Tíminn - 15.02.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. febrúar 1980.
7
Hugleiðingar um
forsetaembættið
1 sumar munu Islendingar
sem kunnugt er velja sér nýjan
forseta. Framboð hafa verið
nokkuð til umræðu manna á
meðal, svo og embættið sjálft
eins og að likum lætur. Grein
þessi greinir litillega frá hug-
mynd, sem ég hef stundum viðr-
að i samtölum við fólk, þegar
mál þessi hafa borið á góma. Er
hún að mestu leyti úrdráttur úr
grein sem birtist i Visi þ. 8.
febrúar sl., en ég bað Timann
fyrir úrdráttinn, svo að vanga-
veltur minar næðu til fólks viðar
á landinu.
Island og
umheimurinn
Ég hef þá skoðun, að Islenska
þjóðin — þessi stælti kettlingur i
samfélagi þjóðanna — eigi hlut-
verki að gegna i heiminum, ekki
stóru hlutverki, en góðu.
íslendingar eiga tvenns konar
skyldum að gegna. Við eigum að
hafa vit á þvi, sem við raunar
höfum fullan hug á: að sjá sjálf-
um okkur farborða, en i öðru
lagi ber okkur að vinna að rétt-
lætis og mannúðarmálum á er-
lendum vettvangi á hnitmiöaðri
og samhentari hátt en við höfum
gert.
Það er vissa min, að mark
yrði á okkur tekið, ef haldið yröi
rétt á spöðunum. En Island er I
góðu áliti erlendis meðal þeirra,
sem á annað borð þekkja til
landa. Og ekki sakar að fá góð-
an vitnisburð i samanburði á
löndum heimsins. Nefni ég til
dæmis viðamikinn samanburð,
sem gerður var fyrir nokkrum
árum á frelsi og jafnrétti i 58
löndum og reyndist Island þar
fremst i flokki. Rannsókn þess-
ari lýsti ég í dagblaðinu Timan-
um 13. janúar sl. Prófskirteini á
borð við það ætti að vera okkur
hvatning að halda i horfinu.
Margt fer úrskeiðis á hnettin-
um og eru skiptar skoðanir jafn-
vel hér á Islandi um réttmæti
tiltekinna blóðugra byltinga og
annarra átaka, sem sagt er frá i
fréttum dagsins. Stundum er
líka erfitt að mynda sér skoðun i
skyndi. Þetta eru hinir þrælpóli-
tisku atburðir i rimmu stórveld-
anna, sem Islendingar túlka að
vonum sjaldan á einn eða sama
veg.
A hinn bóginn gætu íslending-
ar talaö einni röddu á mörgum,
mikilvægum sviðum til gagns
fyrir marga. Við gætum lagt
þeim lið, sem vinna að mann-
réttindum, velferð smælingja og
auknum skilningi þjóða á milli.
Við gætum I sifellu minnt menn
á framtiðina, sem við berum á-
byrgð á, og erum að móta hér og
nú. Við gætum sýnt fyrirhyggju,
sem væri samtvinnuð ánægju af
liðandi stund, og umhyggju án
væmni og helgislepju, gert at I
niðingum.
Mikil er rausn Islendinga,
þegar bjarga þarf flóttamönn-
um, sem orðið hafa fyrir barð-
inu á stjórnmálalegum jarð-
skjálftum. En ætla menn að bú-
ast við slikum atburðum um
aldur og ævi eins og óviðráðan-
legum náttúruöflum? Nei, segja
sumir: lætin eru af mannavöld-
um og hversu mjög sem telja
má mannskepnuna duttlunga-
fulla og illskiljanlega eiga
blóðsúthellingar og ofstæki sin-
ar orsakir og sina sögu, sem
rannsaka þarf nánar á visinda-
legan hátt.
Nú gera margir dómbærir
fræðimenn sér vonir um að með
tið og tima megi komast fyrir
rætur slikra meinsemda i mann-
legum samskiptum löngu áður
en upp úr syði og eru slikar
rannsóknir nefndar friðarrann-
sóknir (peace research), en
mættu reyndar kallast ófriðar-
rannsóknir. Fræði þessi eru
stunduð allviða erlendis við sér-
stofnanir eða við háskóla.
Rannsóknarefnið er m.ö.o. strið
og friður. Timarit koma út, sem
lýsa visindalegum athugunum á
þessu sviði, og mætti um þetta
skrifa langt mál.
