Tíminn - 19.01.1980, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. janúar 1980.
17
i hefur verið framleidd
k i unum
og þessa framandi hlutar. Leik-
stjóri er Robert Wise, sem hefur
langa reynslu i faginu. Aöur
hefur hann leikstýrt kvikmynd-
um, sem orðið hafa sigildar, svo
sem Saga úr vesturbænum
(„West Side Story”) og Tóna-
flóð („The Sound of Music”) og
hann hefur lika leikstýrt áður
mynd, sem á að fjalla um
visindaskáldskap, „Þegar jörö-
in stóð kyrr.” Aðalleikararnir i
kvikmyndinni eru William
Shatner, sem leikur Kirk skip-
herra, en hann leikur sama
hlutverk i sjónvarpsmynda-
flokknum, og indversk leikkona,
Persis Khambatta, en þetta er
fyrsta stórhlutverk hennar. HUn
leikur nauðasköllótta fegurðar-
dis, Ilia frá plánetunni Delta.
— Það er merkilegt, aö það
skuli ekki verafyrren nú, 10 ár-
um eftir gerð sjónvarpsmynda-
flokksins, sem hann er farinn að
ná vinsældum, segir William
Shatner. Hann er rólegur og
hógvær leikari, en útlitið minnir
helst á athafnasaman stjórn-
málamann eða diplómat. — En
það er vafalaust ástæðan til
þess að kvikmyndin er gerð
nuna, enda hefur hún þegar náð
óhemju vinsældum i Bandarikj-
unum. Persónan Kirk er öðru
visi i kvikmyndinni en i sjón-
varpsflokknum. Ég hef jú náð
tiuára meiriþroska og reynslu,
sem hlutverkið nýtur góðs af.
Kirk er ekki eingöngu glans-
mynd.hann getur lika fundið til
efasemda og óöryggis.
Gluggi að framtiðinni
William Shatner hefur ekki þá
trú, að hlutverk Kirks hafi sett
hann á sér bás, og hann vinnur
ekki sist sem leikhúsleikari.
Hann er ákaflega ánægður með
samvinnuna við Robert Wise,
sem er úrræðagóöur, vanur og
mjög eftirsóttur leikstjóri, og
sjálfur er hann aðdáandi
visindaskáldskapar. Hann litur
á visindaskáldskap sem glugga
að framtiðinni, grein skáld-
skapar, sem bæði getur gefið
1 „Star Trek” koma fram
ýmsar furðuverur utan úr
geimnum.
fólki ofurlitla tilfinningu ódauð-
leika og innsýn i, hvernig tilver-
an kannski þróast. Reyndar
hefur visindaskáldskapur oft
séð fyrir tæknilega þróun raun-
veruleikans, segir hann.
— Kirk skipherra er tákn
þess, sem Bandarikjamenn
vilja sjálfir halda, að þeir séu,
en ekki má ýkja þennan þjóö-
ernislega þátt, segir William
Shatner. — An tillits til þjóðern-
is erum við öll lik og aðeins
smáblæbrigði greina okkur að.
En þar sem ég er fæddur Kan-
adamaður, finnst mér full á-
stæða til að taka fram, að ég
elska Bandarikin, þennan mók-
andirisa,sem að visuhefur gert
sin mistök, en er innst inni dá-
samlegt land, sem lærir af mis-
tökunum og er i stöðugri þróun.
Persis Khambatta er 26 ára
gömul fegurðardis. 16 ára að
aldri var hún valin Ungfrú Ind-
land og þaðan i frá lék hún i ind-
verskum kvikmyndum, þangað
til hún fór til London til aö
leggja hinn vestræna heim að
fótum sér. Þá upphófust erfiðir
timar þar til hún náði viður-
kenningu, fyrst sem fyrirsæta
og siðan sem leikkona. Nú býr
hún i Los Angeles og rétt eins og
aðrir, sem fagna nýfenginni
frægð, er henni mjög ljúft að
ræða um sjálfa sig.
