Tíminn - 09.12.1979, Síða 3

Tíminn - 09.12.1979, Síða 3
3 þar var þaö sem stjórnmálaflokk- arnir klofnuðu um málið. Ég endurtek það þvl ekki of oft að lýðháskólunum áttum við það að þakka að handritamálið leystist svo gæfusamlega. Andstaðan var svo sterk að aðeins sterkt afl fékk risið gegn henni og það afl fannst innan lýðháskólanna. Málið komst I höfn á danska þinginu 1961, en aðal slagurinn fór fram 1947 til 1957. Arið 1957 er málið i rauninni leyst, að þvl leyti að þá vissu allir að andstaðan hafði tapað og að hinir voru i sókn. Þess vegna var haldinn mikill fundur i Askov meðal lýð- háskólamanna og þar var Jörgen Jörgensen, menntamálaráðherra viðstaddur. Hann skildi nú sinn vitjunartima, hafði ekki ritað mikið um handritamálið, en fylgdi alveg lýðháskólamönnum að málum og var þvi þarna stadd- ur. Þá var ákveðið að semja tillögu um málið, sem hann gæti borið fram á þjóðþinginu,en hún var samin af Jörgen Bukdahl, gjafatillagan fræga. Nú vantaði mann, sem orðið gæti milliliður á milli gjafa- hreyfingarinnar og Islands og það varð að vera maður, sem byggi I Höfn. Valinn var Bent A. Koch sem þá var blaðam'aður hjá Kristilegu dagblaði og stóð til aö yrði ritstjóri þess. Sýnir það vel hve margir hér vissu litið um þessi mái, að ýmsir töldu að nú byrjaði það, þegar hann kom til íslands með boðskapinn um gjöf- ina og þegar gjafatillagan kom fram á þjóðþingi seinna. Mitt hlutverk I þessari baráttu var engan veginn fólgið i neinum rannsóknum eða visindastarfi, heldur að leggja lýðháskóla- mönnum vopn i hendur eftir þvi sem ég gat og á annan hátt að út- vega islenska málstaðnum ,,her” á danskri jörð, sem berðist'fýrir hann. Einn fékk ég auðvitað engu áorkað. Þú hefur ritað mikið á þessum tima, Bjarni? „Já, ég ritaði ótal blaðagreinar og átti i sifelldum ritdeilum við andstæðinga okkar og hélt marga fyrirlestra. Þvi var ég oft kallað- ur til á stærstu mótin, til dæmis nokkrum dögum áður en gjafatil- lagan var borin fram á þjóðþing- inu, 1961. Þá höfðu stúdentar I Kaupmannahöfn boðað til fundar um handritin og þar var ég framsögumaður. Andmælandi minn var Bröndum Nielsen, og þarna voru lýðháskólastjórar frá öllu landinu, ásamt meirihluta dönsku rikisstjórnarinnar. Þarna urðu miklar umræður, margir þjóðþingsmenn voru mættir, og fundurinn stóð langt fram á nótt. Siðar var ég kallaður á annan fund i Folkenes hús i Höfn gegn Paul Möller, sem var einn verstu andstæðinganna. Þessi fundur var haldinn fjórum árum siðar, en 60 þingmönnum hafði þá tekist að tefja fyrir málinu eitt þing- timabil. Ég hefði gaman af að segja frá fundi, sem haldinn var i Alaborg og 200 manns sóttu. Ég hafði æft mig i að segja nokkrar íslendingasögur utanbókar og sú reynsla kom að góðu haldi þarna. Nokkrir menn höfðu komið á fundinn frá Kaupmannahöfn með skuggamyndir af handritum og sýndu þær þarna um leið og þeir ræddu um þessar „dönsku” ger- semar. Að þessari sýningu lokinni stóð upp formaður æskulýðsfé- laganna dönsku, Jens Marinus Jensen, og sagði hér staddan Is- lenskan mann, sem gaman væri að heyra segja sitt álit. Ég stóð upp og sagði þessa menn hafa sagt flest