Forseti
íslands
Tillaga min um embætti for-
seta Islands yrði eitthvaö á
þessa leið og er hún raunar ekki
það róttæk, að ég hygg að til
þyrfti stjórnarskrárbreytingu:
Fyrsta atriöið er ef til vill
mikilvægast þrátf fyrir allt og
engin nýjung:
Embættið yrði eftir sem áður
ópólitiskt. Forsetinn ætti eftir
sem áöur að þekkja sitt fólk,
fyrst og fremst, helst leitast við
að vita af hverjum og einum á
landinu, um hug manna og að-
stæöur.
Dr. Þór
Jakobsson
1 öðru lagi sæi hann skyldu
sina og Islendinga i þvi að
leggja lið þvi, sem til friðar og
réttlætis horfir i heiminum, og
láta sig mannúðarmál skipta.
Mundi hann að visu gæta sin og
taka tillit til skoðanamismunar,
sem kynni að vera meðal Is-
lendinga um sum mál og forðast
nýjustu fréttir, ef svo mætti
segja. Yfrið nóg væri samt að
starfa.
Þvi miður eru ekki tök á þvi
hér að fjalla nægilega vel um
hin einstöku mál, sem forsetinn
veitti brautargengi i krafti að-
stöðu sinnar né heldur á hvern
hátt skyldi að þeim standa með
áhrifarikum og virðulegum
hætti. Yrði 'mér vitanlega
ánægja að ræða þau nánar viö
annað tækifæri. — Þess má
geta, að hjálp þeirra þjóðhöfð-
ingja, sem af áhuga og þekkingu
hafa helgað krafta sina baráttu
gegn hungri, fátækt eða eyöi-
leggingu í náttúrunnar rfki,
hefur alltaf þótt þung á metun-
um.
I þriðja lagi veitti forseti Is-
lands forstöðu, eða yrði a.m.k.
virkur verndari friðarrann-
sóknastofnunar (á Alftanesi?)
af þvi tagi, sem fyrr var nefnd.
Hann mundi hleypa henni af
stokkunum með hluta launa
sinna, t.d. helmingi, og héldi
hann áfram þvi tillagi. Við
stofnunina yröu stunduð hlutlæg
visindi um alvarlega samfé-
iagslega árekstra, milliríkja-
deilur, strið og frið. Aukin þekk-
ing mannkyns á sjálfu sér mun
væntanlega minnka ofstækið og
allt, sem af þvi leiðir.
I fjórða lagi léti hann lönd og
leið kónga, hirðsiði og tildur, og
ennfremur opinberar heim-
sóknir. Þess munu dæmi, aö
þjóðhöfðingjar spari sér erfiöiö
og mun t.d. svissneski forsetinn
vera meðal þeirra, sem leiöa
hjá sér opinberar heimsóknir.
Gestkvæmt yrði eftir sem áður
á Bessastööum vegna ofan-
greindra verkefna.
Forsetinn mundi afþakka til-
gerð eða figuruhátt sem enn
eimir eftir, og „alþýðlega”
framkoman þyrfti svo sem ekki
að vera hrósverðari en hjá öör-
um, sem fólk flest kannast viö
og virðir fyrir vel unnin verk.
Ungt fólk skyldi þó sýna skiln-
ing á þeirri hirðstemmningu,
sem enn loðir við embættið. Það
var mikil stund i lifi þeirra, sem
komnir voru til vits og ára, og á
Þingvöll rigningardaginn 17.
júní 1944, þegar lýst var yfir
stofnun islenska lýðveldisins.
Aldagamalli baráttu þjóðarinn-
ar við Dani var lokiö og Is-
lendingum var mikiö i mun aö
sanna það fyrir þeim og um-
heiminum að Islendingar væru
sjálfstæð þjóð. Innlendur þjóð-
höföingi var eitt sönnunargagn-
ið.
Sjálfur var ég á Þingvelli
þennan dag, sjö ára pjakkur og
ekki kominn til vits og ára. Er
mér tvennt minnisstætt: núm-
erið 1944 á bllnum næst á undan
i endalausri bilalestinni á leiö
austur og þótti okkur systkinun-
um það vera merkileg tilviljun,
en eftirminnilegri var samt
þögnin mikla, sem sló á mann-
hafið, og ég góndi ofan af berg-
inu út yfir vellina og sá mann
við mann svo langt sem sá I
suddanum, og þögðu. Lengi,
lengi. Seinna skildi ég betur
þessa þögn, sem ég tók þátt I.
Heit var strengt, þúsundfalt,
lýðveldi stofnað.
Nú hafa Islendingar sannað
sjálfstæði sitt og væri þarfara
að hyggja að ártalinu sem
framundan er heldur en úrelt-
um höfðingjajöfnuði við Dani,
sem flaut með forðum við stofn-
un lýðveldis og forsetaembætt-
is.
