Tíminn - 06.01.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.01.1980, Blaðsíða 15
Sunnudagur 30. desember 1979 15 Rafeinda lindir fram- leiddar á íslandi: Orkumeira loft innan dyra GV — Slbastlibið vor var sýnd kvikmynd i þættinum „Nýjasta tækni og visindi”, sem vakti at- hygli fjölmargra. Fjallaði hún um tiltölulega nýjar rannsóknir á þvl, hvernig magn það af raforku sem bundið er sameindum loftsins I kringum okkur, hefur afgerandi áhrif á velliðan og heilbrigði, bæði andlega og likamlega séð. Þeim, sem ekki sáu kvikmynd þessa kann að þykja við fyrstu sýn óliklegt að rafmagn og ástand sálar og likama eigi orsakatengsl sin á milli. Þvi er rétt að minna á að starfsemi taugakerfis og vöðvakerfis fylgir veruleg raf- magnsvirkni, sem liggur starf- semi þeirra til grundvallar og sem mæld er við heilsufarsathug- anir, svo sem þegar tekin eru hjartalinurit og heilalinurit. Einnig má minna á að við lifum i sterku rafsegulsviði jarðar og náttúrulegar rafhleðslur eru alls staðar i andrúmsloftinu kringum okkur þó þær séu venjulega þá aðeins sýnilegar, þegar svo mikið magn þeirra streymir i einu milli yfirborðs jarðar og efri hluta gufuhvolfsins að eldingar verða til. A svipaðan hátt og jörðin hefur sitt rafsegulsviö, hefur likami einstaklingsins einnig sitt raf- segulsvið, sem meö nákvæmum tækjum má mæla I nokkurra metra fjarlægö. Með hátiðni ljós- myndatækni, svokallaðri Kirlian ljósmyndun, er hægt að gera geislun rafeinda út frá líkaman- um sýnilega svarta á hvftu. Lifefnafræðilegar rannsóknir á þvi hvernig orka er unnin úr fæö- unni með brennslu blóðsykurs i likamanum hafa þar að auki leitt I ljós, aö smáatriði orkuvinnsl- unnar eru raforkuiegs eðlis. Raf- eindir eru unnar úr niöurbroti sykursins, fluttar yfir á sérstakar lifrænar rafhlöður, aðallega svo- kallað ATP (Adenosin Tri Phos- fat), sem slöan flytja raforkuna og gefa hana frá sér á þeim stöð- um þar sem rafeindanna er þörf. Rafmagn i formi rafeinda er þvi til staðar bæði inni I likama okkar og I umhverfi okkar. 1 raf- magnsleiðslum er þvi aðeins þjappað saman i meira magni og með hærri spennu en venjan er i hinni llfrænu náttúru. Skortur rafeinda í umhverfi skapar vanlíðan Rannsóknir viöa um heim hafa á slðustu árum sýnt að skortur á rafeindum I umhverfi mannsins skapar vanliðan, eykur streitu- einkenni og spennu. Einnig fjölg- ar sjúkdómstilfellum og tilhneig- ing til þunglyndis eykst. Einbeit- ingarhæfni og vinnuþreki hrakar. Liklegt er að skýringin sé I þvi fólgin að likaminn tapi hluta af rafeindum sinum til umhverfis- ins, þegar þær skortir þar, en slikt orkutap leiöi siðan til breyt- inga á likamsstarfseminni. Þar á meöal má nefna hækkun blóö- þrýstings, ertingu slimhúða, aukna tiðni hjartsláttar og öndun- ar. Breytingar á hormónafram- leiðslu hafa einnig komið i ljós, einkum er vert að nefna aukingu á framleiðslu „histamins” sem þátt getur tekiö I myndun ofnæm- is og er þar til staöar orsaka- hlekkur sem skýrir af hverju skortur rafeinda I umhverfi eykur tiðni einkenna frá sjúkdómum eins og ofnæmi og asma. Rafeindalindir: ný tæki til eflingar rafeinda í um- hverfi Til þess að ráða bót á þessum slæmu afleiðingum skorts á raf- eindum I umhverfi, hafa visinda- menn hannað tæki sem gefa raf- eindir út i andrúmsloftið innan dyra. Hafa þau hlotið heitið raf- eindalindir á Islenskum en þaö er hliöstætt enska hugtakinu „ion generator”. íslenskt fyrirtæki Rafrás h/f er aö hef ja framleiðslu slikra tækja hér á landi, For- stöðumaður tæknideildar Rafrás- ar Asgeir Bjarnason sagði I við- tali við blaðiö, að tækin ynnu á þann hátt að þau framleiddu raf- eindir sem tengdust sameindum loftsins og skapaðist þannig innan uyra orkumikið loft likt og finna mætti viö góð skilyrði utan dyra. Sagöi Asgeir, að enda þótt við á tslandi værum svo heppin að eiga gott loft utan dyra væri raf- hleöslu-ástand loftsins innan dyra, á heimilum og vinnustöð- um, verulegum takmörkunum háð, hér sem I öðrum löndum. Nútima byggingarmáti, gerviefni og loftræstikerfi væru þannig að rafeindir kæmust I of takmörkuð- um mæli inn I húsrými. Einnig væri veður