Tíminn - 06.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1980, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. janúar 1980 3 hér, sem dr. Kristján taldi óafturkallanlega ákvöröun sina. Biskupinn var forfallaöur á nýársdag, en séra Óskar J. Þor- láksson fv. dómkirkjuprestur flutti ágæta ræöu. Þaö er mikil reisn yfir þessum aldna kenni- manni, guö I öllu hans oröi, og máttum viö vel viö una, þótt vor elskaöi og gáfaöi biskup væri forfallaöur aö þessu sinni. Þetta minnir okkur á, aö brátt getur dregiö aö biskupskjöri lika, þannig aö miklar breyting- ar eru i vændum. Séra Arelíus Nlelsson kvaddi lika söfnuö sinn, en hann lætur af prestskap eftir 27 ára þjón- ustu I Langholtssókn. Þaö var ágæt ræöa sem þessi guöhræddi klerkur flutti söfnuöi sinum á kveöjustund viö guös- þjónustu I kirkjunni, en henni var Utvarpaö. Aramótaskaup Einhver umdeildasti liöur i dagskrá Utvarps og sjónvarps um áramót er áramótaskaup þessara stofnana. Þaö er nú einu sinni svo, aö gamansemi er nú ekki beinlinis sérgrein þess- ara stofnana, sem svo sjaldan stekkur bros á vör. Mér þótti skaup sjónvarpsins ágett aö þessu sinni, en minnist þess ekki a ö hafa haf t af þvi um- talsveröa skemmtun fyrr nema þá helst þegar Flosi Ólafsson varmeöþettaefni, áöurenhann lenti upp á kant viö LSD-deild- ina þar. Illgirni, þvaöur og húmors- leysi einkennir þetta skemmti- spil flest árin, en nú tel ég aö þetta hafi tekist bærilega, li1c- lega vegna þess aö I fyrra var þaö liklega eitt hiö lélegasta frá stofnun s jónvarpsins. Þetta var notaleg skemmtun. Ég var ekki alveg eins ánægö- ur meö það sem ég heyröi I Ut- varpsskaupinu. Sumt jaöraöi viö aö falla undir paragraffa i hegningarlögunum, en svo und- arlega vill til, að margir sem ég Andrés Björnsson, útvarpsstjóri hefi talað við hctföu ánægju af skaupi Utvarpsins. Jafnvel kommar llka, sem fengu þó dá- litiö á baukinn þar, þannig að ég tel ekki rétt aö fordæma útvarp- ið, þótt þaö hafi ekki höföaö til min þessa nýársnótt. tJtvarp Akureyri Frá fjölmiölasjónarmiöi, þá var beint útvarp frá Akureyri á nýársdag sá liöur sem mest kom á óvart. Tryggvi Gislason, skólameistari tók þar tali nokkra Akureyringa. Þetta var fágaö stofuspjall um alla heima og geima. Mikiö þótti mér þetta skemmtilegur og vel heppnaöur þáttur, og þetta sýnir okkur aö þótt þjóöin sé mikiö til flutt suö- ur, þá hefur ekki allt vit I land- inu veriö flutt suöur lika. Aö vlsu eru þetta allt þjóö- kunnir menn fyrir gáfur, en þetta var fyrst og fremst mann- legur þáttur, en ekki spekihjal ofan viö hiö skiljanlega, eins og oft vill verða, þegar menn láta virkilega reyna á gáfurnar I út- varpinu. Aö vísu höguöu atvikin þvi svo, aö ég heyrði þáttinn ekki alveg til enda, en hafði samt af honum mikla ánægju. Vonandi veröur framhaldá sliku efni, aö blessuö landsbyggöin fái aukiö rúm I dagskránni, á nýársdag, sem aöra daga. Samkeppni um hátiðar Hér hefur veriö fariö hratt yfir afreksverk rikisfjölmiöl- anna um hátiöarnar. Aöeins hefur veriö stiklaö á stóru og mörgu verið sleppt, t.d. barna- efni þessara fjölmiöla, sem á- vallt er til mikilla hátiöabrigöa. Égmun þó ekki fjalla um þaö efni hér, enda fylgist ég ekki meö barnatimum útvarps og sjónvarps. Samt get ég ekki svona I lokin stillt mig um aö koma á fram- færi þeirrihugmynd, aö ofurlit- iö meiri verkaskipting sé milli rikisf jölmiðlanna og leikhús- anna um hátiöarnar. Þjóöleik- húsiö frumsýnir ávallt eitthvert merkisverk á 2. dag jóla. A sama tfma er hápunkturinn I jóladagskrá sjónvarpsins, eöa jólaleikrit Sjónvarpsins. Nokkur hundruö manns hafa vaniö sig á aö fara I Þjóöleik- húsiö á 2. dag jóla. Það er hefö. Væri ekki unnt aö endursýna jólaleikritiö, eöa færa tlmana til, svomenn þurfiekki endilega aö velja annaö hvort þetta, eöa hitt. Ég veit um