Tíminn - 18.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. janúar 1980. 3 Guömundar- og Geirfinnsmálin: Verður vörnin byggð á líkhvarfinu? Þórður Bjömsson reiknar með þvi að verjendur byggi vömina á þvi aö lík Geirfinns hafi aldrei fundist FRI — I niðurlagsorðum sínum í gær sagði Þórður Björnsson að sennilega mundu verjendur byggja vörnina á því að likið af Geirfinni hefði aldrei fundist og þvi hefði ekk- ert manndráp átt sér stað. Hins vegar sagði hann, að þótt líkið hefði ekki fundist þá væru til fordæmi fyrir því að sak- fellt hefði verið fyrir manndráp án þess að lik hefði fundist og vitnaði í dóma máli sinu til stuðn- ings. (sjá NIÐURLAGS- ORÐ) Þórður Björnsson rikissak- sóknari lauk málflutningi sinum i Guðmundar- og Geirfinnsmál- unum um 4-leytið i gær en rasðan hafði þá tekið um 16 klukku- stundir. Eitt vitnið, Páll K.K. Þormar, i Geirfinnsmálinu dró til baka framburð sinn i málinu og las Þórður bréf frá Páli fyrir Hæstarétti i gær. Innihald þess er á þá leið að framburöur hans hafi verið fenginn meö þrýstingi lögreglumanna og hótunum. Býðst Páll til þess að útskýra þessar staðhæfingar nánar i smáatriöum sé þess óskað. Páll mun hafa búið að Lauga- Kristján Viðar kemur i Hæstarétt. vegi 32 á þeim tima er atburðir áttu sér staö en þar hélt Krist- ján oft til. Hann segir i fram- burði sinum, m.a. aö umrætt kvöld 19. nóv. hafi siminn hringt og svaraði Páll. Telur hann ör- uggt aö Sævar hafi verið i sim- anum en beðið var um Kristján. Ekki heyrði Páll hvaö þeim fór á milli en stuttu seinna kom Kristján til hans og sagði að Sævar hefði beðið sig að koma i sjóferð frá Hafnarfirði. Taldi Kristján að smygla ætti spira. Annað vitni er bjó þarna kveður hins vegar að Kristján heföi sagt að Sævar heföi beðiö hann að koma til Keflavíkur. Skömmu seinna er spurt eftir Kristjáni og fer hann út en Páll litur út um glugga og sér Krist- ján ganga með öðrum manni, ca. 20-30 ára, að bil á Vatnsstig en i bifreiðinni var fleira fólk. Einnig sagðist Páll hafa orðiö var við breytingu á Kristjáni eftir ferðina og hann hafi aldrei rætt ferðalagið. Bréf Páls er dagsett þann 10. jan. og undir það skrifa tveir vitundarvottar. Þórður lét þess getið I ræðu sinni aö þeir væru allir refsifangar á Litla Hrauni. Framburöur Guðjóns Guðjón Skarphéðinsson er sá eini hinna ákærðu i Geirfinns- málinu sem ekki hefur dregiö framburð sinn til baka. Fram- burður hans er samhljóða fram- burði hinna ákærðu i veiga- mestu atriðum en hins vegar er honum ekki ljóst hvernig átökin áttu sér stað og ber við minnis- leysi. Hins vegar var minni hans með ágætum er atburöir voru sviösettir. Fengin var upp- runalega Benz sendiferðabif- reiðin og bar hún nr. Y-840 og tvær rauðar rendur. Guðjðn sagði viö sviðsetninguna, að bifreiðin hefði haft R-númer er morðið var framiö auk þess sem að rauðar rendur hefðu ekki verið á bilnum. Lengi var á huldu hver hefði verið bilstjóri sendiferöabilsins en siðan upplýstist að það hefði verið Sigurður Óttar Hreinsson. Framburöur Sigurðar Hann neitaði I fyrstu að vera viðriðinn málið en sagði siðan, að hann hefði keyrt sendiferða- bilinn til Keflavikur þann 19. nóv. Hann upplýsti, að hann væri systursonur Kristjáns. Hann mun ekki hafa átt bilinn en haft lykil að honum. Kristján orðaði við hann, aö hann mundi taka aö sér flutning þetta um- rædda kvöld en ekki fékk hann aö vita hvað ætti aö flytja. Hann kveöst hafa fengiö bilinn lánaö- an en eigandi bilsins man ekki eftir þvi