Tíminn - 05.02.1980, Síða 8

Tíminn - 05.02.1980, Síða 8
8 Þriðjudagur S. febrúar 1980. Skirnir. Timarit hins Islenska bók- menntafélags 153. ár. Ritstjdri Ólafur Jónsson. Reykjavik 1979. Arsrit sem helgar sig islenskri sögu og bókmenntum og gefiB er út af hinu islenska bókmennta- félagi ætti að vera merkisrit. Og ekki þarf undan þvi að kvarta að gengiö sé fram hjá þvi sem mali skiptir þegar umræðueiru ervabð i þennan árgang. Alþýðleg orð norðan af Tjörnesi Fremst i ritinu er alllöng grein eftir Kristinu Geirsdóttur. Hún nefnist Fáein alþýðleg orö. Kristin byrjar og endar ritgerð sina á þvi aö biöjast afsökunar a þvi að ræöa opinberlega efni sem að mestu hafa verið I höndum lærðra manna og sérþjálfaðra Það er þó óþarfi. Ritgerð hennar sómir sér vel i umræðum um fornar bókmenntir lslendinga. Þessi ritgerö er skrifuð i áföng- um, byrjuð 1974 og lokið haustið 1978. Hún er gerð til að mótmæla þeirri skoðun að fornsögurnar séu skrifaöar sem hreinn skáldskap- ur án beinna tengsla viö liðna sögu Nú eru fornsögurnar með ýmsu móti. A ritunartima þeirra voru skrifaðar sögur sem voru hreinn skáldskapur. Ekkert var eðli- legra en einhverjar slikar sögur væru látnar gerast á Islandi. Þó Kristin Geirsdóttir svo væri sannar þaö ekki aö öll sagnaritun væri af þeim toga. I þessari ritgerö Kristlnar er atriði sem undarlega hljótt hefur verið um. Kristin bendir á aö vissir menn séu nefndir i fleiri sögum en einni. Þeir sem skrif- uðu sögurnar vissu að þessir menn höfðu veriö til. Þaö bendir mjög til þessaö um þá hafi geng- ið munnmæli, þéi aö ekki er lik- legt að nýsamin saga, þar sem allar persónur voru tilbúningur höfundarins, hafi óðara veriö alþjóö kunn. Um suma þessa fornmenn er rætt i Sturlungu eins og kunnar persónur. Það virðist þvi ekki vera vafamál að af þessum mönnum fóru sögur svo aö þeir voru alþjóð kunnir. Hitt er svo annaö mál aö hve miklu leyti þessar sögur voru sannar. Þar hefur auðvitaö ýmsu skeikaö eins og alltaf og enn á sér stað. Ýmis teikn eru nú til þess að „islenski skólinn” hafi lifaö sitt fegursta og sagnfestukenningin sé aftur að risa til vegs og virö- ingar. Grein Kristinar er skemmtilegt dæmi þess hve gagnlega ,,kona norður 1 landi, litt skólagengin og næsta litils megnug” svoaö notuð séu hennar eigin orð, getur tekið þátt i um- ræðu um þessi fræöi. Þaö sannar m.a. aö þrátt fyrir allt eru þetta þjóöfræði Islendinga enn sem komið er. Upphaf höfuðstaðar Hér birtist erindi sem Lýður Björnsson flutti á aöalfundi bók- menntafélagsins 1978 um Reykja- vik er hún var aö verða höfuö- staöur landsins, en þaö var á seinni hluta 18. aldar er reynt er aö efla þar iðnaö og útveg og helstu höföingjum og stofnunum landsins er safnað þangaö og i na«ta nágrenni. Undarleg er saga Reykjavikur. Hvaö á að segja um helgisöguna um öndvegissúlur fyrsta land- Líklegt og maklegt umræðuefni SKÍRNIR TJMARIT HIN5 ISLENSKA BÓKMENNTAFÉLAOS námsmannsins? Enginn ber brigður á að hún er fest á bók þeg- ar Reykjavik er svo ómerkilegur staður að hún er ekki nefnd á nafn I Sturlungu. Annars lægi beint við að segja að þetta væri bara