Tíminn - 29.11.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.11.1979, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 29. nóvember 1979 267. töiublaö—63. árgangur Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300.• Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar Efnahagssérfræöingur Sjálfstæðisflokksins: Atvinnuleysi og enginn árangur fylgja leiftursókmnni „Það getur ekki ver- ið takmark okkar i at- vinnumálum að allir menn geti hvenær sem er fengið atvinnu af einhverju tagi”. Þannig kemst Jónas Haralz, efnahagsmálasérfræðingur Sjálfstæðisflokksins, m.a. að orði I grein sem birtist i Morgunblaðinu i gær. Það er ástæða til að benda á það að þessi grein birtist ekki sem fræðilegt innlegg I umræður um hagfræði á „háu plani”, þótt höfundur greinarinnar hafi það að yfirskyni, heldur er greinin beinh'nis rituð sem útskýring kunnáttumanns á pólitiskri efnahagsstefnu Sjálfstæðis- flokksins nú. Greinina verður þvi að lesa og skilja sem innlegg I kosningaáróður Sjálfstæðis- flokksins. Eins og ivitnuð orð sýna talar Jónas Haralz tæpitungulaust 1 grein sinni. Á öðrum stað segir hann m.a. um nafngiftina sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi þessu óskabarni sinu: „A hinn bóginn hefur nafn- giftin óneitanlega á ser nokkurn áróðursblæ og getur vakið hug- myndir sem ekki eru i neinu samræmi við orð og anda stefnuskrárinnar sjálfrar... önnur hugmyndin er sú að unnt séað vinna bug á verðbólgunni f eitt skipti fyrir öll: Leiftursókn, ogsvo er öllu lokið. Þessu fer að sjálfsögðu viðs fjarri”. Þessi helsti efnahagssér- fræðingur Sjálfstæðisflokksins tekur með öðrum oröum undir þau sjónarmið framsóknar- manna að það sé út i hött að þykjast ætla að slá verðbólguna niður „áhundrað dögum” ieinu rothöggi, eins og málsvarar Sjálfstæðisflokksins hafa sagt opinberlega. Og þessi efnahagssérfræðing- ur tekur það einnig fram í grein sinni að atvinnuörygginu verði stefnt i bráða hættu ef „leiftur- sókninni” verður hrundið I framkvæmd. Skoðun hans virðist vera sú að það geti verið rétt að stuðla að bættri afkomu „I lengd” með þvi aö taka á sig atvinnuleysi ,,i bráð”. Helsti efnahagssérfræðingur Sjálfstæðisflokksins, Jónas Haralz, viðurkennir m.ö.o. i £ að „hæfilegt” atvinnuleysi sé liður í leiftursókn Sjálfstæöis- flokksins nú. 9 að það sé ógerlegt að sigra verðbólguna I einni leiftur- sókn. Ummæli Jónasar Haralz verða ekki skilin á annan veg en þann að þau megi skilja sem óvæntan stuðning við þá stefnu Framsóknarflokksins að vinna beri á verðbólgunni i áföngum. Hann nefnir efnahagsaðgerðir Norömanna sérstaklega i grein sinni, en þær hafa framsóknar- menn m.a. haft til hliösjónar. Um þær segir Jónas: „Verð- og launastöðvun Norð- manna, sem mikið hefur verið vitnað tii hér á landi, var harka- leg og skyndiieg aögerð miðað við norskar aðstæður”. Þetta verður þá aö skiljast sem kveðja Jónasar Haralz til þeirra flokksbræðra hans sem reynt hafa að gera lítiö Ur markvissri stefnu framsóknar- manna, en hUn felur m.a. i sér að nýta reynslu norömanna. Launakröfur BSRB lagöar fram: Lægstu launin yfir 300 þúsund krónur 5 lægstu launaflokkarnir hækki um 39% JSS — Gengið var endanlega frá launa- kröfum BSRB i komandi kjarasamningum á fundi samninganefndar, sem haldinn var i gær. Að sögn Kristjáns Thorlacíusar formanns BSRB og samninga- nefndar eru meginkröfurnar þær að 5 iægstu launaflokkarnir hækki um 39%, Samkvæmt þessu verður 1. flokkur 