Tíminn - 08.01.1980, Blaðsíða 4
Þriðjudagurinn 8. janúar 1980
í spegli tímans
Allir út að ýta!
Undir þcssari mynd stóö i bresku blaöi, aö hún væri til-
valin handa bileigendum til aö geyma I bilnum slnum
og horfa á hana, þegar þeir væru aö tæma úr veskinu
sinu til aö borga hiö rándýra bensin, sem keypt er frá
Arabalöndum, og hlæja aö þvi meö sjálfum sér aö
þarna eru arabiskir höföingjar á ferö á ffnum bll, en
ekki gengur feröin allt of vel hjá þeim, þótt þeir séu
sjálfsagt meö ódýrt bensin á bilnum. Ekki eru þessir
höföingjar bensinlausir, heldur hafa þeir fest bilinn I
lausum sandi á ökuferö um oliurlkiö Abu Dhabi. Llk-
lega hafa þeir veriö aö aka út aö oliulindunum sinum til
aö horfa á hiö „svarta gull” renna.
Þegar Maureen
olli umferðartöf í
Harley Street
Þessi glaðlega stúlka heitir Maureen Lipman og er 32 ára bresk
sjónvarpsleikkona. Hún segir, að það komi fyrir aö fólk stoppi sig á
götu til að spyrja sig ráða vegna einhverra vandamála sinna, en
skýringuna á þvi er að finna i þvi, að hún hefur lent i félagsráð-
gjafahlutverkum i þremur framhaldsþáttum i breska sjónvarpinu.
En eitt sinn var það Maureen sjálf sem stappaði mestalla umferð
i „læknagötunni” Harley Street i London, þvi aö bæði gangandi og
akandi vegfarendur námu undrandi staðar er stúlka sást koma á
harðahlaupum eftir götunni — á brjótahaldara og litlum nærbuxum
einum fata. Hún var þarna að leika i „grin-læknamynd”, sem verið
var að taka upp og lék æstan sjúkling, sem stökk út af læknastofu án
þess að fara i fötin sin. — Enginn stoppaði mig þá til að spyrja mig
ráða, sagði Maureen. Siöan bætti hún við: — Það myndi heldur
enginn spyrja mig um ráð við einu eða neinu ef þeir sæju mig heima
hjá mér, þvi það er ekki regla á nokkrum hlut og ég á mjög erfitt
með að skipuleggja hlutina, i heimilishaldinu sem öðru, sagði leik-
konan, — eiginlega vantar mig góðan ráðgjafa, sagði hún brosandi.
Blaðið bætti við hvort þaö væri ekki einhver sem vildi taka starfið
að sér, og liklega hefur hún nú marga ráðgjafa til aö velja úr.
krossgáta
m a
3193.
Lárétt
1) Söfnun.- 6) Reykja.- 7) Borða.- 9)
Lána.- 11) Kusk.- 12) Ofn.- 13) Mál.- 15)
Æði.- 16) Svar.- 18) Orkoma
Lóörétt
1) Hungrar.- 2) Þúfna.- 3) Eins.- 4) Frost-
bit,- 5)) Framsetning.- 8) Reipa.- 10)
Maður,-14) Aria.-15) Hraði,-17) Ónefnd-
ur,-
Ráðninga á gátu No. 3192
- Lárétt
1) ögrun.- 6) Rós.-8) Frá.- 10) Sæt.- 12)
Ei.- 13) TU.- 14) RST,- 16) Sal.- 17) Aki,-
19) Brúöa.-
Lóörétt
2) Grá.- 3) Ró.- 4) Uss,- 5) Aferö.- 7)
ötull.- 9) Ris,-11) Æta,-15) Tár,- 16) Sið.-
18) Kú.-
^.yíik'.
með morgunkaffinu
— Ég veit ekki hvort hann finnur til
öryggisleysis, en allir I kringum hann
eru aö fara á taugum.
— Auövitaö, sonur minn — viö getum
allir gengiö á vatni.
bridge
Oft nær sama sveitin samningnum á
báðum borðum i sveitakeppni. Þetta á þó
venjulega við um bútabarning og það er
óvenjulegt að sama sveitin spili bæði bút
og slemmu i sama spili.
Norður
S. AD92
H. AG853
T. —
L. AD86
Vestur
S. K104
H. 64
T. KG9865
L.KG
Austur.
S. 65
H.D1076
T. A104
L.9752
Suður
S. G873
H. K2
T. D732
L. 1043
Þetta spil kom fyrir i einum leik i
keppni milli Asanna og Bridgefélags
Hafnarfjarðar, sem fram fór milli jóla og
nýjárs. Við annað borðið gengu sagnir
þannig:
Vestur Norður. Austur. Suður.
1 tigull dobl 1 hjarta pass
2tiglar pass pass pass
NS voru ekki i miklu baráttuskapi og
eins þorði norður ekki að dobla 2 tigla, þar
sem hann hélt að suður myndi taka það
sem sektardobl. Vestur fór tvo niður á 2
tigla en það virtist ekki vera alvarlegt,
þar sem NS áttu 4 spaöa á borðinu. En viö
hitt borðið þróuðust sagnir á annan hátt.
Vestur Norður Austur Suður
ltigull dobl lhjarta lspaði
2tíglar 3tiglar pass 3grönd
pass 6 spaðar allir
pass.
Þótt suður þyrfti hvorki að gefa slag á
lauf ne spaða, þá var þetta samt einum
of mikið lagt á spilin og slemman var einn
niður.
skák
Héreigast viö tveir „áhugasérfræðing-
ar” og hvltur á leik.
N.N.
Hc7skák
Rb6!!;
d5! mát
Ke6
Bf8
— Ég ætla aö gefa yöur svefntöflur.
Taktu eina á klukkutima fresti þegar
þú sefur.
— Hvernig heldur þú aö viö getum orö-
iö almennilegir „punkarar” ef þú lærir
aldrei aö hrækja almennilega.