Tíminn - 06.01.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.01.1980, Blaðsíða 9
Sunnudagur 6. janúar 1980 9 Cttwiw Þórarinn Þórarinsson: Áratugur verðbólgu og vígbúnaðar Við áramótin Margir erlendir fjölmiðlar hafa I tilefni áramtítanna rif jaö upp atburði áratugsins 1970-1979. Flestum kemur sam- an um, aö efnahagshorfur séu aðrar og dekkri viö lok áratugs- ins en upphaf hans. Einkum gildi þetta um iðnaöarrikin, hvort heldur sem þau búa við svokallað markaðskerfi eða stísfaliskt skipulag. Tveir áratugirnir á undan, 1950-1959 og 1960-1969, höfðu ein- kennzt af miklum framförum hjá iðnaðarrfkjunum. Hag- vöxturinn hafði verið vaxandi, atvinna hafði verið næg, lffs- kjörin höfðu almennt farið batn- andi. Verðbólga var óviða telj- andi vandamál. Fréttaskýrend- ur tala oft um þessa tvo áratugi sem gullnu áratugina. Sú trú var almennt rikjandi f iðnaðarrikjunum, þegar áriö 1970 gekk I garð, að þetta gullna ástand myndi haldast áfram. Menn litu yfirleitt b jörtum aug- um til framtiðarinnar. 1 árslok 1979 eru horfurnar aðrar. Það hefur dregið Ur hag- vextinum hjá iðnaöarþjóðunum. Verðbólga hefur magnazt. Víöa hefur mikið atvinnuleysi komiö til sögunnar. Margt bendir til að þettaeigi frekar eftir að versna á næstu árum og að llfskjörin muni þá þrengjast. Spurningin er sú hjá hvaða stéttum eða þjóðfélagshtípum það veröur mest. Baráttan um það getur sett mark sitt á komandi ára- tug. Margarástæður valda þvf, að efnahagsmálin hjá iðnaöar- þjóðunum hafa þróazt á annan veg en m enn ger ðu sér vonir um I upphafi áratugsins. Verð- hækkanir, sem orðið hafa á olfu, eiga sennilega mestan þátt f þvf. Mörg hráefni hafa einnig hækk- að í verði og iðnaður fer vaxandi i mörgum löndum þriðja heims- ins. Allt kippir þetta stoöum undan þeirri velmegun, sem iðnaðarþjóöirnar bjuggu áður við. Vonbrigði Bæði I tilefni af þvf, sem hér er rakið, og mörgu fleiru, hafa sumir fréttaskýrendur nefnt áratuginn 1970-1979 áratug von- brigöa. Það eru ekki sizt stór- veldin, sem hafa orðið fyrir von- brigðum. 1 upphafi fyrra áratugs, þ.e. 1960-1969, ólu Bandarikin enn þann draum, að þau gætu haldið uppi einskonar alþjóöalögreglu, sem gætti friöar og réttar um allan heim. Þessi stórmennsku- draumur kom hvað gleggst fram I ræðu John F. Kennedy þegarhann tók við forsetaemb- ættinu I ársbyrjun 1961. Það var I samræmi við þennan hugsunarhátt, sem Kennedy undirbjó þátttöku Bandarikj- anna I Vfetnam-strföinu. Þar beið þessi draumsýn Banda- rikjamanna fullkomið skipbrot. Þess vegna fara þeir nú fram með varfærni i sambandi við gislatökuna f Teheran. Það var um þetta sama leyti, sem Krustjoff boðaöi, að Sovét- rlkin yrðu orðin jafnoki Banda- rikjanna á iðnaðarsviðinu innan mjög stutts tfma. Þau eru enn jafnfjarri því marki og þau voru, þegar Krustjoff flutti þennan boðskap sinn. Mao hinn kinverski átti sér þó enn stærri draum en þeir Kennedy og Krustjoff. Hann taldi sig vera að leggja grund- völl að hinu fullkomna fram- tfðarrfki kommúnismans. Kommúnistar, sem höfðu orðiö fyrir vonbrigöum af rússnesku byltingunni, beindu þvi vonar- augum til Klna. Nú eru helztu fylgismenn Maos f fangelsi og núverandi stjórnendur Kfna eru að f jarlægjastkenningar hans á fjölmörgum sviðum. Minnispámenn eins og Castro og Dubcek áttu líka sina drauma. Castro ætlaði að út- breiða byltingu sina til allra landa latnesku Amerlku á ör- stuttum tima. Hann hefur gerzt svo raunsær með aldrinum, að hann er nú hættur viö þetta áform. Dubcek fékk að reyna, aðsú hugsjón hans var vonlaus, að ætla að reyna að samræma frelsi og kommúnisma. 1 þessu sambandi er einnig rétt að minnast stúdentaóeirð- anna á siðari hluta sjöunda ára- tugs aldarinnar. Leiötogar þeirra gerðu uppreisn gegn kerfinu, án þess að gera sér grein fyrir hvað ætti að koma f staðinn. Hreyfing þeirra hefur alveg runniö út i sandinn á átt- unda áratugnum. Mestu von- brigðin Ötalin eru enn þau vonbrigði, sem vafalitið eru verst og mest. Menn gerðu sér þær vonir i upp- hafi ársins 1970, aö framhald yrði á þeirri spennuslökun, sem komin var til sögu f sambúö stórveldanna, og þvf mætti vænta samkomulags um sam- drált vigbúnaðar. Raunin hefur orðið önnur. Vígbúnaður hefur aldrei auk- izt meira en á áratugnum 1970-1979, þegar ekki hefur geis- aðheimstyrjöld. Risaveldin tvö, Bandarfkin og Sovétríkin, hafa