Tíminn - 18.11.1979, Qupperneq 21

Tíminn - 18.11.1979, Qupperneq 21
Sunnudagur 18. nóvember 1979 21 Bob Marley & the Wailers — Survival ísland / Fálkinn ★ ★ ★ ★ + Nýlega sendi jamaiska reggae-stjarnan Bob Marley og hljómsveithans The Wailers frá sér hljómplötuna „Survival”, en þessi piata hefur af mörgum veriö talin besta plata Marleys fró upphafi. Erfitt er þá aö al- Hsefa eitthvaö i bessum efnum enda smekkur manna misjafn, en fyrir mina parta get ég full- yrt aö „Survival” gefur piötum eins og „Exodus” og „Rasta- man Vibration” ekkert eftir. Höfuöstyrkur „Survival” liggur i því hvaö hún er jöfn. Fá lög skera sig úr aö ráöi, en ef nefna ætti einhver sem bestu lög koma upp i hugann nöfn eins og „Ambush”, „Survival”, „So much trouble”, „Zimbabwe” og „Africa unite”. Þaö siöast talda felur reyndar i sér megin boöskap plötunnar, þ.e.a.s. boö- skap Marleys um sameinaöa Afriku, sem siöan yrBi höfuBvigi þeldökka kynstofnsins. I þessu lagi syngur Marley: Africa unite/ ’cause we ’re moving right out of Babylon/ and we ’re going to our fathers land. — En Marley gerir sér grein fyrir þvi aB meira þarf aB koma til og i þvi sambandi vitnar hann á plötuumslagi til Marcusar Garvey: Fólk sem er sér ómeB- vitandi um uppruna sinn og sögu, er eins og tré án róta. — ÞaB vekur einnig athygli aö „Survival” felur i sér mun minni trúarboöskap en margar af fyrriplötum Marleys og e.t.v. bendir þaö til þess aB Marley hafi nú breytt um baráttuaö- feröir. „Survival” er ein póli- tiskasta plata Bob Marley frá upphafi og boöskapurinn er ein- faldur —LátiBhart mæta hörBu, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. — Vera má aö siBustu at- buröir i' Afriku, nánar til tekiö i Zimbabwe Ródesiu hafi oröiö til þess aB Marley hefur tekiB upp þessa harölinuafstööu, sem kemur skýrast fram i laginu „Zimbabve”: Every man gotta right/ todecidehis own destiny/ and in this judgement/ there is no partiality/ so arms in arms, with arms/ we will fight this little struggle/ ’cause that’s the only way. Þó aBMarley kveöihér fast aö orBi þá er ekki þar meö sagt aö trúmálin séu gleymd. Haile Se- lassie heitinn Eþlóplukeisari er ein n helsti spámaöur Rastafari trúarbragBanna og guBinn Jah er á sinum staB. Þetta kemur allt saman fram á plötunni, eins og á fyrri plöt- um, en eins og áöur segir þá leggur Marley aöaláhersluna á veraldlegri hluti aö þessu sinni. — ESE Glámur og Skrámur - í sjöunda himni Hljómplötuútgáfan h.f. Þá er blessaö barnaáriö senn á enda og þvi vel viö hæfi aö út sé komin hljómplata meö ævin- týrum bræöranna Gláms og Skráms, sem skemmt hafa ung- um sem öldnum meö uppátækj- um sfnum i Stundinni okkar á undanförnum árum. Þaö eru Þeir bræöur Halli og Laddi ööru nafni Haraldur og Þórhall- ur Sigurössynir sem bregöa sér I gevi Gláms og Skráms, en höf- undar tónlistar eru Ragnhildur Gisiadóttir og Þórhallur Sig- urðsson. Höfundur texta er Andrés Indriöason og sögumaö- ur er Róbert Arnfinnsson. „1 sjöunda himni” nefnist þessi plata og veröur þaö aB teljast sannmæli, þvl aö bræB- urnir Glámur og Skrámur fara á kostum á plötunni og ekki má gleyma kúnni Ljómalind, kett- inum Guttormi, Faxa flughesti, litlu