Tíminn - 09.12.1979, Síða 2
2
4
Rætt við Bjarna M.
Gíslason, sem fórnaði
lífsstarfi sínu fyrir
endurheimt íslensku
handritanna
AM ,/Bjarni M. Gíslason hleypti ungur heimdragan-
um og hélt til Danmerkur, eins og margir Islendingar
hafa gert bæöi fyrr og síðar, fyrst til náms og seinna til
starfa. Hann var einn þeirra brattsæknu landa,sem gerst
hafa rithöfundar á dönsku til að ná sjónum fleiri les-
enda en unnt er á okkar útskerjatungu. Hafði hann birt
nokkrar skáldbækur, bæði Ijóð og laust mál, þegar hann
fékk nokkurs konar köllun og vék stefnu sinni inn á
hliðarveg."
Þessi eru upphafsorð afmælis-
rits Bjarna M. Gíslasonar, sem
varð sjötugur hinn 4. april 1978,
en Bjarni hefur. svo sem viður-
kennt er, átt flestra eða allra
manna drýgstan þátt i þvi meö
ævistarfi sinu að handritamálinu
lauk á svo happadrjúgan hátt og
raun ber vitni. Þegar Bjarni M.
Gislason var hér á ferð um
miöjan nóvember, átti Timinn
oröastaö viö hann um sitthvaö af
þvi sem á daga hans hefur drifiö.
Aö venju byrjum viö á að spyrja
Bjarna eftir æsku hans og upp-
vexti.
„Mér er sagt aö ég sé fæddur á
Stekkjarbakka i Tálknafiröi og
þar missti ég fööur minn sjö
vikna gamall. Nokkru siöar flutt-
ist móöir min vegna veikinda til
Reykjavikur og fór ég þá til
frændfólks mins aö Látrum við
Látrabjarg, þar sem ég var til ell-
efu ára aldurs. Þá fór ég til
Reykjavikur þar sem föðurbróöir
minn og móöursystir bjuggu, sem
voru hjón og var ég hjá þeim
fyrstu Reykjavikurár min. Þann-
ig átti ég mörg heimili á tslandi i
uppvextinum, þar sem ég var
munaöarlaus og hef ég ekki ann-
aö en gott um þau heimili aö
segja.
Gn mig langaöi alltaf aö
mennta mig, þegar ég fór að
þroskast en þaö var ofviöa þess-
um fátæku heimilum, en ég lifi
æsku mina á hinum erfiöu at-
vinnuleysisárum eftir fyrri
heimsstyrjöld.
Þegar ég var oröinn 24 ára, fór
ég svo til Danmerkur og haföi þá
gefiö út mina fyrstu ljóöabók,
,,Ég ýti úr vör,” sem segja má aö
hafi orðið réttnefni, þvi úr vör ýtti
ég-
Mér leist ekki á aö fara aö setj-
ast á skólabekk meö kornungu
fólki, oröinn þó þetta gamall, en
haföi heyrt aö á lýöháskólunum
væri fólk á öllum aldri og fór þvi á
slikan skóla. Fyrsti lýöháskólinn
sem ég var á var á eynni Als, sem
er i grennd viö landamæri Dan-
merkur og Þýskalands. Þarna
kom ég áriö 1934, eöa áriö eftir aö
nasistar taka völd i Þýskalandi.
Þarna viö landamærin var upp-
reisnarhugur mikill meöal Dana
gegn Þjóðverjum og á Dybböl
hæðum voru haldnir miklir
fjöldafundir, en þar höföu Danir
háö margar orrustur viö Þjóð-
verja áöur fyrr. Þarna voru
margir þjóökunnir ræöumenn,
svo sem Jörgen Bukdahls og
C.P.O. Christiansen. Ég kynntist
þessum ágætu ræöumönnum
snemma og á þessum námsárum
minum var stofnaö þarna félag
þaö sem nefndist „Det unge
Grenseværn”, sem kalla mætti
Landamæravörn danskrar æsku.
Þetta félag var hugsaö sem eins-
konar andleg landamæravörn
gegn nasismanum. Formaöurinn
hét Peter Markussen.
