Tíminn - 18.11.1979, Qupperneq 8

Tíminn - 18.11.1979, Qupperneq 8
8 Sunnudagur 18. nóvember 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 sími 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.90: 86387. Verð I lausasölu kr. 200.00. Áskriftargjald kr. 4000 á mánuði. Blaðaprent. J Athafnir I stað orða í málum fatlaðra Helztu samtök fatlaðra hafa lagt fyrir forustu- menn stjórnmálaflokkanna nokkrar spurningar um afstöðu þeirra til hagsmunamála fatlaðra og öryrkja. 1 svari Steingrims Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, er fyrst minnt á, að i sam- þykktum 17. flokksþings Framsóknarflokksins, sem haldið var i marz 1978, segi m.a., að Fram- sóknarflokkurinn vilji ,,að öllum þegnum þjóð- félagsins gefist jöfn tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sina við nám og starf og að öllum sé tryggt öryggi i veikindum og vegna örorku,elli og áfalla af völdum náttúruhamfara.” Siðan segir i svari Steingrims Hermannssonar: ,,í anda þessarar samþykktar hefur Framsóknarflokkurinn beitt sér fyrir ýmsum að- gerðum til þess að bæta hag fatlaðra. Á siðasta löggjafarþingi lögðu þingmenn Framsóknarflokksins fram tillögur i málefnum fatlaðra, s.s. til breytinga á tollskrá varðandi bila- kaup öryrkja, sem var samþykkt sem lög. Enn- fremur um heildarendurskoðun laga um almanna- tryggingar með það markmið fyrst og fremst, að tryggingarlöggjöfin verndi og styðji þá þjóð- félagsþegna sem þurfa á samfélagsaðstoð að halda hverju sinni. Er lögð sérstök áherzla á mál- efni öryrkja og fatlaðra. Tillagan var samþykkt og visað til aðgerða rikisstjórnar Framsóknarflokkurinn svarar spurningum yðar að öðru leyti þannig.: 1. Framsóknarflokkurinn vill að fatlaðir njóti á þessu sviði sem öðru sama réttar og aðrir til þátt- töku i almennri stjórnmálastarfsemi og mun taka upp baráttu fyrir þvi að svo verði. 2. Framsóknarflokkurinn telur að hæfileikar fatlaðs fólks eigi að fá að njóta sin á Alþingi sem annars staðar i þjóðfélaginu og mun styðja nauð- synlegar breytingar á húsakynnum Alþingis til að gera þetta framkvæmanlegt. 3. Framsóknarflokkurinn álitur á sama hátt og i svari 2. að hæfileikar fatlaðs fólks eigi skilyrðis- laust að fá að njóta sin til æðstu embætta islenzka rikisins og vill vinna skipulega að þvi, að nauð- synleg starfsaðstaða sé sköpuð til að gera þetta mögulegt. 4. Framsóknarflokkurinn telur sjálfsagt að fatl- aðir hafi sama rétt og aðrir til þátttöku i sveitar- stjórnarmálum og telur nauðsyn að gerðar verði aðgerðir til að skapa þá starfsaðstöðu, sem með þarf. 5. Á siðasta þingi var lögð fram þingsálykt- unartillaga á þingskjali 27 um málefni hreyfi- hamlaðra, flm. þingmaður Framsóknarflokksins, þar sem skorað er á rikisstjórnina að láta nú þegar gera úttekt og kostnaðaráætlun um nauðsynlegar endurbætur á opinberu húsnæði, til að auðvelda hreyfihömluðum aðgang, og að settar verði nauð- synlegar reglugerðir tilskipulegra aðgerða i þessu skyni. Visast til greinargerðar með tillögunni. Framsóknarflokkurinn mun fylgja þessu máli fast eftir á næsta þingi og reyna að tryggja framgang þess, jafnframt að hafa áhrif á að staðið verði i hvivetna við ákvæði nýrra byggingarlaga á þessu sviði. Umfram allt þarf athafnir i stað orða.” Framsóknarflokkurinn hefur með þessu svari Steingrims Hermannssonar, formanns flokksins, markað afstöðu sina til málefna fatlaðra skýrt og afdráttarlaust. Sama gildir vitanlega um aðra þá, sem höllum fæti standa i lifsbaráttunni. Erlent yfirlit Meany hefur ákveðiö að draga sig í hlé Einn voidugasti maður Bandaríkjanna i aldarfjórðung Eitt af þeim málum, sem Meany hefur látiö sig miklu varöa, er baráttan gegn kommúnismanum. Upphaflega mun þetta hafa sprottiö af þvi, aö þeir höföu sig talsvert i frammi i verkalýösfélögum á árum fyrr og áttu Meany og félagar hans þá í höggi viö þá. Siöan hefur Meany haldiö uppi sókn gegn kommúnismanum, jafnt utan Bandarikjanna og innan. Taliö er, aö samtök Meanys hafi oft veitt verkalýös- samtökum og verkalýös- flokkum utan Bandarikjanna, sem böröust gegn kommúnistum, mikinn fjár- stuöning. Innanlands beitti Meany sér gegn þingmönnum, sem voru taldir hliöhollir kommúnistum. Meany var stuöningsmaöur Vietnamstyrjaldarinnar næst- um tíl endaloka. Þaö skildi mest leiöir hans og McGoverns eins og áöur sagöi. Meany taldi