1. þrep, þ.e. byrjunarlaun án starfsaldurshækkana kr. 302.000 og 3. þrep i sama launa- flpkki kr. 312.000.10. launaflokkur hækkar um 37% og verður kr. 417.000, 15. flokkur hækkar um 32% og veröur kr. 482.000, 20. flokkur hækkar um 29% og verður kr. 547.000,25. flokkur hækkar um 23% og verður kr. 612.000 og hæsti launaflokkurinn hækkar um 17% og veröur kr. 703.000. Eru þessar tölur miðaðar við 3. þrep hvers launaflokks. Sagði Kristján aö þarna væri um að ræða launastefnu sem BSRB hefði mótað á undanförn- um árum um aö tryggja ákveðin lágmarkslaun sem miöist við þaö, að unnt sé fyrir f jölskyldu að lifa á þeim. Haustið 1976 heföi krafan um lægstu lifvænleg laun numiö 100.000 krónum og væri þetta hliö- stæð krafa, miöaö við breytingu á framværsluvísitölu. Væri þarna um að ræaö jafnlaunastefnu. Aðspurður um hvers vegna BSRB legði fram iaunakröfur sin- ar nú, sagði Kristján að BSRB og öörum launþegasamtökum væri oft núið þvl um nasir, að fariö væri eftir þvi.hvaða flokkar væru Framhald á bls. 19. Frá fundi samninganefndar BSRB i gær. Yflrlýsíng frá Samtökum frjáislyndra og vinstri manna á Norðurlandí vestra „Við undirritað stuðnings- fólk Samtaka frjálslyndra og vinstri manna I Norður- landskjördæmi vestra, bein- um þeirri áskorun til fiokks- systkina okkar um land allt að það beiti sér af aiefli i komandi kosningum til þess að hindra valdatöku nýrrar Viöreisnar með virkum stuðningi við Framsóknar- flokkinn eða Aiþýðubanda- lagið i hverju kjördæmi, eftir þvi sem áhrifarikast er, til þess að stuðla að myndun nýrrar vinstri stjórnar. Jafnframt skorum viö á Samtakafólk i Noröurlands- kjördæmi vestra aðfylkjasér um B listann I þessu kjör- dæmi og freista þess þannig að fella annan kjördæma- kjörinn mann hægri aflanna. Guðmundur Þór Asmunds- son, Laugabakka, Sigurður Kristinsson, Sauðárkróki, Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, Mælifelli, Skagafirði, Pétur Arnar Pétursson, Blönduósi, Grétar Guömundsson, Blönduósi, Jóhannes Þórðar- son, Blönduósi, Eyþór Elias- son, Blönduósi, Asgerður Pálsdóttir, Geitaskarði, Þor- valdur G. Jónsson, Guð- rúnarstöðum. Kýlin á skipverjum Eddu: ,440 ættuð aðdrekka minna — sögðu yfirmenn við undirmenn FRI — Undirmenn á frakt- skipinu Edda hafa fengið duiarfull kýli á likama sinn, sennilega vegna slæmrar hreinlætisaðstööu um borð. í frétt um máliö I Dagblaðinu i gær sagði fulltrúi útgerðar- manns skipsins að enginn af skipverjum hefði kvartað og að hreinlæti um borð væri undir mönnunum sjálfum komið. „Þetta er rangt”, sagði einn skipverja I samtali við Tim- ann. Undirmenn á fraktskipi eru settir undir yfirmann og þeir ráða ekki sjálfir hversu oft eða hvenær þeir þrifa ibúöir, ganga eða aðrar vistarverur. Yfirmenn taka ákvörðun um það hvenær skuli þrifiö”. Um borð er 14 manna áhöfn. Fyrir 11 menn er eitt klósett og ein sturta. En þrlr yfir- menn hafa sérsturtu og sér- klósett hver. „Vaninn á þessum skipum er sá að kvartanir eru gerðar til yfirmanna og þeir koma siðan þessum kvörtunum til skrifstofunnar”. Kvartanir voru gerðar við viðkomandi yfirmenn á skipinu og svörin sem þeir fengu sem voru með kýlin voru á þá leiö að þeir ættu að drekka minna brennivln. Ástæðan fyrir kýlunum væri sem sagt brennivlnsneysla. „Ég hef ekki hugmynd um læknisfræðilegar skýringar á þvl að brennivlnsdrykkja valdi kýlum”’, sagði skipverj- inn. Framsókn til framfara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.