Tíminn - 09.01.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1980, Blaðsíða 2
2 Miövikudagurinn 9. janúar 1980 Stjórnarkjör í Verkalýðsfélagi Borgarness Borgfirskt hulduskáld HEI — Nýlega rann Ut fram- boösfrestur til stjórnarkjörs I Verkalýösfélagi Borgarness fyrir áriö 1980. Listi trúnaöarmanna- ráös varö sjálfkjörinn. Formaöur er Jón Agnar Eggertsson, ritari Karl A Ólafsson, gjaldkeri Agnar Ólafsson, fjármálaritari Berg- hildur Reynisdóttir, varaformaö- ur Baldur Jónsson og meöstjórn- endur Þuriöur Bergsdóttir og Sig- rún B. Eliasdóttir. Varamenn i stjórn eru Anna Kristinsdóttir, Svava Kristjánsdóttir, Siguröur Eiösson, Anna Maria Guöbjarts- dóttir og Egill Karlsson. Ingi- björg MagnUsdóttir, sem veriö hefur gjaldkeri félagsins slöustu 12 árin viö góöan orðstir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. A siöasta ári snérist starfsemi félagsins aö venju um kjaramál, en fræðslustarfsemi er veigamik- ill þáttur I félagsstarfinu. Haldið var námskeið fyrir trUnaðar- menn I Borgarnesi og félags- málanámskeiö á Hvanneyri. Far- in var skemmtiferð s.l. sumar og leikhús- og skemmtiferð til Reykjavikur. Ein fjölmennasta ferö á vegum félagsins var farin til að sjá leikritiö Lukkuriddar- ann, sem Ungmennafélagið Islendingur sýndi I Brún. Þátt- takendur voru um 80 talsins. I lok desember var haldinn f jölmennur fundur i félgainu, þar sem flutt var dagskrá með blönduðu efni. Tvær félagskonur skemmtu með söng og forvitni manna vakti, að lesið var Ur óprentaðri skáldsögu eftir Borgfirðing sem ekki vill láta nafns sins getið að svo stöddu. Rif: Dauð bauja orsök strandsins FRI — Ranghermt var i frétt i gær að bátur sá er strandaöi viö landshöfnina á Rifi væri frá Hellissandi en hann mun vera frá Rifi. Auk þess þá var of mikiö gert Ur áhrifum veöurs þess er var er báturinn strandaði en dauö bauja við skerið Tösku mun hafa verið megin orsök þess að bátur- inn Hamar strandaði. Thorvaldsenfélagið: Gaf öndunarvél fyrir ungböm Hinn 19. nóvember s.l. voru 104 ár liðin frá stofnun Thorvaldsens- félagsins. I tilefni dagsins heimsótti stjórn Barnauppeldissjóðs Thor- valdsensfélagsins Barnadeild St. Jósefespitalaogfærðideildinni að gjöf öndunarvéí (respirator) fyrir ungbörn til notkunar i gjörgæslu deildarinnar. Thorvaldsensfélagiö hefur margoft áður gefið Barnadeild- inni stórgjafir og á það óskiptar þakkir St. Jósefsspitala fyrir gjafir þessar. Sigurgeir Bóasson A þing í fyrsta sinn HEI — Sigurgeir Bóasson frá Bolungarvik tók sæti á Alþingi i gær I fyrsta skipti. Sigurgeir var 3. maöur á lista framsóknar- manna á Vestfjöröum og tók sæti i gær sem varamaöur ólafs Þórðarsonar, skólastjóra i Reyk- holti, sem nú er annar þingmaður Framsóknarflokksins i Vest- fjarðakjördæmi. Unglingum kennt á áttavita. Misvlsun áttavita fer minnkandi — minnkunin nemur 1 gráðu á fjórum árum, en breytingar 1 skamman tima geta numið nokkrum gráðum á hverjum klukkutima FRI — „Breytingar á seg- ulsviðinu samkvæmt mæling- um okkar eru þær að segul- stefnan, eða áttavitastefnan breytist nú um 1/4 úr gráðu á ári, þar er misvisun stefnunnar minnkar um þessa stærð,” sagði Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur i samtali við Timann en hann veitir forstöðu Segulmælingastööinni. „Þetta erbreytilegtoghefur farið vax- andi á undanförnum árum þannig að breytingin verður hraðari og hraðari. Samfara þessu þá eykst heildarstyrkleiki segulsviðsins. Það er að visu smávægileg aukning I prósent- um en mjög greinileg engu að siður”. (Misvisun er mismunur á segul- og norðurpólnum mæld^ ur I gráðum.) Hver eru áhrif þessara breytinga? „Þaö veröur að sjálfsögðu aö leiðrétta sjókort og flugkort vegna þessara hægfara breytinga. Þessar breytingar eru náttúrulega miklar ef litið er til langs tima. Til dæmis get- ur segulsviöið snúist við á millj- ónum ára. Menn hafa haft uppi getgátur um að saman fari miklar segulsviðsbreytingar og Isaldartimabil en ekkert hefur verið sannað i þeim efnum. Verkefni okkar I Segul- mælingastöðinni er að fylgjast bæði með þessum hægfara breytingum og lika snöggum breytingum sem verða frá degi til dags eða minútu til minútu sem orsakastaf áhrifum frá sól- inni. Þær breytingar geta verið mjög miklar, jafnvel þannig