hér mjög breytilegt, lægðir algengar, loftþrýstingur og rakastig oft fljótt aö breytast, en viö slik skiyrði væri magn raf- einda I andrúmsloftinu einnig miklum breytingum undirorpið. Einnig hefði komið I ljós, aö tóbaksreykingar eyddu rafeind- um úr loftinu og mætti að hluta rekja hin slæmu áhrif tóbaks- reyks á andrúmsloft til þess. Hefði komiö I ljós, að rafeinda- lindir flýttu þvi aö loft hreinsaðist af tóbaksreyk og lykt. Asgeir kvaö framleiöslu raf- eindalindanna vera að hefjast svo að ekki mun liöa á löngu þar til Is- lendingar geta kynnst þessari tækninýjung af eigin raun. Skákkvaðning r Einar S. Einarsson, forseti S. I. og Skáksambands Norðurlandanna Skáklistin skipar veglegan sess I menningarlifi tslendinga og tsland háan sess meöal skák- þjóða. Engin þjóö með innan við eina milljón ibúa á alþjóðlegan meistara I sinum rööum, hvað þá stórmeistara, nema Islend- ingar, sem eiga 2 stórm. og 4 alþlm., enda skákin hér al- menningseign. Afreksmenn eru mikils virði á sérhverju sviði. trt á við, þjóö- inni til vegsauka. Inn á við, til aö laöa aðra að, sérstaklega ungu kynslóðina, til hollra hugð- arefna. Þróttmikið unglinga- starf Skáksambandsins og tafl- félaganna i landinu hefur skilað glæstum árangri, svosem dæm- in sanna. Að auðga andann og virkja hugarorkuna yfir skáktafli er öllum hollt, ekki hvað sist nú á timum fjölmiðla og strumpa. A skáksviðinu rlkir engin orku- kreppa, né fyrirfinnst þar kyn- slóðabil. Heilbrigöi hugans og andlegt jafnvægi verður ekki metið til fjár, og það kostar litið að viðhalda þvi, miðaö við að hjálpa þeim sem það missa. Skák er vel til þess fallin og hinn félagslegi þáttur hennar hefur ekki verið metinn sem skyldi. Framsýni og fyrirhyggja eru aðalsmerki góöra skákmanna og sama má segja aö eigi við um ráðstöfunarmenn opinbers fjár. Ekki bera þó fjárveitingar til skákhreyfingarinnar með sér aö svo sé, þvi gætt hefur tilneiging- ar til að láta fjárstyrki til henn- ar þorna upp i hrunadansi verð- bólgunnar, þrátt fyrir stóraukin umsvif og fórnfúst fristunda- starf áhugamanna. Sama er að segja um samnor- ræn skáksamskipti, sem mikill áhugi er fyrir að geti þróast i þá veru og orðið eins náin og að er stefnt með háleitum markmið- um Norðurlandaráðs um nor- ræna samvinnu. A sama tima og verið er að leggja á ráöin um samnorrænan imbakassa, NORDSAT, upp á amk. 100 mill- jarða, til að einangra mann- skapinn enn meira, fyrirfinnst vart króna til aö efla persónuleg tengsl og kynni milli grannþjóö- anna, svo sem á skáksviðinu. Hjól menningarlifsins, þar með talið skáklistarinnar, þurfa að geta snúist, ekki siður en at- vinnulifsins. Félagssamtök mega ekki gjalda þess að þau hafa engan við að semja, og gert að fjármagna þjóöholla starf- semi sina umfram 50% með betlistarfsemi. Þó hugsun sé til Einar S. Einarsson, forseti S.i. situr hér afi tafli við Gunnar Gunnarsson. alls fyrst, eru peningarnir þó afl þess sem gera skal. Skáksamband tslands er sá burðarás I skáklifi landsmanna, sem mikils er krafist af, bæði hvað innlent skákmótahald snertir (skólaskák, deilda- keppni, landsmót,) og hvað er- lend skáksamskipti varðar. A þessu nýbyrjaða ári er fjöl- margt framundan m.a. Ólym- píumót karla og kvenna, Atta- landakeppni, auk árlegra Heims- og Evrópumóta ung- linga, Norðurlandamóta grunn- og framhaldsskóla og margs fleira. Þá stendur fyrir dyrum að halda hér innan tiðar, i sam- vinnu við Taflfélag Reykjavik- ur, IX. Alþjóðlega Reykjavikur- skákmótiö, sem oröið er mikið fyrirtæki og kostnaðarsamt, (20. millj.), en um leið ómiss- andi þáttur i skáklifinu, eins- konar skáklistahátið hér á landi á 2ja ára fresti. Um leið og bornar eru fram alúðarþakkir til allra velunnara manntaflsins fyrir mikilsverðan stuðning og annan velvilja skákhreyfingunni til handa á undangengnum árum, er hér með heitiö enn á ný á hið opin- bera, bæjar- og sveitarstjórnir, stéttarfélög og sýslusjóði, fyrir- tæki og einstaklinga, til liðsinnis við mikilvæga starfsemi skák- hreyfingarinnar I landinu, ung- um og öldnum til heilla. SIGURSÆLT NÝAR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.