Tíminn - 18.11.1979, Page 14
14
Sunnudagur 18. hóvember 1979
Sunnudagur 18. nóvember 1979
15
C
Texti: FI
}
Við bregðum aðeins á leik í þessu viðtali við ólat ólafsson landlækni og förum út
i heimspekilegar vangaveltur um heilbrigðiskerfi í neytendaþjóðfélagi. Hvert
stefnir þaðá Islandi? ólafur heldur sig við jörðina og margar upplýsingar frá hon-
um koma á óvart. Megininntakið er# að heilbrigðiskerfið nýtist ekki þeim/ sem
mest þurfa á því að halda.... ólafur sendi velferðarþjóðfélaginu einnig nokkrar vel
valdar kveðjur» en mitt í velferðinni verða börn og gamalmenni illa úti.
„Ekki komið
svo langt
að hver og einn
hafi eigin
sérfrœðing”
Hlýtur heilbrigðiskerfið ekki
að draga dám af neytendaþjóO-
félaginu, sem viO lifum i?
— Jú, ef þú átt viö, að neyt-
andi sé sá, sem notar þjónust-
una.
Hvaö ræöur „neyslu” fólks á
heilbrigöisþjónustu I alls-
nægtaþjóöfélagi? Leitum viö
læknisþjónustu og heimtum
heilbrigöi á sama hátt og viö öfl-
um okkur neysluvara og nú-
timaþæginda?
Tiðni sjúkdóma, en margt
fleira kemur til sem hefur áhrif
á „neyslun”.
Niðurstöður kannana meðal
karla á Stór-Reykjavikursvæö
inu, er stunda vinnu að stað-
aldri, leiöa I ljós, að sá hópur er
býr viö bestu efnin og menntun-
ina leitar oftar til lækna og
sjúkrahúsa gengur frekar undir
aögeröir og neytir frekar lyfja
'<v k ■ " - .. f''
...... ■••• /,/■/"'' • ' • • .. *:■• ,;<ý' ■ • ..
; ' • - - ' ^ • *
> >4. _. /'/ '. .. '
' _ , ■ >/'■ .
'■■■+** ; C. ý* '*
■•• •"■• • . 'V ,. •' > >
„Innlögnum barna gæti stórlega fækkaö viö ákveðnar pólitiskar aö-
gerOir”, segir Ólafur ólafsson, en á þessari mynd eru fjörug börn aö fá
þaö út úr „Móöurástinni”, sem þau mögulega geta.
en þeir er siður eru úr garði
búnir hvað menntun og efni
snertir.
Almennt heilbrigðisástand
fyrra hópsins er þó betra en sið-
ara hópsins, nema að meira ber
á streitu og hjartasjúkdómum i
fyrri hópnum.
Fyrri hópurinn er þurfta-
frekastur varðandi hýbýla-þæg-
indi og bifreiöaeign.
í háþróuðum þjóðfélögum i
sumum hverjum stórborgum
erlendis nær „neyslan” há-
marki. Hver og einn hefur eigin
sérfræðing, heimilistannlækni,
sálfræöing og 3-4 bifreiöar i bil-
skúrnum.
Hér á landi leitar þéttbýlisfólk
meira til iækna en dreifbýlis-
fólk. Með tilkomu heilsugæslu-
stöðva virtist þessi munur
minnka.
„Fólk með
skerta
starfsorku býr
við rgrari
þjónustu”
Einn er sá hópur I þjóöfélag-
inu sem ekki fellur inn I þetta
mynstur en þaö er fólk með
skerta starfsorku. Þessi hópur
býr yfirleitt við rýrari þjónustu
en aörir. Þjónustuna við þetta
fólk veröur að auka.
Við upplifum örar breytingar
i þjóðfélaginu. Nú leitar fólk til
lækna i vaxandi mæli vegna
allskonar óþæginda og streitu-
einkenna, sem orsakast m.a. af
félagslegum vandamálum.