aö hafa lánað honum bilinn. Framburður hans var i sam- ræmi viö það sem áður er fram komið en siöar hikaði hann og hvikaöi frá framburöi sinum og kvaðst hafa verið beittur harð- ræði við yfirheyrslur. Rannsókn fór fram á yfirheyrslunum und- ir stjórn Karl Schutz þýska rannsóknarlögreglumannsins en hann veitti liðsinni við aö leysa málið á sinum tima eins og kunnugt er oröið. Þar kom fram hjá þeim er voru viðstaddir yfirheyrsluna, að Sigurður hafi verið rólegur og eðliiegur er hún fór fram. Sigurður staðfesti þetta og kvað það vera hárrétt. Kvað Þórður að hikiö og hvikið hjá Sigurði i þessu sambandi hafi verið þvi að kenna að hann óttaöist hina ákærðu i málinu, og kvað Þórð- ur að framburður Sigurðar i málinu væri réttur. Framburö- ur Sigurðar er i stuttu máli sá, að hann féllst á að taka aö sér flutninginn og fór á undan ákærðu til Keflavíkur. Þar sögðu þau honum að fara að dráttarbrautinni og snúa biln- Leirfinnur: Ekki haft samráð við starfs- stúlkuna Leimynd sú er var gerð i Geirfinnsmálinu og almennt var kölluð Leirfinnur kom fljótt til sögunnar og þótti íikjast Magnúsi Leópolds- syni einum af þreminningun- um sem sátu I löngu varö- haldi vegna rangs fram- burðar ákærðu i Geirfinns- málinu. Það kom fram I málflutn- ingi Þórðar Björnssonar á miðvikudag að starfsstúlkan i Haf narbúðinni umrætt kvöld skýrði svo frá aö ekki heföi veriö haft samráð við hana viö gerð myndarinnar, en myndin átti að sýna manninn er kom og fékk að hringja um kvöldiö (Kristján) önnur stúlka er var að versla I búðinni og sá þann er hringdi sagði að hún hefði verið ósátt við myndina sér- staklega i sambandi við hár- sidd og munnsvip. Tók hún fram að ef munnsvipnum hefði verið breytt svo aö hann Ifktist munnsvip Kristjáns þá hefði hún getaö sýnt mannin sem hringdi. Sævar Marinó f réttarsal um þannig að hann sneri aftur- hlutanum að sjónum. Sigurður kvaðst hafa heyrt rifrildi og ókyrrö hjá dráttarbrautinni og siðan hafi Kristján komið til hans og sagt hpnum að hypja sig i burtu. Sönnunargögn Likið af Geirfinni hefur aldrei fundist en Þórður taldi upp önn- ur atriði, er færðu sönnur á morðið. Þann 15. okt. ’76 lá fyrir afdráttarlaus játning Kristjáns Viðars, 27. okt. 1976 afdráttar- laus játning Sævars Marinós, 30. okt. játning Erlu Bolladóttur og 28. nóv. játning Guðjóns Skarphéöinssonar. Fyrir utan aðra vitnisburði I málinu má nefna vitnisburði um ferð Erlu I átt að Reykjavfk daginn eftir morðið, en hún fór fljótlega eftir morðið og kvaðst hafa verið i mannlausu húsi um nóttina. Þarna rétt hjá var mannlaust hús á þessum tima svonefnd Rauða myllan og er liklegt að Erla hafi verið þar um nóttina. Tvö vitni hafa sagt, aö þau hafi keyrt hana frá Keflavík morguninn eftir morðið. Annað vitnið keyrði hana að Grinda- vikurafleggjaranum og hitt frá afleggjaranum til Hafnarfjarð- ar. Þóröur Björnsson rikissak- sóknari bar saman vitnisburði hinna ákærðu i málinu til að komast aö hver hefði gert hvað i átökunum er leiddu til dauða Geirfinns. Telur hann aö ekki hafi farið á milli mála, aö allir 3 ákærðu, Sævar, Kristján og Guðjón og beri þvi sameiginlega ábyrgð á afleiðingunum. Arásin hafi verið gerð vfsvitandi og falli brotið þvf undir manndráp af ásetningi og 211. gr. hegning- arlaganna. Sakir Erlu i málinu taldi Þórður vera hlutdeild i manndrápi, en hún var sýknuö af þvi i héraði, á sömu forsend- um og hann krafðist þess hvaö varöar Albert Klahn i Guð- mundarmálinu. Ef Hæstiréttur dæmdi ekki þannig