Tíminn - 11.12.1979, Blaðsíða 6
6
Þriöjudagur n. desember 1979.
r
Wkwmm
úlgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson og Jón Sigurbsson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvætndastjórn og auglýsingar Sibumúla 15 simi
86390. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verb i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr.
4000ámánubi. Blabaprent.
J
Fundurinn í Brussel
Mikil athygli beinist að fundi utanrikis- og
vamarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins,
sem kemur saman i Briissel i þessari viku. Á fund-
inum verður tekin afstaða til þeirrar tillögu, sem
hefur verið á dagskrá að undanförnu, að Atlants-
hafsbandalagið komi sér upp kerfi nýrra meðal-
drægra eldflauga og stýriflauga staðsettra i Evrópu
sem hægt væri að beita gegn Sovétrikjunum, ef
þurfa þætti.
Tillaga þessi hefur af hernaðarsérfræðingum
bandalagsins verið rökstudd með þvi, að Russar séu
að auka og fullkomna tilsvarandi eldflaugakerfi sitt
og verði að mæta þvi á samsvarandi hátt, ef jafn-
vægi eigi að haldast.
Rússar hafa borið á móti þvi, að þeir séu að auka
umrætt eldflaugakerfi sitt. í ræðu, sem Brésnjef
hélt á afmælishátið Austur-Þýskalands i
byrjun október siðastl., bauð hann
upp á viðræður um takmörkun eldflauganna, en
hafði i hótunum ella um aukinn viðbúnað Rússa.
Siðan hafa verið miklar umræður i Natólönd-
unum, um hvernig brugðizt skuli við tilboði Rússa.
Sumir telja rétt að Nato samþykki fyrst eldflauga-
áætlunina, en bjóði Rússum siðan upp á viðræður
um takmörkun eldflauganna. Aðrir vilja hins vegar
fresta ákvörðun um sinn og ræða við Rússa áður en
endanleg ákvörðun er tekin.
Þeir, sem hallast að frestunarleiðinni, segja hana
ekki þurfa að valda töfum, þvi að enn sé framleiðsla
umræddra eldflauga ekki hafin og tima þurfi til
undirbúnings. Hins vegar ætti að vera auðveldara
að prófa hug Rússa með þvi að ræða við þá áður en
ákvörðun er tekin og láta þá horfast i augu við þá
staðreynd, að eldflaugaáætlunin verði ákveðin,
nema þeir fallist á samkomulag um takmörkun
þessara vopna.
Danska rikisstjórnin hefur tekið frumkvæðið af
hálfu þeirra, sem hallast að frestunarleiðinni.
Danir leggja til, að ákvörðuninni um eldflauga-
áætlunina verði frestað i sex mánuði og sá timi not-
aður til viðræðna við Rússa. Fregnir benda til, að
Norðmenn og Hollendingar hallist að þessari leið
og jafnvel fleiri hinna minni þjóða. Bandarikin,
Bretland og Vestur-Þýzkaland munu hins vegar
fylgjandi þvi að ákvörðun verði tekin strax.
Þannig virðist nú ágreiningur milli hinna stærri
og minni þjóða i bandalaginu. Ágreiningurinn virð-
ist stafa af þvi, að minni þjóðirnar leggja enn meiri
áherzlu á slökunarstefnuna. Frestun er meira i
anda hennar, en þarf þó ekki að valda töfum, náist
ekki samkomulag við Rússa.
Fangarnir í Teheran
Enn eru slæmar horfur á þvi, að sendiráðs-
mennirnir bandarisku, sem hafðir eru i haldi i
Teheran, verði látnir lausir. Þvert á móti eru uppi
þær hótanir af hálfu iranska utanrlkisráðherrans,
að þeim verði stefnt fyrir eins konar alþjóðadóm,
sem íranir skipa, og ákærðir fyrir njósnir.
Ef stjóm Irans gerir alvöm úr þeirri hótun sinni,
verður hún sek um enn stórfelldara brot á alþjóða-
reglum en áður. Ef sendiráðsmaður gerir sig sekan
um njósnir i landi, þar sem hann er staðsettur, ber
að visa honum úr landi. Annað er andstætt öllum
venjum og lögum.
Deilan um gislana i Teheran er ekki eingöngu mál
írans og Bandarikjanna. Hér eiga öll riki hlut að
máli. Ef Bandarikin iáta undan, er ekki lengur hægt
að treysta á friðhelgi sendiráðsmanna. Hrein ógn-
aröld gæti skapast i þessum efnum. Þess vegna
þurfa öll riki að beita áhrifum sinum til að gislamir
verði leystir úr haldi sem fyrst. j>.þ.
Erlent yfirlit
0ECD spáir vaxandi atvinnuleysi og verðbólgu
EF SPADOMAR hagfræöinga
eru marktækir, eru efnahags-
horfur nú hinar verstu I vest-
rænum löndum siöan heims-
styrjöldinni siöari lauk. A árinu
1980 mun hagvöxturinn fara
minnkandi, atvinnuleysiö og
veröbólgan vaxandi. Ef þessir
spádómar reynast réttir, er
hreint kreppuástand framund-
an.
Þaö eru hagfræöingar Efna-
hagsstofnunar Evrópu, OECD,
sem hafa komizt aö þessari
niöurstööu eftir aö hafa aflaö
sér upplýsinga um ástand og
horfur í efnahagsmálum I
aöildarrikjunum, en þau eru um
tuttugu talsins. Aöildarrlki
OECD eru Vestur-Evrópurikin,
Bandarikin, Kanada og Japan.
