Tíminn - 19.01.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.01.1980, Blaðsíða 8
8 Laugartlagur 19. janúar 1980. Persis Khambatta og William Shatner I hlutverkum sinum I kvikmyndinni „Star Trek”, sem kostaoi 15 mitljarða i framleiðslu. Timinn er 23. öldin I kvik- myndinni „Star Trek”, dýrustu kvikmynd, sem nokkru sinni hefur verið framleidd i Banda- rikjunum.Tröllvaxinn og dular- fullur hlutur, sem mest likist skýi, er á ferð langt úti i geimn- um. Geimskipum, sem ráðast til atlögu við hann, eyðir hann án fyrirhafnar, svo að það hlýt- ur að vera eitthvað lifandi, sem býr yfir ómælanlegum krafti, inni i skýinu. Og skýið tekur stefnu á jörðina. Jörðin og stjörnur henni vin- veittar eiga ekki annars úrkosti en að senda James T. Kirk skipherra og geimskip hans, U.S.S. Enterprise, i veg fyrir skýið til að koma á vinsamleg- um samskiptum, ef mögulegt er, annars til að berjast við þaö. Okkur segja nöfnin Kirk og Enterprise litið, en i Bandarikj- unum, Englandi og mörgum öðrum löndum þekkir þau næst- um hvert mannsbarn. Þau eru nefnilega úr sjónvarpsfram- haldsmyndaflokknum „Star Trek”, sem á undanförnum ár- um hefur náð gifurlegum vin- sældum og hefur nú lagt persón- ur sinar til samnefndrar kvik- myndar, sem kostaði 15 mill- jarða króna i framleiðslu. Það merkilega er, að hinir 79 þættir sjónvarpsmyndaflokks- ins erufrá árunum 1966-1969, og að þá náðu þeir engum umtals- verðum vinsældum. En á þeim 10 árum, sem liðin eru siðan, hefur myndast nokkurs konar hreyfing til stuönings mynda- flotaum ognúnaer hann sýndur vikulega i 134 bandarlskum borgum auk þess, sem hann er sýndur 1131 landi öðru. 1 Banda- ríkjunum eru næstum þvi 400 aðdáendaklúbbar og kallast félagsmenn „trekkies”. Þessir klúbbar halda svo þing sin og til þeirra koma allt að 20.000 þátt- takendur. Sköllótt fegurðardls Atburðarásin i myndinni þró- ast auðvitaö til áhrifamikillar baráttu milli U.S.S. Enterprise Dýrasta kvikmynd, sen í Bandarí Fyrir nokkru var I skólum borgarinnar dreift prentaðri kynningu á félagsskap er nefnist Heilsuhringurinn. Jafnframt var kynnt efni blaðs er félagið gefur út. Meðal efnis I þessu blaði eru greinar, er bera eftirfarandi fyr- irsagnir: Krabbamein og flúor. Flúor veldur heilaskaða. Barn deyr af flúoreitrun. Þar sem þessar fyrirsagnir eru mjög hrollvekjandi og beinast gegn þeim tannverndar aðgerð- um, sem fara fram I skólum og heilsugæslustöövum Reykjavikur á vegum skólatannlækninga Reykjavfkur, óska skólatann- lækningar Reykjavikur eftir þvi að koma eftirfarandi athuga- semdum á framfæri. Fullyrðingin um að samband sé milli krabbameins og flúors i drykkjarvatni er byggð á falskri rannsókn, sem birt var árið 1976. Þessi rannsókn var tilbúin og kostuð af aöila, sem jafnframt seldi „undralyf” gegn krabba- meini. Bæöi lyfiö og rannsóknin reyndust svikin og ætluð til að hafa fé af grandalausu fólki. Frá þessu var sagt I fjölmiðlum áslnum tíma (Dagblaðið 20. okt. 1978). Fullyröingin um heilaskaða af völdum flúors er einnig byggð á röngum forsendum. Rannsóknsú, sem visað er til, fjallar um verkun miklu stærri flúor- skammta helduren notaöir eru til tannv erndar. t grein, sem ber yfirskriftina, barn deyr af flúoreitrun, er sagt frá slysi, sem varð vegna rangrar meðferðar með of sterkri natriumflúorid upplausn. Þriggja ára barn var látiö skola munninn með 2% flúorupplausn. Þar sem þriggja ára barn