nauösynlegt, aö embættismenn verkalýös- hreyfingarinnar væru vel- launaöir og þvi óháöir atvinnu- rekendum. Árslaun hans sjálfs voru 110 þús. dollarar. Hann kraföist þess jafnframt, að þeir gættu heiöarleika i hvivetna. Þegar upplýstist, aö hiö volduga samband flutninga- ‘verkamanna tæki þátt i ýmissi fjárbrasksstarfsemi, gerði Meany kröfu til þess, aö þvi yröi tafarlaust hætt. Forustumenn þessuröu ekki viö kröfu hans og lét hann þá reka sambandið úr AFL-CIO. Þetta geröist 1957. ÞRÁTT fyrir aldurinn, hefur Meany verið heilsu- hraustur þangaö til á þessu ári. Sú krafa hefur veriö uppi á undanförnum árum, aö hann drægi sig i hlé fyrir aldurssakir, en hann hefur hafnaö þvi og enginn hefur treyst sér til aö keppa viö hann um forseta- starfiö. Þaö mun hafa ýtt undir þaö, aö hann hefur ákveöið aö hætta nú, aö hann missti konu sina i marzmánuði siöastliönum eftir 59 ára sambúö. I AFL-CIO eru nú um 14 millj ónir félagsmanna. Hlutfalls- lega mun færri launamenn taka nú þátt i samtökunum en þegar Meany varð leiötogi þeirra. En áhrif þeirra eru eigi aö siöur mikil og aö ýmsu leyti meirien áður. Þvi veldur senni- lega mestu, aö þau láta sig lög- gjafarstarfiö meiru varöa en áöur og haf a aukiö þátttöku sina i stjórnmálabaráttunni. Þ.Þ. I ÞESSUM mánuöi mun draga sig i hlé þekktasti verka- lýðsleiðtogi Bandarikjanna, George Meany, 85 ára gamall. Meany hefur verið valdamesti verkalýösleiötogi Bandarikj- anna I aldarfjóröung. Ahrif Meany hafa ekki aðeins veriö mikil á sviöi kaupgjalds- mála, heldur engu minni eöa öllu meiri á löggjafarsviöinu. Hann hefur komiö fram mörgum lögum um félagsmál og óbein kjaramal til hags fyrir umbjóöendur sina. Hann hefur haft nána samvinnu viö flesta forseta Bandarikjanna á þessum tima, einkum þó Kenne- dy og Johnson, og áhrifamikla þingleiðtoga. Ahrif sin á löggjafarsviöinu hefur Meany m.a. öölazt á þann hátt, aö hann hefur gert verka- lýðshreyfinguna miklu virkari á löggjafarsviöinu en áöur var meö þvi aö skipuleggja þátttöku verkamanna I kosningunum. Þeir forsetaframbjóöendur I forsetakosningunum, sem hlutu meömæli Meanys, gátu treyst á að þau tryggöu þeim a.m.k. nokkrar milljónir atkvæöa. - Hann hefur stutt alla frambjóö- endur demókrata i forseta- kosningum, nema McGovern, sem bauö sig fram gegn Nixon 1972. Þetta stafaöi af þvi, aö hann taldi McGovern of rauöan, m.a. vegna andstööu hans gegn Vietnamstyrjöldinni. Hins vegar stafaöi þetta ekki af þvi, aö Meany væri vinur Nixons. Meany var alltaf mikill andstæöingur hans og varö manna fyrstur til aö krefjast þess aö Nixon væri vikiö frá völdum vegna Watergate- málsins. A ýmsu hefur oltiö i sambúö þeirra Meanys og Carters for- seta, þvi aö Carter hefur ekki alltaf viljaöfaraaö ráöum hans. Sambúö þeirra hefur þó heldur batnaöi seinni tiö. Liklegt þykir að þó Meany láti af formennsku I stærstu verkalýössamtökum Bandarikjanna, aö hann haldi áfram afskiptum af stjórn- málum og þykir hann liklegur til aö veita Edward Kennedy stuöning. MEANY er af Irsku bergi brotinn. Foreldrar hans voru báöir irskir. Hann fæddist I New York 1894, og byrjaöi aö vinna fyrir sér sem pipu- lagningamaöur, þegar hann var 16 ára gamall. Fljótlega hóf Meany og Reuther 1955. George Meany hann þátttöku i verkalýðs- félagsskapnum, sem þá var aö smá eflast. Hann vann sér strax mikiö traust og var faliö hvert trúnaöarstarfið á fætur ööru. Verkalýöshreyfingin var þá margklofin I Bandarikjunum. Tvö verkalýössamtökin voru þó langstærst, AFL (American Federation of Labor) og CIO (Congress of Industrial Organi- sation) Meany starfaöi innan AFL og var kjörinn forseti sam- takanna 1952, en þau voru aöeins fjölmennari en CIO, en CIO færöist I aukana undir for- ustu mikilhæfs Þjóöverja, Walt- her P. Reuther. Eftir miklar viöræöur náöu þeir Meany og Reuther samkomulagi um að sameina samtökin og hafa þessi sameinuöu samtök siöan gengiö undir skammstöfunum AFL-CIO. Meany var kosinn fyrsti forseti þeirra og hefur veriðþaðstööugt siöan. Reuther var kosinn varaforseti, en lézt skömmu slöar. Eftir lát hans hefur Meany nánast veriö ein- valdur innan samtakanna, og hefur aö sögn gerst stööugt ein ráöari meö aldrinum. Hann hefur látiö verkalýös- hreyfinguna taka afstööu tíl fjölmargra mála annarra en kjaramála. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.