Tíminn - 06.01.1980, Blaðsíða 21

Tíminn - 06.01.1980, Blaðsíða 21
Laugardagur 5. janúar 1980 21 Myndakvöld þriöjudag 8. jan. kl. 20.30 á Hótel Borg Á fyrsta myndakvöldi ársins sýnir Þorsteinn Bjarnar myndir m.a. frá Barðastrandarsýslu, Látrabjargi, Dyrfjöllum, gönguleiðinni Landmannalaug- ar — Þórsmörk og viðar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ferðafélag íslands. Sunnudagur 6. 1. 1980 kl. 13.00. Kjalarnesf jörur. Róleg ganga, gengið um Hofs- vikina. Fararstjóri: Sigurður Kristins- son. Verð kr. 2500 gr. v/bflinn. Farið frá Umferðamiðstöðinni að austanverðu. v Ferðafélag Islands Kirkjan Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 10.30. Guösþjónusta kl. 2. Séra Heimir Steinsson rektor Lýðháskólans i Skálholti predikar. Sóknar- prestur. Prestar úr Árnes- og Rangárvallaprófasts- dæmum messa i Kjalarnesprófasts- dæmi. Inokkur ár hefur það verið fast- ur liður i starfsemi Prestafélags Suðurlands, að hafa messu- skipti í prófastsdæmunum fyrsta sunnudag i nýári. Að þessusinni er Kjalarnespró- fastsdæmi heimsótt og messu- dagurinn 6. janúar. Messað verður sem hér segir: Grindavikurkirkja, sr. Valgeir Astráðsson Eyrarbákka. tJtskálakirkja, sr. Sigurður Sigurðsson Selfossi. Keflavikurkirkja, sr. Ingólfur Astmarsson Mosfelli. Njarðvikurkirkja, sr. Stefán Lárusson Odda. Haf narfjarðarkirkja, sr. Heimir Steinsson rektor Skálholti. Garða- og Víðistaðasóknir, sr. Eirikur J. Eiríksson Þingvöll- um. Kópavogskirkja, sr. Sigfinnur Þorleifsson Tröö Gnúpverjahr. Mosfellskirkja, sr. Hannes Guð- mundsson Fellsmúla. Reynivallakirkja, sr. Auður Eir Þykkvabæ. Messu timi er almennt kl. 2, nema annað sé auglýst. Um kvöldið er svo samvera i safnaðarheimilinu i Innri Njarðvikog hefst með borðhaldi kl. 7, Er þess vænst, að allir félagar sjái sér fært að koma þangaö með maka sina. Frá PrestafélagiSuðurlands. Guösþjónustur í Reykjavikur- prófastsdæmi sunnudaginn 6. janúar 1980 Árbæjarprestakall Barnasamkoma i safnaöar- heimili Arbæjarsóknar kl. 10:30 árd. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. Ásprestakall Messakl. 2 að Norðurbriín 1. Sr. Grímur Grlmsson. Breiðholtsprestakall Guðsþjónusta I Breiðholtsskóla kl. 14. Sr. Jón Bjarman. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11. Guöjón St. Garðarsson. Guösþjónusta kl. 2. Sr. Erlendur Sigmundsson messar. Sóknarprestur. Digranesprestakall Barnasamkoma i safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastlg kl. 11. Guðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Krist jánsson. Dómkirkjan Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Grensáskirkja Guösþjónusta kl. 11 árd. örn Bárður Jónsson predikar. (Ath. breyttan messutlma). Organ- leikari Jón G. Þórarinsson. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrimskirkja Messa kl. 11, altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðju- dagur: Fyrirbænamessa kl. 10:30 árd. Munið kirkjuskóla barnanna kl. 2 á laugardögum. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrlmur Jónsson. Organ- leikari dr. Orthulf Prunner. Kársnesprestakall Barnasamkoma I Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta I Kópa- vogskirkju kl. 2, séra Sigfinnur Þorleifsson sóknarprestur i Stóra-NUps prestakalli predik- ar. Sr. Arni Pálsson. Laugarneskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Mánud. 