prinsessunni og tannlausa kónginum i Sælgætislandinu, Pésa pjáturkarli og öllum hin- um furöufuglunum sem fram koma á plötunni. Þar væri varla sanngjarnt aö rekja söguþráö- inn á plötunni hér, en þess má geta aö ævintýriö fjallar um ferö Gláms og Skráms um ókunna heima og meöal viö- komustaöa eru Sælgætisland, Þykjustuland, Pjáturland, Ölfk- indaland, Umferöarland og landiö þar sem allt er einum of mikiö. „1 sjöunda himni” er bráöskemmtileg barnaplata fyrir börn á öllum aldri, frá tveggja til hundraö og tveggja áraog trúlega er þetta ein vand- aBasta barnaplata sem gefin hefur veriB út hérlendis. - ESE Blondie — Eat to the Beat Chrysalis / Fálkinn ★ ★ ★ Breska nýbylgjuhljómsveitin Blondie meö ljóskuna Deborah Harry I broddi fylkingar, sendi nýlega frá sér sina fjóröu hljómplötu og nefnist hún „Eat to the Beat”. Er þessari plötu ætlaö aö taka upp þráöinn þar sem frá var horfiö á plötunni „Paraiell lines”, en sú haföi m.a. aö geyma lögin „Heart of glass”, „Picture this” og „Hangin’on the telephone”. Þó aö „Eat to the Beat” sé mjög sannfærandi og góö plata ná Blondie þvi þó ekki aB bæta um betur frá „Paralell lines”. Sú plata bauö einfaldlega upp á breiösiBu af góöum og grlpandi lögum og þrátt fyrir aB Debby Harry syngi eins og engill og aö öBrum liösmönnum hljóm- sveitarinnar hafi fariö mikiö fram frá þvi slöasta er árangur- inn ekki eins góöur. Reyndar er ekki sanngjarnt aö dæma Blondie einvöröungu út frá þeirri metplötu sem „Paralell lines” var og ef þeirri viömiöun er sleppt, þá held ég að hljóm- sveitin geti veriö sæmilega ánægö meö plötuna. Titillagiö „Eat to the Beat” á örugglega eftir aö spjara sig á vinsældar- listum og þóað 4 lög af plötunni komist ekki á topp 10 eins og geröist slöast, þá er engin ástæöa til aö örvænta. Þess má aölokum geta aö nú semja allir meölimir Blondie aö trommu- leikaranum Clem Burke undan- skildum, þaulög sem á plötunni eru og aö venju á dúettinn Harry og Stein (Chris Stein gitarleikari) flest lögin. Upp- tökustjóri á plötunni var Mike Chapman sem þekktur er fyrir verksInmeBTheKnack o.fl., en honum tekst jafnan best upp þegar úr minnstu er aö moöa. —ESE Jethro Tull — Stormwatch Chrysalis / Fálkinn ★ ★ ★ ★ + Ein samhentasta og rótgrón- asta rokkhljóms veit veraidar veröur aö teijast breska hljóm- sveitin Jethro Tull. Mjög óveru- legar breytingar hafa oröið á skipan hljómsveitarinnar igegn um árin og meölimir hljóm- sveitarinnar hafa margsinnis lýst þvi yfir aö þeir kunni ein- faldlega ekkert annaö en aö spila meö Jethro Tull og þvi úti- lokað fyrir þá aö leika meö öör- um hljómsveitum. Þaö hefur þvi jafnan vakiö athygii þegar mannabreytingar hafa oröiö i Jethro Tull og svo vill til aö nú hefur ein slik átt se'r staö. A nýj- ustu plötu Jethro Tull „Storm- watch” leikur John Glascock sitt sföasta sem bassaleikari hljómsveitarinnar, en hann var á dögunum látinn hætta i hljóm- sveitinni af heiisufarsástæöum. Reyndar leikur Glascock ekki nema i þrem lögum á plötunni, en hijómsveitarstjórinn, hinn gamalreyndi kappi Ian Ander- son hleypur f skaröiö i öörum lögum, sem jafnframt eru tón- smiðar hans. Því skal ekki neitaö hér, aö JethroTull hefur undanfarin