Fréttablaðið - 09.05.2007, Side 2
MARKAÐURINN 9. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
Gnúpur fjárfestingafé-
lag hefur verið að auka
við hlut sinn í FL Group
á undanförnum vikum
og fer nú með 19,55
prósenta hlut sem met-
inn er á 45,8 milljarða
króna. Frá áramótum
hefur Gnúpur fest kaup
á tæplega þriggja pró-
senta hlut og stendur
nú skammt frá stærsta
hluthafanum, Odda-
flugi Hannesar Smára-
sonar, forstjóra FL,
sem fer með 19,77 pró-
sent. Að Gnúpi standa
fjárfestarnir Kristinn
Björnsson og Magnús
Kristinsson auk fram-
kvæmdastjórans Þórð-
ar Más Jóhannessonar.
Gnúpur er „þögull hlut-
hafi“ í FL Group, það er
að félagið er ekki með
mann í stjórn fjárfest-
ingafélagsins, og þarf
því ekki að tilkynna um
viðskipti nema þau séu
flöggunarskyld. - eþa
Gnúpur nálgast Hannes
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá áramótum
365 3% -26%
Actavis 1% 23%
Alfesca 1% -5%
Atlantic Petroleum 17% 52%
Atorka Group 1% 5%
Bakkavör 1% 9%
FL Group 1% 15%
Glitnir 2% 16%
Hf. Eimskipafélagið 2% 8%
Kaupþing -1% 27%
Landsbankinn 3% 34%
Marel 2% -1%
Mosaic Fashions 6% 12%
Straumur 3% 18%
Össur -6% 1%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Í bígerð er að skrá breska lyfjafyrirtækið Hunter-
Fleming á AIM hlutabréfamarkaðinn í Lundúna-
kauphöllinni (LSE) á þessu ári, með það fyrir
augum að safna hlutafé. Fyrirtækið hóf nýlega ann-
ars fasa prófanir (Phase II) á lyfi við Alzheimer-
sjúkdómnum. Þá hefur fyrirtækið fært prófanir á
gigtarlyfi inn í bandaríska fyrirtækið Trident og á
þar 17 prósenta hlut.
Í hópi eigenda Hunter-Fleming eru allnokkrir
Íslendingar og er Ernir Snorrason, geðlæknir og
frumkvöðull í lyfjaþróun, meðal stærstu einstöku
hluthafa. AIM-markaðurinn er hliðarmarkaður
fyrir smærri félög, sambærilegur við First North-
markaði OMX-kauphallarsamstæðunnar.
Nokkrar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar
á Hunter-Fleming í kjölfar aðkomu fjárfestingar-
fyrirtækisins Advent International í fyrra. Þannig
var undir lok síðasta árs ráðinn nýr forstjóri að
nafni Miki Capaldi og stofnandinn, Jim Murray,
sem gegnt hafði starfinu gerður að forseta.
Ernir átti til skamms tíma sæti í stjórn félagsins
og kom á sínum tíma að söfnun hlutafjár hér á landi.
Hann segist binda nokkrar vonir við Alzheimer-
lyfið, en félagið sé með þrjú lyf í þróun sem lofi
góðu. Hann áréttar þó að lyfjageirinn sé í eðli sínu
áhættusamur fyrir fjárfesta. „Hins vegar er nokk-
uð ljóst að hluthafar mega vænta nokkurrar hækk-
unar á bréfunum við það eitt að félagið verði skráð.
Seinast þegar ég vissi var gengi hlutarins metið
á fjóra, en gæti stokkið í 10 til 20 við skráningu,“
segir hann, en kveðst þó ekki fyllilega sannfærður
um að lokið verði við skráningu á árinu. „Aðstæður
til skráningar á AIM voru um margt betri fyrir ári,“
bætir hann við. Á þeim tíma segir hann að einnig
hafi verið tækifæri til sameiningar við annað stórt
fyrirtæki sem ekki hafi verið gripið. „Upp úr því
ákvað ég nú að draga mig út úr stjórninni, en er
samt náttúrlega áfram inni sem hluthafi.“ Hann
segir þó ljóst að bæði Advent International og MTI
Partners Ltd., sem einnig á í Hunter-Fleming stóran
hlut, hafi hug á því að fara með félagið sem fyrst
á markað.
Hunter-Fleming var stofnað árið 1999, en snemma
á ferlinum var tekið að safna hlutafé. „Ég hefði
getað safnað meiru hér heima, en lét nægja milli
tvö og þrjú hundruð milljónir,“ segir Ernir. Nái
fyrirtæki að þróa lyf er hagnaðarvon þeirra mikil,
en þróunin og prófanaferlar hennar eru mjög kostn-
aðarsöm. Ernir segist telja skynsamlegt fyrir hlut-
hafa að bíða aðeins og sjá hvort ekki verði af skrán-
ingunni því þá megi gera ráð fyrir gengishækkun.
Takist félaginu svo að búa til lyf sem fer á markað
gæti gengishagnaðurinn orðið margfalt meiri.