haldið áfram að vigbúast, ásamt fylgiríkjum sfnum. Það ástand hefur skapazt, að oftast hefur annað þeirra verið komið fram úr hinu á einhverju sviði og þá hefur það þeirra, sem skemmra var komið, þótt nauö- synlegt að ná ekki aðeins jafn- fætis keppinautnum á þvf sviði, heldur dálítiö lengra. Þannig hefur kapphlaupið haldiö áfram. En það eru þó ekki risaveldin, sem hafa aukiö vfgbúnað sinn hlutfallslega mest á siðasta ára- tug, heldur ýmis riki hins svo- kallaöa þriðja heims i Asfu og Afriku. Og nú eru Kinverjar að hefja mikið vfgbúnaðarkapp- hlaup og hafa erindreka út um allar jarðir til vopnakaupa. Sfð- ast, enekki sízt.er ástæöa til að geta þess, að mörg riki búa sig undir aö geta hafið framleiðslu kjarnorkuvopna. Samkvæmt alþjóölegum skýrslum, var eytt til vigbúnað- ar 212.000 milljónum sterlings- punda á árinu 1978. Miðað við sambærilegt verölag, var þetta 70% verðmeiri upphæö en variö var til vigbúnaðar árið 1960. Ný viðhorf Það takmarkaða yfirlit, sem hér hefur verið dregið saman, gefur vissulega ekki tilefni til bjartsýni I upphafi ársins 1980. Þtí er ekki ástæða til að láta hugfallast. Viðhorfin, sem blasa við nú, ættu að gera menn raun- særri en þeir voru I ársbyrjun 1970. Þá gerðu menn sér ekki grein fyrir vandanum, sem beið framundan. Nú hafa menn ekki aðeins eygt hann, heldur átt I höggi við hann. Af þvi er margt hægt að læra og hefur það raun- ar þegar gerzt. Menn hafa t.d. lært það, að þeim beri aö fara betur með náttúrugæðin en áður var gert og gæta betur umhverfis síns. Þau náttúrugæöi, sem ekki er hægt aö endurnýja, má ekki nýta I sama óhófi og áður. Hin- um, sem hægt er að endumýja, veröur að viðhalda og setja reglur til aö tryggja það. Um- hverfi sitt þurfa menn svo að verja fyrir mengun og fegra það eins og kostur er. Þaö veitir mönnum fyllra lff. Umhverfis- vernd og náttúruvernd eru nú viðurkennd sem ein hin mikil- vægustu málefni, þótt enn hafi mönnum ekki tekizt nægilega að lifa samkvæmt þvf. Ný lffsviöhorf eru einnig aö mótast vegna þess, að augljtíst er, að ekki er hægt að auka hag- vöxtinn endalaust og fullnægja kröfum um meiri lifeþægindi á þann hátt. Menn verða meira en áður að sætta sig viö það, sem er, ogbeina kröfum að öðr- um lifsgæöum en þeim, sem hafa þótt eftirsóknarverðust til þessa. Hér kemur það einnig til skjalanna, að þegar þaö, sem kemur til skiptanna, eykst minna en áður, veröur að leggja aukna áherzlu á réttláta skipt- ingu þess. Ef til vill verður þetta mesta vandamálið og mesta deiluefnið á komandi áratug. Hættan af vigbúnaöarkapp- hlaupinu er mönnum vafalitið augljtísari nú en fyrir 10 árum. Sú hætta er vaxandi, að vopnin verði notuð, nema það takist að draga úr spennunni, sem veldur vigbúnaðinum. Þegar dregur úr hagvextinum og vigbúnaðarút- gjöldin verða enn tilfinnanlegri, ætti þaö einnig að vera hvatning til að draga úr þeim. Þannig geta viðhorfin, sem blasa við mönnum nú um ára- mótin stutt að þvi, að framvind- an verði önnur og heillavænlegri á komandi áratug en margir þoraað vona nú. Raunsýni hef- ur leyst bjartsýni af hólmi og það ætti aö geta orðiö eóðs viti. Sérstaða íslands Þótt áratugurinn 1970-1979 hafi reynzt mörgum þjóðum misjafnlega, hefur hann reynzt Islendingum vel. Islendingar margfölduðu þá fiskveiðilög- sögusína og framfarir til lands og sjávar urðu meiri en nokkru, sinni fyrr. Af þessum ástæðum er þjóðin miklu betur undir það búin en fyrir 10 árum að takast á viö erfiöleika. Atvinna hefur verið næg allan áratuginn og lifekjörin eru nú um þriöjungi betrien þau vorui upphafi hans. Veröbólganeraö sönnu alvar- legt vandamál, en hins vegar vel viðráðanlegt. Reynslan sýn- ir, að það er hægt að draga úr henni I áföngum. Ariö 1975 var hún 49%, en var komin niöur I 26% á miðju ári 1977. Hefði þá verið gætt hófs i samningum, hefði niðursærsla hennar getað haldið áfram. Mesta gæfa Islendinga á þess- um áratug, er þó vafalaust sú, aö svo vel skyldi takast til, að þegar eitt mesta eldgos hófst I nánd við fjölmenna byggð, varö enginn fyrir tjóni lifs eða lima, og innan fárra ára var byggöin risin að nýju jafn myndarleg og fyrr. Forsjónin hefir á flestan hátt verið hliðholl Islendingum á hinum nýliðna áratug. Þeir hafa þvi ærna ástæðu til að vera þakklátir. menn og málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.