til- búningur höfuðborginni til dýrð- ar. Þó vitum við ekki neitt sem bendi til að nokkur hafi séö fyrir hvilikur öndvegisstaöur Reykja- vik yrði. En hvað sem um þaö er var eðlilegt aö velja höfuðborginni stað þar sem gert var þegar fariö var að leggja grundvöll að höfuð- staö á 18. öldinni. Lýður tekur fram þau rök sem til þess lágu. Og mörg þeirra eru enn í fúllu gildi. Jón Sigurðsson Fjarvera Jóns Sigurðssonar 1874 Lúövik Kristjánsson skrifar hér grein um þaö hvers vegna Jón Sigurðsson kom ekki á þjóöhátið- ina 1874. Lúðvik er allra manna fróöast- ur um sögu Jóns forseta enda má segja að verulegur hluti af h'fs- starfi hans hafi verið að kanna hana og hefur hann þar leitt margt i ljós sem öörum var hulið. Hér leiðir hann ótviræð rök að þvi að Jón hafi talið hentugast að ýmsu leyti aö hann kæmi hvergi nærri þeim hátiðahöldum. Jóni forseta hafi sárnað að hann var ekki boðinn á þjóöhátiðina eins og Benedikt Gröndal segir. Hins vegar segir Gröndal að Jón léti ekki á þvi bera. Og hér var margs aö gæta. Jón fagnaði stjórnarskránni af þvi hún veitti Alþingi löggjafarvald og fjárfor- ræöi og þetta var þannig aö þingiö þurfti ekki að samþykkja hana. Þaö var ekki að játast undir neitt. Hann taldi sjálfsagt að halda á- fram baráttu fyrir þjóölegum réttindum og gerði það. En alveg eins og hann gætti þess að And- vari meö ritgerð hans um stjórn- arskrána bærist ekki til islands fyrr en ef tir hátiðahöldin þar sem konungi var þakkað o.s.frv. mun hann hafa taliö hugkvæmt og á- ferðargott að sjálfur væri hann laus við þátttöku i þvi öllu saman. Hann var ákveðinn I þvi aö benda siðan á vanefndir á fyrirheitum konungs. Niðurstaða Lúðvikser þvi harla nærri þvi sem Páll Eggert segir, að Jón „gat vart hugsað sér i alla þá halarófu lofsyngjandi skrum- ara og skjallara er þar létu hæst”. Undarleg pennaglöp eru i þess- ari ritgerö Lúðviks þar sem seg- ir: „Friðrik VII. hafði látist og viö hafði tekið sonur hans Krist- ján IX”. Þetta er dæmi þess hvernig manni geta orðið á mistök gegn betrivitund. Allir þeir sem komn- ir eru á efri ár hafa heyrt og séö svo margt um Glúkksborgarætt og Aldinborgarætt að þeir vita þaö, aöættleggurdóútmeð Frið- Lúðvlk Kristjánsson rik VIII. og leita þurfti aftur i aldir til að finna rikiserfingja enda stóö lengi I þófi um það hver yrði valinn. Þessi missögn er á- minning um það, að allt sem vanda skal skyldu fleiri glöggir menn lesa yfir en höfundur einn áður en það fer i prent. Samanburður við Sörlaþátt Forkunnarsýn I Sörlaþætti heit- ir smágrein eftir Hermann Páls- Hermann Pálsson son. Það er dálitil hugleiðing kringum orö Þórdisar á Mööru- völlum: „Nú er mikið um sólskin og sunnanvind og riöur Sörli i garö’LÞar er vitnað til annarra dæma úr bókmenntum innan lands og utan. Um þaö er ekki margt aö segja. Jón Thoroddsen Gleymt skáld Perlan og blómiö nefnast nokkrar hugleiðingar um Jón Thoroddsen yngra og verk hans eftir Svein Skorra Höskuldsson. Þetta er merkileg ritgerð og mjög vel samboðin Skirni. Jón Thoroddser var svo merkilegur höfundur aö vel máminnast hans. A undan ritgeröinni eru birt tvö kvæði eftir