Tíminn - 11.11.1979, Síða 14

Tíminn - 11.11.1979, Síða 14
14 Sunnudagur 11. nóvember 1979 Sunnudagur 11. nóvember 1979 15 Við vitum ekki enn hvers vegna. En þegar Friðrik Kristjánsson« nú lyfjafræðinemi við Háskóla Islands/ slapp út úr menntaskóla, gerðist hann órólegur mjög og hugði í austurveg til Indlands og annarra landa í Asíu. Það ferðalag tók hann sér á hendur einn veturinn 1977- 1978 eftir að hafa unnið sér inn dágóðan pening á norsku bílaflutningaskipi/ sem var i ferðum milli Japans og Arabíu. En hann lét ekki þar við sitja heldur brá sér eftir Indlandsferðina til Mið- og Suöur-Ameríku, — með konu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur myndlistarskólanema f það skiptið/ og dvöldu þau í eitt ár á þessum slóðum. Það kostulega við þetta allt saman er, að Friðrik segist aldrei hafa komist verulega í hann krappan, og eini óleikurinn t.d., sem honum vargerður i Asíuferöinni, var að Frakki rændi hann fjármunum í Pakistan. En sá hlær best.... Friðrik endurheimti peninga sína! Vasco da Gama var tvö ár í þaö heila I fyrstu Indlandsferö sinni fyrir tæpum fimm öldum, en Friörik var sjö mánuöi á feröalagi um Asiu. Þaö veröur nú aö segja da Gama til vorkunnar, aö skip hans var mannaö kol- brjáluöu fólki, ævintýramönnum eöalifstlöarföngum, sem áttuvon á frelsi, ef þeir legöu út i sigling- unafyrir Gróörarvonarhöföa. Svo var nú ekkert grln aö yfirvinna smákónga og höföingja Araba, sem fannst þeim ógnaö á Arabiu- flóa. Friörik fór landleiöina til Indlands eftir aö hafa flækst um Evrópu, eins og hann oröaöi þaö sjálfur. Hann flaug sem sagt til Istanbúl og fór siöan i gegnum Iran, Afganistan og Pakistan tii Indlands. Lengst dvaldi hann nú i Indlandi, en skrapp auk þess til Nepal, Burma, Thailands og Malasiu. „Fátækir sætta sig við hlutskipti sitt" ,,Mér fannst mjög erfitt aö horfa upp á eymdina á Indlandi, sjá fókiö vera sveltandi, en hafa nóg sjálfur, sagði Friörik. Hins- vegar var ég búinn aö jafna mig á þessu, eftir aö ég haföi veriö þar i nokkrar vikur og fór aö taka hlut- ina eins og þeir komu fyrir. Ég sá Indland I allt ööru ljósi og hætti aö dæma hlutina eins hart og ég hafði gert. Reyndar haföi ég farið i þessa ferö meö þvi hugarfari aö nema frekar en hneykslast og dæma. Fólk hugsar allt ööru vlsi en viö þarna um slóöir. Og þeir, sem liða kannski hvaö mestar hörmungar, bera ekki illan hug til þeirra, sem hafa meira. Ég minn- ist oröa indversks flautuleikara, sem ég hitti, en hann sagöi viö i sömu rútunni dag nótt í heila viku ” segir Friðrik Kristjánsson lyfjafræðinemi, en í þessu viðtali rifjar hann upp ferðir til Asíu og Suður-Ameríku Texti: FI Myndir: Tryggvi og FK Ingibjörg: ,,Þarna á skólanum i Mexlkó voru konur teknar sem dútlarar, en strákarnir sem veröandi listamenn I fagtnu”. (Timamynd Tryggvi) mig: „Maöur, sem er aö deyja úr sulti, sættir sig viö hlutskipti sitt”. Ég varö ekki var viö, aö fólk setti niöurlægingu sina i samband viö stjórnmál. Virtist fólk lifa lifi sinu utan viö þau og byggja allt sitt á trúarbrögöum. Og ég hef sjaldan séö eins hamingjusama krakka og á Indlandi. Þeir eru fulloröinslegir og taka snemma þátt i störfum hinna fullorðnu. Uppeldiö hefur mikiö aö segja, hvar sem er í heiminum, og ég held aö Indverjar hljóti aö fá gott uppeldi i æsku og þess vegna séu þeir svo yfirvegaöir, sem raun ber vitni, — og lltið um glæpa- starfsemi. //Drykkjarílátum hent eftir notkun" „Þaö er mjög gott aö feröast um Indland og einkennilegt, aö allt skuli standast i feröaiönaöin- um, i svo stóru þjóöfélagi, en Ind- verjar eru úm 700 milljónir. Maö- ur getur treyst þvi, sem sagt er á hverjum staö og haldiö áætlun. í Nepal er allt annaö uppi á tengingnum, en þar viröist skipu- lagsgáfan vera i lágmarki. Sjálf- ur feröaöist ég frá noröri til suö- urs og kunni ég betur við mig á Suöur-Indlandi, þar