Tíminn - 29.11.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.11.1979, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 29. nóvember 1979 13 „Engin refskák um Kambódíu” FI — Fréttamyndin um ástand- iö i Kambódiu, sem sýnd var i sjónvarpinu á mánudagskvöld- ið, hefur að vonum vakið mikia athygli hér á landi sem i öðrum löndum. Þar kom fram, að land- ið er i riíst eftir ógnarstjórn Pol Pots og náverandi valdhafar I Pnohm Penh, sem eru ungir og óreyndir leppar Hanoi stjórnar- innar ráða ekki við neitt. Hungrið sverfur að. i myndinni komu fram aivarlegar ásakanir á alþjóðlegar hjálparstofnanir, Rauða Krossinn og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sak- aðar voru um að taka þátt i stjórnmálarefskák um Kambó- dfu og halda að sér höndum i hjáiparstarfi. Refskák þessi hef- ur verið tefld á-vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og felst i þvi, hvort viðurkenna eigi innrásar- aðilana frá Vietnam eða át- rýmingarstjórn Pol Pots. ís- lendingum er málið skylt, en þeir ákváðu að styðja Pol Pot til allra góöra verka. Við höfðum samband við Eggert Asgeirsson framkvæmdastjóra Rauða Eggert Asgeirsson. Kross íslands og spurðum hann, hvort þessar ásakanir ættu viö rök að styðjast. Ég neita þvi afdráttarlaust, að þessar ásakanir eigi við rök segir Eggert Ásgeirsson frkstj. Rauða Kross íslands að styöjast sagði Eggert. Hið sanna i málinuer, að núverandi stjórn i Pnohm Penh hefur neitað að ganga aö settum skil- yrðum okkar fyrir hjálparsend- ingum. A fundi Alþjóðaráðs Rauða Krossins í október var strax ákveðið að senda flugvél ar búna matvælum og lyfjum, enhún fékk ekki lendingarleyfi. Við ráðum ekki flugvöllum þarna i landi. Þegar Pol Pot var viö völd máttu hjálparstofnanir ekki senda Kambódiumönnum mat, enda þótt hungurvofa vofði yfir þeim. Enaf fréttum má ráða, að landið hafi opnað sig fyrir hjáiparsendingum, er Vietnam- ar höfðu ráöist inn i það, en ekki fengið neitt. Þeir vilja gjarnan fá matvæli, en þeir vilja ekki samþykkja nauðsynleg skilyrði svosem að fylgst sé með dreifingu þeirra. Rauði Krossinn verður aö fyrir- byggja að hjálpargögn lendi t.d. i herbúðum. Þaö yrði vist eitt- Ung móðir með látið barn sitt. Dánarvottorð: Hungur. hvað sagt, ef maturinn frá al- þjóðastofnunum lenti beint til Vietnam. Og það er ekki aðeins mat- væli, sem vantar. Landið er i rúst, flugvallaraðstaða nánast lömuö og vegakerfiö úr sögunni. A flótta sinum um landið hefur fólk tapað öllum jaröyrkjuverk- færum sinum, öllum önglum og netum, svo að það getur ekki einusinni veittfisk. Þaðþarf að senda bifreiðar, lækningatæki og lyf. En fyrst þarf að vinna traust stjórnvalda. Það hefur gengiðhægt.enég held,þaö hafi tekist i bili. Hvaö sem verður. Ýmsar alþjóðlegar samþykktir bitna á Rauöa Krossinum og gera hann tortryggilegan i aug- um þessa fólks. Hvað er framundan? I gangi er áætlun upp á hundr- að milljónir svissneskra franka eða 26 milljarða isl. króna. Tryggð hefur verið sending 20 þúsundlesta af matvælum i des. og 30 þúsund lesta i janúar. Einnig að tekið veröi viö heil- brigöisstarfsliði. Þá er i ráði aö frá islandi fari sex læknar ásamt hjúkrunarfræðingum til Thailands til þess að hjúkra flóttafólki frá Kambodiu. Þess má geta, að ágóði af kosningaspám Rauða Krossins fer að 80% til hjálparstarfsins i Kambódiu. Aðalkosningaskrifstofa Frams óknarfI okks ins í Rauðarárstíg 18, sími 24480 Allar almennar upplýsingar eru veittar í sima 24480. Stuðningsmenn látið skrá ykkur til sjálfboðastarfa. — Framlög i kosninga- sjóðinn eru þegin með þökkum, skrifstofan er opin frá 8 til 22. KAUPIÐ TÍMANN SIMAR EFTIRTALINNAl KJoRSVÆÐA ERU: Alltamýrarskóli 18379 Arbæjarskóli 18679 Austurbæjarskóli 19197 Breiðagerðisskóli 18410 Breiðholtsskóli 19168 Fellaskóli 19425 Langholtsskóli 19053 La ugarnesskóli 18675 Melaskóli 18912 Miöbæjarskóli 19583 Sjómannaskóli 19092 ólduselsskóli 19356 V B-LISTi\\ í REYKJAVÍK Ávollt fyrirliggjandi lollpressur af öllum stærdum JhlasCopco LANDSSMIDJAN annast viðgerSaþjónustu á öllum tegundum loftverkfæra og tækja. Ef óskað er sjáum við einnig um fyrirbyggjandi viðhald. SAMBANDIÐ AUGLÝSIR gólfteppi Úrval af einlitum og munstruðum teppum SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA BYGGINGARVORUR Teppadei/d SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI 82033 SÉRSTAKLEGA FRAMLEITT SPVRNU- EFNI TIL VIÐGERÐA OG ENDUR- BYGGINGA Á BELTUM VINNUVÉLA. SPARIÐ FÉ Lælckið viðhaldskostnað. Notið öruggar gæðavörur. - Slmi 91-19460

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.