Dæmi eru mörg svo sem: Ungt
fólk fær ekki að vera i friði viö
uppbyggingu heimilis. ört vax-
andi verðbólga knýr það til
stööugra fjárfestinga. Af-
leiðingin er, að bæði hjónin
starfa utan heimilis, oft myrkr-
anna á milli. Heimilishaldið og
umsjá barna er þvi oft ekki
sinnt sem skyldi. Læknar á
heilsugæslustöðvum hafa bent á
aö algeng orsök fyrir innlögn
barna á sjúkrahús er órói,
lystarleysi og margskonar ein-
kenni sálræns eölis.
öllu geigvænlegra er, aö
niðurstööur samnorrænnar
„Viö hvaö skal miðað? Staðreynd er, aö viö veröum aö veita svipaöa þjónustu og gert er meðal nágrannaþjóöa á flestum sviöum”.
„1 háþróuðum þjóðfélögum
nœr „neyslan ” hámarki ”
7-------------------------------------a
— segir Olafur Olafsson landlæknir ,
en í þessu viðtali leiðir hann okkur um heilbrigðiskerfið
og um réfilstigu velferðarþjóðfélagsins
„Gifurlegt
vinnuálag á
konum ekki sist”
könnunar á tiðni og orsökum
slysa i heimahúsum leiddu i
ljós, að slys á ungbörnum eru
lang algengust hér. Skortur á
eftirliti og umhyggju skapar
börnum öryggisleysi. Það er
verðugt verk fyrir sparnaðar-
nefnd varöandi rekstur heil-
brigðisþjónustu að koma með
tillögur um bættan aðbúnað for-
eldra, svo aö þeir gætu sinnt
betur börnum sinum. Innlögn-
um barna gæti fækkað við
ákveðnar pólittskar aðgerðir.
Engan skal undra, að gömlu
fólki er hér ekiö á ellivistunar-
stofnanir I rikara mæli en gerist
meðal nágranna okkar. Fólk
hefur ekki tima né aðstöðu til
þess aö sinna þvi. Að visu skort-
ir Reykvikinga rými fyrir sjúkt
gamalt fólk en þaö stafar af
deilum milli „býrókrata”.
Fleiri dæmi mætti nefna.
1 mörgum útgerðarbæjum er
vinnuálag gifurlegt. Húsbændur
stunda sjóinn af slikri hörku aö
þeir komast ekki heim milli
túra, en konur sjá alfariö um
heimili og börn og reka auk þess
frystihúsin. Þessi gifurlega
vinna skapar margs konar
erfiöleika, og engan undrar þótt
fólk leiti til læknisins og biðji um
róandi lyf eöa svefnlyf á stund-
um.
Það fer aö verða nauösynlegt
að setja i lög ákvæði um há-
marksvinnutima fyrir fullorðna
fhúsmæöur) ekki sföur en börn.
Enginn vafi er á, að félagsleg
vandamál eru mjög oft orsök
læknisleitar og innlagna á
sjúkrahús. Þessi vandamál
veröur að lagfæra með félags-
legum aðgerðum en ekki meö
einhliða niðurskuröi á starfsliði
sjúkrahúsa eða auknum stofn-
anabyggingum.
Eru læknar ekki alveg jafn
opnir fyrir neysluhugsjóninni og
aðrir? Heldur þú ekki t.d., að þá
dreymi fiesta um að breyta litlu
lækningastofunni I visindaund-
ur?
Læknar eru neytendur og
mótast af þvi umhverfi er þeir
alast upp i. Vitaskuld taka þeir
þátt i lifsgæðakapphlaupinu likt
og aðrir. Sjálfsagt dreymir
suma lækna um aö veröa heims-
þekktir visindamenn enda ná
sumir þeim árangri. A litlum
lækningastofum hafa orðið
visindaundur.
