Tíminn - 11.11.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. nóvember 1979
5
Frá Selárdal
í Arnarfirði
Drangur í
Drangsuík
í sumar er leið, sumarið 1979,
var ég á ferðalagi vestur I
Arnarfirði. Leiö min lá út i
Selárdal og kom ég að sjálf-
sögðu að Brautarholti, en þar
átti lengi heima listamaðurinn
Samúel Jónsson. Við Samúel
vorum samsveitungar i mörg
ár. Hann var mörgum kunnur
úti um allt land. Samúel var
viða þekktur fyrir sérstaka list-
hneigð sina, sem hann átti i
rikum mæli. Verk hans öll bera
honum fagurt vitni. Landslags-
myndir, sem hann málaði og
húsin, sem hann byggði vitna
bezt um þetta.
Skólagöngu eða lærdóm i
þessum efnum var ekki um að
ræða. En Samúel undi glaður
við sitt. Það var hans aðals-
merki.
Margur ferðamaður lagði leið
sina út I Selárdal að Brautar-
holti til þess að lita eigin augum
verk Samúels, sem voru til
sýnis eins og hver önnur fullgild
listaverk.
Eftir daga Samúels hafa
Frá Selárdal f Arnarfiröi.
byggingar allar gengið svo úr
sér á áeinum árum, að varla er
þar oröið nokkuð eftir af húsum,
enda enginn, sem ber ábyrgð á
húseignum þarna á staðnum
eftir þvi sem ég bezt veit.
Nú siðustu árin hafa
velunnarar Samúels heitins
reist honum minnismerki þarna
i Brautarholti. Þetta finnst mér
vera drengilegt framtak af
mönnum, sem ekkert voru
vandabundnir Samúel heitnum.
En verkin sýna hlýhug og
velvild, sem þessir menn báru
til Samúels, er þeir báðir
kynntust nokkuð.
Mér kemur i hug þaö sem
Hannibal Valdimarsson segir I
grein sinni er hann eitt sinn
ritaöi um Samúel Jónsson. Þar
segir: „Hann var vissulega
sérstakur maður. Og það er
sannfæring min að öllum
samferðamönnum hans þyki
gott að minnast hans.” Undir
þessi orö Hannibals tek ég heils-
hugar.
Meðfylgjandi mynd sýnir
minnismerkið. Það er
burstmyndaður steinn, em I er
greypt áletruö eirplata.
Mynnismerkið er látlaust en
haganlega gert og fellur vel inn i
umhverfið. Á eirplötunni
stendur þetta: „Hér bjó lista-
maðurinn Samúel Jónsson,
fæddur 15.9. 1884, dáinn 5.1
1969, 85 ára gamall. Þar sem
góðir fara eru guðs vegir.”
Mér hefur verið tjáð að
nefndur steinn hafi verið tekinn
úr klettinum utan við kaup-
staöinn á Bildudal, klettinum
Bana. Aö framkvæmd þessa
verks stóðu Jón ólafsson og
Benedikt Benediktsson, báðir á
Bildudal.
i svo nefndri Drangsvik, sem er
skammt innan viö Kópinn
vestan Arnarfjarðar, var fram
yfir miðja þessa öld klettur all-
stór neöarlega i fjöruborðinu,
eins og meðfylgjandi mynd
sýnir. Þessi klettur, sem
kallaður var Drangur, er nú
gjörsamlega fallin i sjóinn og
sést ekkert eftir af honum.
Fram af þessum stöðum var
siglingaleiö skipa.er áttu leiö út
og inn fjörðinn. Skammt var
farið frá Drangsvik. Nefndur
klettur hefur þvi oft verið
umtalsefni sjómanna. Til
gamans skal i þessu sambandi
sögð sönn saga og er hún á þessa
leiö.
— Skip eitt frá Bildudal sigldi
einhverju sinni um þessar
slóðir. Ræddu skipsmenn um
klettinn Drang og voru ekki
sammála. Var málinu þá skotið
til skipstjórans, sem um tugi
ára hafði siglt um þessar slóðir.
Hann var skipstjóri á skipum
frá Bildudal og hefur efalaust
oft veitt Drang nána athygli á
þessum ferðum sinum. Þeir
spuröu skipstjórann: „Hvenær
fellur Drangur?” „Ætli
Drangur falli ekki um svipað
leyti og ég er allur!’ svaraöi
skipstjóri með sinni alkunnu
rósemi, en hann var Kristján
Arnason, skipstjóri frá
Bfldudal.
Það liðu um það bil 30 ár. I
febrúar 1962 bárust þær fréttir
um fjörðinn aö nú væri
kletturinn Drangur fallinn i
hafsins djúp. Um svipaö leyti
fréttist það að Kristján
Arnason, skipstjóri væri dáinn.
Hann átti heima i Reykjavfk
siðustu æfiár sin.
Kristján varð að þessu leyti
sannspár hvernig sem að öðru
leyti á málið er litið.
L.J.G.
Daihatsu
Við bjóðum meðalstóran japanskan gæðabíl, DAIHATSU CHARMANT,á kr. 3.835.000
með RYÐVÖRN OG ÚTVARPI til afgreiðslu á næstu dögum.
Nálægt 500 Islendingar hafa nú þegar tryggt sér bíla á þessu ÓTRÚLEGA ÚTSÖLUVERÐI og við getum enn boðið nokkurt magn
af fólksbílum, en stationbílar eru uppseldir. ,
^------------------------------------------------------------------------- ^RKpé^RNAÐ^^
I 1400 cc, fjögurra gira skipting <
^ 3 ogdyrnar4. Benzineyðzla 7-8 úti
JH
—jfT ekki verð?
■ jKÍMaHHii Um leið og viO bjóðum við-
_____—I mSgmSBSMjá^t skiptavinum að skoða bilana, (
yi, t l^a .'JBBSHmetm’ kynna sér kjör, varabluta og
Zb**...' *■. r ■ verkslæðisþjónuslu okkar bend-
‘ L um við þeim a að Ibuga hvers ,
___
sifellt auglýsa útsölu á 1979 ár-
gerö, auglýsa ekki verö. Ætli i
þaö sé ekki vegna þess aö þeir ,
eru alls ekki samkeppnisfærir.
Viö erum lika sannfæröir um aö {
annaö eins tækifæri til aö eign-
ast góöan bil á ótrúlega lágu
veröi muni ekki gefast á næstu I
árum, ef þá nokkru sinni aftur.
kominn á götuna
Daihatsu-umboðið Ármúla 23 - Sími 85870