Skýrsla hagfræöinganna um
þessar niöurstööur þeirra mun
birtast I næstu viku, en blaöa-
mennhafa haftfregnir af þeim
og skýröu frá þeim i siöara
hluta vikunnar sem leiö.
Þvi fer fjarri aö hagfræöing-
arnir byggi þessa spádóma sina
á svartsýni, heldur veröur aö
telja þá i bjartsýnna lagi.
Niöurstaöa þeirra er m .a. byggö
á þvi', aö oliuverö hækki ekki
hlutfallslega meira en verölag
yfirleitt i iönaöarlöndunum.
Hækki oliuveröiö meira, veröa
efnahagserfiöleikarnir enn
meiri.
Flestviröist núbenda til þess,
aö oliuveröiö muni hækka
meira. A fundi samtaka oliu-
framleiöslurikja, OPEC, sem
kemur saman i Venezuela 17.
þ.m. veröur f jallaö um tillögur,
sem einstöku þátttökuriki hafa
lagt fram um hækkun hráolíu-
verös. Fullvist þykir,aö ákveöiö
veröiaö hækka þaö verulega, og
megi þó búast viö frekari hækk-
unum á næsta ári, 1980.
ÞAÐ ER álit hagfræöinga
OECD, aöhagvöxturinn veröi til
jafnaöar i áöurnefndum vest-
rænum löndum ekki nema 1% á
árinu 1980, en liklegt þykir aö
hann veröi um 3% á árinu 1979
Mestur veröur samdrátturinn i
Bandarikjunum, ef spádóm-
arnir reynast réttir, en reiknaö
er meö þvi aö þar minnki
þjóöarframleiöslan um 1%,
miöaö viö 1979, en I öörum vest-
rænum rikjum er reiknaö meö
aö hagvöxturinn veröi 2% til
jafnaöar. Reiknaö er meö mest-
um hagvexti i Japan, eöa 4-5%.
Gert er ráð fyrir þvi aö i ár
veröi samanlagt mikill halli á
verzlunarviöskiptum vestrænna
rikja viö önnur riki, eöa um
30-35 milljaröar dollara . Ariö
1978 voru verzlunarviöskipti
vestræna heimsins viö önnur
lönd hagstæð um 6-7 milljaröa
Jafnvel Ohira er áhyggjufullur
Thatcher og Giscard eru I hópi þeirra vestrænna þjóðarleiö-
toga, sem hafa miklar áhyggjur af efnahagshorfunum á næsta
ári.
verzlunarjöfnuöurinn veröur
hagstæöur hjá þeim.
1 KJOLFAR minnkandi hag-
vaxtar og viöskiptahalla fylgir
minni fjárfesting og atvinnu-
leysi. Samkvæmt spá hagfræö-
inganna mun atvinnu-
leysingjum fjölga um eina
milljón i þessum löndum á kom-
andi ári og kemst þá tala þeirra
upp i 17 milljónir. Ariö 1980
veröur þvi mesta atvinnuleysis-
ár i sögunni, hvaö vestræn riki
snertir.
Aukiö atvinnuleysi mun ekki
draga úr veröbólgunni, eins og
sumir halda. Þvert á móti, er
spáö vaxandi veröbólgu. Verö
neyzluvara hefur til jafnaöar
hækkaö um 8% I umræddum
löndum á þessu ári, en spáö er
um 9% hækkun þeirra á næsta
ári, og þó enn meira, ef oliu-
veröið hækkar meira en gert er
ráö fyrir i áætlunargrundvell-
inum samkv. framansögöu.
Eitt atriöi telja hagfræöingar
sig eiga erfitt meö aö meta, en
þaö getur haft mikil áhrif og
breytt niöurstööum þeirra. Ef
Bandarikjamenn ná ekki nægi-
legum tökum á veröbólgunni,
getur það haft mikil áhrif á
gengi dollars. Haldi dollarinn
áfram aöfalla, miöaö viö gjald-
miöil Vestur-Þýzkalands og
Japans, mun þaö skapa mis-
vægi og óstööugleika, sem getur
haft óhagstæöar afleiöingar.
Hagfræöingarnir telja þaö
meöal höfuöúrræöa gegn vax-
andi kreppu, aö auka orku-
sparnaö og ná taumhaldi á
launamálum. Þeir benda á
Vestur-Þýzkaland, Noreg, Svi-
þjóö og Finnland til fyrirmynd-
ar á sviöi launamálanna.
Þ.Þ.
dollara. Þaö eru oliuveröhækk-
anirnar, sem hafa átt meginþátt
i þessari breytingu. Samkvæmt
spádómum hagfræöinganna
veröur þessi halli svipaöur 1980
og 1979, nema olluveröiö hækki
enn meira en áætlanir hagfræö-
inganna gera ráö fyrir, en veru-
leg hætta er á þvf, eins og áöur
segir. Þá veröur hallinn aö
sjálfsögöu enn meiri.
Aöeins tvö aöildarriki OECD
þykja lfkleg til aö hafa hag-
stæðan verzlunarjöfnuö á næsta
ári, Bandarikin og Sviss. Spáö
er halla hjá öllum aöildar-
rikjum öörum. Bandarikin geta
þakkaö þaö miklum útflutningi
á landbúnaöarvörum, ef
Dökkar efnahagshorfur
í vestrænum löndum