sem fólkið er liflegt og mataræöiö nokkuö hollt. Indland er meö ódýrustu löndum fyrir feröamenn og alls staöar llt- il hótel. Mér fannst fæöiö gott. Þaö var náttúrlega litiö um kjöt og fisk, en mest hrisgrjón, baunir og grænmeti aö ógleymdu brauöinu shapati. Veitingahús voru kyrfilega merkt heföu þau eingöngu grænmetisfæöi á boö- stólum. Hreinlæti viö matargerö er algjört og er ekki leyföur neinn aögangur'aö þeim staö, sem mat- seldin fer fram I. Varö ég ekki fyrir neinum leiöindum af mat og fékk aldrei matareitrun. Þaö er mjög sérstakt aö setjast til borös á indverskum veitinga- staö. Maturinn er borinn fram á stórum pálmablööum og boröa Indverjar, þeir sem ég sá til, meö hægri hendinni. Vinstri höndin er notuð til annarra þarfa, hrein- lætisþarfa. Kaffi og te er fram- reitt i ódýrum leirkrúsum, sefn hent er eftir notkun. Sá siöur á rætur sinar aö rekja til þeirrar hugmyndar, aö óviöurkvæmilegt sé aö drekka úr ööru lláti en sinu eigin. öllu sorpi er svo hent I rennandi göturæsi og var ótrú- legt, hvaö hægt var aö halda mjó- um götunum hreinum við þessi frumstæöu skilyröi. „Hjónaefnin höfðu aldrei sést" Af 700 milljónum Indverja býr aöeins fimmtugur i borgum, en hinir I þorpum á viö og dreif um landiö. 1 þessum þorpum er hvergi rennandi vatn. Þrátt fyrir þetta tekst aö halda hreinlæti i sæmilegu horfi, fötin þvo menn daglega upp úr nálægum fljótum og likamanum er haldiö hreinum. — Þaö má skjóta þvi hér aö, aö Indverjum finnstferöafólkiö, sem sækir þá heim, oft heldur illa til fara og hafa orö á þvi. Hreinlæti innan húss er þeim ekki eins mik- iö I mun, og músagang kippa þeir sér ekki upp viö. Þarna lifa menn fyrir liöandi stund, dreifa hugan- um á festivölum eöa fara I stór- hópum i hugleiöslusöng. Ég var nú ekki mikiö i trúar- hugleiöingum þarna úti og vildi ekki setjast aö hjá einhverjum jóga. En ég kom I „ashröm” eöa trúarhof og sá þar m.a. menn drekka eigiö þvag sér til heilsu- bótar. Samgangur kynjanna er heftur á margan hátt. Mér var eitt sinn boðið 1 brúökaup og var tjáö, aö væntanleg hjón heföu aldrei sést fyrr. Brúöguminn kom riöandi á hesti aö sækja brúöi sína á heimili hennar og gekk lúörasveit i broddi fylkingar. Ef dæma má af hegöan brúöarinnar, sem var taugaóstyrk og vandræöaleg, má vel vera aö hún hafi aldrei augum litiö væntanlegan eiginmann. Hann var aftur á móti öruggur meö sjálfan sig og sáttur viö aö- farirnar. Ingibjörg: ,«Dvöldum mesl meðal Indíána í Suður- Ameríku" — En Ingibjörg, þú varst meö i för til Mexikó? — Já, ég fór á myndlistarskóla i Mexikó, en Friörik fór i spænskunám, svona sem undir- búning fyrir frekari feröalögum um Suöur-Ameriku. Myndlistar- skólinn var mjög heföbundinn og ööru visi andrúmsloft, en maöur á aö venjast héöan. T.d. tóku kennararnir sig fyrir miklu meiri karla en hér og maöur var svo sem látinn finna þaö, aö maöur væri kominn til þess aö læra, en ekki til rökræöna. Ég var i mynd- vefnaöi, hnýtingum og skúlptúr , og fannst ég öölast töluveröa þekkingu, enda er myndvefnaöur sérgrein þeirra þarna suöur frá, sérstaklega hafa Indíánar i Perú náö geysilegri tækni. Biliö milli kynjanna var mjög áberandi i skólanum, konur voru teknar sem dútlarar, en strákarnir sem verö- iandi listamenn i faginu. Eftir hálfs árs dvöl i Mexikó, þóttumst viö fullfær aö halda áfram suöur á bóginn. Tókum viö hálft ár i aö feröast i gegnum Guatemala, Hondúras, Salvador, Panama, Colombiu, Equador og Peru til Bólivlu. Viö stoppuöum litiö i borgum, en dvöldum mest meöal Indiána i þorpunum. Gagnstætt Aslubúum láta Suöur-Amerlkanar óánægju yfir hlutskipti sinu óspart i ljósi og fengum vib oft ásakanir um aö hafa nóg til alls. Þaö geröist sér- staklega i Bóliviu. Perúbúar voru rólegri fyrir þessu. Lifiö i Perú skiptist mjög i tvö horn. Viö ströndina búa Mestissar, blend- ingjar af Spánverjum og Indlan- um