Tíminn - 29.11.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1979, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 29. nóvember 1979 r V Wmmrn Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- úrinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Augiýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvælndastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 simi '96300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 4000 á mánuöi. Blaðaprent. J- Geir og Þorvaldur Sunnudaginn 18.þ.m. birti Mbl. langa grein um Geir Hallgrimsson, sem átti að réttlæta lélega for- ustu hans. Aðalskýringin var sú, að svo ólik öfl tog- uðust á innan Sjálfstæðisflokksins, að erfitt væri að ná nokkru samkomulagi. 1 þessu sambandi vék Mbl. einkum að ágreiningi, sem stafaðiaf mismun- andi hagsmunum landshluta. Til þess að komast hjá þessum ágreiningi, hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú sem fyrr gripið til þess áróðurs að hafa tungur tvær, eða halda öðru fram á Austfjörðum, Vestfjörðum og Norðurlandi, Suður- landi og Vesturlandi en i Reykjavik og Reykjanes- kjördæmi. Niðurstaðan verður sú, að enginn veit hver raunveruleg stefna flokksins er i fjölmörgum máium. Glöggt dæmi um þetta er árás málgagns Geirs Hallgrimssonar, Morgunblaðsins, á Ólaf Jóhannes- son fyrir að hafa haldið fram þeirri skoðun, að stuðla beri að jöfnun hitunarkostnaðar með þvi að hækka styrk til þeirra, sem búa við oliuhitun. Mál- gagn Geirs Hallgrimssonar telur allar slikar hug- myndir árés á Reykvikinga. Það snýst með offorsi gegn öllum jöfnuði á þessu sviði. Á sama tima og Geir Hallgrimsson lætur blað sitt hamast þannig gegn niðurgreiðslu á oliuhitunar- kostnaði skrifar Þorvaldur Garðar Kristjánsson grein i málgagn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, Vesturland. 1 greininni heldur Þorvaldur þvi fram, að gera verði ráðstafanir til að borga niður oliu- kostnaðinn, svo að hitunarkostnaður hjá þeim, sem nota oliu, geti lækkað um helming. Siðan segir Þor- valdur: ,,Til þess að standa undir verðjöfnun hitunar- kostnaðar samkvæmt framangreindum hugmynd- um, þarf fjármagn, sem nemur um 6000 milljónum króna á árinu 1980.” öllu meiri getur munurinn á málflutningi þeirra Þorvaldar og Geirs ekki verið. Málgagn Geirs and- mælir allri verðjöfnun hitunarkostnaðar, en Þor- valdur krefst þess að sex milljörðum króna verði varið til slikrar verðjöfnunar á næsta ári. Hvaða ályktanir eiga svo kjósendur að draga af svona málflutningi? Hvort á heldur að trúa Geir eða Þorvaldi, Morgunblaðinu eða Vesturlandi? Eina svar hugsandi kjósenda er að gefa ekki at- kvæði sitt flokki, sem talar þannig tungum tveim i stærstu þjóðmálum, að ómögulegt er að vita hver raunveruleg stefna hans er. Óttínn við Ólaf Morgunblaðið ber þess mörg merki, að Sjálf- stæðisflokkurinn óttast nú ekki annan mann meira en ólaf Jóhannesson. Það birtir daglega um hann ýmsan óhróður og útúrsnúninga á ummælum hans. T.d. hefur það snúið þannig út úr þeim ummælum hans, að greiða eigi niður kostnað við oliuhitun, að hann vilji leggja stórfelld gjöld á hitaveituna i Reykjavik. Mbl. heldur áfram að hamra á þessu, þótt ólafur hafi lýst eindregið yfir, að sérstakur skattur á hitaveituna i Reykjavik komi ekki til greina og fjár til umræddra niðurborgana verði að afla með öðrum hætti. Þessar árásir Mbl. á ólaf Jóhannesson sýna það glöggt, að baráttan i Reykjavik stendur milli Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 1 Reykja- vik hafa kjósendur um forustu Ólafs Jóhannessonar og Geirs Hallgrimssonar að velja. Það val ætti að vera vandalaust. Þ.Þ. Óvenjulegur atburður á flokksþinginu þar ÞAU tiðindi gerðust á þingi rúmenska Kommúnistaflokks- ins, sem haldið var i slðustu viku, að einn af stofnendum flokksins, Constantin Pirvul- escu, 84 ára gamall, kvaddi sér hljóðs og flutti magnaða ádeilu- ræðu, þar sem hann gagnrýndi einkum Ceausescu forseta og flokksform ann. Pirvulescú sagöi að stjórnarfarið væri spillt og ólýðræðislegt, og kenndi Ceausescu mest um. Pirvulescu hlaut engar undirtektir, en mikil mótmæli, og við for- mannskjöriö á eftir hlaut Ceausescuatkvæði allra fulltrú- anna, en Pirvulescu var þá horfinn af fundi. Enginn greiddi honum atkvæði, þegar kjör miö- stjórnarinnar fór fram, en hann átti sæti i henni. Taliö er