— Jafnvel þó að ég sé sköllótt I
kvikmyndinni, vil ég ógjarna
verða þekkt sem „sköllótta
leikkonan”, kvenkyns útgáfa af
Yul Brynner eða Terry Savalas,
segir hún. — A hinn bóginn hef
ég þá trú, aö sköllóttum körlum
geti liðið betureftir að hafa séö
mighárlausai „Star Trek”. Þar
geta þeir séð, að skalli getur
veriö fallegur, og það er mikil
framför, nema náttúrlega fyrir
rakarana.
— Ég varð að raka á mér koll-
inn á nverjum degi alla þá sex
mánuði, sem upptökurnar tóku.
Þar að auki varð ég að nota
þykkan farða. Ég fékk útbrot af
þvi og kvef, en þvi má ekki
gleyma, að þvi fylgir sérstök,
lostatilfinning að fara i steypi-
baö með sköllótt höfuð! Og
skallanum fylgdi sá kostur, að
ekki var lengur litið á mig sem
fyrirsætu, sem rikir menn vildu
bjóöa með sér út, rétt eins og
einhverri skreytingu. Karlar
vilja standa i þeirri trú, að fall-
egar konur séu heimskar, ann-
ars verða þeir óöruggir með sig.
Yfirleitterukarlaróöruggari en
konur. Þess vegna lita þeir á
greindar konur sem ógnun við
sig.
Nú er hár Persis Khambatta
fariðað vaxa á ný,og kemur þá
i ljós, að þaö er hrafnsvart. Hún
minnist nú þeirra daga, þegar
hún sleit götum Lundúnaborg-
ar, svo peningalaus, aö hún átti
ekki fyrir strætisvagnafar-
gjaldi, hvað þá yfirhöfn til að
skýla sér gegn nöprum vetrar-
kuldanum. Þeir timar eru liðnir
og nú i janúar hefst taka mynd-
arinnar „Attack”, þar sem hún
leikur á móti Sylvester Stallone.
Velgengni „Star Trek” hefur
sem sagt komið Persis Kham-
batta á græna grein.
Ekki i húsum hæfur? Sifellt fleiri stofnanir banna blaðasölum aðgang að musterum sfnum. óli
blaðasali er þó eldri en margar þessar stofnanir.
Blaðasala
bönnuð!
Einhver versta atvinna undir
sólinni, eða snjónum og regninu,
er að fást við blaðadreifingu.
Fátæk börn brjótast gegnum
hriðina og storminn með dag-
blöðin á morgnana, lika veik-
burða fólk, fullorðið sem tekið
hefur þessa atvinnugrein fram-
yfir iðjuleysið.
Svo er að rukka og blautar
kvittanir eru réttar fram með
bláum höndum.
Stundum þarf að koma oft.
Þetta mun vera verst borgaða
atvinna i landinu um þessar
mundir og þetta er fólkiö sem
aldrei fær félagsmálapakka og
er þvi skör neðar en verkakon-
ur, farandverkafólk og þeir aðr-
ir er þræla I láglaunaflokkunum
meðan þjóðin þykist ár eftir ár
vera að vinna að launájöfnuði.
Annar þáttur i blaöadreifingu
er ifllu hressari,en það eru blaö-
sölubörnin. Óli blaðasali er
ókrýndur konungur i þeim
heimi og hann hefur þá miklu
yfirsýn allra blaðakónga aö
honum er rétt sama hvað
stendur i' blöðunum, ef þau selj-
ast.
Ekki er hægt aö segja aö
blaðasölum sé gert mjög hátt
undir höfði. Ég viðurkenni að ég
þekki ekki kjör þeirra nægjan-
lega til þess að meta allar aö-
stæöur. En félagsmálapakkar
eru smáir þar lika og réttindi
liklega engin.