þá kvað hann brot Erlu falla undir 112. gr. 221. gr. og 124. gr. hegning- arlaganna, en þær kveða á um að hylma yfir rannsókn, koma ekki manni til hjálpar sem er I nauðum staddur en Þóröur taldi vist, að Erla hefði getað komið I veg fyrir morðið meö þvi aö sækja lögregluna, og ósæmilega meðferð á líki en Erla keyröi bil þann er þau fluttu lik Geirfinns i til Rauðhóla eöa á þann stað er þau földu likið. Niðurlag Þórður las upp skýrslur lækna um andlegt heilbrigði ákærðu en læknar og Læknaráð úrskurðaði þau öil sakhæf. Einnig las hann upp dóma til stuðnings máli sinu. Hann sagði, að hann hefði ekkert mál fundiö á þessari öld er væri svipaös eölis og þetta, þ.e. morðmál þar sem lik hins myrta vantaöi. Hins vegar hefði hann fundið 3 slik mál á 19. öld- inni en i þeim tilvikum hefði verið um dulmál (útburöi) að ræða. Þau mál eru frá árinum 1878, 1831-1832 og 1823-24. 1 öll- um þeim málum hefði verið sakfellt þótt lik vantaði. Einnig nefndi Þóröur danskan dóm frá 1918 en benti á aö Hæstiréttur Dana á þeim tima hefði einnig verið Hæstiréttur íslendinga. 1 þvi máli var um sakfellingu aö ræða þótt likiö vantaði. Auk þess benti Þórður á dóm frá Noregi frá 1933 þar sem sakfellt var, þótt likiö vant- aði. Að lokum þá flutti rikissak- sóknari lokaorð sin eins og að ofan greinir, og spurði m.a.: „Hvað gæti orðið til aö sýna þeim ákæröu linkind i málinu? Unguraldur? Varla, hvert atriði benti til þyngingar dóms yfir hinum ákærðu. Það væri ljóst, að ekki væri um iörun af þeirra hálfu að ræöa heldur skini for- herðing hugans i gegn hjá þeim. Auk þess taldi Þóröur það skyldu þjóðfélagsins að vernda þegna sina gegn fólki sem þessu og aö þjóðfélagið ætti rétt á þvi að njóta þeirrar verndar. I dag hefst vörnin i málinu og mun Páll A. Pálsson verjandi Kristjáns Viöars fyrstur byrja málflutning sinn. Fjjórir trúflokkar um sömu guðsþj ónustu JH— 1 fyrsta skipti I sögu íslands sameinast menn úr fjórum trú- flokkum um guðsþjónustu á sunnudaginn kemur, og i fyrsta skipti i sögu Islands mun kaþólskur klerkur stiga i lútherskan predikunarstól. Þessi viðburöur tengist alþjóö- legri bænaviku fyrir einingu hins dreifða kristindóms, sem er 18,- 25. janúar. Var f fyrra kosin hér samstarfsnefnd kristinna safn- aða, og er þessi nýstárlega guðs- þjónusta árangur af störfum hennar. Guðsþjónusta þessi verður I dómkirkjunni I Reykjavik á sunnudaginn kemur, og hefst klukkan tvö. Séra Agúst Eyjólfs- son, sem prestur en ( Kristskirkju i Landakoti, mun predika, fyrir altari þjónar séra Þórir Stephen- sen, og honum til aðstoðar verða Daniel Glad, trúboöi á vegum Hvltasunnusafnaðarins, og David West, æskulýðsleiðtogi aöventista hér á landi. Þríðju Háskólatón- leikarnir á morgun Þriðju Háskóla tónleikar vetrarins verða haldnir laugar- daginn 19. janúar 1980 kl. 17 i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Aðgangur er öllum heimill og kostar 1500 krónur. Að þessu sinni syngur Agústa Agústsdóttir við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Agústa Agústsdóttir hefur á undanförnum árum haldiö fjölda tónleika viðs vegar um landiö og Jónas Ingimundarson er löngu vel þekktur fyrir pianóleik sinn. A tónleikunum veröur frum- fluttur nýsaminn lagaflokkur eftir Atla Heimi Sveinsson sen^ hann nefnir Smásöngva.A efnisskránni eru einnig sönglög eftir Skúla Halldórsson, Hall- grim Helgason, Jón Þórarins- son, Þórarin Guðmundsson og Franz Schubert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.