vist, að hann verði rekinn úr flokknum. Óliklegt þykir, aö hanneigi eftir aðkoma oftar fram opinberlega I Rúmeniu, en sökum aldurs sins sleppur hann senniiega viö að vera settur á bak við loku og lás. Ef marka ætti andrúmsloftið, sem virtist rikja á þinginu, nýt- ur Ceausescu mikils trausts. Völd hans standa bersýnilega á traustum grunni, þarsem erhið öfluga flokkskerfi, sem hann hefur komiö á. Allt bendir til að hann eigi eftir aö ráða rikjum meðan lif og heilsa endist. hátt, að Rúmenia hefur meiri skipti við Kina og israel en talið er aö leiðtogum Sovétrikjanna sé að skapi. Þá hefur Rúmenia oft greitt atkvæði á alþjóðaþing- um öðru visi en hin Aust- ur-Evrópurikin,t.d. viðurkennir Rúmenía enn rikisstjórn Pols Pot. Vafalitiö fellur valdhöfum Sovétrikjanna þetta ekki, en hafa þó sætt sig við það. Að einu leyti er þetta þeim lika viss styrkur, þvi að þeir geta bent á Rúmeníu sem dæmi þess, að þeir fyrirskipi ekki öörum kommúnistarikjum, hvernig þau eiga að haga utanrikis- stefnu sinni. EITT er þaö, sem einkennir stjórn Ceausescu frá stjórnum annarra kommúnistarikja. Hann teflir ættingjum og vanda- mönnum sinum mjög fram og skipa þeir nú orðið flest valda- mestu embætti rikisins. Að þessu leyti minnir Ceausescu á ýmsa einræðisherra fyrri tima. Sérstaklega vekur það þó at- hygli hve valdamikil kona hans ASTANDIÐ i riki hans er ekki gott aö sama skapi. Fréttaskýr- endum, sem þekkja til mála austantjalds, kemur yfirleitt saman um, að harðstjórn og skoöanakúgun sé miklu meiri þar en i öðrum austantjalds- löndum. Rúmenia er eina aust- antjaldslandið, þar sem enn rik- ir ómengaður Stalinismi. En þetta er ekki öll sagan. öllum heimildum kemursaman um, að lifskjör séu lélegri i Rúmeniu en i öllum öðrum rikj- um Evrópu, að Albaniu undan- skilinni. Hin stranga skipulagn ing og skriffinnska Stalinismans hefur lagt dauða hönd á at- vinnulifið. Rúmenum hefur ekki einu sinni tekizt að nota sér hinn mikla oliuauð landsins til að fullnægja eigin þörfum. Nýlega hefur verið sagt frá þvi, aö rúm- enska stjórnin hafi samiö um stóraukin oliukaup frá Sovét- rikjunum. Þetta gerist þrátt fyrir það, aöþvi var sérstaklega fagnað sem stórviðburði á flokksþinginu, að nýlega er haf- in fyrsta oliuvinnsla úr sjávar- botni undan ströndum Rúmeniu. Til þess að draga athyglina fráhinubága efnahagsástandi i Rúmeniu, hefur Ceausescu gripið til þess ráös að fylgja ó- háðari stefnu i skiptum við Sovétrikin en önnur kommún- istariki austantjalds. Þetta hefur m.a. komið fram á þann Ceausescu-hjónin og Nicu sonur þeirra. Elena Ceausescu er, en sumir fréttaritarar telja, aö raunverulega stjórni hún Ceausescu. Þau eru jafnaldra, nýlega orðin sextug, og hafa þekkzt siðan ibarnæsku og haft stöðugan félagsskap siðan. Ceausescu hefur sjaldan komið fram opinberlega, nema Elena væri við hlið hans. Einkum hef- ur þetta þó verið áberandi siðan hann tók viö formennskunni i Kommúnistaflokknum fyrir 14 árum. Elena Ceausescu hefur átt sæti i framkvæmdastjórn flokksins eða æðstu stjórn hans allmörg undanfarin ár og er sögð ganga þar næst Ceausescu aðvöldum. Hlutverk hennar þar er að hafa eftirlit með flokknum og flokksmönnum og ræður hún þvi mjög miklu um allar em- bættisskipanir innan flokkskerf- isins. Þetta veitir henni að sjálf- sögðu geysileg völd. Það er lika talið, að þaö séu öllu meira ráð hennar en Ceaus- escu hve mörgum ættingjum þeirra og vandamönnum hefur verið lyft i æöstu embætti. Bróö- ir hennar er varaforsætisráð- herra og mágur hans er lika varaforsætisráöherra. Ein af systrum Ceausescus er gift nú- verandi forsætisráðherra, en önnur er gift fyrrverandi for- sætisráöherra, en báðir eiga þeir sæti i framkvæmdastjórn flokksins. Bróðir Ceausescus er landbúnaöarráöherra, en annar er háttsettur I hernum. Sonur þeirra Ceausescu-hjónanna, Nicu, er formaður æskulýös- samtaka kommúnista, en tengdafaðir annars sonar þeirra er varaforsætisráöherra og á sæti i framkvæmdastjórninni. Þannig má halda áfram að rekja þetta og minnir þetta rúmenska valdakerfi talsvert á stjórnarhættina I Saudi-Arabiu, þar sem öll helztu embættin eru skipuðmönnumaf Saud-ættinni. Það er ekki sizt þetta, sem Pirvulescunefndisemdæmi um spillinguna i Rúmeniu. Þ.Þ. Erlent yfirlit Ræður Elena orðið mestu í Rúmeníu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.