Tíminn - 08.01.1980, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.01.1980, Blaðsíða 17
Þriðjudagurinn 8. janúar 1980 17 j Lausn á j ólakrossgátu Kvikmyndasýningar i tilefni 120 ára afmælis A. Tsékhovs. 1 janúarmánuði verða kvik- myndasýningar i MÍR-salnum. Laugavegi 178, helgaðar leiklist i Sovétrikjunum og þó einkum rússneska rithöfundinum Anton Tsékhov og verkum hans, en hinn 29. janúar eru liðin rétt 120 ár frá fæðingu skáldsins fræga. Sýndar verða 7 kvikmyndir, langar og suttar, og er skýringar- tal eða textar á norsku og ensku með nokkrum þeirra, en aðrar eru sýndar meö rússnesku tali eingöngu, án textaþýðinga. Kvikmyndasýningarnar verða sem hér segir: Laugardaginn 12. janúar kl. 15: Bolsoj-le ikhúsið :kvikmynd gerð I tilefni 200 ára afmælis hins fræga leikhússi Moskvu árið 1976. Sýnd- ir eru þættir úr ýmsum frægum óperu- og ballettsýningum leik- hússins/ brugðið upp svipmynd- um af starfinu að tjaldabaki, kynntir ýmsir af fremstu lista- mönnum leikhússins, m.a. ball- ettdansarinn Maris Liepa, sem dansaði i Þjóðleikhúsinu fyrir fá- um árum, o.s.frv. Tal á rúss- nesku. Laugardaginn 19. janúar kl. 15: Anton Tsékhov, heimildarkvikmynd um rithöf- undinn fræga, og Sovésk leiklist, mynd um leiklistarlíf i Sovétrlkj- unum. Skýringar meö báðum myndunum fluttar á norsku. Laugardaginn 26. janúar kl. 15: óskilabarnog Sænska eldspýtan, tvær kvikmyndir frá sjötta ára- tugnum gerðar ef tir samnefndum smásögum Tsékhovs. Báöar myndirnar með rússnesku tali, sú fyrri án skýringartexta, sú siðari með textaþýðingum á ensku. Sunnudaginn 27. janúar kl. 16: Harmleikur á veiðum, kvikmynd gerð 1978 undir stjórn Emils Loteanu eftir einni af smásögum Tsékhovs. Meðal leikenda: Galina Belaéva, Kirill Lavrov og Oleg Jankovski. Þessi kvikmynd var sýnd I islenska sjónvarpinu I febrúarmánuði sl. og vakti þá mikla athygli. Hún er nú sýnd án textaþýðinga. Þriðjudaginn 29. janúar kl. 20.30: Vanja frændi, kvikmynd gerð 1971 undir stjórn Andreis Mikhalkov-Kontsalovski eftir samnefndu leikriti Tsékhovs. Meðal leikenda: Innokenti Smok- túnovski og Sergei Bondartsjúk. Tal á rússnesku, óþýtt. Aðgangur að öllum kvikmynda- sýningum i MlR-salnum, Lauga- vegi 178, er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. (FráMlR) Gftartónleikar f Norræna búsinu Miðvikudaginn 9. janúar kl. 20:30 heldur danski gítarleikar- inn TOM METHLING (f. 1948) einleikstónleika I Norræna hús- inu. Tom Methling hefur hlotið tónlistarmenntun sína bæði i Danmörku og á Spáni, en þar hefur hann dvalist árum saman. Hann hefur haldið tónleika I Danmörku, Hollandi, Noregi, Þýskalandi og á Spáni og eins I Kanada. Tónleikarnir I Nor- ræna húsinu eru fyrstu tónleikar hans hérlendis og á þeim leikur hann m.a. verk eftir J.S. Bach, Fernando Sor. Francisco Tarr- ega, Villa Lobos og sjálfan sig, Hann leikur á 10-strengja gitar, sem ■ einn þekktasti hljóð- færasmiður Spánar hefur smið- að fyrir hann. Aðgöngumiðar kosta 1.500,- og verða seldir við innganginn. Gunnar G. Schram formaður Lögfræðingafélagsins Þann 19. desember sl. var haldinn aðalfundur Lögfræðinga- félags Islands. A fundinum var Agnar Kl. Jónsson ambassa- dor I Kaupmannahöfn kjörinn fyrsti heiðursfélagi félagsins. Hann hefur sem kunnugt er ann- ast útgáfu Lögfræðingatals I þrjú skipti, ritað sögu Stjórnarráðs Is- lands I tveimur bindum,*auk margs annars um lögfræðileg efni. Fráfarandi formaður, Hall- varður Einvarðsson, rannsóknar- lögreglustjóri, flutti skýrslu stjórnar um starfið á liðnu ári. Var það með fjölbreyttasta móti, margir fræðafundir um lögfræði- leg efni haldnir, þar sem bæði voru islenskir og erlendis fyrir- lesarar og I októbermánuði var haldið málþing I Minniborg I Grlmsnesi um viðfangsefni úr stjórnarfarsrétti. SÍBasti fræða- fundurinn var haldinn 13. desem- ber sl. og ræddi þar dr. Armann Snævarr hæstaréttadómari um efnið: Foreldraréttur — barna- réttur. Hugleiðingar um væntan- leg barnalög. Hina nýju stjórn félagsins skipa: Gunnar G. Schram prófessor, forseti lagadeildar, formaður. Guðmundur Vignir Jósefsson hrl. varaformaður og meðstjórnendur eru: Friðgeir Björnsson borgardómari, Ingi- björg Rafnar lögfr., Logi Guð- brandsson hrl., Pétur Hafstein stjórnarráðsfulltrúi og Skarphéð- inn Þórisson hdl. Borgardómaraembættið: Málum 1979 fækkaði frá árinu áður FRI — Málum við borgardóm- araembættið 1979 fór fækkandi frá árinu áður. Þannig voru skrif- lega flutt dómsmál 5312 1979 en 5551 árið áður og munnlega flutt dómsmál voru 5809 1979 en 6037 árið áður. Hins vegar fjölgaöi þingfesting- um, hjónavigslum og könnunar- vottorðum, en skilnaðarmálum og sjóferðaprófum fækkaði. Alls voru skilnaðarmál 1979, 504, voru 531 árið áður. Leyfum til skilnaðar frá boröi og sæng fækk- aði litillega eða um tvö, voru 186, 1979 en 188 áriö áður. &ju<hoVi>T Þ/jo KAA/AlSKt' \ne> c iútíM&tftÍTj) JO(' FfíMNbsHÚ"' öiðftSTfl Fí./íb'iro'*,: outtfíe., PÍLTA*. éF Þft MAKnfít- kafr>A plC,- "" 0& V u/von/u ttófju/n CLfy N6 um HsrÞAJ. CLfiNO éÍAJH(JéC,t ÞJóescfruaj lAt&AAJf) neALcé&Þ < ÞéTTA étL/LHÍ | COtMÍiyc, HéFUA í fULLHÍd>é AÞAUQtVA' tit f * TÍLVÍLÍUAJU* LHl4tO/*i> YMUie. i HéFUA SéfJT YKtMé TM. l9fr/A*.fíVKkut eUAJTU'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.