Tíminn - 06.02.1980, Side 8
8
Mi&vikudagur 6. febrúar 1980
Jónas Guðmundsson
MYNDLIST
i austursal Kjarvalsstaða,
stendur sýning á verkum
meistarans. Viku eftir viku,
mánuð eftir mánuð, ár eftir ár,
og smám saman læðist sá
grunur i brjóstið á okkur, hvort
svona löng og niðurnegld sýning
sé þessum ævintýramanni is-
lenskrar myndlistar ekki
ofviöa?
t Finnagaldri, afganskri inn-
rás Rússa i Finnland rétt fyrir
heimsstyrjöldina sföari, greip
,islenska útvarpið til þess ráðs
'aö spila Finnlandiu Sibeliusar
upp á hvern dag og hið mikla
hljómverk var byrjað aö gefa
sig á saumunum, rétt i þann
mund er Finnar voru neyddir til
landaafsals.
Hiö beinsterka tónverk þoldi
ekki daglegan söng.
Eitthvað á þessa leið hugsar
maður um Kjarval núna, hvort
veriö sé þarna að eyöileggja
fögnuð, afmá yndi, eða faðma
sorg sem ekki er lengur til? Og
máliö snýst ekki einu sinni um
það hvort eða hver er snillingur,
heldur hversu reyna má á þolin-
mæöi almennings út af einum og
sömu myndum.
Að visu má segja sem svo, aö
annað gildi um þá sem eru eins
og gráir kettir i listasölum
höfuöborgarinnar. Annað mál
gildi um þá sem koma sjaldan.
Nauösynlegt sé aö hafa þessa
sýningu handa grunnskólunum,
handa sveitamönnum sem
koma i bæinn og handa útlend-
ingum, sem vilja sjá munaö
þessarar borgar á einum stað.
En hvaö um það. Þessi sýning
eraöminumati að geraútaf við
vissan þátt I ævi hins mikla
málara.
Þaö má benda á, að myndirn-
ar á Kjai;valsstöðum eru I eigu
Reykjavikurborgar, og þótt þar
séu margir dýrgripir, er það
einnig ljóst að margar af bestu
myndum Kjarvals vantar
þarna: þannig séö, er meistar-
inn sýndur talsvert undir raun-
verulegum styrkleika sinum,
vægast sagt.
Hver var Kjarval?
— Hver var Kjarval?
Þetta kann aö þykja einkenni-
leg spurning, en við skulum þá i
leiðinni gera okkur grein fyrir
þvi, að hann tilheyrir ákveöinni
kynslóö. Kjarval var fæddur
áriö 1885 og hann andaöist árið
1972.
Nýjar kynslóðir eru aö vaxa
úr grasi, og þær þekkja ekki
þann Kjarval er við á miöjum
aldri þekktum, persónulega eða
sem frægan mann i landinu og
þjóösögu i senn.
Kjarval setti svip á samtiö
sina. Það gerði hann meö töfr-
andihætti. Allir voru jafningjar
hans, jafningjar hins mikla
snillings með barnshjartað.
Reykjavikurborg kýs þó aö
kynna llfsverk hans meö þess-
um einfalda hætti, aö hafa stöð-
uga sýningu á sömu myndunum
ánafláts, en aðrir þættir viröast
gleymast.
Það gegnir nefnilega öðru
máli, þegar myndir eftir menn
hanga á listasafni, innan um
aragrúa mynda. Þá vita allir aö
veriö er fyrst og fremst að gera
myndlistinni skil.
Maðurinn bak viö mydina er
að öðru leyti ekki kynntur.
Þetta er staöreynd, sem allir
vita, og þeir fara á listasöfn til
að sjá myndir, þar með búiö.
Kjarvalsstaöir eru á hinn bóg-
inn stofnun, er kennir sig viö
einn ákveðinn mann, og þaö er
hrein fölsun aö halda þvi aö inn-
lendu fólki ( sem ekki veit sögu
hans) og útlendingum, aö Kjar-
val hafi aöeins málað myndir,
en það litur svo út, ef öörum
þáttum eru el.ki gerð mikil skil i
sömu andrá.