Hafa ber i huga, að sá læknir
sem temur sér visindalega
hugsun hefir góðar forsendur til
þess aö veröa góður læknir — en
ekki er þar með sagt aö honum
auðnist það hlutskipti i þessu
lifi. Sá læknir, sem ekki temur
sér nákvæmni og gagnrýni i
verki, hefur litla möguleika á að
verða góður læknir.
„Menntun lækna
þarf að bregta
samfara
þjóðfélags-
þróuninni”
Er núverandi menntun lækna
tsland Danmörk Finnland Noregur Svfþjóð
1. Heildarútgjöld til heilbrigðismála
1976 sem hlutfall af þjóðartekjum 6,7 7,9 6,7 8,4 11,1
h- m.v. Island = 100 2. Hlutfall þjóðartekna á mann 100 117 100 125 166
m.v. ísland = 100 3. Hlutfall heilbrigðisútgjalda á 100 123 92 117 137
mann m.v. Island = 100 100 145 93 146 226
J
heppileg miðað við þá þjónustu,
sem þeir eiga aö veita?
Menntun lækna er af ýmsum
talið ábótavant. Staðreyndin er
þó, að þegar Bandarikjamenn
könnuðu árangur prófa er út-
lendir læknar þreyta til þess að
fá starfsleyfi i Bandarikjunum,
þá kom i ljós, að islenskir og
breskir læknar skiluðu bestum
árangri.
Læknar sinna i vaxandi mæli
ýmsum kvörtunum fólks, sem
ekki stafa beinlinis af sjúkdóm-
um. Menntun lækna þarf að
breyta, svo að þeir verði betur i
stakk búnir til þess aö sinna
slikum vekefnum.
Milli 80-90% allra islenskra
lækna sækja framhaldsmenntun
til góöra sjúkrahúsa erlendis,
m.a. vegna þess að skipulagöa
framhaldsmenntun er ekki að fá
hér og fjárveitingar rýrar. Þó
mætti auka þennan þátt læknis-
menntunar mjög hér. Náms-
ferðir islenskra lækna til út-
landa eru merkur kapituli.
Mennn taka upp með fjölskyld-
urogveljastfjarriættingjum og
vinum i 5-10 ár á eigin kostnaö
og flestir skila sér heim aftur.
Hafa læknar áhrif á lyfja-
neyslu fólks? Hvaða augum lit-
ur þú vaktþjónustu lækna I þétt-
býli?
Almenningur trúir um of á lyf
og vissulega eru margir læknar
sama sinnis. Læknar virðast i
rikum mæli fara að vilja fólks.
Yngri læknar virðast þó um-
gangast lyf með meiri varúð en
margir eldri læknar. Hafa ber i
huga, aö upp úr siðustu heim-
styrjöld urðu stórstigar fram-
farir I tæknivæöingu og lyfja-
málum. Ýmis lyf hafa valdið
gerbyltingu, t.d. hafa mörg geð-
veikrahæli nær tæmst, m.a.
vegna tilkomu nýrra geðlyfja.
Ýmsum sjúkdómum hefur
næstum verið útrýmt vegna
fúkkalyfjanotkunar, s.s. sumum
farsóttum, beinabólgu, berkl-
um, hjartaiokugalla vegna gikt-
ar og nýrnasjúk^ómum. Þessi
árangur hefur e.t.v. valdið oftrú
manna á lyfjum, meö aukinni
upplýsingu og fræðslu hefur
dregið úr þessari oftrú, og þá
um leiö úr neyslunni.
Um vaktlæknaþjónustu vil ég
segja, að sú þjónusta hefur bæði
kosti og galla. Æskilegast er, að
heilsugæslulæknar sinni vakt-
þjónustu, en i þéttbýli verður
þvi seint komið við.