Jón. Jón Thoroddsen hefur verið vinsæll almennt meðal skóla- bræðrasinna og félaga. Ekki þýð- ir aö spá hvaö hann hefði orðið heföi honum orðiö lengra lifs auð- ið. Hann var tvimælalaust efni bæði i skáld og stjórnmálamann. Svcinn Skorri Höskuldsson Sveinbjörn Rafnsson Og þegar rætt er um brautryöj- endur á sviði órimaðraljóða hér á landi sæmir ekki að láta ógetíð um Jón Thoroddsen og Flugur hans. Þessi ritgerð Sveins Skorra birtir mörg fróðleg umhugsunar- efni frá æskuárum þeirra sem urðu áhrifamenn i stjórnmálum og bókmenntum um miðja öldina. Samkvæmt irskum skrif tabókum Sveinbjörn Rafnsson skrifar um kristnitökufrásögn Ara fróða. Hann segir aö íslendingabók sé „beinn vitnisburður um þær hug- myndir sem Ari Þorgilsson, og væntanlega Teitur ísleifsson, geröu sér eða vildu gera sér um kristnitökuna”. Þessi orö „vildu gera sér” eru undarleg. Sé frásögnin ekki heimild um þær hugmyndir sem mennirnir geröu sér og höfðu eru þær heimild um hugmyndir sem þeir vildu gera öðrum. Menn breyta ekki eigin hugmyndum um veruleikann þó að þeir segi öðru visi frá. Siðan talar Sveinbjörnum „tvi- eöli frásagnarheimilda I sagn- fræöilegri heimildaflokkun . Annars vegar eru þær frásagnir meösögumann eöahugsandi veru (súbjekt) að miðli, hins vegar eru þær beinharður, sögulegur vitnis- burður um hina hugsandi veru eða miðlarann”. Þetta er auövitað mikill lær- dómur. Svo skilst mér aö Svein- björn telji að ákvæði þau sum sem tslendingabók segir aö lög- fest hafi verið við (cristnitökuna séu I samræmi við Irskar skrifta- bækur og muni lýsa handbókum Ara fróða „i prestsstarfinu til uppihalds góðum siðum og guðs kristnii landinu”.Ekkiget ég séð af þessari frásögn neitt það sem mæli þvi í gegn að þetta skrifta- boð eða efni þeirra haf i verið lögö til grundvallar þeirri löggjöf sem samþykkt var á Alþingi þegar kristni var lögtekin. Ádeila á málvernd Þá er komiö aö þeirri ritgerö sem hér veröa flest orðin höfð um. Vont mál og vond málfræði heitir hún og er eftir Gisla Páls- son. Kallar hann að hún sé um málveirufræði. Mér skilst að hér séu dregin saman rök þeirra manna sem segja aö litla áherslu beri að leggja á það að kenna islenskt mál og alls ekki sporna við þvi aö það fái að breytast svo sem þvi sé eðlilegt. En margt er skrýtið i fræöum þessum og mun nú vikiö að ýmsu. Undarlegt virðist það ef ís- lenskir skólar eiga að leggjakapp á aðkenna dönsku, ensku, þýsku, frönsku o.s.frv. rétt, en leggja enga rækt við islensku og telja þar öll töluð afbrigði jafngóð. Minnir sú kenning vissulega á hiö fornkveöna: Leiðir þykja mér þeir fuglar sem i hreiður sitt skita. Gisli segir að þjóðernisleg mál- vöndunarstefna hafi komið aö notum i sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar á sinum tima. Þvi er eðli- legt að spyrja hvað nú sé breytt svo að málrækt og málvernd hafi ekki hlutverki að gegna i viönámi gegn erlendum áhrifum hvort sem þau eru frá Ameriku, Bret- landi eða annars staðar frá? Þá segir Gisli að „öfgar hrein- tungustefnunnar” hafi leitt til þess aö „drjúgur hluti lands-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.