Tíminn - 19.01.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.01.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt tryggingafé/ag Auglýsingadeild Tímans. 18)00 FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantið myndalista. Sendum í póstkröfu. SJÓNVAL V“Í,“?«SÍ! $ Laugardagur 19. janúar 1980 Veirusjúkdómur herjar á minkabúin Afkoman á síðasta ári mun verri fyrir vikið JSS— „Samkvæmt tölum frá siö- asta ári, sem mérhafa borist frá minkabúunum, virbist afkoman verasvipuöog áöur, þ.e. svipaöur afkvæmafjöldi”, sagöi Sigurjön Bláfeld loödýraráöunautur, er Timinn ræddi viö hann. „Hún er aftur á móti engan veginn nögu góö og frjósemin ekki I hámarki vegna þess aö stofninn er sjúkur af svokallaöri Alusion-veiki”. Sagöi Sigurjón aö þarna væri um aö ræöa hægfara vírussjúk- dóm sem skemmdi nýrun i sýktu dýrunum og væri einnig þess valdandi aö dýrið yröi ófrjótt. Læöurnar ættu færri hvolpa og högnarnir yröuófrjóir. Væri veik- in smitandi, einkum við snert- ingu, þannig aö sýkt læöa smiöaöi hvolpana og dýr I næsta nágrenni. Þá sagöi Sigurjón, aö þessi sjúkdómur hefði verið mikiö rannsakaöur á undanförnum ár- um og mikiö gert til aö reyna að útrýma honum. Eina leiðin virtist vera sú aö finna sjúku dýrin og farga þeim, þvi enn heföi ekki tekist aö finna bóluefni, gegn veikinni. Aöspuröur um hve miklu minni afkoman á minkabú- unum værinú, en miðað viö eöli- legar aöstæður, sagöi Sigurjón að reiknað væri með að meöaltali 3,5 hvolpum eftir hverja ásetta læðu. Nú væri hún rúmlega 3,1 hvolpur á læðu. Væri þetta mikill munur þar sem miklu munaði um hvert hálft dýr. ,,Nú er kominn hingaö til lands islenskur læknir sem hefur sér- hæft sig I þessum sjúkdómi úti i Noregi. Viö vonumst til aö hann muni hjálpa okkur til aö vinna bug á honum þvi hann hefur háð búunum mjög mikið. Sjúkdómur- inn er i öllum ræktuöum mink, og er alls staðar i heiminum aö reyna að útrýma honum”. Loks sagði Sigurjón, aö verð á minkaskinni væri nú mjög hátt. Það hefði veriö mikiö á siöasta ári, en rokiö upp um allt aö 25% að undanförnu. Söluhorfur væru góðar og afkoman á búunum ætti þess vegna að veröa þokkaleg Niðurstöður tólf ára rannsóknar: Þungar vinnuvélar stór- rýra uppskeru af túnum JH — Umferö þungra dráttarvéla og vinnuvéla sem þeim heyra til, getur valdiö allt aö 30-40% upp- skerurýrnun á túnum. Þetta er niöurstaða rannsókna, sem þeir Óttar Geirsson ráðunautur og Magnús óskarsson á Hvanneyri geröu árin 1964 til 1975. Upp- skerumunur var minnstur á til- raunareitum þeim sem til sam- anburöar voru haföir, fyrstu árin, en fór vaxandi eftir þvi, sem á leiö. Aö meöaltali öll árin var hann 16%. Þaö kom einnig I ljós, aö um- ferö þungra véla olli gróðurfars- breytingu. Túnvingull hvarf miklu fremur úr umferöarreitun- um, en hlutfall vallarfoxgrass jókst frá þvi, sem þaö var viö sán- ingu. Jurtir, sem þrifast vel i raka, svo sem stör.fifu, skriölin- gresi, haugarfa og elftingu var eingöngu aö finna i umferöarreit- unum og mosi var þar einnig meiri. Samhengi kom fram milli uppskeru rýrnunarinnar og raka- stigs jarövegsins, þegar ekið var um hann á vorin. Þeir félagar gera ráð fyrir, aö fariö sé sex til átta sinnum um túnin meö þungar vélar á ári hverju aö meöaltali, en um- feröirnar geti oröiö tiu til tólf á ári. En viö svo mikla umferð fer hver blettur þrisvar til fjórum sinnum undir afturhjól dráttar- vélar. A sumrin eru túnin tiltöluleg þurr, og þá valda vélarnar minni þjöppun, en viö áburöardreifingu á vorin er oftast talsveröur raki i þeim, en þá má gera ráö fyrir, að 20% þeirra lendi undir afturhjól- um dráttarvélar viö eina umferð. Auk þeirrar þjöppunar, sem hlýst af vélum og verkfærum, treöst jarövegurinn einnig vegna búfjárbeitar á tún og þó að þungi búfjár sé litill I samanburði viö stórar vélar, veröur mikill þrýst- ingur á hverja flatareiningu, vegna þess hve klaufir búpenings eru smáar. Þannig er þrýstingur undir klaufum kúa um þaö bil tvöfalt meiri en undir afturhjóli dráttarvélar. Frostþensla jarövatns að vetri losar jaröveginn, segir I skýrslu þeirra Óttars og Magnúsar, en „oft mun þó frostlyfting aö vetr- inum ekki nægja til aö eyöa áhrif- Egilsstaöakauptún Steypt alla mánuði vetrarms á Egilsstöðum og Hérað alautt JH — Jörö er alauö um gervallt Fljótdalshéraö, og ekki nema lltíU snjór I fjöllum, sagöi Jón Kristjánsson á Egilsstööum, er Timinn ræddi viö hann í gær. Oft hefur veriö hér bjart og fagurt aö undanförnu, og aö minnsta kosti annaö veifiö vel jeppafært um Jökuldalsheiöi og Möörudals- öræfi. 