Tíminn - 15.02.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.02.1980, Blaðsíða 6
6 Erlent yfirlit Föstudagur 15. febrúar 1980. tltgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. Viðtal orðið í Reykjavík Nordli dýrt Eymd og ótti Vesalings Alþýðuflokkurinn er i mikilli úlfa- kreppu um þessar mundir. Hann gat aldrei gert það upp við sig i fyrra hvort hann ætti að taka þátt i störfum rikisstjórnar Ólafs Jóhannesspnar eða ekki, og þess vegna — eða hvað? — sátu fulltrúar flokksins náttúrlega i stjórninni en vissu aldrei hvernig þeir áttu að hegða þátttöku sinni i störfum hennar. Þessi hringavitleysa Alþýðuflokksins endaði með þvi að uppþotsliðið i flokknum náði undirtök- unum. Vaðið var án umhugsunar út i stjórnarslit i miðjum kliðum. Ihaldið heimtaði þá þingrof og af þvi að Alþýðuflokkurinn lifir aðeins fyrir liðandi stund var á þá kröfu fallist. Allir þekkja það sem siðan hefur gerst. I viðræð- unum um stjórnarmyndun höfðu ýmsir af foringj- um Alþýðuflokksins góðan vilja, einkum þeir Benedikt Gröndal og Magnús H. Magnússon, og á timabili var gott útlit fyrir samkomulag sem Al- þýðuflokkurinn hefði vel mátt við una. En þá gerðist það auðvitað aftur að öngþveitis- liðið náði frumkvæðinu innan flokksins i sinar hendur. Eftir það mátti heita sammæli stjórn- málamanna i öllum öðrum herbúðum að við krat- ana væri ekki talandi. Það væri ekki eitt einasta orð að marka sem þeir segðu, og þótt þar væri að finna marga skynsama menn með góðan vilja yrðu þeir alltaf undir i innanflokksslagnum þegar til ætti að taka. Fyrir sinn eigin tilverknað er Alþýðuflokkurinn þannig kominn út i horn i islenskum stjórnmálum og ekki talinn viðræðuhæfur að sinni. Fyrir bragð- ið er þar hafin áköf leit að haldreipum, að ein- hverjum dægurmálum sem hægt kynni að vera að blása upp til að vekja nú einhverja athygli á til- veru flokksins. Sumir kratarnir eru að leita að haldreipi i efna- hagsmálunum, en aðrir eru að þjóna lund sinni og skapferli með þvi að reyna að þefa uppi einhver hneyksli til þess að velta sér upp úr. Það sækir hver i það sem honum hæfir. Og viti menn!! Nú er það nýjast að draga fram sýndarbreytingar þær sem Sighvatur Björgvins- son, fjármálaráðherra um nokkra stund, klúðraði inn i fjárlagafrumvarpið sem Tómas Árnason flutti á Alþingi i haust. Nú eiga þessar breytingar minnihlutastjórnar kratanna allt i einu að fara að heita stefnumarkandi plagg i rikisfjármálum.Nú á að fara að blása þær út i sambandi við skattamál- in. Hið sanna um þessar niðurskurðarbreytingar Sighvats Björgvinssonar er að þær voru gerðar i briarii og i flýti til þess að sýna þær opinberlega, enda vissi Alþýðuflokkurinn að hann þyrfti aldrei að standa við þær i framkvæmd. Þær skattalækk- anir sem i brey tingunum fólust voru aðeins gerðar i auglýsingaskyni, enda ekki i neinu samræmi við þarfir rikisins eða þær kvaðir sem á hið opinbera verða lagðar, hvort sem þessi stjórnin eða hin sit- ur að völdum. Það er opinbert dæmi um málefnafátækt og eymd Alþýðuflokksins nú ef málsvarar hans telja það henta að veifa sýndarmennsku sinni þannig i rikisfjármálum og skattamálum. En að sönnu er ekki aðeins eymdin sár, heldur er óttinn og mikill. Norsk verkalýðsfélög krefjast 12-17% kauphækkunar ATVIKIN höguöu þvl þannig, aö i sambandi viö fund nor- rænna forsætisráöherra, sem haldinn var I Reykjavik slöastl. haust, tóku þeir tal saman Od- var Nordli forsætisráöherra Noregs og Per Vassbotn, frétta- maöur hjá norska útvarpinu og fyrrverandi greinahöfundur hjá Dagbladet I Oslo. Þótt þeir Nordli og Vassbotn heföu hitzt oft áöur, höföu þeir aldrei átt eins langar samræður og aö þessu sinni. Þeim haföi lika komiö misjafnlega saman meöan Vassbotn starfaöi viö Dagbladet, þvl aö þaö var m.a. i verkahring hans aö vera gagn- rýninn' á menn og málefni og haföi Nordli stundum oröiö fyrir baröinu á þvi. Vassbotn haföi þó deilt haröar á verkalýösforingj- ana. Þetta lögöu þeir Nordli og Vassbotn til hliöar, þegar þeir ræddu saman í