Tíminn - 18.11.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.11.1979, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 18. nóvember 1979 Wmtm r ^ Þann 18. september síðast liðinn var afhjúpaður í Skeljavík á Ströndum, minnisvarði um Hermann Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmann Strandamanna og Vestfirðinga. Var það dóttir Her- manns, Pálína Hermannsdóttir, sem afhjúpaði varð- ann, en meðal þeirra sem fluttu ræður við þetta tæki- færi voru Steingrfmur Hermannsson, þáverandi ráð- herra, Rúnar Guðjónsson sýslumaður, Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra og Guðmundur P. Valgeirsson. Tímanum hafa nú borist ræður þeirra Steingríms Hermannssonar, Guðmundar P. Valgeirssonar og Eysteins Jónssonar, og fara þær hér á eftir, en einnig birtist hér Ijóð Ingimundar Ingimundarsonar sem flutt var við þetta tækifæri. Minnisvarði um Hermann Jónassor afhjúpaður í Skeljavíb á Ströndun Rúnar Guðjónsson sýslumaóur Strandamanna I ræöustól— Á myndinni má sjá Steingrim Hermannsson og fjölskyldu hans og Eystein Jónsson. J Steingrímur Hermannsson: „Að hugsa ekki í árum en öldum.. ” Góöir Strandamenn og gestir. Ljóölinur þær, sem á þennan fagra minnisvaröa eru greyptar, eru úr ljóöi Stephans G. Stephanssonar, Bræörabýti. Kvæöi þetta fjallar um bræöur tvo, sem erföu landiö, ruplaö og rýrt af fyrri kynslóöum. Þeir uppsorfna heimajörö áttu. Viö umbætur leitast þeir máttu sem fyrst, eöa flýja þann staö. Og annar kvaöst björg myndi brjóta og brúnir þess öræfadals, þvi vist lægi gull milli grjóta i geymslu ins dulráöna fjalls En hinn vildi landspellin laga um landeydda fjárbeit og tún, og gróandann hæna inn á haga og harövöll, en lyngflétta brún og handleiöa björk upp i böröin, en barrviö I holdýja sköröin á jaröbönn, svo hyldgaöist hún. Þannig skildust leiöir þeirra bræöra. Annar vildi auögast fljótt. Hann braut niöur björgin i leit aö gulli. Hinn vildi bæta landiö og skila siöari kynslóöum þvi meö vöxtum. A vöxtum hjá komandi öldum þau glöö setur hagsýnin hans segir Stephan G. Mannlýsing Stephans G. Stephanssonar i þessu kvæöi er ákaflega athyglisverö. Þessar tvær manngeröir eru ætiö meö okkur. Sú sem vill auögast hvaö sem þaö kostar og hin sem vill rækta og bæta. Or þessu sama ljóöi valdi móöir mln fööur mlnum einkunnarorö. Þaö erindi hljóöar svo: Viö höllumst aö sjón, ekki sögum, oss sýnist nú örvænt um flest. Pálina Hermannsdóttir afhjúpar minnisvaröann um Hermann Jónasson En enn mun aö ákveönum lögum viö aldarhátt þroskaöri fest: Aö hugsa ekki I árum en öldum, aö alheimta ei daglaun aö kvöldum - þvl svo lengist mannsævin mest. Siöustu þrjár ljóölinurnar saumaöi hún I fallegan boröa og festi fyrir neöan málverk af fööur minum og hann er þar enn. Enginn þekkti hann betur en hún, hann var I hennar huga sá bróöir- inn, sem vildi rækta landiö, sem vildi landspellin laga. Þvl má meö sanni segja aö hún hafi valiö þau orö sem á steininn eru greypt. Þannig er þeirra beggja minnst, enda sagöi faöir minn oft aö án hennar heföi hann litiö oröiö. Þegar ég var aö þvl spuröur fyrir tveimur árum, hvort ég heföi á móti þvi aö Strandamenn reistu fööur mlnum minnisvaröa, komstég I vanda. Ég veit aö faöir minn heföi hafnaö sliku, ef hann heföi mátt spyrja. Hann kaus, eins og reyndar Stephan G. segir I einu erindi I þessu ljóöi, fremur aö láta verkin og hugsjónirnar tala. Meö framsókn menn einkenna aldir, um ártölin minna er skeytt— frá hugsjónum tlmarnir taldir, sem trúast og bezt hafa leitt. Hvert lofsverk er maklegar metiö, ef mannsnafnsins sjaldnar er getiö, sem þjóömenning bætt gat og breytt. Eftir nokkra umhugsun komst ég þó aö þeirri niöurstööu aö minningin um manninn er þeirra sem eftir lifa. Þeim er þvl frjálst aö ákveöa á hvern máta þeir vilja varöveita hana. Mér er jafnframt ljóst aö af engum heföi faöir minn fremur viljaö þiggja þennan heiöur en Strandamönnum. Hingaö kom hann 1934 I þeim erfiöu erindum aö ganga til kosninga gegn mikils metnum þingmanni og fyrr- verandi samherja. Ég hygg aö gegnum þau átök hafi hann tengst Strandamönnum sterkari böndum en almennt gerist. Ég læröi þaö snemma á heimili fööur mins, aö hann mat Strandamenn meira en aöra menn. Hann dáöi ætlö þrek og þrautseigju. Hann leit gjarnan á Strandamenn sem eins konar útveröi Islenskrar byggöar. 1 Ég vil leyfa mér fyrir hönd okkar afkomenda Hermanns Jónassonar aö þakka Stranda- mönnum fyrir þaö, hvernig þeir hafa kosiö aö minnast fööur okkar og afa. Góöur hugur býr aö baki, þaö dylst engum. Ég vil einnig þakka listamanninum, Sigurjóni Ólafssyni, hans ágæta verk. Ég þakka Þorsteini Jónssyni prýöi- legan frágang viö minnisvaröann og þeim öörum, sem hönd hafa lagt aö vel unnu verki. Og ég endurtek ánægju mina meö þær ljóöllnur sem á steininn eru greyptar. Ljóöinu lýkur Stephan G. Stephansson þannig: Or árgöngum vortlöa og vetra þaö vitinu sjálflærast fer aö umskapa iö bezta i betra, aö byggja upp þaö farsælast er. Þaö er ekki oflofuö samtlö, en umbætt og glaöari framtfö, sú veröld, er sjáandinn sér. Ég á ekki betri orö til þess aö lýsa hugsjón og starfi mlns fööur. I þeirri von aö þessi fallegi minnisvaröi megi hvetja sem flesta til sllkra starfa fyrir land og þjóö, endurtek ég þakkir okkar til ykkar Strandamanna. Hólmavlk, 16.9. 1979 Steingrímur Hrmannsson Fjölmenni var viö athöfnina þrátt fyrir hellirigningu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.