Tíminn - 09.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.01.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagurinn 9. janúar 1980 3 Farmanna- og fiskimannasambandið: Harmar stjómleysið í mál- efnum sjávarútvegsins — og bendir stjómvöldum á að allir samningar sjómanna em nú lausir FRI — Fundur farmanna- og fiskimannasambandsins haldinn 7. jan. s.l. harmar þaö stjórnleysi sem nú rikir i málefnum sjávar- útvegsins og hefur meöal annars valdiö þvi aö enn er ólokiö verö- lagningu sjávarafla. Telur framkvæmdastjórn FFSI þaö óviöunandi aö sjómenn þurfi aö hefja veiöar i algerri óvissu um verömæti þess sem þeir afla og skorar framkvæmdastjórnin á rikisstjórnina aö gera nú þegar ráöstafanir um verölagningu til þess aö sjómenn þurfi ekki enn einu sinni, einir starfshópa aö vita ekki hvaö þeir bera úr býtum fyrir vinnu sina. „Frekari dráttur á verölagn- ingu sjávarafuröa getur haft al- varlegar afleiöingar i för meö sér” sagöi Ingólfur Stefánsson framkvæmdastjóri FFSI I sam- tali viö Timann, og þykir okkur rétt aö benda stjórnvöldum á aö allir samningar eru nú lausir og aönúverandióvissuástand er sist til þess falliö aö auka öryggi sjó- manna á þvi ári sem er aö hefj- ast”. Framkvæmdastjórnarfundur FFSI mótmælir eindregiö frdc- legri ihlutun norskra stjórnvalda um loönuveiöar Islendinga i is- lenskri landhelgi. Aukning loönu- veiöa Islendinga byggir á niöur- stööum Islenskra fiskifræöinga en þær bera meö sér aö loönustofn- inn sé mun stærri en ætlaö var samkvæmt nýjustu niöurstööum. Brotíst inn í Goðaborg — Miklar skemmdir unnar FRI — 1 fyr rinótt var brotist inn i verslunina Goðaborg. Þjófur- inn vann miklar skemmdir á versluninni en honum tókst aö brjótast inn i byssugeymslu- verslunarinnar i gegnum rammgera járnhurö. Aö sögn verslunarstjórans Kristjáns Vilhelmssonar þá hef- ur hann yfirleitt haft varöhund i versluninni frá þvi aö brotist var inn i hana fyrir nokkrum ár- um. 1 fyrrakvöld þá tók hann hundinn hinsvegar úr verslun- inni vegna hins slæma veöurs sem var þá um kvöldiö. Viröist þjófurinn hafa vitað þetta. Auk þess aö vinna skemmdir á byssugeymslunni þá rótaöi þjófúrinn I skjölum á skrifstof- unni og haföi á brott með sér 1 riffil, 25 pakka af skotum og 25 þús. kr I peningum. Tjónið mun þó nema um 2 millj. kr. aö Kristján telur. Rannsóknarlögregla rikisins hefur máliö til rannsóknar. Kristján mun vera nýlega kominn af námskeiöi um skot- vopn i Þýskalandi en þar fékk hann 4 gullverðlaun fyrir frá- gang og umhiröu skotvopna. B 1! Lm' hpP^ jJH HI p 11 1 Kristján Vilhelmsson verslunarstjóri heldur hér á verkfærum þeim sem þjófurinn notaöi viö aö brjóta upp huröina aö byssugey mslunni. Tlmamynd G.E. Þórhallur Björnsson sjötugur í dag Sjötugur er í dag Þórhallur Björnsson fv.kaupfélagsstjóri frá Vikingavatni I Kelduhverfi, N-Þing. Foreldrar hans voru þau Björn Kristjánsson, bóndi þar og siðar kaupfélagsstjóri og al- þingismaður og kona hans Gunn- þórunn Þorbergsdóttir. Þórhallur gekk i gagnfræðaskólann á Akur- eyriogþá i Samvinnuskólann, en hvarf frá námi vegna veikinda. Stundaöi hann margvisleg skrif- stofustörf hjá SIS og gegndi full- trúastarfi til 1. janúar 1946, þegar hann gerðist kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, sem hann gegndi til 1966. Fjölda trúnaöarstarfa gegndihann og nyröra þ.á m. var hann i sóknarnefnd, form. yfir- kjörstjórnar, form. skólanefndar og sýslunefndarmaöur um árabil, gekkst fyrir stofnun Fram- sóknarfélags Noröursýslu og átti sæti i miöstjórn Framsóknar- flokksins. Til Reykjavikur flutti hann 1966. Kvæntur er hann Mar- gréti Friðriksdóttur frá Efri Hól- um i Núpasveit. Hann tekur á móti gestum i Holtagöröum i dag frá kl. 16.30-18.30. íslenskt tónverk á tónlistarhátíð ISCM í ísrael Eitt islenskt tónverk hefur ver- ið valið til flutnings á næstu tón- listarhátfð I SCM (International Society for Contemporary), sem veröurhaldin i lsrael29. júni — 5. júli n.k. Er þaö Fjórir söngvar viö ljóð Stefáns Haröar Grimssonar eftir Hjálmar Ragnarsson. Verkiö var samiö áriö 1978 og var frumflutt á Isafiröi sama ár, og þá einnig i Rikisútvarpinu. Ari siöar var þaö sent á International Rostrum of Composers i Paris og vakti mikla athygli. Var það flutt I útvarpsstöövum viöa um heim. Verkiö er samiö fyrir altrödd, flautu, selló og pianó. Höfundurinn, Hjálmar Ragnarsson er fæddur 1952, sonur Ragnars H. Ragnar skólastjóra Tónlistarskólans á ísafiröi. Hann nam tónlist hjá fööur slnum, siö- an i Reykjavik og svo erlendis. Hann hefur samiö allmörg tón- verksemflutthafa veriö bæði hér heima og erlendis. Ríkisstjórínn í Sao Paulo með Arnarflugsvél á leigu FRI —Rétt fyrir helgina fór Boe- ing þota Arnarflugs frá Keflavik til Rómarborgar þar sem hún mun taka 70 manna hóp ásamt rikisstjóranum I Sao Paulo i Brasiliu. Rikisstjórnin i Sao Paulo hefur tekiö vélina á leigu og veröur hún notuð til aö feröast með hópinn milli staöa i Mið-Austurlöndum til 17. jan. n.k. Flugstjóri er Lúðvik Sigurös- son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.