Tíminn - 19.01.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.01.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. janúar 1980. 7 Fáein orð um Alaskalúpínu i 1 tilefni af viðtali við Andrés Arnalds um Alaskalúpinu i Tim- anum sl. þriðjudag og tilkynn- ingu frá Landgræðslu rikisins um það, að stórfelld uppgræðsla með lúpinu sé ekki kleif á næstu árum langar mig til að leggja orð i belg. 1 báðum tilvikum eru staðhæfingar, sem ekkilfá stað- ist. Saga lúpinunnar hér á landi er sú, að haustið 1945 kom ég með litið eitt af fræi og rótum frá Al- aska. Hvorttveggja var tekið á vesturströnd Collegefjarðar, en hann er ámóta stór og Hval- fjörður og gengur inn i landið frá botni Prince Williamsflóa. Veðurfar á þessum slóðum er nauðalikt þvi, sem er á ýmsum stöðum hér á landi. Égdvaldi hjá skógarhöggsmönnum i 10 daga, frá 3. til 13. september og þá daga var ýmist stormur af suð- vestri með mikilli úrkomu, svo vart var vinnufært, eða heið- rikja meö norðankuli og tölu- verðu næturfrosti. Upp af þessu fræi og rótum er hávaðinn af allri Alaskalúpinunni kominn, sem nú er hér á landi. Til eru tvö önnur afbrigði af tegundinni, en þau hafa enga útbreiðslu fengið enn sem komið er. Fræinu var sáð og ræturnar niðurgrafnar i gróðrarstöð Skógræktar rikisins i Múlakoti. Þar óx upp mikil lúpinubeðja á næstu árum og fyrir forvitni sakir var reist giröing um einn hektara á stærð niðri á Þverár- aurum árið 1950 til að reyna að sjá hversu lúpinan reyndist þar á mölinni og árframburðinum. Er skemmst frá þvi að segja að árangurinn varð framar öllum vonum. Eftir það var hún sett niður á ýmsa staði og nú eru til lúpinubreiður á ýmsum stöðum á landinu, sem þekja marga tugi hektara. Hér skal ekki frekar skýrt frá þvi, hve lúpinan er auðveld i ræktun þótt freistandi sé, en þess má þó geta að hún nær að þroska fræ á hverju ári allt frá sjó og upp i 300 til 400 metra hæð. A láglendi blómgast hún oftast fyrir Jónsmessu á sumri og þá eru fyrstu fræin þroskuö um miðjan ágústmánuð. Mjög er auðvelt að safna lúpinufræi, en það kostar nokkra vinnu. Skógrækt rikisins hefur um mörg ár látiö safna fræi eftir þörfum og á stundum allmiklu magni en mest i eigin þágu. Staðhæfing Sveins Runólfssonar og Stefáns Sigfússonar aö lúpinufræ hafi ekki verið og verði ekki fáanlegt á næstu árum er alveg út i bláinn. Þeir lúpinuakrar, sem þegar eru til mundu geta gefið af sér nokkur tonn-á ári, ef vel væri eftir leitað, og það þarf ekki nema þrjú ár til að koma upp nýjum lúpinuökrum, sem gætu gefið af sér hundruð tonna. Svo einfalt er þetta. En að minum dómi, og ég þykist hafa nokkra reynslu af Hákon Bjarnason lúpinunni allt frá 1945, er miklu auðveldara að fjölga lúpinu og koma upp samfelldum lúpinu- breiðum með þvi að setja niður 1000 til 2000 rótarbúta á hektara lands heldur en með sáningu. Með þessum hætti verður landið fullgróið á 4-6 árum og kostnaður alveg hverfandi. En lúpinurætur má taka i tonnatali á hverju vori. Það er fráleit staðhæfing að segja að uppgræðsla með lúpinu sé sex sinnum ódýrari en gras- fræsáning af þeirri einföldu ástæðu að enginn virðist vita hvað grasfræsáningin kostar. Það er ekki unnt að bera ákveðna stærð saman við óræða tölu. Ég hef hvergi séð né fundið greinargerð fyrir þvi, hvað áburðardreifing og fræsáning, t.d. með flugvél, kostar á hekt- ara lands. Ef þetta er til væri fróðlegt að sjá þær tölur. Þá má fyrst bera saman kostnað af hvorutveggja. Vel má vera að lúpinuræktin sé sex sinnum ódýrari én gras- fræsáningin, en hún gæti ef til vill verið jafndýr. Hún gæti lika verið 10-15 sinnum ódýrari. Hverveit? Þetta er rannsóknar- efni. En það er fleira, sem kemur til greina, meðal annars ending ræktunarinnar og nýting. Við grasrækt þarf endurtekna áburðargjöf, tvisvar eða þrisv- ar sinnum, eða kanski oftar, hver veit? Lúpinuræktun þarf ekki nokkurn áburð. Lúpinan hleður hinsvegar upp köfunar- efni i jarðveginn, hún er betri en nokkur áburðarverksmiðja. Reynsla er fyrir þvi, að þegar lúpina er slegin eftir hæfilegan árafjölda velta bæði grös og jurtir upp úr jarðveginum þann- ig að landið er algróið haustið eftir sláttinn. Undir lúpinu kviknar urmull ánamaðka, sem flýta fyrir moldarmyndun úr lúpinufeyr- unni, þannig að á skömmum tima myndast frjór jarövegur efst á melum eða i móum. Ýmsir hafa haft beyg af þvi, að lúpínan væri svo eitruð að búfé væri hætt. Raunin hefur hinsvegar orðið sú, að kindur sækjast mjög eftir lúpinu og verður gott af. Væri efalaust betra fyrir sauðfé