1 þessari góöu tíö hefur veriö unnin steypuvinna hér á Egils- stööum f öllum þeim mánuöum, sem af eru vetri, og útivinna viö byggingar er I fullum gangi flesta daga, þar sem hús eru á þvi bygg- ingarstigi. Byggingar eru hér talsverðar, aö vanda, sagöi Jón ennfremur, enda fjölgar fólki frá ári til árs, og fór tala ibúa á Egilsstööum yfir eitt þúsund haustiö 1978. Þrátt fyrir þessar byggingar er hérmikil húsnæöisekla, og reyn- ist meöal annars vandkvæöum bundiö aö sjá kennurum mennta- skólans, semtók til starfa I haust, fyrir húsnæði. Hitaveita er komin i hluta kaupstaöarins.og sjá heimamenn um lagningu dreifikerfisins. Voru fyrstu húsin tengd viö hitaveitu- kerfiö rétt fyrir jólin. Heita vatniö kemur eins og kunnugt er úr borholu I Urriöa- vatni I Fellum, og fær byggöin, sem risiö hefur handan viö Lagarfljótsbrú, einnig heitt vatn þaöan. 1 vor stendur til aö bora aöra holu til þess aö afla meira vatns,og ereldii talinn leika á þvi vafi, að þaö fáist. um þjöppunar, sem veröur af völdum dráttarvélaumferöar sumarið áður”. Ovissa um fram- hald skóla- bygginga JH — Menntaskólinn á Egils- stööum hefur fariö vel af staö, sagöi Jón Kristjánsson, frétta- ritari Tímans þar. Heimavistirn- ar eru fullsetnar, og kennsla i fyrsta, öörum og þriöja bekk. Þar er einnig veitt svokölluö fulloröinsfræösla, og eru nem- endur i þeirri deild aðallega fólk úr Egilsstaðakauptúni. A hinn bóginn er allt i óvissu um framhald bygginga vegna skól- ans, en fyrirsjáanlegt, að nem- endum muni fjölga til muna næsta haust, ef allt veröur meö felldu og unnt aö veita þeim viö- töku, er þar vilja stunda nám. Skólanum hlýtur aö sjálfsögöu veröa þaö mikill hnekkir, ef byggingum veröur ekki fram hakliö í samræmi viö þann vöxt, sem eölilegur er fyrstu árin, og séö sómasamlega fyrir þörfum, ekki sist um húsnæöi til fbúðar handa nemendum og kennurum, sem veröur að fjölga jafnhliöa fjölgun bekkjardeilda. Búðar- dals- leír tíl rann- sðknar JSS— Iöntæknistofnun hefur aö undanförnu gengist fyrir þvi aö kannaö væri notagildi svokall- aðs Búðardalsleirs, og þá eink- um meö tilliti til framleiöslu grófkeramiks. Hefur á vegum stofnunarinnar verið unniö aö söfnun sýna, sem eru nú til rannsóknar i Bretlandi. Skýrsla um niöurstööur er væntanleg innan skamms. Sagöi Gylfi Einarsson jarð- fræðingur hjá IBntæknistofnun rannsóknir þessar eiga sér langan aödraganda. Guömund- ur frá Miödal heföi veriö frum- kvööull að notkun leirsins. Ariö 1957 heföi svo verið samþykkt tillagafrá Alþingi um athugun á leirverksmiöju i Dalasýslu. Frumathugun heföi veriö gerö en niöurstööur reynst neikvæö- ar. 1969 heföi Rannsóknastofnun iönaöarins og Orkustofnun veriö faliö aö rannsaka notagildi is- lensks leirs. Þaöan heföi erindiö veriö sent til Rannsóknarráös, sem heföi lagt til aö frekari rannsóknir yröu geröar á leirn- um, svo og á markaösöflun. Siöan heföi lftiö gerst þar til heimamenn i Búöardal og ná- grenni heföu tekiö sig saman sl. vetur, stofnaö áhugamannafé- lag og hafið söfnun hlutafjár. Heföu þeir fariö fram á aöstoö Iöntæknistofnunar til aö fá end- anlega úr þvi skoriö hvort þarna væri um einhverja nýtingar- möguleika að ræða. „Nú veltur framhaldiö á Framhald á bls. 23 Búfræðinámskeið á Hólum Bændaskólinn á Hólum hefur ekki veriö starfræktur I vetur, þar eö aösókn aö honum hefur f jaraö út. Nú á aö reyna aö koma þar á stuttum búfræöinámskeiöum til þess aö nýta húsnæöi og kennara- liö. Námskeiö þau, sem ráögerö eru, a-u tvö, og stendur hvort i þrjár vikur. Hefst fyrra nám- skeiðiö 11. febrúar, en hið siðara 3. mars- Kennsla veröur bæöi verkleg og bókleg, og kennslustundir alls 158 á hvoru námskeiði, þar af 68 verklegar. Þátttakendur eiga aö greiða fæöiskostnaö, sem er áætlaöur 2500-3000 krónur á dag, og bókakostnaö, um þrjátiu þús- und. Námskeiðin eru jafnt ætluö konum sem körlum. Kennarar bændaskólans og ráðunautar mun leiöbeina á námskeiöunum, en auk þess munu koma á þau fyrirlesarar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.