Tíminn - 18.11.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.11.1979, Blaðsíða 3
 Sunnudagur 18. nóvember 1979 3 sem sé þeim, aö ávallt væri unnt aö læra eitthvaö i skólum. Konunglega listaakademian i Kaupmannahöfn var engin undantekning frá sambærilegum stofnunum, eins og þær gerast ömurlegastar um allan heim, þær voru fyrst og fremst safn einkaskóla, eöa prófessora, sem tóku nemendur og kenndu þeim þaö sem þeir töldu mátulegt, og nauösynlegt. Frelsi, eða andlegt frelsi var heldurdræm útvigt. Var Svavar nokkrar vikur hjá Kræsten Iversen, en fljótt slitnaöi upp úr og áður en varði var Svavar kominn i vissan óaldarflokk i danskri myndlist, sem leitaöi nýrra leiða, sem ekki fundust með útmælingum á frum- formum griskrar höggmynda- listar, eða i hollenskum renisans, heldur i einhverju allt öðru og nýju, en til þess þurfti aðeins ný augu. Það var allt og sumt. Um þetta segir Svavar i viðtali i timaritinu Vaki árið 1953: ,,Ég efast um, að sá væri nokkuð bættari, þótt kynni að mála hálfkúbistiskan kvenn- mannsbóg, og á ég þar við hina illræmdu módelpornógrafiu listháskólanna. Ef ég ætti að bæta hér nokkru við, þá væri það, að skólarnir gæfu meiri gaum manngerð og sérkennum, en fyrst og fremst, að lista- háskólarnir væru afhentir nemendunum sjálfum til frjálsra afnota með eða án fyrirmynda eða húsgagna, en einkum þó þeirrar sálarmublu, er nefnist prófessor”. Þetta sýnir betur en margt annað óbilgirni hinna ungu uppreisnarmanna, sem réðust að danskri og evrópskri mynd- list á fjórða og fimmta ára- tugnum og gerðu að henni aðsúg. Minna var þaö nú ekki. Ár a t u g u r i Kaupmannahöfn. Svavar Guðnason dvaldist heilan áratug i Kaupmannahöfn þá. Hann fraus inni i striði nasista, en háði auk annars sitt eigið strið. Aðframkominn á stundum af næringarskorti vann hann við sitt málverk. Hann ferðaðist dálitið um, kom til íslands i stutta heimsókn 1937, og 1938 stansaði hann viku 1 málaraskóla Légers, en skrapp auk þess suður á Italiu. Um þetta leyti er Svavar i slagtogi við menn eins og Ejler Sannleikurinn ernii beggja vegna Lómagnúps. Bille, Egil Jacobsen og Asger Jorn, sem hlotið hafa Evrópu frægð núna og sumir heimsfrægð, eins og sá siðast taldi. Cobra-grúppan varð til og Svavar varð eitt af sýningar- númerum Haustsýningarinnar, sem er nafntoguð stofnun. Ekki skal rætt frekar um alþjóölegan frama Svavars Guðnasonar þarna ytra, en það athyglisverða er aö strax árið 1936 er hann byrjaður að mála hreinar abstraktsmyndir. Hann stendur innan'i málverki sinu sjálfur, veggirnir riða. Upp úr þvi varð fúgustillinn til, margar dásamlegar myndir og verður Svavar óumdeilan- lega að teljast okkar fyrsti abstraktmálari, ef það skiptir máli. Til eru að visu abstraktsjónir frá eldri tið, en þær voru þá aðeins partur af lifsverki, sem lá annars með öðrum stefnum. Þetta er ekki sagt til þess að kasta rýrð á neina aðra, en dálitið er samt um það, aö ýmsir menn telji sig hafa haft fæðingahriöir i þessa átt og hafi tekið út þjáningar vegna þess arna, þótt allar myndir vanti um svoleiðis nokkuð hjá þeim. Hins vegar komu margir liðtækir menn i abstraktmál- verki fram á sjónarsviðiö, eftir að öldurnar hafði lægt i norðan- verðri Evrópu og i Ameriku. Fyrsti islenski málarinn sem helgaði sig einvörðungu abstraktmálun verður á hinn bóginn að teljast vera Svavar Guðnason, hvort sem öllum likar það eða ekki. Heimkoman 1 striðslok kom Svavar Guðnason til tslands. Þaö gustaði af þessum djarfa and- spyrnumanni. Hann sýndi myndir i Listamannaskáianum. Margir komu á þessa sýningu og sumir urðu æstir og fyrir kom að reiðir menn hentu sýningarskránni i konu málarans i bræði sinni, þegar þeir hlupu út. Dagar stofustykkjanna voru þá þegar taldir, Hjálp i Þjórsárdal, Þingvellir og Húsa- fellsskógur uröu hér eftir að deila með nýjum bróður, sem málaði eins og api, en um þessar mundir var það uppáhaldsblaðaefni borgara- stéttanna að halda að apar gætu gjört listaverk á borö við Cobra- fólkið og aðra viðlika menn i norðanverðri Evrópu. Við brosum nú. Þó höfum við ef til vill gleymt, að Svavar Guðnason gaf þjóðinni miklar gjafir. Ný augu, nýjan tón, nýjan munaö. Sannleikurinn var nú beggja megin við Lómagnúp og við sjáum áhrif þessarar listar út um allt. Abstraktmálverk i húsi vekur ekki meiri undrun, sem furðuverk, en til dæmis vatns lögnin i húsinu, enda er tilfinningalifið i viðtækara samhengi við myndlistina, en nokkru sinni fyrr. Svo langt getur það gengið, að maður veit ekki hvort þaö er verra að missa mynd ofan af vegg, eða hitann af húsinu i frosti. Svavar Guðnason málari. Að útskýra myndlist er ekki gott verk fyrir þá sem skrifa. Tónlistarmaður gæti ef til vill lýst myndum Svavars betur en rithöfundur. Fúgu nafnið er lika fundið upp af manni sem bar skynbragð á tónlist, eöa af Erlendi i Unuhúsi, sem fann aö sama byggingarlag var á myndum Svavars og i fúgum Bachs og Beethovens. Lifsverki hans verður fyrst og fremst lýst i þeim myndum er hann málaði. Þó verður að geta þess hér, að bak við þessar myndir er sérstæður og sterkur maður andlega. Einhver orðhagasti maður samtiðarinnar. Hann hefði getað orðið skáld. Hann er allt i senn, hreinskilinn og slótt- ugur, öfgafullur, stórlyndur, smámunasamur,öfundsjúkur, umburðarlyndur, kátur og hress, eða rétt dregur fram lifið vegna bölsýni. En fyrst og fremst er hann ávallt Svavar Guðnason, einstæöur maður, sem málað hefur betur en flestir aðrir. Lengst af var vindurinn i fangið, stormurinn, regnið og fjúkandi fönn. Vont húsnæði, lélegur matur, stundum enginn. Ekkert nema málverk og ein stillt kona, Asta Kristin Eiriks- dóttir úr Borgafirði eystra, sem fylgir’ honum enn. Megi þau lifa heil. Texti: Jónas Guðmundsson Myndir Tryggvi, GE INTERNAHONAL IH Diesel 160 og 210 hö. 10,0 og 22,5 t heildarþyngd. Framdrif fáanlegt. Afgreiðslufrestur 4—5 mánuðir. CARGOSTAR IH Diesel 170 og 210 hö. ■ CO 1850 13,5 t heildarþyngd. CO 1950 16,5 t heildarþyngd. Sjálfskipting. Til afgreiðslu strax. MJGLÝSINOASTOFA SAMBANOSINS Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.