, sem á sæti sem fulltrúi Framsóknar- flokksins I heilbrigðisráði borgarinnar, en þaö hefur m.a. umsjón með skólatann- lækningum I borginni. Hjá borginni starfa nú um 24- 26 skólatannlæknar. Þeir vinna allir aðeins hálfan daginn. Ef gengið er út frá taxta þeirra, þá yrði heilsdagskaup þeirra á bilinu frá 80-155 þús. kr. Miðaö við meöaltalslaun hvers mánaðar, þá gætu árstekjur þeirra orðið nálægt 30 millj. kr. Það skal þó tekiö fram að hér er aöeins átt við nettó laun þeirra, en borgin leggur þeim til hús- næði, áhöld og efni, auk þjónustustúlku. Þessar tölur sem hér hafa verið nefndar eru miðaðar við laun I júli en síðan hafa oröið verulegar kaup- hækkanir. Láta mun nærri að kaup skólatannlæknis hjá borg- inni, sem ynni fullan vinnudag, næmi fjórföldu kaupi yfirlæknis, en þeir hafa ekki verið taldir afskiptir hvað kaup varðar hingað til. „Við erum að skoða þetta mál, og munum væntanlega óska eftir þvi aö fram fari endurskoðun á kauptöxtum tannlæknanna”, sagöi Jón Aðal- steinn i samtali við Tímann. Sagði Jón ekki nóg með að kauptaxti tannlæknanna sé óeðlilega hár, heldur einnig það að þeir vinni ekki samningsbundinn tima, eins og ráð er fyrir gert i samning- um. Þannig vinna flestir þeirra ekki nema um 2-3 stundir á dag, I stað fjögurra stunda. Þvi hafa yfirskólatann- lækni verið gefin fyrirmæli um að skólatannlæknarnir verði látnir stimpla sig I og úr vinnu, og I annan stað að sjá til þess að þeir vinni umsaminn vinnutlma samkvæmt þeim samningi sem þeir hafa hver fyrir sig undir- ritað. Aætlað er að borgin verji um einum milljaföi króna til skóla- tannlækninga á þessu ári, og þar af um 600 millj. kr. einungis I kaupgreiðslur til tann- læknanna. 10405landar komu að utan í semtember en 6258 útlendingar AM — Samkvæmt mán- aðaryfirliti útlendinga- eftirlitsins komu 10405 islendingar frá útlöndum í septembermánuði/ en 6258 útlendingar. Flestir útlendinganna komu frá Bandarlkjunum, eða 2232, en næst flestir frá V-Þýskalandi, 608. 414 komu frá Sviþjóö, 394 frá Danmörku, 313 frá Norgei og 103 frá Finnlandi. Frá Bretlandi komu 386, 254 frá Spáni, 440 frá Sviss, 105 frá Austurríki og 167 frá Hollandi. 94 komu frá Italiu, 85 frá Kanda og 52 frá Japan, en innan við 50 manns komu frá öðrum þjóðlöndum. Með skemmtiferðaskipum komu til landsins 16351 I 25 feröum og voru V-Þjóöverjar flestir meðal þeirra feröamanna, eða 11082. 1660 farþegar voru frá Bretlandi og 814 frá Sviþjóö. 19 árekstrar í gær FRI — Undir kvöldið I gær höföu undanfarna daga hefur veriö orðiö 19 árekstrar f Reykjavik og frekar lftið um árekstra. Engin tvö umferöarslys. Þessi fjöldi alvarieg slys urðu I þessum slysa er með meira móti en árekstrum. Ágreiningur milli bygginganefndar og borgarstjórnar: Skotiö undir úr- skurð ráðherra Kás — Upp er kominn ágreiningur á milli bygginga- nefndar Reykjavfkur og borgar- stjórnar um hvort leyfa eigi við- byggingu við húsiö númer 13 viö Þingholtsstræti. Bygginganefnd sætti sig ekki við viðbygginguna eins og ráð er fyrir gert, en borgarstjórn hefur samþykkt hana. Húsið við Þingholtsstræti 13 er fyrsta og eina húsið I Reykja- vfk sem er friöaö svokallaðri B- friðun, en það er af langhúsagerö. Samkvæmt ákvæði I bygginga- lögum er ágreiningi bygginga- nefndar og sveitarstjórnar, i þessu tilviki borgarstjórnar, ávallt skotið undir úrskurð félgasmálaráðherra. Húsfriðunarnefnd hefur fyrir sitt leyti samþykkt fyrirhugaða viðbyggingu við húsiö, en borgar- minjavörður er hins vegar á sömu skoðun og bygginganefnd. Arnarflug leigir Otter af Flugfélagi Norðurlands AM — Arnarflug hefur nú tekiö á ieigu Twin Otter vél frá Flug- félagi Noröurlands, til þess að mæta auknum farþegafjölda, sem oröiö hefur I innanlands- flugi félagsins, frá þvf er þessi liður kom til sögu I rekstri þess fyrir tæpum mánuöi Leigutiminn á vélinni er til 1. febrúar 1980, meö mögulegri 3ja mánaða framlengingu, en til þessa hefur Arnarflug verið með ieiguflugvél af Islander- gerö frá Flugfélagi Austurlands og Cessna leiguvél frá Sverri Þóroddssyni. Arnarflug hefur að undan- förnu veriö að kanna markaðinn á stærri vélum og hafa fulltrúar frá félaginu veriö á ferð i Eng- landi og Bandarlkjunum i þeim tilgangi. Hafa helst komið til greina vélar af gerðinni Twin Otter, Skyvan, Nomad og Cessna Titan. Eins og maður hafi ekki verið viðstadidur á Bessastöðum 1. september i fyrra til að fylgja nýju vinstristjórninni úr hlaöi. Einhverjir voru þá að spá þvi að maöur boðaöi henni feigð, — ja svei þvi. 1. september 1978 8. október 1979 Og svo bara nýr meirihluti. Ja hvur... Best að fá sér far til Bessastaða til að sjá hverjir nýju viöreisn- arráðherrarnir verða. (Tlmamyndir: Róbert) Gríndavik: Yfirkennarí fær stöðuna JSS — i fyrrakvöld kom skóla- nefnd Grindavikur saman til fundar þar sem ræddar voru leiðir til að fánýjan skólastjóra til starfa. Urðu málalok þau, að samþykkt var samhljóða að beina þeim tilmælum til menntamála- ráðherra að Gunnlaugi Dan Ólafssyni, settum yfirkennara, yrði falið að gegna starfi skóla- stjóra fram til vors. Hefur ráð- herra fallist á þessi málalok. Jón Gröndal skólanefndar- maður sagði i viötali við Timann i gær, að þessi tillaga hefði veriö samþykkt samhljóða á fundinum. 1 vor yröi skólastjórastaöan svo auglýst laús til umsóknar. 1 gærmorgun gekk fræðslu- stjórinn í Reykjanesumdæmi, Hegli Jónasson, á fund mennta- málaráðherra með samþykktina og féllst ráðherra á að verða viö tilmælum skólanefndarinnar. Viröist þvi sem kyrrö og ró sé komin á skólahald I Grindavik i bili a.m.k. N.k. fimmtudag verður haldinn annar fundur hjá skólanefndinni, því enn er eftir að ráða yfir- kennara i stað Gunnlaugs Dan, sem tók sem kunnugt er við þvi starfi, eftir að Halldór Ingvason sagöi þvl lausu, vegna óánægju með framvindu mála. fflað- burðar- böm óskast Timann vantar fólk til blaðburðar i eftir- talin hverfi: Nesvegur. Sörlaskjól. Háteigsvegur. Sími 86-300

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.