Tíminn - 19.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.01.1980, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 19. janúar 1980. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÖu- múla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent^/ Það var og! Aldrei veit það á gott þegar voldug stjórnmálaöfl, sem hafa tekið mikinn þátt i forystu þjóðmála, vilja firra sjálf sig allri ábyrgð á vandamálum þjóð- félagsins, en þykjast þess umkomin að lita ávitandi niður á alla aðra af einhverjum hástóli hugsjón- anna. Þannig hlýtur það að vekja undrun að i forystu- grein Þjóðviljans i gær segir svo um Alþýðubanda- lagið: „En ef hann ætlar sér annað og stærra hlutverk en hefðbundið sósialdemókrati þá þarf hann i leið- inni að taka mið af langtimamarkmiðum, af sér- stöðu sinni, af þvi að það eru reyndar ekki sósialist- ar sem hafa skapað það samfélag sem nú er i kreppu”. Þessi er þá tónninn i málgagni Alþýðubandalags- ins daginn sem væntanlegur leiðtogi flokksins tekur sér fyrir hendur að hafa forgöngu um stjórnar- myndun i landinu. Þá er tækifærið notað til þess að vekja athygli á þvi að flokkurinn telur sig ekki bera ábyrgð, ekki vera þátt þess stjómkerfis og valda- kerfis sem þjóðin býr við. Hver kannast við þetta? Muna menn ekki eftir þvi að Alþýðubandalagið hefur undirtökin i máttugustu fjöldasamtökum landsins, samtökum sem hafa úr- slitaáhrif á þróun efnahagsmála i landinu? Hafa menn gleymt þvi að Alþýðubandalagið tók þátt i rikisstjórn fram á siðastliðið haust? Hefur flokkn- um mistekist að vekja athygli á þvi að hann hefur mikil áhrif á Alþingi? Og hefur það farið fram hjá mönnum, að jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn telur að taka beri tillit til Al- þýðubandalagsins i stjórnarmyndunartilraunum, svo sem berlega kom i ljós fyrir skemmstu? Tilraunir forystumanna Alþýðubandalagsins til að virðast hreinir englar, saklausir alls og ábyrgð- arlausir með öllu, hvitþvegnir og ljómandi af upp- hafningu sálarinnar, eru fáfengilegar. Almenning- ur hlær að sliku. En Þjóðviljinn hefur fleira að segja um stjórnar- myndun Svavars Gestssonar: ,,Hitt er svo annað mál að flokkur sem vill meiri- háttar breytingar á gerð þjóðfélagsins er i nokkurri klemmu að þvi er varðar samsteypustjórnir. Hann gengur til samstarfs við önnur pólitisk öfl, sem a.m.k. nú um stundir hafa engan áhuga á tilrauna- starfsemi i þjóðfélagsmálum og hugsa ekki út fyrir þann ramma sem efnahagslifi og efnahsgslegum ráðstöfunum eru nú settar.” Það var og! Það byrjar varla vel fyrir tilraunum Svavars Gestssonar ef ætlunin er sú að fara „út fyrir” hinn efnahagslega „ramma” þjóðarbúsins, svo notuð séu orð Þjóðviljans. Það sem nú skiptir öilu máli i baráttunni gegn verðbólgunni og fyrir iifskjörum og framförum er einmitt þetta: að halda sig rækilega innan þessa „ramma” og forðast alla óþarfa „til- raunastarfsemi”. Ef forystumenn Alþýðubandalagsins hafa borið það við að fylgjast með ummælum annarra undan farnar vikur og mánuði, þá hljóta þeir að hafa áttað sig á þessu. JS Erlent yfirlit Kissinger varar við rússneskri friðarsókn Spennuslökun byggist á vissu aðhaldi Kissinger hugsi SIÐAN hernaöaraögeröir Rússa hófust hafa fjölmiölar I Bandarikjunum leitaö úlits Henrys A. Kissingers, fyrrum utanrlkisráöherra i auknum mæli. Einkum hefur veriö spurt um álit hans á þessum hernaöaraögeröum Rússa og hvernig bæri aö mæta þeim. Þaö hefur beint aukinni at- hygli aö Kissinger, aö sá orörómur hefur komizt á kreik aö Reagan hafi fariö þess á leit viðhann, aö hann yröi aöalráöu- nautur hans i utanrikismálum meöan á kosningabaráttunni stæöi. Meö þessu væri óbeint gefiö til kynna aö Kissinger yröi utanríkisráöherra I stjórn Reagans, ef hann næöi kosningu. Fyrir Reagan gæti þaö oröiö mikilsveröur styrkur, ef hann hlyti sllkan stuöning Kissingers. Orörómurinn hermir ekki, hvort Kissinger