Tíminn - 08.01.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.01.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagurinn 8. janúar 1980 9 Sigurður Helgason, forstjóri: Ekki ætlunin að hnýta í undirstöðu- atvinnuvegina Blaðinu barst I gær svofelld at- hugasemd frá forstjóra Flug- leiöa, Sigurði Helgasyni: Það var ekki tilgangur minn að hnýta á nokkurn hátt i undir- stööuatvinnuvegi þjóðarinnar, sem eru alls góðs maklegir og án þeirra verður ekki bilið í þessu landi. Hafi ummæli min gefið tilefni til misskilnings biðst ég velvirð- ingar á þvi. Benda má á, að á s.l. ári greiddu Flugleiðir 300 milljónir króna i launaskatt sem sjávarút- vegur og landbúnaður eru undan- þegnir. Ennfremur bendi ég á fréttatil- kynningu frá Verðlagsráði Sjávarútvegsins hinn 11. desem- ber s.l. þar sem sagt er frá þvi að ákvörðun um fiskverð verði visað til yfirnefndar, þar sem segir m.a. ,,! þeim viðræðum hefur komið i ljós að afkomuskilyrði fiskveiöa og fiskvinnslu eru svo slæm aö engir möguleikar eru til þess að samkomulag náist um nýtt fiskverð nema til komi ráð- stafanir af hálfu hins opinbera.” Fyrir átta mánuðum siðan sótti félagið til yfirvalda um tima- bundna undanþágu frá lendinga- gjöldum en þaö erindi liggur ennþá óafgreitt. Virðingarfyllst. Sigurður Heigason Forstjóri. Frá Kynningardeild Flugleiða: Viöhald flugvéla hér á landi dýrara en erlendis Vegna forsiðufréttar Þjóðvilj- ans i dag, föstudag 4. janúar þar sem staðhæft er að viöhald flug- véla sé mun dýrara erlendis en hér á landi, skal upplýst að þessu er öfugt farið. A samanburði kostnaðar á viðhaldi flugvéla 1973-1978 liggja fyrir tölur um þrjár gerðir flugvéla, þaö er F-27 Friendship, Boeing 727 og Douglas DC-8-63. 1 þessum sam- anburði er miðað við flugstundir. Viöhald F-27 vélanna fer alger- lega fram hér á landi. Viðhald Boeing 727flugvélanna að mestúf leyti, en viðhald Douglas DC-8 flugvéla fer fram erlendis. Við athugun kemur I ljós aö milliáranna 1973 og 1978 hækkaði viöhaldskostnaður DC-8 flugvéla um 24,1%, viðhaldskostnaður Boeing 727 fhigvéla um 173,3% og viðhaldskostnaöur Friendship flugvéla um 124,1%. Þegar gerður er samanburður á viöhaldskostnaði farþegaflug- véla er eðlilegast aö miðað sé viö sæti per flugstund. Sá saman- burður milli þessara þriggja flug- vélategunda er þannig miöaö við gengi 3. janúar: Douglas DC-8 kr. 712,- Boeing 727 kr. 1.384,- Friendship kr. 2.175,- Eins og áður er sagt fer viðhald Boeing 727 fhigvéla aö mestu fram hér á landi. Eftir flugskýlis- brunann i Reykjavik þar sem við- haldsaðstaða Flugleiöa fyrir þessar flugvélareyðilagðist, hafa nokkrar svokallaðar c-skoðanir farið fram erlendis. Aðrar skoð- anir þessara flugvéla hafa is- lenskir flugvirkjar annast i Keflavik við mjög erfiðar aöstæð- ur og frumstæð skilyröi. Viðhald á Fokker Friendship flugvélum Flugleiða fer eingöngu fram hér á landi og að sögn flug- virkjaeraðstaöa til sliks viðhalds á Reykjavikurfhigvelli góð. Hér er hins vegar um fáar einingar aö ræða og veröur viðhaldskostnað- ur þvl hlutfallslega hærri en þeg- ar um stóran flugflota er að ræða. Viðhald DC-8 þota Flugleiða hefur hins vegar farið fram er- lendis og eru ástæður aöallega