Tíminn - 11.01.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.01.1980, Blaðsíða 4
4 Föstudagurinn 11. janúar 1980 í spegli timans Darius - 5 ára mótorhj ólakappi Á öörum fæti á nýjasta mótorhjólinu. t loftinu yfir pabba sinum. Darius Goodwin var aöeins tveggja ára þegar hann fékk litiö mótorhjói að gjöf frá pabba sinum, Keith Goodwin, en hann er mikill kappaksturssnillingur. Fyrst lék Darius litli sér aöeins á hjólinu á afgirtri lóö og undir leiösögn en fljótlega kom i ljós, aö drengurinn var sérlega fljótur aö notfæra sér tilsögn pabba sins, og þegar hann átti þriggja ára afmæli fékk hann kraft- meira hjól i afmælisgjöf. Hann fór aö leika ýmsar listir á þvi, eins og t.d. aö standa á öörum fæti uppi á hjólinu og eins aö hjóia upp á nokkurs konar stökkpali og láta svo hjólið svifa I lausu lofti. Þetta tókst svo vel hjá hon- um, að pabbi hans geröi sér litið fyrir og iagöist undir stökkpallinn og lét svo snáöann hjöla — I loftinu — yfir sig. Darius er byrjaöur I barnaskóla — eöa forskóla, þvi að hann er enn ekki orðinn sex ára, en þegar hann er ekki I skólanum i Bray i Berkshire I Englandi, þá er hann öllum stundum aö æfa sig. Hann hefur komiö fram i sjónvarpi I Bretlandi og sýnt á mótorhjóla-sýn- ingum og viöar. Sérfræöingar eru sammála um, aö hann hafi sérstaka hæfileika, og einnig kjark og áræöi, sem óvenjulegt er miöað viö aldur hans. Kemur þaö t.d. vel i ljós, þegar drengurinn ekur á hlaðinn múr- vegg eins og ekkert sé, auövitaö meö hjálm á höföi og veggurinn er aðeins lauslega hlaöinn úr léttum múr- steini. Pabbi hans segir, að hann hafi strax sýnt óvenjulegt jafnvægisskyn og áhuga á mótorhjólaakstri, en hann segist aldrei leyfa honum aö æfa einn, þvi aö hann vantar enn dómgreind til aö meta hvaö honum sé fært og hvaö ekki. Darius skoð- ar múrvegg- inn, sctur svo á sig hjálminn og ekur hann hiklaust um koll. bridge í spili dagsins yfirsást austri spila- mennska, sem hefði dugað til að hnekkja spilinu. Norður S. D1097 H. G10972 T. 84 L.G3 Vestur S. K8654 H. K5 T. 952 L.KD6 Suður . S. 2 H. AD3 T. KDG763 L. A82 Vestur Norður Austur Suður pass pass pass 1 tigull lspaði pass 2spaðar 3tiglar pass pass pass Vestur spilaði út spaðafimmu og austur átti slaginn á gosann. Hann sá að mögu- leikar varnarinnar lágu i þvi að hindra suður i að trompa lauf i borði. Hann tók þvi tigulás og spilaði meiri tigli. Suður átti slaginn og tók siðasta trompið og spilaði siðan út hjartaás og hjartadrottningu. Vestur varð að taka slaginn og nú var of seint fyrir börnina að brjóta laufaslagina og suður fékk yfirslag, þegar laufatapar- arnir fóri niður i hjartað. Austur var á réttri leið, þvi ekki þýddi að spila laufi meðan suður átti enn tromp i blindum. En i stað þess að taka fyrst á tigulásinn átti hann að spila tiunni fyrst. Þá heldur hann á öllum taumum og það er sama hvað suður reynir. Vörnin getur alltaf komið i veg fyrir að hann fái fleiri en 8 slagi. Austur S. AG3 H. 864 T. AlO L.109754 skák A úrtökumóti kvenna i' RIó i ár þar sem áttust við tvær sovéskar skákkonur þær N. Joseliana og V. Koslovskaja kom þessi staða upp. Það er hvitur sem á leik. V. Koslovskaja. N. Joseliana. 3196. Lárétt 1) Land. 6) Stafirnir. 7) Nót. 9) Tala. 11) Frá. 12) Fléttaöi. 13) Bit. 15) Baug. 16) Hljóms. 18) öxull. Lóðrétt 1) Samanviö. 2) Hlutir. 3) 51. 4) Svar. 5) Fjandi. 8) Rengja. 10) Hestur. 14) Blin. 15) Konu. 17) 1500. Ráðning á gátu No. 3195 Lárétt 1) Rúmenia. 6) Ate. 7) Sót. 9) FOB. 11) A1 12) Ra. 13) Mar. 15) Iðn. 16) Ain. 18) Röndina. Lóörétt 1) Rósamur. 2) Mat. 3) Et. 4) Net. 5) Albania. 8) Óla. 10) Orö. 14) Rán. 15) INI. 17) ID. g6! Hxg6 f5 exf6 Dh3 Staða svarts hrvnur. fxg6 Hf6 exf6 BxBf3 Gefið. med morgunkaffinu Æhaík[*]T\fetír — Nei, við erum ekki komin heim ennþá. Við erum i snyrtivörudeildinni. — Ég vakti pabba til þess að fá vatn aö drekka og hann var aö spyrja hvar þú værir...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.