hafi svaraö þessum tilmælum Reagans. Vafalítiö hugsar hann sig vel um áður en hann gengur þannig til liös viö Reagan meðan óvist er, hvort hann veröurtilnefndur frambjóöandi repúblikana. Sag- an segir, aö Kissinger hafi full- anhug á aö veröa utanrikisráö- herra aftur og þvi er liklegt, aö hann dragi aö svara Reagan þangaö til ráöiö er, hvert for- setaefni repúblikana veröur. Hyggilegast viröist fyrir Kissinger aö halda öllum dyrum opnum þangað til. 1 RÆÐU, sem Kissinger hélt I Boston 7. þ.m. og sagt er frá i Christían Science Monitor 8. þ.m. lagði hann sérstaka áherzhi á aö vara viö nýrri friöarsókn af hálfu Sovétrikj- anna. 1 náinni framtlö myndu þau vart ráöast inn I Iran eöa Pakistan. Ef aö likum léti, myndu RUssar hefja nýja friöarsókn innan fárra mánaöa og beina henni aö Vest- ur-Evrópu I þvi augnamiöi aö veikja samheldnimilli þjóöanna þar og Bandarikjamanna. Þaö væri söguleg staöreynd aö Sdvétrlkin byrjuöu slika friöar- sókn fljótlega eftir aö þau heföu beitt hervaldi til aö færa út yfir- ráösin ednsog þeirværu aö gera i Afghanistan. Kissinger kvaðst vara landa sina viö sllkri friöarsókn af hálfu Sovétrikjanna, þvi aö til- hliörunarsemi eöa undanláts- semi af þessum ástæöum heföi leitttil þessaöBandarlkin heföu á undanförnum árum ekki veitt næga mótspyrnu, þegar RUssar heföuveriðaönátökum áKUbu, Angóla, Eþiópiu og Suö- ur-Jemen. Innlimun Afghanist- an kæmi i beinu áframhaldi af þessu. Þessi kenning Kissingers kemurekkiá óvart. Hann hefur Kissinger I góöu skapi jafnan haldiö því fram, aö sam- fara spennuslökun þyrfti að fylgja árvekni og aöhald til að koma I veg fyrir, að risaveldin eða einstök önnur rlki notfæröu sér hana til aö færa út yfirráö sln meö valdbeitingu á einn eöa annan hátt. Segja má, að þetta hafi kommúnistarikin gert með hernaöarfhlutun I Angólu og Eþiópíu. 1 samræmi viö þetta sjónar- miö sitt lagöi Kissinger tíl, þeg- ar kUbanskir hermenn fóru aö taka þátt I bardögunum i Angóla, aö Bandarikin skærust I leikinn meö aöstoö til þeirra samtaka innfæddra manna I Angóla,sem böröust gegn yfir- ráöum kommúnista. Banda- rlkjaþing felldi þá allar fjár- veitingar I þessu skyni, þvi að þingmenn óttuöust, aö þetta gæti oröiö upphaf nýrrar Vfet- namstyrjaldar. ÞAÐ MA segja um þessa kenningu Kissingers aö hægara er að kenna heilræðin en halda þau. Hann leggur til, aö mótuö veröi langtfmastefna um aö- geröir tíl aö stöðva frekari út- þenslu sovézkra yfirráða. En hugmyndir hans um fram- kvæmd þessarar stefnu, virbast ennekki fullmótaöar. Hann tel- ur það of langt gengiö aö gera varnarsamning viö Kfna, þvl að það ögri Sovétrikjunum um of og getí haft hættulegar af- leiðingar. 1 sjónvarpsviðtali 13. þ.m. varpaöi Kissinger fram þeirri tillögu.aöBandarikin ættu aðfá herbækistöð i Pakistan, þvi aö her Pakistan einn gæti vart var- izt rússneska hernum, ef til styrjaldarkæmisiöarmeir, þótt hann væri vel búinn bandarlsk- um vopnum. Kissinger lagði jafnframt áherzlu á, að þetta yröi gert án þess Indverjar þyrftu aö lita á það sem ögrun viö sig. Þaö veröur hins vegar aö telj- ast mjög ósennilegt að Indverj- ar sættí sig viö þetta mótmæla- laust, enda yröi þetta brot á stefnu þeirra um friðlýst Ind- landshaf. Þá má telja vafasamt, að Iranir llti þetta hýru auga og a.m.k. ekki meöan sambUÖ þeirraog Bandarikjanna breyt- ist ekki. Af pólitiskum ástæöum innanlands myndi Hka veröa mjög erfitt fyrir stjórn Paki- stans aö leyfa Bandarfkjunum aöhafahernaöarlega bækistöö i landinu. Sú langtfmastefna sem Kissinger talar um, er fjarri þvi aö vera fullmótuö á raunhæfan hátt af honum eöa öðrum, en mótun hennar verður eitt helzta viöfangsefni vestrænna stjórn- málamanna I náinni framtiö. Meginmarkmiö hennar veröur aö vera þaö aö tryggja friö og þvf mætti oröa takmark hennar á þann veg, aö það væri spennu- slökun meö aðhaldi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.