Meö fjölgun heilsugæslu-
stööva má i auknum mæli reka
vaktþjónustu frá þeim. Borgar-
læknir i Reykjavik hefur tekiö
upp þá þjónustu, að senda
heimilislæknum skýrslur um
ferðir vaktlækna til sjúklinga
þeirra og er það til fyrirmynd-
ar. Svipuð tilhögun er i Hafnar-
firöi og Garðabæ. Mörg vanda-
mál, er koma upp á bæjarvökt-
um, þarfnast ekki úrlausnar há-
lærðra sérfræöinga. Borgin ætti
einnig að ráða hjúkrunarfræð-
inga til þess að sinna næturvökt-
um. Hafa ber i huga, að valct-
þjónusta utan sjúkrahúsa er
mjög ódýr lausn.
Baráttuglaðir
stjórnmálamenn
og
kerfisskríbentar
tala órökstutt”
Ofneysla I heilbrigðiskerfinu
og vaxandi kostnaður er sam-
hjálpinni, sem við öll viljum
njóta, dýr biti i hálsi. Er það
ekki allra hagur, að fólk læri að
treysta á frumheilsugæsluna,
sem er ódýrust?
Mér finnst sem þú sláir þvi
föstu, að fólk ofnoti heilbrigðis-
þjónustuna. Vissulega má
benda á dæmi um óheppilega
notkun þjónustunnar, en al-
mennt virðist ekki vera um of-
notkun að ræða. Sumir hópar i
þjóðfélaginu fá rýra þjónustu.
Erfitt er aö sanna eitt eöa annað
i þessu efni, en athyglisvert er,
að kostnaöur við þjónustuna er
minni hér en I flestum ná-
grannalöndum.
Þegar litið er á heildarútgjöld
til heilbrigðismála á Norður-
löndum á árinu 1976 i hlutfalli
við vergar þjóðartekjur kemur i
ljós, að Finnar og Islendingar
eru lægstir.
Hlutfall þjóöartekna á hvern
Ibúa er lægst i Finnlandi og á ís-
landi. Hlutföll milli heilbrigðis-
útgjalda á mann er nokkuö svip-
uö þjóöartekjuhlutföllum, að
Sviþjóð undanskilinni.
Staðhæfing ýmissa baráttu-
glaöra stjórnmálamanna og
kerfisskribenta um, að hér sé
sóað á sviöi heilbrigðismála, er
meö öllu órökstudd. En við hvað
skal miöað? Staöreynd er, að
við veröum að veita svipaða
þjónustu og gert er meðal ná-
grannaþjóða á flestum sviðum.
Við lifum ekki einangraðir leng-
ur. Islendingar ferðast i rikum
mæli til annarra landa og kynn-
ast nýjungum jafnóðum þar. Ef
stjórnmálamenn vilja draga aö
ráði úr kostnaði við þjónustuna
verða þeir einfaldlega að segja
fólkinu aö leita minna til lækna.
Vissulega rhá lengi koma við
ýmis konr hagræöingu i kerfinu,
ekki trúi ég að að umtalsveröur
sparnaður hljótist þar af. Flest
sjúkrahús verður að manna
með tilliti til þess að þau geti
sinnt bráðaþjónustu. Vinnu-
hraði og álag á sjúkradeild er
sinnir slikum vöktum má helst
likja við ákvæðisvinnu i frysti-
húsi.
Ég er þér sammála um, að
frumheilsugæslu beri að efla og
þá um leiö félagslegar umbæt-
ur. Kostnaöur við heilbrigðis-
þjónustu fer þó trúlega vaxandi,
ekki sist vegna þess að öldruöu
fólki fer nú ört fjölgandi og kröf-
ur fólks um heilbrigði aukast,
m.a. vegna bættrar menntunar
og efnahags.
Auknar fyrirbyggjandi að-
gerðir gætu þó hamlað að ein-
hverju leyti á móti þessari þró-
un. Ennþá þekkjum viö ekki
nægjanlega raunveruleg áhrif
slikra aðgeröa.
Myndir GE
„Læknar virðast I rikum mæli fara að vilja fólks”