kann ekki aö skola munninn, drakk þaö alla upplausnina alls 45 ml. Ef rétt er skýrt frá, hefir þetta slys oröiö vegna vltaverðrar van- þekkingar viökomandi manns á þeim efnum sem hann notaöi I starfi. Ekki má nota sterkari upplausn en 0.5% natrium f lúorid til munn- skolunar eða tannburstunar og ekki stærri skammt en 10 ml. Þá má ekki gera ráð fyrir aö yngri börn en 5-6 ára kunni aö skola munninn. Tannburstun með flúorupp- lausnhefirnú farið fram Ibarna- skólum Reykjavlkur I 14 ár og á hún vafalaust mikinn þátt I þyí, að á þeim tlma hafa tann- skemmdir skólabarna minnkað um meira en helming. Burstunin fer fram I kennslu- stund og er hún framkvæmd á þessa leiö: Börnunum er afhent glas með 10 ml. af 0.5% natrium flúorid upplausn ásamt plastik skál til að hrækja I. Frá skólatannlækningum Reykjavíkur: Fullyrðingar um sam- band krabbameins og heilaskaða af völdum flúors byggðar á röngum forsendum Börnin dýfa tannburstunum i upplausnina og bursta siðan tenn- urnar samkvæmt fyrirsögn. ■ Að lokinni burstun skola börnin tennurnar úr upplausninni og hrækja i' plastskálarnar. Tvær konur hafa umsjón með tannburstuninni I hverri skóla- stofu. Onnur þeirra sýnir á módeli hvernig bursta skuli, hin fylgist með, að börnin geri rétt og aðstoðar þau ef meö þarf. Lögð er mikil áhersla á að börnin kyngi ekki upplausninni enda þótt flúorinnihaldið sé nokkru neöan viö hættumörk. 10 ml. af 0.5% natrium flúorid upplausn innihalda 50 mg. flúor. Hættumörk fyrir minnstu bö-n- in I skólunúm eru um 120 mg. Það má þvi fullyröa aö slysa- hætta viö flúortannburstun skóla- barna i Reykjavik sé slst meiri en við aðrar heilsuverndarað- geröir. A árinu 1978 var farið að úthluta ókeypis flúortöflum til tann- verndar handa börnum i Reykja- vlk yngri en 13 ára. Flúor, tekið inn reglulega i rétt- um skömmtum á myndunarskeiði tannanna, minnkar tann- skemmdir um og yfir 50%. Flúor, I réttum skömmtum, verkar hvetjandi á kölkun tann- glerungsins. Tennurnar veröa sléttar og jafnar, skorur á bitflötum verða grunnar og viöloðun matar veröur titil. Glerungurinn verður einnig miklu viðnámsmeiri gagn- vart sýrum. Réttir flúorskammtar verða best tryggöir meö hæfilegu flúor- innihaldi drykkjarvatns (1 mg i litra). Þar sem slíkt er ekki til staðar, má ná sama árangri með inntöku flúortaflna. Flúortöflur þær, sem boðnar eru ókeypis h já Reykjavlkurborg, eru natiium flúorid-töflur á 0.55 mg, en flúorinnihald þeirra er 0.25 mg. Hæfilegir skammtar eru sem hér segir: 0-3 ára 0,25 mg (1 tafla á dag) 3-6 ára 0.50 mg (2 töflur a dag) 6-12 ára 0,75 mg (3 töflur á dag) 12 áraogeldri 1,0 mg (4 töflur á dag) Þessir skammtar eru miðaöir viö búsetu I Reykjavlk en þar er flúor I köldu vatni minna en 0,1 mg í lítra. 1 hitaveituvatni er hinsvegar 1 mg flúor I hver jum lítra og skulu þeir, er þess neyta, ekki taka flúortöflur. Þar sem krónur allra tanna, eftilvill að undanskildum krónum endajaxla, eru fullmyndaðir um tólf áraaldur,erekkitalin ástæöa til að úthluta ókeypis flúortöflum til eldri barna en 12 ára. Börnum utan Reykjavíkur skulu gefnar flúortöflur einungis I samráði viö lækni eða tannlækni, svo tryggt sé, að skammtur verði i samræmi við flúorinnihald drykkjarvatnsins á staönum. Til þess að flúortöflur komi að sem bestum notum i baráttunni gegn tannskemmdum þarf að taka þær inn reglulega dag hvern og aldrei sleppa úr degi. En aldrei skal samt