Tíminn - 06.02.1980, Page 5
Miðvikudagur 6. febrúar 1980
5
Siii'lil"
Miðstjómarfundur SUF:
Stefnuraótun í fjðlskyldupólitfk
i brennidepli á næstu árum
HEI— „Sú óvissa sem rikt hef-
ur i pólitikinni setti mark sitt á
þennan miðstjórnarfund SUF
sem haldinn var s.l. laugar-
dag”, sagði Eirikur Tómasson
formaður SUF i gær.
Hann sagöi að þessvegna
hefði ekki þótt rétt að gera neina
ákveðna ályktun að svo stöddu.
En afstaða manna til þess
stjórnarsamstarfs sem nú er
mest rætt hafi hinsvegar komið
ljóslega fram hjá fundarmönn-
um. Allir hafi verið á þvi máli
að ganga ætti til samstarfs við
Dr. Gunnar Thoroddsen og Al-
þýðubandalagið.
Eirikur sagði mikla bjartsýni
hafa komið fram hjá ungum
framsóknarmönnum á fundin-
um. Menn teldu að efla ætti
flokksstarfið i kjölfar kosninga-
sigursins i desember. Rætt hafi
Eirlkur Tómasson, form. SUF.
verið um að ungir framsóknar-
menn tækju forystu i stefnumót-
um I ýmsum mikilvægum mála-
flokkum. Flokkurinn þyrfti t.d.
að mynda sér einarðari stefnu I
málum eins og stjórnarskrár-
málinu, sem nú hlyti að koma á
dagskrá fljótlega. Þvi hefði ver-
ið ákveðið að efna til fundar
með svokölluðu hugarflugssniði
um stjórnarskrána seinna i vet-
ur.
Þá væri fyrirhuguð ráðstefna
um stóriðju, sem halda ætti á
Akranesi um miðjan mars n.k.
Þar yrði unnið að stefnumótum i
þeim málaflokki sem hlyti að
verða mjög til umræðu á næst-
unni.
Einnig hefði verið samþykkt
að efna til ráðstefnu um hlut-
verk fjölskyldunnar i nútima
þjóöfélagi, i vor. Þó að það
mál væri kannski ekki i brenni-
depli akkúrat nú, þá álitu ungir
framsóknarmenn að það hljóti,
áður en liður, að verða eitt aðal-
málið i islenskum stjórnmálum
á næstu árum og áratugum,
hvernig þjóðfélagið bregst við I
nýjum viðhorfum I atvinnumál-
um, t.d. þeim að sifellt fleiri
konur hópuðust út á vinnumark-
aðinn, öfluðu sér betri menntun-
ar og annarrar stöðu i þjóð-
félaginu yfirleitt. Þar með hlytu
hlutverk innan fjölskyldunnar
að breytast. Ungir framsökn-
armenn teldu þvi timabært að
fara að lita til framtiðarinnar og
móta stefnu um fjölskyldupóli-
tik. Þarna kæmi til athugunar
styttur og breyttur vinnutlmi,
virkara jafnrétti kynjanna en er
i dag, breyttur skóli, breyttar
dagvistarstofnanir, spurningin
um að styrkja foreldra til að
vera heima hjá sinum börnum
og margt fleira I þessu sam-
bandi.
límið sem límir
alltaðþví
allt!
FÆST I BYGGINGA- OG JÁRN-
VÚRUVERSLUNUM UM LAND ALLT.
HEILDSÚLUBIRGÐIR:
XÆKNIMIÐSTÖDIN HF
S. 76600
Munið árshátið félagsins i Hreyfilshúsinu
við Grensásveg föstudaginn 8. febrúar.
Miðasala og upplýsingar á staðnum, eftir
kl. 15 árshátiðardaginn simi 85520.
Páll Eirlksson geðlæknir hjá einu af verkum myndhóps. Tfmamynd G.E.
Geðdeild Borgarsjúkrahússins:
Tengslin við
fjölskylduna
oglífið
nauðsynleg
— ýmsir byrjunaröröugleikar
dagdeildarinnar að baki
„Dagdeildin hér á Hvitaband-
inu Skólavörðustig 37 býöur upp á
fjölbreytta meðferð geðsjúkl-
inga,” sagöi Páll Eiriksson geð-
læknir i samtali við Timann er við
hittum hann i húsnæði dagdeild-
arinnar. „Deildin var stofnuö I
nóv. 1979 og fram að áramótum
hafa 55 sjúklingar komið I 250 við-
töl á deildina, en þetta er skipu-
lagt sem hver önnur vinna, menn
koma á morgnana og fara siðdeg-
is, og geta þvi eytt miklum tima
með fjölskyldu sinni og haldið
tengslum við daglega lifið. En
þessi tengsl eru eitt mikilvægasta
atriöi I starfsemi deildar sem
þessarar.”
„Hér stendur geðsjúklingum
margs konar félagsleg þjálfun til
boða, en það má ekki lita á þetta
sem sjúkrahús. Viö vinnum
þvert á móti gegn þvl aö fólk I
meðferö hjá okkurverði aðkrón-
iskum sjúklingum eins og algengt
er, ef þeim er komiö eins og
pakka á sjúkrahús og verða að
vera þar I langan tima.”
I dag eru tveir sjúklingahópar
starfandi innan Dagdeildarinnar
og er stefnt að þvi að þeir verði
þrir þegar fram liöur og starfslið-
ið verður fullskipað.
En þrátt fyrir að ýmislegt vanti
enn hvað starfskraft og starfssviö
snertir má samt sem áður segja
að nýtt blað sé brotið i sögu geð-
lækninga á íslandi við tilkomu
þessarar geðdeildar. Má þegar
sjá árgangur af starfseminni.
Við höfum trú á aö þessi starf-
semi bjóði upp á marga meöferö-
armöguleika sem frekar tryggi
Landsspilda,
Sumarbústaður eða bújörð óskast til
kaups í nágrenni höfuðborgarinnar. Upp-
lýsingar i simum 27055 (vinnusimi) og
27001.
það, að einstaklingurinn fái þá
meöferð sem honum hæfir best,
hvort sem þaö er einstaklings-
meöferð, hópmeðferð eða fjöl-
skyldumeðferð.
Auglýsið í Tímanum
WESTFALIA MIALTAKERFI
WESTFALIA mjaltakerfi eru mest seldu mjaltakerfi í Þýskalandi og víðar um lönd.
WESTFALIA mjaltakerfum er viðbrugðið fyrir gæði.
WESTFALIA mjaltakerfi eru nú í notkun víða um land og hafa þegar sannað ágæti sitt
við íslenskar aðstæður.
WESTFALIA mjaltabásar og kælitankar eru einnig á boðstólum.
Getum að jafnaði afgreitt kerfi með stuttum fyrirvara. Góð varahlutaþjónusta.
Komið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum.
FALKIN N
SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670