Ég var eini Islendingurinn
þarna og var skjótt spurður hvort
ég vildi vera meö i þessum
félagsskap. Ég játti þvi hrifinn,
enda voru þau einu andlegu áhrif,
sem ég haföi oröiö fyrir frá þvi
er ég hóf að læra, frá þessum
skóla komin . Þessi félagsskapur
gaf út blaö, sem þeir kölluöu
„Folkungbladet,” og i fyrstu tölu-
blöðum þess er kvæöi eftir mig aö
finna, fyrstu kvæðin min á
dönsku.
Þátttakan i þessúm félagsskap
skipti mig miklu til heilla, þvi
þegar striöinu lauk og fariö var
að gera upp reikningana við þá
sem veriö höföu tvistigandi eða
jafnvel hálfgeröir nasistar, varö
þetta mér einskonar vegabréf
meöal dönsku þjóöarinnar. Þátt-
takan I félaginu var lika ekki
formaöurinn tekinn og fluttur til
Þýskalands og eftir þaö náöi hann
sér aldrei. Mér er þaö i minni aö
þegar ég seinna meir fékk þá um-
sögn i blaöi lýöháskólanna frá
Viggo Starke, ráöherra og and-
stæðingi okkar i handritamálinu,
að ég væri islenskur „nasjónal-
isti”, ritaöi honum dönsk kona og
benti á, aö ég heföi veriö eini
Noröurlandabúinn utan Dana,
sem aö stofnun „Landamæra-
varnar danskrar æsku” stóö.
Sagöist hún ekki hafa heyrt Viggo
Starke orðaöan viö þann félags-
skap.
Siðan ferö þú til Askov, Bjarni?
„Ég var á þessum skóla, sem
hét Danebod I eitt ár, en fór siðan
til Askov, sem er eins konar
framhaldsskóli af minni skólun-
um og var þar i þrjú ár.
Siðasta áriö mitt I Askov, sem
er eins konar framhaldsskóli af
minni skólunum og var þar i þrjú
ár.
Siðasta áriö mitt i Askov gaf ég
út mina fyrstu ljóöabók á dönsku,
en hún var um Island og hét
„Glimt fra Nord.” Hún fékk góöa
dóma og var gefin út aö nýju 1938
iauknu formi. Þetta leiddi til þess
að fariö var aö gera boö eftir mér
sem fyrirlesari viö danska lýöhá-
skóla, en kennslan viö lýöháskól-
ana fór á þeim tima mikið fram i
fyrirlestrum, Einmitt þetta ár,
1938, gerði gamli skólinn minn
boö eftir mér til þess aö halda þar
fyrirlestur. Þetta var á sumar-
degi og þarna voru þá staddir
fjórirmenn.tveirprófessorar frá
Kaupmannahöfn, C.P.O. Christi-
ansen, sem ég áöur nefndi og ann-
ar lýöháskólastióri.
Annar þeirra prófessora, sem
þarna voru komnir, var Bröndum
Nielsen, litill maöur en hálæröur
og siöar versti andstæöingur okk-^
ar I handritamálinu. Þetta ár
haföi Island fariö fram á aö fá
handritin eöa hluta þeirra heim
til íslands, en um það var ekkert
ritað i dönsk blöð og enginn vissi
um þetta, þar sem þaö fór fram i
lokuðum nefndum islenskra og
danskra manna. Nielsen haföi
tekiö þátt i þessum viðræöum og
tók að segja frá þeim af nokkru
yfirlæti og fór svo aö þeir tóku aö
deila þarna lýöháskólamennirnir
og þessir lærðu menn frá Höfn.
Þegar ég hlustaði á mál-
flutniug þeirra, þá laust þeirri
hugsun niöur i mig sem eldingu,
hvort ekki mundi hægt aö sam-
eina þessa lýðháskólamenn til á-
taka gegn lærdómsvaldinu i Höfn,
fyrir Islands hönd. Innblásinn af
þessari hugmynd samdi ég þvi
fyrirlestur um málið og sendi
danska rikisútvarpinu. Þetta
erindi mitt var ritað af miklum
andlegum takmörkunum, þar
sem ég var ekki nógu kunnur
málinu, en þarna hreyfði ég fyrst
þeirri hugmynd aö Danir sendu
islendingum handritin sem gjöf.
Þaö hafði aldrei veriö nefnt fyrr,
en mér haföi dottiö i hug aö ef til
vill væri hægt að losa máliö úr
lögfræði og visindaviöjunum sem
það var fast i meö þessu móti.