ár veriö ein af mlnum uppáhalds hljómsveitum og e.t.v. hef ég ekki sterkari taugar til nokkurr- ar annarrarhljómsveitar. Éger einnig einn af örfáum aödáend- um hljómsveitarinnar, sem hef haldið þvi' fram statt og stööugt aö sá stiD sem hljómsveitin tók upp meö plötunni „Song from the wood” árið 1977 og fylgdi slöaneftirmeð „Heavy Horses” áriö eftir, sé hinn eini sanni og þar greinir sem sagt á meö mér ogflestum öðrum Tull aödáend- um. Éghef áöur látið þáskoöun mlna í ljós aö ég telji fáar plötur jafn hrifandi og þessar tvær og sérstaklega á þaö viö um „Songs from thewoods”,sem er I einu oröi sagt kyngimögnuö. En þetta er aðeins mitt álit og vel má vera aö töfrarnir hrifi ekki aðra. Svo aö vikiö sé aö nýjustu plötu Ian Anderson og félaga, „Stormwatch”, þá veröur ekki annaö sagt en aö hér sé á ferö- inni afbragös plata. Efniö á „Songs from the woods” var sótt aftur I gráa forneskju og „Heavy Horses” var tileinkuö breska hestinum, en nú fæ ég ekki betur heyrt en Ian Anderson sé farinn að deila á lifsgæöakapphlaupiö og þann heim sem þaö hefur aliö af sér. Kemurþetta berlega fram i lag- inu „Flying Dutchman”, en þar segir m.a.: So come on you lovers of the goodlife / on your supermarket run /set a sail of your on devis- ing / and be ther- when the Dutchman comes......og siöar 1 laginu: Look around you, can’t you see? / staring ghostly in the mirror / it’s the Dutchman you will be / ...floating slowly out to sea / in a misty misery. Svo mörg voru þau orö og meöal þesssem Anderson syng- ur um til viöbótar er Noröur- sjávar ollaiv og þær vonir sem við hana eru bundnar, náttúru- öflin, lifið og tilveruna. Eins og á fyrri Tull plötum, situr afbragðs hljóöfæraleikur I fyrirrúmi og um hæfni Ian Anderson sem lagahöfundar þarf ekki aö efast. Reyndar á hljómborös- og syntheziser- leikarinn David Palmer eitt lag á plötummi, hiö gull fallega lag „Elegy” og geri ég þaö hér meö að tillögu minni aö þaö veröi gert aö kynningarlagi þáttarins „Aö kvöldi dags” I sjónvarpinu, þegar „Theme from the Deer Hunter” hefur runniö sitt skeiö á enda. — ESE Tíminn er peningar Mmi tLtÍLLL LL-LLL Fatasaumur — Starfsþjálfarar löntæknistofnun Islands vill ráða 2 starfs- menn með starfsreynslu við saumaskap eða á skyldum sviðum vegna hagræðingarverkefnis i tatnaiðnaði. Starfsmennirnir munu fá þjálfun erlendis og aðstoða síðan finnska sérfræðinga við starfs- þjálfun í fataverksmiðjum. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson, Iðntæknistofnun Islands, Skipholti 37, sími 81533. Aðalkosningaskrifstofa Framsóknarf 1 okksins í Reykjavík Rauöarárstíg 18, sími 24480 Allar almennar upplýsingar eru veittar í sima 24480. Stuðningsmenn látið skrá ykkur til sjálfboðastarfa. — Framlög í kosninga- Sjóðinn eru þegin með þökkum, skrifstofan er opin frá 8 til 22. SIMAR EFTIRTALINNA KJÖRSVÆÐA ERU: Álftamýrarskóli 18379 Árbæjarskóli 18679 Austurbæjarskóli 19197 Breiðagerðisskóli 18410 Breiðholtsskóli 19168 Fellaskóli 19425 Langholtsskóli 19053 Laugarnesskóli 18675 Melaskóli 18912 Miðbæjarskóli 19583 Sjómannaskóli 19092 Ölduselsskóli 19356 B-LISTINJI í REYKJAVÍK 2

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.