gefið meira en uppgef- inn dagskammt. Vanræksla I flúortöf lugjöf vinnst ekki upp þó gefnir séu stærri skammtar slðar. Of stór flúorskammtur er verri en enginn. Úthlutun flúortaflna fer þannig fram I skólum Reykjavlkur, að börnin fá I skólunum blað með upplýsingum um flúor og er þaö jafnframt umsóknareyöublað. Forráðamenn barna útfylla og undirrita þetta blað ef þeir óska eftir flúortöflum. Siðan er gegn þessu blaöi af- hent hjá skólatannlækni eða tann- læknadeild Heilsuverndar- stöðvarinnar, eitt glas með 365 flúortöflum. Þessar 365 töfhir eru fjögra mánaða skammtur handa barni á aldrinum 6-12 ára. Blöðin eru send út þrisvar á vetii, I september, janúar og mai. A barnadeildum heilsugæslu- stöðvanna og barnadeild og tann- læknadeild Heilsuverndar- stöðvarinnar eru afhentar fluor- töflur handa börnum yngri en 6 ára. Þar nægir munnleg ósk for- ráðamanns til afhendingar á einu glasi af 365 flúortöflum. Glösin eru meö öryggishettu og með áminningu um að geymast þar sem börn ná ekki til. Töflunum fylgja leiöbeiningar um notkun oglimmiðar, sem eiga að minna á inntöku. ókostir þeir sem fylgja flúor töflugjöf er einkum tveir: Inntakan er háð framtakssemi og vflja einstaklinganna og því er sú hætta fyrir hendi að töflurnar verði ekki teknar reglulega og þar með fáist ekki fullt gagn af þeim. Kemur þetta harðast niður á þeim, sem sist mega við þvl. Þá fylgir alltaf viss slysahætta þvi að geyma töflur i heimahús- um. Slysahætta af flúortöflum er þó minnien af flestum öðrum töflum til inntöku, sem geymdar eru á heimilum. Eitt glas með 365 flúortöflum nefir að geyma 91,5 mg. hreint flúor, en þar liggja hættumörk fyrir barn sem vegur 16 kg (4 ára). Barn á skólaaldri þolir að taka 365 flúortöflur I eitt skipti án þess að verða meint af á annan hátt en með ógleöi. Kornabarn, sem vegur 7 kg (6 mán) þolir að taka 50 flúortöflur án þess að minstu eiturverkana verði vart. Þessar tölur eru miöaöar við tóman maga en flestar fæðuteg- undir, einkum mjólkurvörur, draga úr eiturverkun flúors. Mjólkursopi dregur úr eitur- verkunum flúors um 40%. Samt sem áður er fólk hvatt til varkárni i meöferð flúortaflna og ef nokkur minnsti grunur leikur á um að töflurhafi verið teknar inn svo að nálgist hættumörk, skal leitað læknis. Flestum ef ekki öllum heilsu- verndaraðgeröum fylgir viss á- hætta. Ef sú áhætta er hverfandi titil i samanburði við þá heilsu- bót, sem aðgeröin hefir i fór með sér, þá á aðgeröin rétt á sér. Sú áhætta, sem flúorgjöf fylgir er hverfandi Util Isamanburði við þá geysilegu heilsubót, sem hún hefir I för með sér. Krónur fullorðinstanna fara aö kalkast strax eftir fæðingu, og við þriggja ára aldur er kölkun hafin i krónum allra fullorðinstanna nema endajaxla. Við sex ára ald- ur eru krónur flestra fullorðins- tanna fullmyndaðar. Þaö er því ekki slður nauðsyn- legt að börnin fái sln bætiefni, þar á meðal flúor, áður en þau byrja i skóla. Foreldrar eru þvi hvattir ein- dregið til aö notfæra sér þá flúor- töflu-úthlutun sem fer fram á heilsugæslustöðvum borgarinnar. Flúortöflur handa börnum yngri en 6 ára eru afhentar á eftirtöldum stöðum: Heilsuverndarstöð Reykjavlk- ur. Heilsugæslustöð Asparfelli 12. Heilsugæslustöö Arbæ. Heflsugæslustöð Langholtsskóla. Afhending flúortaflna til skóla- barna fer fram hjá skólatann- læknum. Yfirskóla tannlæknir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.