Tíminn - 11.11.1979, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.11.1979, Blaðsíða 4
Sunnudagur 11. nóvember 1979 iiJ.il il “.11* í spegli tímans Melanie vill breyta heiminum Fyrir f jórum árum fór Melanie Donahoe að vinna hjá sjónvarpsstöð í San Francisco sem skrifstofustúlka í afgreiðslunni. Núna er hún orðin framleiðandi að mikilsvirtri fréttadagskrá, sem er varpað frá Washington, til 42 stórborga í Bandaríkjunum. Þar sem Melanie er ekki nema 35 ára, hef ur þessi snöggi frami hennar vakið athygli margra. — Ég hef komið mörgum á óvart með því, hvað ég er metnaðargjörn, segir hún. Þegar hún byrjaði að vinna, hafði hún með sér handsnyrtitæki. En áhugi hennar vaknaði þó óðar á starfinu, svo að enginn tími gafst til að nota þau, heldur spurði hún allt starfsfólkið, sem fyrir var, í þaula. Hún varð því f Ijót að komast inn í allt það, sem sjónvarpsrekstur varðar, og þrem mánuðum síðar var hún farin aðskrifa, stjórna og kynna hina ýmsu þætti. — Ég vann eins og vitleysingur, segir hún,en þáhafði hún ekki tekið sér neitt frí í níu mánuði, utan tvær helgar. Núna þarf hún ekki að leggja eins hart að sér þar sem hún hefur fjölmennt starfslið undir sinni stjórn. En Melanie stef nir hærra, hún stef nir að því að stjórna eigin fyrirtæki, sem f ramleiða skal sjónvarps- þætti. — Þegar allt kemur til alls, segir hún, — ef þú hef ur völdin, getur þú haft áhrif til að breyta heiminum. Hvor er hvor? Það er nú vissara að treysta ekki um of merkingunni á bol- unum sem þær bera, eineggja átta ára tvíburarnir Terri og Sherri frá Amory, Mississippi. Þær eiga nef nilega tii að skipt- ast á bolum, bara svona í gríni, og þá lendir m.a.s. amma þeirra í vandræðum með að þekkja þær i sundur. Þær syst- ur voru reyndar að vinna til fyrstu verðlauna í samkeppni sem haldin er um það, hvaða eineggja tvíburar i Bandaríkj- unum á aldrinum 6-12 ára eru líkastir. — Við vissum allan tímann, að við myndum vinna, segir sú, sem merkt er Sherri. — Það eina, sem við þurftum að gera, var að standa og brosa framan í dómarana, bætir Terri við. En þær urðu að fara varlega í brosin. Ekki mátti brosa of gleitt, því að þá kemur í Ijós eina einkennið, sem greinir þær að, í hægri kinn Terriar leynist spékopp- ur. Að öðru leyti er útlit þeirra eins. Þær eru jafnháar, 140 cm, og jafnþungar, 25.5 kg. Þær eru báðar í ballet, stepp- dansi, píanótímum, þeim þykja góðar pizzur, og uppá- haldsísinn þeirra er með jarðarberjabragði. Þær eiga sameiginlegan uppáhaldsvin, skólabróður sinn, sem ekki gerir neina tilraun til að þekkja þær í sundur. Hann gefur þeim t.d. eins afmælis- gjaf ir. En þó að útlitið sé nán- ast eins, þekkja félagar þeirra í kirkjukórnum þær í sundur. Söngrödd Sherriar liggur að- eins lægra. bridge Oft leynast aukamöguleikar l spilum, sem erfitt er aö koma auga á fyrirfram. Noröur. SK4 H 8532 TD86 LAG73 Vestur. S 2 H 764 TG1075 L109862 Suöur. S ADG975 H AKD TA432 L - Suöur spilaöi 6 spaöa og fékk út laufa- tiu. Samningurinn virtist standa og falla meö tigulkóng i vestur, svo suöur stakk upp laufás f blindum og henti tigli. Hann tóknæst trompin, tók svo á tigulás og spil- aöitfgli á drottningu. Enaustur átti kóng- inn og suöur varö aö gefa einn tigulslag f viöbót. Suöri yfirsást smá aukamöguleiki. 1 fyrsta slag á hann aö setja litiö lauf f blindum og trompa heima. Þá tekur hann trompin, AKD i hjarta og tigulás. Nú spil- ar hann tigli á drottningu. Ef vestur á tigulkóng er allt i orden en ef austur á kónginn annan og hjörtun voru 3-3 þá er austur nú endaspilaöur: veröur aö spila laufi og 13. hjartaö í blindum veröur 12. slagur sagnhafa. Austur. S10863 HG109 TK9 LKD54 Hér eigast viö tveir „áhugasér- Jræöingar” þar sem svartur á leik og Ihann finnur leiö sem færir honum sigur f þessari stööu N.N. Rh4 BxHg3 Rf5 skák ...Hg5! Hg3!! KxBg3 Kf4! Gefiö þvi svartur nær i drottningu. krossgata a 0) <0 <2, 3 W 1) Þjóöhöföingja. 6) Hljóöfæri. 10) Eins. 11) Tfmabil. 12) Birta. 15) Blina. Lóörétt 2) Keyröu. 3) öfug röö. 4) Tröll. 5) Vinnu- kona. 7) Stia. 8) Læsing. 9) Alasi. 13) Dauöi. 14) Söngfólk. Ráöning á gátu No. 3151. Lárétt 1) Komma. 6) Húsavfk. 10) At. 11) Sæ. 12) Nirflar. 15) Stáss. Lóörétt 2) Oss. 3) MLV. 4) Ghana. 5) Skæri. 7) Úti. 8) Arf 9) Isa. 13) Rit 14) Lús. með morgunkaffinu Tannlæknirinn fyllti 50% tærri holur vegna þess aö mér eru svo naumt skammtaöir vasapeningar aö ég hef ekki efni á aö kaupa sælgæti. * 1 — Hvaöa fjandans merki sendir þú þeim eiginlega?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.