Hunter-Fleming hug-
leiðir skráningu á AIM
Breska lyfjafyrirtækið Hunter-Fleming tilkynnti í apríl um
annars fasa prófanir á nýju lyfi við Alzheimer-sjúkdómnum.
Íslendingar eru meðal stofnfjárfesta í fyrirtækinu.
Greiningardeild Landsbankans
hefur sent frá sér nýtt verðmat
á Mosaic Fashions sem Baugur
Group hyggst taka yfir og af-
skrá úr Kauphöll Íslands í félagi
við aðra fjárfesta. Verðmats-
gengið hljóðar upp á 17,9 krónur
á hlut samanborið við væntan-
legt yfirtökugengi upp á 17,5 og
mælir bankinn með kaupum og
yfirvogun í Mosaic. Landsbank-
inn horfir til tólf mánaða mark-
gengis í 20,2 krónum.
„Við teljum þó að tilboðsgengið
17,5 (7% álag á lokagengi bréf-
anna hinn 3. maí) endurspegli
ekki að fullu virði félagsins,“
segja sérfræðingar hjá grein-
ingardeild Landsbankans.
- eþa
Tilboðsverð endurspeglar
ekki virði félagsins
Skuldatryggingarálag (CDS) ís-
lensku bankanna hefur lækkað
töluvert á undanförnum vikum.
Frá áramótum hefur það lækkað
um 7 til 17,5 punkta.
Í gær var álag Landsbankans
22,7 stig, Glitnis 27,5 stig og Kaup-
þings 31 stig. Nálgast þau sömu
gildi og þau voru lægst í október
árið 2005, áður en óstöðugleiki og
umræðuvandi herjaði á íslenskt
fjármálakerfi.
Hermann Þórisson, sérfræð-
ingur á Greiningardeild Lands-
bankans, segir að skuldatrygg-
ingarálagið sé einn besti mæli-
kvarðinn á þau markaðskjör
sem bankarnir standa frammi
fyrir á alþjóðamörkuðum. Álagið
mæli hvað kostar fyrir fjár-
festa að kaupa tryggingu gegn
því að útgefandi viðkomandi
skuldabréfs geti ekki staðið við
skuldbindingar sínar.
Skuldatryggingarálag Glitnis
hækkaði snarpt þegar tilkynnt
var um nýja stjórn og forstjóra
hjá bankanum. Það gekk fljót-
lega til baka en er þó rúmum
þremur punktum hærra en það
var fyrir stjórnarskiptin. „Til
skamms tíma virðist vera að fjár-
festar meti stöðuna svo að áhætt-
an sé meiri og þeir vilji meiri
ávöxtun,“ segir Hermann. „Það
kom því ekki á óvart að álagið á
Glitni skyldi hækka.“ - hhs
Kjör bankanna batna
Bandaríski álrisinn Alcoa
ætlar í fjandsamlega
yfirtöku á kanadíska ál-
fyrirtækimu Alcan, sem
meðal annars rekur ál-
verið í Straumsvík.
Óformlegt yfirtökutilboð
hljóðar upp á 33 milljarða banda-
ríkjadali, rétt tæpa 2.100 millj-
arða íslenskra króna.
Alcoa metur bréf í Alcan á 73,25
dali á hlut, sem er 20 prósentum
yfir lokagengi bréfanna í lok síð-
ustu viku. Gengi bréfa í Alcan
þaut upp um 34,5 prósent í 82,11
dali á hlut við lokun markaða
í fyrradag í kjölfarið. Bank of
America hefur uppfært
verðmat sitt á félaginu
úr 62 dölum á hlut í 82
dali og mælir með kaup-
um á bréfum álfyrirtæk-
isins. Telja greinendur
ekki ólíklegt að fleiri ál-
fyrirtæki blandi sér í baráttuna.
Alcoa og Alcan hafa átt í sam-
starfsviðræðum í tæp tvö ár. Þær
skiluðu engum árangri og afréð
Alcoa því að fara út í yfirtökuna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Alcan á Íslandi kom yfirtökutil-
boðið á mánudag á óvart og mun
móðurfélagið tjá sig um það þegar
formlegt tilboð liggur fyrir. - jab
Alcoa býður í Alcan
Gengi bréfa í breska útgáfufélag-
inu EMI hækkaði um 10 prósent
skömmu eftir opnun hlutabréfa-
markaða í Bretlandi á föstudag
eftir að félagið greindi frá því
að það ætti í viðræðum um sölu
á félaginu. Ekkert hefur verið
gefið upp um hverjir hafi hug á
að kaupa EMI.
Fyrirtækið hefur glímt við
rekstrarvanda og sendi frá sér
tvær neikvæðar afkomuviðvar-
anir á árinu auk þess sem ákveðið
var að greiða hluthöfum ekki arð.
Munu þeir vera langþreyttir á
slöku gengi fyrirtækisins. - jab
EMI kann að
verða selt