Tíminn - 06.01.1980, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.01.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 6. janúar 1980 17 Antt Urgibsoit Bnsso (i'rcctus BOBWELCH THEOTHERONE Bob Welch - The other one EMI / Capitol 4444 Bandarlski gitarleikarinn og lagasmiðurinn Bob Welch, sem á sinum tima gerði garðinn frægan með Fleetwood Mac og Paris — verður að teljast einn afkastamesti poppari sfðasta árs. Auk f jölmargra hljómleika, sendi hann frá sér tvær stórar hljómplötur, Three Hearts og The other one á árinu og er þab sú siðar nefnda sem hér er til umfjöllunar. Segja má að meö The other one hafi Bob Welch komið mönnum verulega á óvart. Three Hearts gaf ekki ástæðu til annars en að ætla að ferill Welch væriallur — en greinilegt er að það hefur við engin rök að styðjast. Undirritaður hefur haft tækifæritil þess að fylgjast* með Bob Welch undanfarin ár og er það mat mitt að hann hafi aldrei gertbetri plötu. Hvað stil áhrærir, þá er ekki mikill mun- ur á þessum tveim plötum en gæfumunurinn er sá að lögin á The Other one eru öll betri en á „vonbrigðaplötunni”. Tónlist Bob Welch flokkast þvi enn und- ir það sem nefnt hefur verið „vesturstrandar rokk” og svo að allt sé á hreinu, þá er á plöt- unni að finna, vandað milli- þungt rokk — e.t.v. engin tima- mótaplata I poppinu, en tíma- mótaplata á ferli Bob Welch. Sham 69 - Hersham Boys / Polydor Ef velja ætti áhrifamestu hljómleikahljómsveit Bretlands I dag, þá kæmi „punk” hljóm- sveitin Sham 69 með söngvar- ann Jimmy Pursey I broddi fylkingar sterklega til greina. Sham 69 er tvlmælalaust ein „aggressivasta” hljómsveit sem uppi hefur verið og þeir hljómleikar hljómsveitarinnar, þar sem allt hefur ekki logað I slagsmálum eru trdlega telj- andi á fingrum annarar handar. En hvað um það. Á stðasta ári leit lengi vel Ut fyrir að hljóm- sveitin myndi leggja upp laup - ana og Jimmy Pursey hafði reyndar ákveðið að ganga til liös við þá Jones og Cook úr Sex Pistols og stofna nýja hljóm- sveit. Það samstarf endaði þó með ósköpum og þvi var ákveð- iö að framlengja lif Sham 69. Eins og fram kemur hér að of- an, þá er Sham 69 fyrst og fremst hljómleikahljómsveit, en hljómplötum hennar hefurþó verið sæmilega tekiö — sérstak- lega af aðdáendum. A siðasta ári sendi Sham 69 frá sér eina stóra hljómplötu og nefnist hún (The adventures of the) Hers- ham Boys. A plötunni kenna Sham 69 sig við heimaslóöir sín- ar i Hersham og er þvi sú saga sem sögð er á hljómplötunni — saga Sham 69, þó að frjálslega sé farið meö ýmsar staðreyndir. Segja má að þessi plata gefi glögga mynd af hljómsveitinni, en af einstökum lögum þá hafa „Hersham Boys” og „Question & answer” vakið hvað mesta „hrifningu”. Um margt er þó platan lik fyrri plötum hljóm- sveitarinnar — e.t.v. eitthvað rokkaöari ef eitthvað er og þvi hlýtur niðurstaöan aö vera sú að Sham 69 hafi tekið litlum fram- förum — allt frá þvi aö John Cale kom henni fyrst á framfæri árið 1977. r Arni Egilsson - Basso Erectus / Hljómplötu- útgáfan hf. ★ ★ ★ ★ ★ Einn þeirra íslensku tónlistarmanna sem starfað hafa erlendis um áraraðir, er bassaleikarinn Arni Egilsson, sem búsettur er I Los Angeles I Bandarikjunum. Arni sendi ný- lega frá sér sina fyrstu sólóplötu ognefnist hUn „Basso Erectus” — Hinn upprétti bassi (Kontra- bassi). Aplötunnieru 61ög — öll eftir góðkunningja Árna og sa mst arf sf éla ga , Bruce Broughton, en sá hefur m.a. unnið sérþað til frægðarum æv- ina að semja tónlistina við sjón- varpsþáttinn Gunsmoke. Sér til aðstoðar við gerð plöt- unnar hefur Árni valið