Reykjavik. Þeir spjölluöu lengi saman aö sögn og lauk samræöum þeirra með þvi, aö Nordli réöi Vassbotn sem nánastaaöstoöarmann sinn I forsætisráöuneytinu. Staöa sú, sem Nordli réöi hann til aö gegna, heitir statssekreter, og mun svipa til þess embættis, sem kallast á Islenzku aðstoöar- maöur ráðherra. Nordli réöi Vassbotn til aö gegna þessu starfi fram yfir þingkosningarnar, sem eiga aö fara fram haustiö 1981 en óvist þykir aö Nordli gegni forsætis- ráöherraembættinu eftir þær. Vassbotn mun einkum ætlaö aö skipuleggja málflutning Nordli fram aö kosningunum. Mörgum brá i brún i Noregi, þegar þessi ráöning var tilkynnt þar um miöjan janúar slöastliö- inn. Me'nn höföu ekki átt von á, aö þeir Nordli og Vassbotn myndu sættast svo heilum sátt- um. Vassbotn er ekki I Verka- mannaflokknum og þótti mörg- um flokksmönnum þvl ekki viö- eigandi aö ráöa hann I þetta starf. Engum brá þó meira en hin- um roskna verkalýösforingja og fyrrverandi formanni norska Alþýöusambandsins, Tor Aspengren, en hann haföi oft oröið fyrir gagnrýni Vassbotns. Þótt Aspengren sé ekki lengur formaöur Alþýöusambandsins er hann enn einn áhrifamesti maöurinn innan þess. Aspengren lét sér ekki nægja aö mótmæla þessari ráöningu, heldur lýsti yfir þvi aö hann myndi hætta aö mæta I fram- kvæmdastjórn Verkamanna- flokksins I mótmælaskyni. Þaö hefur hann efnt. AÐ DOMI kunnugra býr hér meira á bak viö. Eftir ósigur Verkamannaflokksins i sveitar- stjórnakosningunum á siöastl. Odvar Nordli hausti, hefur gagnrýni farið vaxandi innan flokksins á þá ReiulfSteen, formann flokksins, og Gdvar Nordli forsætis- ráöherra. Einkum hefur þó gagnrýnin beinzt aö hinum siöarnefnda. Sumir fréttaskýr- endur I Noregi eru farnir aö spá þvi aö svo geti fariö aö Nordli veröi aö láta af stjórnarforust- unni. Landsfundur Verka- mannaflokksins, sem veröur haldinn snemma á næsta ári, þykir liklegur til aö veröa mjög róstusamur. Þaö er þó einkum innan verkalýöshreyfingarinnar, sem þeir Steen og Nordli sæta gagn- rýni. Aöallega eru þeir gagn- rýndir I sambandi viö kaup- og veröbindinguna, sem rikis- stjórnin ákvaö meö bráöa- birgöalögum haustiö 1978 og gilti þrjá slöustu mánuði þess árs og allt áriö 1979. Verö- og kaupbindingin gaf aö þvi leyti góöa raun, aö veröbólg- unni var haldiö i skefjum þenn- an tlma. Taliö er, aö hún hafi ekki oröiö nema 4,8% á siöastl. ári. Kaup- og veröbindingin féll úr gildi um áramótin og eru nú að hefjast samningar milli verka- lýðsfélaganna og atvinnurek- enda um kaup og kjör. Rlkis- stjórnin undir forustu Nordlis leggur áherzlu á, aö ekki megi eyöileggja þann árangur, sem náöst hafi á siöastl. ári meö of mikilli kauphækkun. Verkalýös- samtökin veröi þvl aö stilla kröfum slnum I hóf. ÞAÐ telja leiötogar Alþýöu- sambandsins sig lika gera. Þeir byggja kröfur sínar á þvi að kaupmáttur launa veröi hinn sami og á árinu 1978. Þetta virðist ekki ósanngjarnt, en flestum reikningsmeisturum kemur saman um, aö allur árangur kaup- og veröstöövunar muni fara forgörðum og raunar meira til ef fallizt veröur á þess- ar kröfur. Samkvæmt útreikningum verkalýðssamtakanna þarf kaupiö aö hækka frá 12-17% ef afturá að ná kaupmættinum frá 1978. Kaup- og veröstöövunin hefur þvl leitt til miklu meiri kjaraskeröingar en spáö haföi veriö. Verkalýössamtökin állta aö þessi kauphækkun myndi leiöa til 7% verðhækkunar. Þetta seg- ir þó ekki alla söguna. Margar þjónustustofnanir telja sig þurfa miklu meiri hækkun á töxtum slnum en þarf til þess aö mæta kauphækkuninni, þvl aö þær hafi veriö reknar meö tapi meöan á veröbindingunni stóö. Bankarnir telja sig þurfa aö hækka vexti, ef mikil aukning veröur á veröbólgunni. Rikisstjórn Verkamanna- flokksins, sem er minnihluta- stjóm, gllmir þvi viö mikinn efnahagslegan vanda um þessar mundir. Verö- og kaupbindingin hefur ekki reynzt lækning, held- ur miklu fremur gálgafrestur. Kosningahorfur þykja nú ekki góöar hjá Verkamannaflokkn- JS Per Vassbotn og Tor Aspengren Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.