Lokaorð
Aö lokum nokkrar athuga-
semdir:
Ofanritaðar hugmyndir sam-
ræmast ekki uppástungum um
að efla vald forseta Islands I
stjórnmálum landsins. Slikar
tillögur horfa ekki til heilla,
enda er of snemmt að gefa upp á
bátinn von um öflugra og hrað-
virkara Alþingi.
Mig langar til að minna les-
endur á, að fullyrðing um á-
hrifamátt litils lands i stórum
heimi er ekki stórmennsku-
brjálæði fyrir Islands hönd. I
sjónvarpsviötali um áramótin
var framtaki einstakrar þjóðar
likt við einstakling, sem fær
góðu til leiðar komið, þótt hann i
fyrstu virðist áhrifalaus. Það
væri vissulega i verkahring Is-
lendinga að beita sér af bjart-
sýni fyrir mannúðarmálum. Ég
tek undir þetta. Viö fengjum
ekki bylt um miklu en við yrðum
réttu megin.
Læt ég nú staðar numið, en
forvitnilegt væri að heyra frá
þeim, sem kynnu að vera mér
sammála um kjarna málsins.
Þegar von var á móöur
Theresu til Osló i desember sið-
astliðnum til að taka við friðar-
verðlaunum Nóbels, var búið að
bjóða til konungs fagnaöar og
skyldi veita vel i mat og drykk.
En þá afþakkaði sú gamla veisl-
una, sem frægt er orðið, og bað
um te og kex. Mér er ekki grun-
laust um, að hún hafi i aðra
röndina haft lúmskt gaman af
að sjá fyrir sér undrunarsvipinn
á Ola Nordmann við þessa ó-
væntu beiöni og skellt sér á lær.
En hún vildi fyrst og fremst fá
peninginn i annað þarfara.
Nú er minni ágætu þjóö boðið
á ný i alldýran fagnað. Ættum
við ekki að afþakka veisluna,
biðja um te og kex, og gera gagn
i staðinn?
Alþjóðaár fatlaðra 1981
Á 31. allsherjarþingi Sam-
einuöu þjóðanna var samþykkt
að lýsa þvi yfir, að árið 1981
skyldi vera „alþjóðlegt ár
fatlaöra”. Með þessari sam-
þykkt ákvaö þingið að þaö ár
skyldi helgað þeim markmiöum
að bæta hag fatlaöra á hinum
ýmsu sviðum, sem nánar
greinir i ályktun þingsins. — I
október á siðasta ári ákvað
félagsmálaráðherra að skipa
þriggja manna nefnd til aö
„annast kynningu þessa máls,
svo og aö hafa forgöngu um
undirbúning og skipulagningu
framkvæmda hér á landi I sam-
ræmi við nefnda ályktun alls-
herjarþings Sameinuöu þjóð-
anna”. Félagsmálaráðherra
skipaði Árna Gunnarsson, al-
þingismann, formann nefndar-
innar. Olöf Rikharðsdóttir, full-
trúi, var skipuð I nefndina sam-
kvæmt tilnefningu Endurhæf-
ingarráðs og Sigriður Ingimars-
dóttir samkvæmt tilnefningu
Oryrkjabandalags Islands. —
Nefndin hefur þegar haldið
nokkra fundi. Carl Brand, fram-
kvæmdastjóri Endurhæfingar-
ráðs, hefur veitt nefndinni
margvislega aðstoö.
Fjármálin
Þegar er ljóst, að talsvert
fjármagn þarf svo að störf
nefndarinnar fái borið veru-
legan árangur. Stjórnvöld höfðu
ekki tryggt fjármuni og ákvað
nefndin þvi að sækja um til-
tekna upphæð fyrir starfsárið
1980. Fyrir hönd nefndarinnar
hefur félagsmálaráðuneytiö sótt
um framlag til fjárveitingar-
nefndar, er yrði á fjárlögum
1980. Þess er að vænta að um-
sókninni verði vel tekið. Aö
öðrum kosti verður ógjörlegt
fyrir nefndina aö gegna
störfum. — Þegar hefur veriö
auglýst eftir starfskrafti 1/2
daginn, en starfsmaður er
forsenda þess að unnt verði aö
starfa af fullum krafti.
Samstarf við
marga
Alþjóðaár fatlaðra er ekki
eingöngu tengt þeim, sem eru
likamlega fatlaðir, heldur tekur
það til fötlunar af öllu tagi.