Við getum nefnt margt:
Til dæmis var Kjarval skáld.
Hann gaf út smábækur: Grjót
(1930), Meira grjót (1937),
Fornmannasaga. Enn grjót
(1938) Einn þáttur. Leikur (1938).
Ljóðagrjót (1956). Hvalasagan
frá átján hundruö nitiu og sjö
(1956) (2. Útg. 1957).
Fleira gaf hann út. Meira að
minningunni skil
Fáein orð
um Kjarval
segja listatimarit, sem ég man
nú ekki i svipinn hvað hét.
Þá ritaði hann mikið i blöð og
ýmsir hafa gefiö út bækur um
Kjarval og veriö er aö vinna aö
miklu riti um hann, þar sem
fjallsjóir af heimildum koma
fram,þvimiklu af bréfum og
handritum hefur verið til skila
haldið, það er þvi liklegt að ævi
hans veröi gerð itarleg skil i bók
innan tiöar.
Þaö er mikil sorg fyrir land aö
missa hæfan listamann, lika
fyrir borgir og bæi, er glata við
það töfrum. En minningarvinna
er vandasamt verk. Og þótt það
sé góðra gjalda vert að sumu
leyti aö láta myndir hanga uppi
árum saman, þá má ekki
gleyma þvi aö þarna er aðeins
veriö að gera skil litlu broti af
mikilli sögu Kjarvals.listasögu
og skáldsögu 1 senn.
Breytum til
Ef meiningin er að koma
mynd af þessum manni, eða
Kjarval, til.skila meö þessum
hætti, erum við á rangri leið.
Niðurneglda sýningin mun
rlða honum að fullu, fyrr eða
siöar.
En hvaö á þá til bragðs að
taka? kunna menn að spyrja.
Ég held að vænlegast væri að
hafa sýninguna heldur minni, og
breyta ofurlitiö til. Með sam-
vinnu við önnur söfn og ein-
staklinga mætti skapa nægjan-
lega tilbreytingu og sýna fleiri
hliöar á málverki Kjarvals en
nú er gert. Nefni ég sem dæmi
þá hrifandi stund er Frimúrara-
reglan lánaði Haustveöur á
Skagaströnd á Kjarvalsstaði,
ógleymanlegt málverk. Þannig
eru viða dýrgripir a næstu
grösum eftir Kjarval.
Þá mætti einnig hafa til sýnis
ritverk Kjarvals, og þær bækur
er um hann er ritað I. Málverka-
bækur og annaö.
Þaö er til dæmis mikill fengur
aö ljósmyndum Rafns Hafnfjörð
núna, er hann tók af vinnustofu
Kjarvals um það leyti er Kjar-
val hætti að mála. Þetta eru
fallegar myndir og ógleymanleg
heimild lika.
Ekki þar( t.d. annaö en aö sjá
hvaö á veggjunum hangir, hjá
listamanninum, hvað vakti
eftirtekt þessa manns, á sinum
tlma, svo dæmi séu nefnd.
Þá ætti aö hafa á staönum eitt-
hvað af merkilegum greinum er
Kjarval ritaöi i blöð. Þetta voru
oft stuttir en innblásnir pistlar
um margvíslegustu efni, og svo
mætti sýna eitthvað af þeim
aragrúa ljósmynda, sem teknar
hafa veriö af Kjarval og varö-
veittar hafa veriö.
Þóra Kristjánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri listráðs Kjar-
valsstaða, hefur sagt mér, að til
standi að nota Austursalinn til
aösyngja I og jafnvel dansa, og
Hugarkvöl.
til að halda þar litla tónleika.
Myndirnar veröa samt áfram
uppi. Þetta list mér lika vel á.
því öll nýbreytni dregur úr þvl
máttleysi og dvala er nú er yfir
salnum.