og reyna þeir aö koma sér á- fram i lifinu eins og þaö heitir. En Indiánunum, sem búa til fjalla, er haldiö utan viö kerfið. Stunda þeir mikiö skipti- verslun og er möguleiki tal- inn á því aö sumir þeirra handleiki alárei peninga, þótt fjörgamlir veröi. Inkarústirnar frægu hafa ekki varðveitst vel, enda brutu Spánverjar allt og brömluöu, þegar þeir geröust ný- lenduherrar i Perú. Má segja, aö Frlðrik: „Gæti vel hugsaö mér aö búa I Indlandl eba Burma (Tfmamynd Tryggvi) þeir hafi eyöilagt menningu og ekkert fært I staöinn. — Maya- rústirnar á Yucatanskaga i Mexicó eru hins vegar vel varö- veittar, enda hefur veriö erfiöara fyrir Spánverjana aö athafna sig þar, þar sem um skóg er aö fara. t Suður-Amerlku setur þaö auö- vitaö svip sinn á allt mannlif, ab herinn hefur bæöi framkvæmda- vald og dómsvald. Lögreglan er gjörspillt. Getur komiö fyrir, aö heilu þorpin séu tæmd undir þvi yfirskyni aö leita eigi aö „grasi”. En þegar fólkiö snýr til baka hefur þaö verið rænt öllum eigum og stendur réttlaust eftir. í Mexikó ráöa mútur ferðinni al- fariö. Auövelt er aö kaupa sér stööur eöa prófgráöur, séu nægir fjármunir I boöi. Er jafnvel hægt aö borga sig útúr slysum. Nú þeg- ar byltingarástand rikir i ná- grannalöndum Mexikó, er ekki talið aö þaö nái þangaö strax, enda er fólkinu haldiö niöri I fá- fræöi og hræöslu viö yfirboðar- ana. Sifellt er herinn aö minna á, hver hafi völdin. Mér er sérstaklega minnistætt, þegar veriö var aö reka fólk út úr rútum viö ströndina án annarrar ástæöu en aö beita valdi. Mann- réttindi eru gjörsamlega fótum troðin. //Lífsglaðir Búddhistar" — Einn á ferö I Asiu i sjö mán- uöi, eru ekki mörg sérstæö atvik, sem upp i hugann koma Friörik? — Jú, mér dettur nú I hug, þeg- ar ég lokaöist inni i 10 daga miöja vegu milli Katmandú i Nepal og Mont Evererst vegna ófæröar. Þaö fór allt á kaf I snjó og þetta er eiginlega i fyrsta sinn á ævinni, sem ég hef verulega fundiö tii kulda. — Ég komst einnig aö þeirri niöurstööu i þessari Asiu- ferö, aö Burma og Indland væru þau lönd, sem ég helst kysi aö búa I fyrir utan tsland. Burma er al- veg lokaö á landi, en þar búa mjög lifsglaöir Búddhistar. Þaö var einnig minnisstætt aö koma i Gullþrihyrninginn svokallaða á landamærum Burma, Thailands og Laos, en þar lifir fólk ágæt- lega, ræktar enda ópium. — Þaö er einnig sérstæö llfsreynsla aö aka um Afganistan, þar sem varla hvergi nokkurs staðar sést kona á ferli, — allar lokaöar inni I húsum. Ég varö vitni aö komu Dalai Lama til borgarinnar Botgaya á Noröur-Indlandi og var fólk komiö viös vegar aö til þess aö sjá hann og heyra. Tekiö var á móti honum meö reykelsisilm og ræöur hans þýddar yfir á ensku. Mér fannst þær nú ekki tilkomu- miklar. — Eftir Indlandsferöina fór ég landleiöina til Istanbúl á 10 dögum, en þaban átti ég flugmiöa til Evrópu. Ég heföi viljaö fljúga beint frá Delhi, en peningarnir voru uppurnir. Það var á þessu feröalagi, sem ég mátti sitja i sömu rútunni dag og nótt I heila viku. Og tveimur dögum eftir aö viö ókum i gegnum Afganistan var landinu lokaö og bylting skollin á. Þetta var I mai 1978.” Ilggg Einkennandi klæönaöur fyrir konur þorpsing Tarabuco I Suöur-Boliviu, Þessi heiöurskona er aö seija grasalækningalyf I Bolivlu Eyjarnar fljótandi á Titicacavatni. Þær eru ofnar úr basti og dúa þær undan fót um manns. Fólkiö lifir aöallega á kartöflum, sem þvi tekst aö rækta og fiski, sem þaö veiöir I gegnum göt á eyjunum. Frá Taqulie eyju á Tlticacavatni á landamærum Perú og Bolivlu. Þar búa 1000 manns. Konurnar spinna en mennirnir prjóna vörur, sem þeir svo selja. Götullf I Afganistan. Konur eru kyrfllega lokaöar inni Ihúsum. Meö bros á vör 1 Guatemala, en þar hafa gengiö yfir miklar blóösút- hellingar aö undanförnu. Krakkar I Himalayafjöllum Nepals

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.