Slika tillögu vissi ég að almenn-
ingur mundi skilja, — gjöf frá
þjóð til þjóöar. Þetta var svo ein-
falt, þvi gjöf þarf hvorki á lög-
fræði né visindum aö halda.
En svo fór aö á þessum grund-
velli var máliö leyst?
„Mér datt auövitaö ekki i hug
þarna, aö þetta ætti eftir að verða
aö stefnuatriöi, þótt svo færi þeg-
ar stundir liöu fram. Ég fór nú aö
gera handritamáliö aö umræöu-
efni i fyrirlestrum minum I lýöhá-
skólunum. Allan minn fróðleik
sótti ég aö vonum i islenska
fræöimenn, þar sem sjálfur var
ég hvorki visindamaður eöa
fræöimaöur á annan hátt. En
árangurinn af þessum
málflutningi minum varö um siö-
ir sá aö þeir ákváöu aö taka hand-
ritamáliö i sinar hendur og ég tel
aö merkasti áfangi baráttunnar
fyrir endurheimtingu handrit-
anna hafi verið sá, þegar lýöhá-
skólamenn sendu danska þjóö-
þinginu árið 1947 áskorun þess
efnis aö Islandi yröu afhent hand-
ritin aftur. Sú áskorun var undir-
rituö af öllum lýöháskólastjórum
Dana og birtist samtimis I öllum
dönskum blööum. En þess ber aö
minnast aö yfirskriftin á þessari_
áskorun var ekki „Skiliö Islend-
ingum handritunum aftur”, held-
ur „Gefið tslendingum handrit-
in”.
Þessi áfangi var þvi merkilegri
vegna þess, að fram til þessa
tima hafði öll barátta um hand-
ritin farið fram i lokuöum nefnd-
um. Danska þjóðin hafði þannig
ekki þekkt til þessa máls, svo aö
þeir höföu jafnan undirtökin sem
ekki vildu skila handritum,
danskir fræðimenn. En nú uröu
þeir aö koma út úr kofunum og
berjast við danska menn, en
dönsku lýðháskólastjórarnir voru
allir háskólamenntaðir menn,
sem höföu margir alveg jafn
mikla menntun, en aðeins aörar
skoöanir. Þeirra á meöal má
nefna dr. Holgeir Kjær I Askov.
Og þá má segja aö slagurinn
hafi byrjaö?
„Já, þá byrjaöi slagurinn og ég
vil koma hér að atriði, sem
Islendingar ekki þekkja, en sem
mikilsvert er að nefna, þegar
saga handritabaráttunnar er
skoðuð. Fyrst i staö, aö minnsta
kosti, voru öll dönsku blööin á
móti okkur, — nema eitt, sem var
Kristilegt dagblaö. Ritstjóri þess
var Edvard Petersen, en utan-
rikismálaritstjóri var C.P.O.
Christiansen. Þaö var fyrir hans
áhrif aö Kristilegt dagblað fór aö
tala fyrir tsland, árið 1941.
En samt sem áöur höföu lýöhá-
skólamenn næstum jafn mikil tök
á þjóöinni og blöðin og af hverju?
I Danmörku eru samkomu-'
hús um allt land og þaö
var venja aö þegar fyrir-
lestrar voru þar haldnir,
streymdi fólk þangað, og þaö
einkum á timanum eftir striðiö. 1
striöinu höföu menn sótt til sam-
komuhúsanna, meöan Þjóðverjar
ritskoöuöu blööin og enn var þessi
gamla venja viö lýði. Þess vegna
er þaö mikill misskilningur að viö
höfum haft Dani almennt gegn
okkur i málinu, þótt svo hafi virst
af blöðunum, þvi i samkomuhús-
unum voru ræður manna alveg á
aöra leiö. Ef fylgiö heföi ekki
veriö meira með okkur en blööin
sýndu, þá heföi enginn stjórn-
málaflokkur i landinu þoraö aö
leysa handritamálið. En i hand-
ritamálinu stóð enginn stjórn-
málaflokkur heill gegn okkur,
vegna samkomuhúsanna, og það
vissu stjórnmálamennirnir vel.
Lýöháskólarnir höfðu sam-
komuhúsin alveg sin megin og
Texti: Atli
Myndir: Tryggvi