marga, sem misstu af hinu ágæta leikriti Drottinn blessi heimiliö, vegna þess aö þeir fóru I Þjdöleikhúsiö þetta kvöld, og vafalaust eru þeir margir lika, sem kosiö heföu að geta fariö I Þjóöleik- húsiö þetta kvöld, þótt þeir ættu þess ekki kost. Kannski ættu forráöamenn þessara stofnana aö ráöa bót á þessu, til aö leysa þennan vanda. Jónas Guömundsson. Veðurfar ársins 1979: Eitt það kaldasta frá upphafi veður- athugana Eins og flestum er nú orðið ljóst var siöastliðiö ár eitt af köldustu árum hér á landi frá þvi aö reglulegar veðurathug- anir hófust, en það var I Stykkishólmi 1845 fyrir 134 árum. Meðalhiti siðastliðins árs var þar 2.3 gr. og er það 1.9 gr kaldara en meðaltal áranna 1931-60 segir til um. Kaldasta ár frá aldamótum var 1918, en þá var hitinn 2.2 gr eöa 0.1 gr kaldara en nú. önnur köld ár I Stykkishólmi á þessari öld voru 1907, 1914, 1917, 1919 og 1969 og var 0.2 gr-0.3 gr hlýrra i þessum árum en nýliðnu ári. Köldustu árin frá upphafi mælinga voru 1859 og 1866, en þá var meðalhit- inn i Stykkishólmi aöeins 0.9 gr eða 1.4 gr lægri en áriö 1979 og samtals voru 10 ár kaldari en siöasta ár á seinni hluta siöustu aldar. Meöalhitinn I Reykjavík árið 1979 var 2.9 gr, sem er 1.1 gr kaldara en i maðalárferöi, og á Akureyri var hitinn 1.5 gr en þaö er 2.4 gr lægra en meöaltal segir til um og var þetta kaldasta ár frá 1892 á báöum þessum stööum. Arin 1917 og 1918 voru 0.1 gr hlýrri á Akureyri en siðastliöiö ár, en I Reykjavlk var 1919 næstkaldasta ár frá aldamótum. Þá var meðalhitinn 3.5 gr eða 0.6 gr hærri en 1979. Úrkoma I Reykjavik mældist 668 mmm, sem er 83% meðalúr- komu og er þetta sama úrkomu- magn og mældist 1978 og 3. áriö i röö, sem úrkoma er minni en i meöalári. A Akureyri var úr- koman 367 mm og er þaö rúm- lega 3/4hlutar þess, sem venju- legt er. Veröur aö leita allt til ársins 1965 til aö finna minni ársúrkomu á Akureyri en þá mældist þar 320 mm. Sólskins- stundir mældust 1496 I Reykja- vik, sem er 247 stundum meira en venjulega, en á Akureyri Frá Hveravöllum mældist sólskin aðeins I 872 stundir og er þaö 90 stundum minna en I meöalári. Ef einstakir mánuöir ársins eru athugaöir, þá voru janúar og mars mjög kaldir, en febrúar aftur á móti I réttu maöallagi. Þessir 3 mánuöir voru frekar stormasamir og snjóþungir vlö- ast hvar. Vorið þ.e. april og maí, var með afbirgöum kalt og óhag- stætt, einkum þó mai mánuöur. Meöalhiti i mai á landinu öllu var 5.4 gr lægri en venjulega og er þetta kaldasti maimánuöur i Stykkishólmi frá þvi aö reglu- legar veðurathuganir hófust þar 1845. Er munurinn á meöalhita máimánaðar 1979 og næstkald- asta maimánuöi á hinum ýmsu gr, sem er 2.8 gr lægri hiti en meðalárferði. I Reykjavik var meöalhiti sumarsins 8.3 gr og var þetta þriðja kaldasta sumar frá aldamótum. Sumarið 1920 var sumarhitinn 8.0 gr og áriö eftir 8.2 gr. A Akureyri var sumarið 1907 8.8 gr kaldara en núna, en meðalhitinn var núna 7.4 gr. Sunnan- og vestanlands var þó hagstæð tiö fyrir land- búnaö seinni hluta júli og fram i ágúst og heyþurrkur þá góöur. Siöustu 3 mánuðir ársins voru tiltölulega hlýir miöaö viö þaö, sem á undan var gengiö. veöurstöövum yfirleitt 1/2 gr.-l. gr- Sumarið, þe. júnl-september, var kalt, einkum þó september og júli. Hlýjast var á Suðaustur- landi og t.d. var meðalhiti þess- ara 4 mánaöa 8.9 gr á Kirkju- bæjarklaustri, en þaö er 1.3 gr kaldara en venja var 1930-60. A Raufarhöfn var aftur á móti 5.1 Októberhitinn var nálægt meöallagi, en nóvember um þaö bil 1.6 gr kaldari en i meöalári. Desember virðist hafa veriö aöeins kaldari en venjulega á Raufarhöfn og Akureyri, en I Reykjavik var 1.3 gr kaldara en i meöaldesember. Cirkoma var i tæpu meðallagi þessa 3 mánuöi að þvi er best verður séö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.