lið hljóð- færaleikara og nægir þar að nefna Peter Robinson, synthesiser, en hann er meðlim- ur bresku jazz hljómsveitarinn- ar Brand X, Mitch Holder (gitar, Mike Melvoin (pianó, David Crigger (trommur) og Joe Porcaro (ásláttur), en hann mun vera þekktastur fyrir aö vera faðir Steve og Jeff Porcaro úr bandarisku rokkhljómsveit- inni Toto. Konsertmeistari á plötunni er Jerry Vini og útsetn- ingar og upptaka var I höndum Bruce Groughton og Arna Egilssonar. Svo vik ið sé ná nar a ð lögunum á „Basso Erectus”, þá tel ég að þau gefi góða mynd af fjöl- hævni Arna sem bassaleikara, a.m.k. ef miðað er við það orð- spor sem af honum fer. Árni leikur jöfnum höndum á banda- lausan rafbassa og kontrabassa og tekst honum á tiðum upp með óllkindum i túlkun sinni. öll lögin á plötunni eru reynd- ar góð, en ef nefna ætti einhver öðrum fremur, þá koma fyrst upp I hugann „Hot Air” og „Howduz disco”. Þaö er skoðun undirritaðs aö „Basso Erectus” séplatasem velsétil þessfallin að auka og auðvelda skilning á nútlma jassi, þó aö sérfræöing- unum þyki e.t.v. ekki mikiö til þessarar plötu koma. — Sá sem getur brúað biliö á milli Nils Henning og Jaco Pastourios er enginn aukvisi. -ESE V — Slæmar veiöihorfur í Mývatni að sumri JH — Horfur á veiði I Mývatni næsta sumar eru ekki sem beztar. Allt of litið er af ungfiski á vaxtarskeiði I vatninu, og nú á að reyna, hvort unnt að bæta úr þvi með klaki. Jón Kristjánsson, fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun, hefur allmörg undanfarin ár unnið að margvislegum rann- sóknum á Mývatnssilungum, en þó aöallega því að finna heppi- legasta veiðiálagið, sem i senn tryggir viðhald silungsstofn- anna og mestan arð af þeim. — 1 Mývatni er bæði bleikja og urriði, sagði Jón I viðtali við Timann, þó að það sé fyrst og fremst bleikjan, sem er veiði- fiskurinn. Af einhverjum orsök- um virðist klak I vatninu hafa lánazt miður en skyldi slðustu árin, og siðastliðið sumar var veiði talsvert minni en áöur. Slangur var af vænum og góðum silungi, en yngri árgangarnir þunnskipaðir. Það er mjög bagalegt fyrir Mývetninga, ef veiðin I vatninu fer rénandi, þvi að hún hefur verið mikið búsilag. 1 haust var horfið að þvi ráði að gera tilraun með klak i klakhúsi, sem til var i Garði frá gamalli tið. Voru + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristinn H. Sigmundsson Glaöheimum 10 verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 8. jan. kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Karólina Kolbeinsdóttir Erna Kristinsdóttir Kolbeins, Eyjólfur Kolbeins Kristin Kristinsdóttir, Kristófer Guðmundsson Ella Kolbrún Kristinsdóttir, Gunnar Friöbjörnsson Pálina M. Kristinsdóttir, Sigfús Johnsen Kolbeinn Kristinsson, Gyöa Guömundsdóttir Margrét Kristinsdóttir, Jóhannes Tryggvason Lára Kristinsdóttir, Lárus Einarsson og barnabörn settir I það nýir kassar og nýjar þrær, og er klakið þar i umsjá Starra Björgvinssonar. Er aö sjá, hvort þetta ber árangur á næstu árum. Jouvanvic kominn Júgóslavneski landsliösmaöurinn Nicola Jouvanvic, sem leikur meö Red Star frá Belgrad, er nú kominn til Englands og mun hann skrifa undir samning viö Manchester United I London I dag — fyir leik United gegn Totten- ham I bikarkeppninni. Endwskinsmerki á allurhílhw'ðir Félag bifvélavirkja 45 ára > Félags bifvélavirkja verður haldin föstudaginn 18. janúar 1980 í Víkingasal Hótel Loftleiða, hefst með borðhaldi kl. 19.15. Skemmtiatriði og dans á eftir. Miðar seldir á skrifstofu F.B. Simar: 23506 — 20595. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.