að komast á lúpinuvaxið land heldur en i fóðurkál á haustdegi, þar sem litið er úr að hafa nema vatn. Að endingu skal þess aðeins getið að Landgræðslu rikisins hefur um mörg ár staðið til boða bæði lúpinufræ og rætur, ef hún vildi nýta það, en það boð hefur enn ekki verið þegið, hvaö svo sem siðar kann að verða. Hinsvegar má geta þess, að bæði Sviar og Finnar hafa fengið nokkur kilógrömm af lúpinufræi héðan ásamt rótum, og hjá þeim eru nú tilraunir i gangi til að ganga úr skugga um, hvort ekki megi nota hana til að auka köfnunarefnis- magnið i jarðvegi á norður- slóðum. Hákon Bjarnason tékkhefti og Sex milljarða önnur tékkhefti Nokkru eftir að núverandi rikisstjórn tók við undir vernd- arvæng Geir Hallgri'mssonar, hafði fjármálaráðherra Sig- hvatur Björgvinsson veður af þvi, að hlaupareikningur rikis- sjóðs í Seðlabankanum væri i .plús. Var ekki látið undir höfuð leggjast aö kynna þetta ,,afrek” landsmönnum, en landsmenn flestir brostubara að barnaskap ráðherrans. A eftir héldu sumir jafnvel, að hann hefði tekið út nokkurn þroska af undirtekt- um þegnanna. En viti menn, á þettándadag jóla tilkynnir ráö- herrann, að hann hafi haft sex milljarða undir koddanum, þeg- ar árið 1979 hvarf í aldanna skaut. Og nú hlógu landsmenn, — sniöugt þrettándagrin atarna. Þrátt fyrir það varð æði mörgum aö orði eða hugsuðu svipað og haft er eftir barninu i ævintýrinu um nýju fötin keis- arans, að hann væri ekki i neinu. Sveitastjórnarmenn og fjár- haldsmenn skóla vissu a.m.k. að ríkissjóður var i vanskilum með endurgreiðslur vegna skólakostnaðar i nóvember og sumt jafnvel eldra. Þessi greiðsludráttur rikis- sjóðs hefur kostað þessa aðila ómælda fyrirhöfnog aukakostn- að, t.d. vaxtagjöld, sem falla al- farið á sveitasjóði. Þessa daga siðan á þrettánda hafa yfirlýsingar og athuga- semdir viö athugasemdir geng- ið á vixl i fjölmiðlum og fjár- málaráðherrann hefur hagað sér eins og þrætugjarn krakki. Fræðslustjóri Norð-Austur- landskjördæmis gerði skil- merkilega grein fyrir stöðu og gangi málsins I sinu umdæmi I fréttum útvarps (8/1), og sömu sögu er að segja um allt land. Bjóst ég nú við, að ekki yrði frekar véfengt um vanskil rikis- sjóðs viö sveitasjóði, en fjár- málaráðherra þrætti enn i kvöldfréttum sama dag. Heldur ráNierra virkilega, að sveitastjórnamenn og fjár- haldsmenn skóla vitt um land, hafi tekið sig saman um aö væna rikissjóð um vanskil, vit- andi um eitthvað annaö sann- Jón G. Guðbjörnsson Lindarhvoli Li ara? Þaöskiptir i sjálfu sér ekki nokkru máli, hvar hlutirnir eru látnir stranda i kerfinu. Rikis- sjóður er jafnt I vanskilum fyrir þvi. Ef menntamálaráðherra er hins vegar einn ábyrgur fýrir þvi, að hafa stungið áðurnefnd- um greiðslubeiönum undir stól, er rétt aö hann upplýsi það opin- berlega. Núer svo komið fyrir mér, að það er orðið aukaatriði, hvort sex milljarðar eru inn á einu tékkhefti og önnur eru galtóm. Þegar svona glæsilegur árangur i fjármálastjórn næst með þvi, að greiða ekki áfallinn kostnað, en krefja innheimtumenn rikis- sjóðs um skil á hverri einustu krónu, sem innheimtisttilkl. 2á hádegi á gamlársdag, er þarf- laust að veraaðslá sérupp á þvi I fjölmiðlum og verða aö athlægi fyrir. Hitt er öllu alvarlegra, ef menn sem ætla sér stóran hlut i stjórnmálum eins og Sighvatur Björgvinsson, reynast verða harösvíraðir „sófistar”, sem hafa hausavixl á réttu og röngu, ef þeim er það hentara. Hverjir eru það, sem á undan- förnum misserum, hafa á Al- þingi krafist sannleikans i ýms- um málum og að hitt og þetta Er þetta ekki umhugsunarefni fyrir þá sem veittu honum brautargengi? væriupplýst á skýlausan hátt og jafnvel haft uppi ásakanir um yfirhylmingar og siöleysi? Eða hvers konar tegund af sannleika var veriö að leita eftir? Er þetta ekki umhugsunarefni, sem vert erað gefa gaum að, a.m.k. fýrir þá sem veitt hafa slikum mönn- um brautargengi inn I sali Al- þingis? 9. janúar 1980. EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Síðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást í öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 12951 Samvinmi- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið tii Tímans . í pósthólf 370, Reykjavík Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða í aukaáskrift □ heíia ' □ háifa á mánuði Nafn ___________________________________________ Heimilisf.------------------—------------------- ____________________________________________Simi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.