Þaðvar annars út af blaösölu-
börnunum, sem ég rita þessar
linur, en ég er auðvitað gamall
blaðasali eins og allir strákar i
bænum. Það var haröur slagur
og lengi verið að selja Visi fyrir
hokeyskautum. Tók margar
vikur.
En manni lærtist að selja
blöð. Hafði sina föstu viðskipta-
vini, sem ekki keyptu af öðrum,
a.m.k. ekki ótilneyddir. Menn
sem voru að sauma, menn viö
kontórstörf — vissu að maður
myndi koma með morgunblöðin
eða siödegisblöðin og samsæri
þagnarinnar var algjört.
Sumir þessara manna unnu i
stofnunum, en þær voru einnig
til á kreppuárunum, áður en
skólarannsóknir hófust, og það
var gott að koma inn i kontór-
hlýjunaog selja blöð, einkum ef
kalt var úti.
A þessum árum eignaöist ég
mína fyrstu vini i röðum hinna
fullorönu. Vinátta myndaöist
sem stóð siðan meðan báðir
lifðu.
Þa ð er eflaust hollt fýrir ung-
linga aö selja blöð, blaðasala er
heimur i hnotskurn. Eyðimerk-
ur-hernaöur, frumskóga-
hernaður, vosbúð og kuldi. Lika
sólbjartir dagar, þegar veröldin
sér fyrir nægum glæpum til að
skreyta forsiður dagblaöanna.
En umfram allt held ég að
þarna sé veik brú yfir hið svo-
kallaöakynslóöabil. Krakkarfá
aö umgangast fullorðið fólk á
grundvelli þar sem báðir eru
jafnir, annar að selja lélegt
blað, hinnað kaupa lélegt blað,
eöa gott, svona eftir atvikum.
Þetta var mikil reynsla.
En nú sé ég ekki betur en
verið sé að eyðileggja þessa
yndislegu atvinnugrein. Stofn-
anir, bankar og fleiri eru með
skilti, þar sem blaðasala er
bönnuð i húsinu. Það er ein-
kennilegt að stofnanir, sem eiga
aDt sitt undir almenningstengsl-
um, skuli banna blaösölubörn-
um aö koma i hús sin. Vitanlega
fylgir þessu dálitiö ónæði en
þarna er verið að loka fyrir dá-
litla glætu i stofnanamyrkri
þessa lands. Hver vill ekki fá
drengi inn úr kuldanum með ný
tiöindi af lifinu fyrir utan?
Ég hef séð ýmislegt i kontór-
finiríi erlendis, til dæmis i' Dan-
mörku, þar sem ekki er unnt að
ganga lengra i göfugu kontór-
haldi en að banna reykingar i
húsinu. Hvitir hrákadallar úr
konunglegu postulini eru 1
hverju horni, þannig aö þaö má
hrækja i húsinu og taka I nefiö.
En ég minnist þess ekki að smá-
vöxnum borgurum með blaða-
bunka undir hendinni hafi verið
bannaöur aðgangur aö þessum
húsum, til að orna sér i vetrar-
gaddinum og selja föstum eldri
kúnna blaöið.
Ég mælist þvi til þess að
rekstrarhákarlar stofnana taki
skiltin sin niöur og setji upp
hrákadalla I staðinn ef þeir
þurfa endilega að hafa hiö for-
boðna í sinu húsi til að undir-
strika sambandsleysið við þjóð-
ina.
Jónas Guðmundsson
Varðberg:
Fundur um
ísland og
Afganistan
í dag verður haldinn hádegis-
verðarfundur á vegum Varðbergs
aö Hótel Esju. Fundarefni er Is-
land og Afganistan. Framsögu-
menn verða Eiður Guðnason
alþingsimaður. Hörður Einarsson
ritstjóri Visis og Jón Sigurðsson
ritstjóri Timans.
Fundurinn hefst kl. 12.00 og
verður hann opinn félagsmönnum
Varðbergs, félagsmönnum i
Samtökum um vestræna sam-
vinnu og gestum þeirra.
Eiður
Hörður.
Jón