7. jan.: Kvenfélagsfundur kl. 20:30. Þriðjudagur 8. jan.: Bænaguðs- þjónusta kl. 18. Sóknarprestur. Neskirkja Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Borgarstarfsmönnum heimilt að starfa til 71 árs — Sjöfn fjarstödd, og þar með urðu sjónarmið sjálfstæðismanna undir KA — Borgarstjórn samþykkti á siðasta fundi sinum sl. fimmtu- dag, að fela nefnd þeirri, sem skipuð var til að endurskoða regl- ur um aldurshámark starfs- manna, sem falla undir reglugerð um réttindi og skyldur stafs- manna Reykjavikurborgar, að ljúka tillögugerð fyrir 1. júli nk. Þar til endanlegar ákvarðanir um þetta efni liggja fyrir, sam- þykkti borgarstjórn, að starfs- mönnum sé heimilt að starfa til 71 árs aldurs eða næstu mánaða- móta þar á eftir. Starfsmanni er þó ekki skylt að láta af starfi fyrr en að liðnum þremur mánuðum frá samþykkt þessari. Borgarfulltrúar Sjálfsstæðis- I flokksins gerðu þessa samþykkt að miklu hitamáli á fundinum, en eins og kunnugt er þá samþykktu þeir og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, þann 5. júli á siðasta ári, að eng- um mætti segja upp fyrr en geng- ið hefði verið frá nýjum reglum um aldurshámark borgarstarfs- I manna. Sjöfn var hins vegar fjar- Istödd á siðasta borgarstjórnar- Ifundi, og gátu borgarfulltrúar ISjálfstæðisflokksins þvi ekki reitt Isig á stuðning hennar að þessu Isinni. Egill Skúli Ingibergsson, Iborearstióri. sagði að nauösyn- legt væri að hafa eina ákveðna reglu sem gilti um starfslok starfsmanna, þar til fyrrnefnd nefnd hefði lokið störfum. Býsna- mörg tilfelli hefðu komiö upp um þessi áramót, vegna starfsfólks sem með réttu hefðu átt að hætta samkvæmt gömlu reglunum um 70 ára aldurshámark, sem leitt hefði til þess að tvimannað væri nú I sumar stöðum hjá borginni. Minnti borgarstjóri ennfremur á, aö þó að nefndinni sem endur- skoða ætti reglurnar um há- marksaldur borgarstarfsmanna miðaði vel áfram, þá væru mörg vandamál enn óleyst sem jafnvel þyrftu laga- og reglugerðarbreyt- ingu til að viðunandi lausn fengist á, sbr. lífeyrissjóðsmál. 1 sama streng og borgarstjóri tóku Guðrún Helgadóttir, sem taldi það skynsemisatriði að sam- þykkja fyrirliggjandi tillögu, og Kristján Benediktsson, sem sagð- ist talsmaður þess að gera öldr- uðum starfsmönnum kleift að að- laga sig að eðlilegum starfslokum smátt og smátt en andvigur að stuðla að því að gamalt fók inni fullt starf of lengk Að lokum fjörugum umræðum var tillaga meirihlutans i borgar- stjór samþykkt meö 8:7 atkvæð- um. Sýníng á grænlenskri list í Norræna húsinu JSS —Sýning á grænlenskri list i sögnum og daglegu lifi verður opnuð I Norræna húsinu miðviku- daginn 9. janúar nk. kl. 18. Verður sýningin opin daglega frá kl. 14-19 til 28. janúar. 1 tengslum við sýninguna mun danski listmálarinn Bodil Kaa- lund halda erindi um grænlenska list. Bodil Kaalund nam við Lista- háskólann i Kaupmannahöfn. Er hún mjög fróð um grænlenska list og menningu og hefur m.a. ferð- ast mikið um Grænland. Arið 1969 setti hún upp græn- lenska sýningu I Louisiana-safn- inu i Danmörku og er hún aðal- hvatamaður að þeirri farandsýn- ingu sem nú verður sett upp I Norræna húsinu. Fyrirlestur Bodil Kaalund verður laugardaginn 12. janúar kl. 15 og sýnir hún litskyggnur með fyrirlestrinum. Siðan munu hún og grænlenska listakonan Aka Höegh leiðbeina sýningar- gestum. Álfabrenna Álfabrenna verður sem endrar- nær nú á Þrettándanum i Kópa- vogi. Hún verður á Fifuhvamms- velli og hefst kl. 17 á þrettánda- dag jóla, sunnudaginn 6. janúar. Aö þessu sinni hefur Hesta- mannafélagið Gustur tekið að sér framkvæmd brennunnar á vegum Tómstundaráðs Kópavogs. Dag- skráin verður með hinu venjulega sniði: Álfakóngur og álfadrottn- ing koma með föruneyti sinum. Hestamenn munu fylkja liði, og i lokin verður flugeldasýning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.