satt og myndirnar góðar. Hins vegar mætti taka og sýna slikar myndir hvar sem væri, án þess að þær sönnuðu neitt um tengsl þeirra við Dani. Það sem þar réði mundi vera það hvort menn væru i ein- hverju sambandi við efnið i bók- unum. Það sagði ég hvern mann á íslandi kunna utanað, — sem auð- vitað voru ýkjur. Bauð ég þeim að flytja hvaða sögu sem væri fyrir þá og nefndu þeir til Gunnlaugs- sögu Ormstungu. Endursagöi ég hana þarna i hálftima og stytti auðvitað verulega, og á eftir bautk Jensen hverjum sem væri að leika þetta eftir. Ekki þágu menn það, enda ekki æfðir i slikri endursögn sem ég. Með þessu var hægt að sýna að nokkru muninn á lifandi sambandi og skugga- myndunum. Að siðustu viidi ég aðeins leggja áherslu á það að danska þjóðar- gjöfin var raunverulega sönn þjóöargjöf. Auðvitað áttum við handritin og ég ráðgaðist stund- um um þetta viö kunningja mina, þvi ég taldi að íslendingar mundu ekki skilja, þegar rætt yrði um gjöf. En gjöfin fólst ekki i skinn- bókunum sjálfum, heldur hand- taki þjóðarinnar, sem braut and- stöðuna á bak aftur. Þaö var stór- kostleg gjöf, þvi andstaðan var sterkari en nokkurn grunar. HUGIN PENtNGAKASSAR Gerð H-15. Hannaðir til að þola mikið álag og stanslausa notkun. Þeir eru hraðvirkir og fjölhæfir. Hafa góða prentun. Hugin er vandaður að öllum frágangi og veitir mikið rekstraröryggi. Leitið nánari upplýsinga. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 fíeykjavik Simi 38900 ,,Þá laust þeirri hugmynd niöur I mig, að gjöf væri þess eölis, aö þar þyrfti hvorki lögfræöinga né fræðimanna viö.” Tryggva saga Ófeigssonar, skráð af Ásgeiri Jakobssyni. Tvímælalaust ein merkasta ævisaga síðari tíma og efa- lítið ein mesta sjómannabók, sem gefin hefur verið út á ís- landi. Samfelld saga togara- útgerðarfrá fyrstu tíð. Móðir mín Húsfreyjan, 3. bindi. Sextán nýir þættir um mæður, skráðir af börnum þeirra. í öllum þrem bindunum eru samtals 46 þættir um hús- freyjur, jafnt úr sveit sem bæ og frá víðum starfsvettvangi. — Óskabók allra kvenna. Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands eftir Hendrik Ottósson Stórskemmtileg minningabók, létt og leikandi frásögn af viðburðarrikri ævi manns, sem jafn opnum huga skynjarhug- hrif gamalla granna sem bernskubrek æskufélaganna og stórpólitíska atburði sam- tíðarinnar. Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar Þetta er án efa ein þjóðleg- asta bókin í ár. Þeir fjársjóðir, sem Gísli lét eftir sig, verða skemmtiefni margra kyn- slóða, rannsóknarefni margra alda. Umleikin ölduföldum eftir Játvarð J. Júlíusson Mikilfenglegt ágrip ættar- sagna Hergilseyinga, þarsem veruleikinn er stundum meiri harmleikur en mannshugur- inn fær upphugsað. Sú þjóð- lifsmynd, sem hér er dregin upp, má aldrei mást út né falla í gleymsku. Undir merki lífsins eftir dr. Vilhjálm G. Skúlason Fjallað er á skemmtilegan hátt um lif og störf heims- kunnra vísindamanna, sem með afrekum sínum ruddu brautina að stórstígum fram- förum lyfja- og læknisfræði og bægðu þannig hungri, sjúkdómum og fátækt frá dyr- um fjöldans.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.