Leita þarf samstarfs við mikinn
fjölda félaga og stofnana. Til
fróðleiks verða nú talin upp
nokkur þau félög, er vinna aö
málefnum fatlaðra: Blindra-
félagið, Blindravinafélag Is-
lands, Geðverndarfélag Islands,
Gigtarfélag Islands, Foreldra-
og styrktarfélag heyrnar-
daufra, Heyrnarhjálp, Sam-
band islenskra berkla- og
brjóstholssjúklinga, Styrktar-
félag lamaðra og fatlaðra,
Styrktarfélag vangefinna I
Reykjavik, Sjálfsbjörg, lands-
samband fatlaðra, Heyrnleys-
ingjafélagið, Félag asthma- og
ofnæmissjúklinga, Félag sykur-
sjúka, Félag Psoriasissjúkl-
inga, Landssamtökin Þroska-
hjálp, íþróttasamband fatlaöra
og svo mætti lengi telja. Fjöl-
mörg önnur félög, stofnanir og
opinberir aðilar koma inn i
þessa mynd, og er nauðsynlegt
að kynna þeim öllum málefni
alþjóðaársins.
Lög og
reglugerðir
Einn þýöingarmesti þátturinn
I undirbúningi Alþjóðaárs fatl-
aðra er að stuðla að meiri sam-
ræmingu og endurbótum á nú-
gildandi lögum og reglugerðum
um málefni fatlaðra. Ekki færri
en 16 lög og reglugerðir snerta
þá beint og óbeint. Þetta eru:
Lög um endurhæfingu, lög um
aðstoð viö þroskahefta, lög um
almannatryggingar, lög um
vinnumiölun, lög um ráöstöfun
erfðafjárskatts og erföafjár
rikissjóðs til vinnuheimila, lög
um grunnskóla, lög um heyrn-
leysingjaskóla, lög um heil-
brigöisþjónustu, lög um ráð-
stöfun og fræðslu varðandi kyn-
lif og barneignir og um fóstur-
eyðingar og ófrjósemisaögerðir,
lög um tollskrá, byggingareglu-
gerð nr. 292/1979, reglugerð um
félagsmála- og upplýsingadeild
Tryggingastofnunar rikisins,
lög um heimilishjálp I viðlögum,
reglugerð um heimilisþjónustu
fyrir aldraöa, reglugerð um
öryrkjavinnu og reglugerð um
sérkennslu.
Tilboð um
stuðning
Fljótlega eftir að ALFA-
nefndin var skipuö, barst henni
bréf frá JC-hreyfingunni á Is-
landi. Þar segirm.a.: ,,... aö á
landsþingi samtakanna i mal
s.l. var ákveðiö, að landsverk-
efni hreyfingarinnar á starfsár-
inu 1980-1981 yrði, Leggjum
öryrkjum liö. Var þetta gert
meö hliðsjón af ákvöröun S.Þ.
um alþjóðlegt ár fyrir öryrkja ,
1981. Starfsár okkar er frá mai
til mai. Það er von okkar að
Junior Chamber tsland geti
oröið öryrkjum og samtökum
þeirra að liði með starfi sinu”.
Frímerkja-
útgáfa
ALFA-nefndin hefur ritaö
póst- og simamálastjórninni
bréf um útgáfu sérstaks fri-
merkis 19811 tilefni alþjóöaárs.
Það mál er nú til athugunar hjá
frimerkjanefnd, en Sameinuðu
þjóðirnar hafa þegar hafiö fri-
merkjaútgáfu af þessu tilefni.
Samstarf við
þingflokka
ALFA-nefndin hefur ritaö öll-
um þingflokkum bréf og óskað
eftir samstarfi við þá. Þá er
framundan mikiö starf til að
tengja saman alla þá aðila, er
hér á landi vinna að málefnum
fatlaðra. Hafin er öflun marg-
vislegra gagna og unnið er að
þýðingu ályktunar allsherjar-
þings S.Þ. um alþjóðaár fatl-
aöra ’81. Þegar þýðingin er til-
búin verður hún fjölfölduð og
send þeim, sem hlut eiga að
máli. Þá eru einnig fyrirhuguð
fundahöld með fulltrúum þeirra
félaga, sem nefndin hefur sam-
vinnu við um undirbúning al-
þjóðaársins.
Full þátttaka
og jafnrétti
Sameinuöu þjóðirnar hafa
sent frá sér margvfsleg gögn
um undirbúning alþjóðaársins.
Þar kemur m.a. fram, að
haldnar verða nokkrar alþjóð-
legar ráðstefnur um málefni
fatlaðra, en einkunnarorö árs-
ins verða „Full þátttaka og
jafnrétti”. — A hinum Noröur-
löndunum er hafinn undirbún-
ingur fyrir alþjóðaárið og hafa
borist ýmis gögn þaðan um
skipulagið.
Meö kærri kveðju.
ALFA- ’81 nefndin.