Tíminn - 18.11.1979, Page 2

Tíminn - 18.11.1979, Page 2
2 Sunnudagur 18. nóvember 1979 t dag, sunnudaginn 18. nóvember, er Svavar Guðnason listmálari sjötugur, en hann fæddist á Höfn i Hornafirði, „firðinum sem er for resten ingen fjord,” eins og Halldór Laxness orðar það i bók sinni um Svavar, en bókim ritaði hann á dönsku fyrir þrábeiðni manna þar yta. Vegna þess að þar er Svavar ekki einasta sérstakur uppáhaldsmaður listelskra manna, heldur partur af þeirri listasögu er Danmörku telur rétta. leiðir i myndlist og pöntuðu liti sina, pensla og léreft beint frá London, auk annars munaðar, áttu þeir terpentinukrúsir sem hvildu i tvöföldum ramböldum eins og kompásar, og ekki fór dropi úr byttunni, þótt oft væri málað með mikilli sveiflu þarna fyrir austan. Hér er ekki timi til þess að rekja ævisögu Svavars Guöna- sonar út i hörgul, en að afloknu prófi i Samvinnuskólanum, þá innan við tvitugt, gerðist hann verslunarmaður i Kaup- félaginu, en gafst upp og fór suður til Reykjavikur til að svelta, og til að mála, en sina fyrstu sýningu hélt hann i Skemmuglugganum hjá Haraldi Arnasyni, þarsem núna er Karnabær. Þetta þótti vond sýning og keypti Markús heitinn ívarsson, járnsmiöur og forstjóri i Héöni, allar myndirnar á einu bretti, en Markús hafði um þessar mundir einhver bestu augu á íslandi og er málverkasafn har.s best til vitnis um það. Hann vildi ekki annað en dýrgripi. fólk með fullu viti i Listnám erlendis. A þessum árum leigði Svavar á Bárugötu 5 hjá Eymundi Magnússyni, skipstjóra og hans fallegu konu Þóru Arnadóttur, og þar gerði haun þessar myndir, milli sláttuferða til að fá fyrir kaffi og tvibökum á Heitt og kalt, og þarna uröu draumarnir til. Svavar hafði fyrir löngu gefið upp alla von um heiðarlega vinnu. Hafði verið vörubilstjóri á beinbrotnum heiðum, innan búðarmaður meö stimamýkt franskra gyðinga og rukkari, sem sveifst einskis, reif jafnvel járnplötur utan af húsum til að komast að skuld urum, þvi eldmóðurinn var heimanfylgjan, ekki aðeins sem forskrift, heldur sem rótgróin lifstrú. Þegar Svavar hafði náðarsamlegast selt Markúsi ívarssynisýningu sina alla,hélt hann til Kaupmannahafnar og fékk inngöngu i konunglegu listaakademiuna, en þaö siöast talda reyndist hins vegar á dálitlum misskilningi byggt, Fágaður listklúbbur á Hornafirði. Foreldrar Svavars voru þau hjónin ölöf Þórðardóttir og Guöni Jónsson, verslunarmaöur á Höfn, og þar ólst Svavar upp til sjós og lands og með vindinum og regninu, eins og gerist og gengur i sjávar- plássum, jafnvel þótt fjörðurinn sé fullur af sandi. Snemma var Svavari komiö i verslunarnám og lauk hann prófum frá Samvinnuskólanum árið 1929, en þá stóð hann á tvitugu. Svavar kynntist málverki, þegar i barnæsku. Duggarar sem fóru með lóðir komu þangað meö liti og fleira, og Asgrimur Jónsson og Jón Þorleifsson komu þangað austur mjögsnemma tilaö finna staði til að mála á, en fyrir austan Lómagnúp átti sann- leikurinn, eða hreinskilnin ekki aðeins fast heimili, heldur lika Island eins og það lagði sig. Jöklar, beljandi fljót, sandar, lika blóm, gras, mús og fuglar, og þetta var fest á léreft i miklum perspektivum og við- áttum. Svavar byrjaði snemma aö mála og varð þar meðlimur i mjög virðulegum listklúbbi, sem naut forystu Bjarna Guðmundssonar, kaupfélags- stjóra, en i klúbbnum voru nokkrir fleiri, þar á meðal Höskuldur heitinn Björnsson, sem siöar varð þekktur málari, en lést fyrir aldur fram. Þeir á Hornafirði fóru eigin Svavar Guðnason listmálari sjötugur Listamaöurinn við nokkur verka sinna. Hálfkúbistískur kvenmannsbógur — og módelpornógrafía listaháskólanna KI0RBÓK UOÐ4VINA StefánHörður Grímsson - UÖÐ fMyndskieytt af Hring Jóhannessyni Þetta er heildarútgáfa á ljóðum Stefáns Harðar, eins sérkennilegasta og listfengasta skálds samtíðarinnar. Ljóð Stefáns Harðar eru kjörbók vandfýsinna ljóðavina. „Útgáfa Iðunnar á Ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar er hin smekkleg- asta. Myndir Hrings Jóhannessonar eru eins og ljóðaskreytingar eiga að vera... skal sem flestum bent á að kynna sér þessi sérstæðu ljóð...“ J.H./Morgunblaðið ...það sem á þessum síðum stendur er svo þrungið tilfinningu, harmi og von samtíðar okkar að enginn sem lætur sig bókmenntir skipta eða hugsar um vanda vorn getur látið sem ekkert sé... Þvílík útgáfa ber vitni um stolt og virð- ingu fyrir ljóðinu.“ H.P./Helgarpósturinn „...má segja að Stefán Hörður hafi náð svo langt í hreinni ljóðagerð, að lengra verði varla komist... Þessi út- gáfa er í alla staði til fyrirmyndar. Hún er bæði vönduð og falleg...“ H.K./Dagblaðið Bræðraborgarstíg 16 sími 12923-19156

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.