tvær. Ifyrstalagi er engin skýlis- aðstaöa til sliks viðhalds hér á landi og I öðru lagi er viðhaldiö erlendis mun ódýrara. Þar sem viðhald DC-8 þotanna fer fram sem hluti af stærri flug- flota næst mun meiri hagkvæmni og m.a. vegna þess er viöhalds- kostnaður lægri. Ýmsar fleiri orsakir geta að sjálfsögðu legið til ódýrara við- halds erlendis. Sem dæmi má nefna, að hér á landi starfa ein- göngu fulllærðir flugvirkjar að viðhaldi. Erlendis starfar meðal annars ófaglært fólk undir stjórn flugvirkja og á þeirra ábyrgð að viðhaldi og annast ýmis vanda- minni störf. Það atriöi sem vegurmáski hvað mest I hinum óhagstæða saman- burði á viðhaldi hérlendis og er- lendis er hin gegndarlausa verð- bólga á íslandi sem gerir allan samanburö fyrir viöhald hér á landi mjög óhagstæðan. Frá KynningardeildFlugleiða, Reyk javlkur flugvelli. Athugasemd vegna verðs á þotueldsneyti Kynningardeild Flugleiða hefur óskaö að taka fram eftirfarandi.: „Varðandi frétt Þjóöviljans um verð á þotueldsneyti sem Flug- leiðir kaupa til notkunar á flug- vélar félagsins skal eftirfarandi tekiö fram: I ummælum forstjórans var eingöngu átt við þróun eldsneytis- verðs aö þvi er varöar Atlants- hafsflug félagsins, enda beinast allar varnaraðgerðir félagsins að þessum þætti rekstursins. Staðreyndir eru eftirfarandi: Frá því I október 1978 og til dags- ins i' dag hafa meðalhækkanir er- lendis orðið um 90% og frekari hækkana er að vænta á næstunni, þannig að staðan I dag er sú sem forstjóri gat um, að eldsneytis- verð erlendis hefði hækkað um helming. Varðandi eldsneytisverö á ts- landi þá kostaöi þotueldsneyti I Keflavik i okt. 1978 liðlega 50c hvert gallon. Verð á farmi sem kæmi i dag er áætlað allt að 150c og erþá miðað við Rotter- dam-skráningu á þessari stundu. Hefur þvl eldsneytisverð hér þrefaldast. Það skal tekið fram að örlitlar birgðir eru enn af elds- neyti sem er um 10% undir þessu verði. Allar staðhæfingar um að hér séfariðmeðrangt mál eruþvl út I hött.” Hjúknmarheimili aldraðra í Kópavogi: Söfnunin gengur vonum framar FRI — „Það fer aö Uða að því að tekin verði fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili aldraðra i Kópavogi” sagði Soffla Eygló Jónsdóttir I samtali við Tlmann, enhún er I forsvari fyrir söfnun til byggingarheimilisins I Kópavogi. „Söfnunin hefur farið fram Ur okkar björtustu vonum, og flest allir Ibúar I Kópavogi hafa tekið við söfnunarbauk hjá okkur og eru að skila þeim nUna og fá anna. „Fjárhæöin sem safnast hefur er orðin ansi stór. en ég hef ekki haft tima til að taka þetta saman en það er ætlun okkar aö fyrsta skóflustungan veröi tekin nú um miðjan mánuðinn . „Það sem mér er efst I huga”, sagði Soffia, eru hinar góðu undirtektir bæjarbúa, sem hafa öðru fremur gert okkur kleift aö vinna að þessu máli svo vel séf VIÐ Það tekur því va endurnýja miða S(í kau Spara sporin og þegar dregið er unli og þar a rla að gera sér ferð rp m kostar ekki nema pa ársmiða á 14.400 mega gleyma að endu 18750 vinninga að u 5 auki þrjár Honda Ci ánaðarlega til að 200 kr. Því ekki að kr.? rnýja. Vera með tjphæð 648 milljónir vic í júní Þrír eftirsóttir bílar dregnir út í jum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.