að segulstefnan getur breytst um margar gráðurá einum klukku- tima” Geta tæki i flugvélum og skip- um séð fyrir slikar breytingar? „Nei þaðer enginleiðfyrir að spá um þetta.” sagöi Þorsteinn, „við getum spáð nokkru um þetta. Ekki með fullkomnu öryggi, en hægt er að segja dá- litið um þessar breytingar. Bæði þeirra sem gerast vegna breytinga á sólinni, við fylgj- umst með þvi og lika vegna á- kveðinnar reglu vegna snUnings sólarinnar. Sólin snýst um möndul sinn séð frá jörðu á 27 dögum. Þess vegna vill það oft verða svo aðef truflandi svæði á sólinni trufla jörðina ákveðinn dag þá vill það oft verða svo að sömu truflanir koma fram eftir 27 daga. A þessu er hægt að byggja nokkuð ákveðna spá- dóma. Þessar breytingar hafa áhrif á háloftin og norðurljósin og geta truflað fjarskipti verulega og áhrifin eru oft mikil”. NU stefna þessar breytingar I átt að minnkandi misvlsun, get- ur þetta orðið til þess að misvis- un hverfi? „Já það getur orðið Ur. I meðaltali þá falla þessar stefn- ur norðurskaut og segulskaut, saman, enþaö geta orðið frávik Isitthvora áttina. Það má segja að segulskautið reiki til en er aldrei mjög langt frá landfræði- legu skauti jarðar. Ef við tökum heildarsvið, það er litum á jöröina utanfrá, þá er hornið milli noröur — og segul- skauts ekki nema 11 gráður. En ef við leitum akkurat undir punktinn þar sem að segulnálin er lóðrétt, þá hafa staöbundnar truflanir mikiö að segja og mér finnst ekki að lita eigi á það sem hina eiginlegu segulstefnu jarð- arinnar. Misvisun hér i Reykjavik er nú um 25 gráður, eða 23,5 gráður er þaö næsta sem við getum komist, yfir þetta svæði, en hUn minnkar um 1 gráðu á hverjum 4 árum.” Hagræðing i borgarskipulaginu. Nýrri stofnun komið á fót: Borgarskipulag Reykjavíkur — Þróunarstofnun Reykjavíkur og Skipulagsdeild borgarverkfræöings lögð niður Kás — A siðasta fundi borgar- stjórnar voru samþykktar reglur um nýja stofnun innan borgar- kerfisins, Borgarskipulag Reykjavikur. Tekur þessi nýja stofnun viö hlutverkum Þróunar- stofnunar Reykjavikur og Skipu- lagsdeildar borgarverkfræöings, þannig aö i raun er hér um að ræða sameiningu þessara tveggja stofnana, sem báöar hafa unnið sitt I hvoru lagi að svo til sömu verkefnunum. Má með réttu segja, að með þessu sé að lita ljós enn einn árangur af þeirri hagræðingu sem stefnt var að þegar nýi meirihlutinn I borgarstjórn tók viö, til að sporna viö útþenslu borgarkerfisins. Afráðiö mun aö Guörún Jóns- dóttir, forstöðumaður Þróunar- stofnunar, veitihinni nýju stofnun forstöðu. Vegna hUsnæðisleysis er Borgarskipulag Reykjavikur til bráðabirgöa á tveimur stööum i borginni, þ.e.a.s. þar sem fyrir- rennarar þess voru til húsa. Aðalverkefni Borgarskipulags Reykjavikur verða aö hafa frum- kvæði og umsjón með endurskoö- un aðalskipulags Reykjavikur, og frumkvæði og umsjón meö gerð deiliskipulags nýrra hverfa og endurskoöun á deiliskipulagi eldri hverfa. Einnig á Borgar- ÞH/Akureyri — Þrettándagleði Akureyringa á Iþróttasvæðinu við Glerárskóla, þar sem Þór hélt álfabrennu og dans, tókst meö af- brigðum vel i fögru og stilltu veðri. Mikill fjöldi kom til gleð- innar. Bálkösturinn var hlaöinn Ur viðum gamla Noröurpólsins, sem rifinn var á milli jóla og nýárs og skipulagið að annast samskipti við Skipulagsstofnun höfuð- borgarsvæðisins eftir þvi sem ákveðið verður seinna meir. 1 upphaflegum tillögum um Borgarskipulag Reykjavikur var lagt til að heiti stofnunarinnar væri Skipulagsstofa Reykjavikur, en við lokaafgreiðslu þeirra var samþykkt breytingartillaga frá MagnUsi L. Sveinssyni, sem fól I sér hið nýja nafn. Einnig var við lokaafgreiðslu þessa máls felld niður ákvæði Ur tillögunum, sem fólu i sér skil- yrðislausan rétt forstöðumanns Borgarskipulagsins til að sitja borgarráðsfundi þegar fjallað er um skipulagsmál. logaði glatt i sprekunum, enda viðurinn góður. Sannaðistþaðþeg ar kvikmyndamenn sem unniö hafa að gerö kvikmyndar i hUsinu voruað mynda eitt áhrifarikasta atriði sitt, þá brást að leikaran- um, sem brjóta átti sér leið út um glugga, tækist að mölva pósta i glugganum, —en kannske verður atriðið bara enn áhrifarikara fyr- ir vikið. Norðurpóllinn logaði glatt á þréttándanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.