Fréttablaðið - 09.05.2007, Qupperneq 6
MARKAÐURINN 9. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR6
F R É T T A S K Ý R I N G
iðskiptabankar og fjárfest-
ingafélög voru ekki ein um að
skila methagnaði á síðasta ári.
Rekstur stórra sem smárra
sparisjóða gekk glimrandi
vel og nutu þeir hagstæðra
markaðsaðstæðna og lágra vanskila.
Fimm stærstu sparisjóðirnir, sem eru
SPRON, Byr sparisjóður, Sparisjóðurinn
í Keflavík (SpKef), Sparisjóður Mýra-
sýslu (SPM) og Sparisjóður Kópavogs
(SPK), högnuðust alls um 18,3 milljarða
króna í fyrra samanborið við átta millj-
arða króna árið 2006 og 3,4 milljarða árið
2005. Samanlagður hagnaður eykst því um
130 prósent á milli ára og ríflega fimm-
faldast frá árinu 2005. Fjórir sparisjóðir
högnuðust yfir einn milljarð króna á síð-
asta ári: SPRON (9,0 milljarðar), SpKef
(4,7 milljarðar), Byr (2,7) og SPM (1,5), en
hagnaður SPK nam ríflega hálfum millj-
arði króna.
Arðsemi eigin fjár var yfir 50 prósent
hjá öllum sparisjóðunum nema Byr þar
sem hún var 23 prósent. Hæstu arðsemi
sýndi SpKef, um 125 prósent.
Þessir fimm sparisjóðir bera höfuð og
herðar yfir aðra hvað efnahag varðar en
þess ber þó líka að geta að mikill stærðar-
munur er á milli stærstu sparisjóðanna.
Þannig er SPRON hátt í níu sinnum stærri
en SPK. Reyndar er það vafamál hvort
bera eigi aðra sparisjóði við SPRON
sem hefur stækkað gríðarlega á síðustu
tveimur árum og skilaði til dæmis á síð-
asta ári þrefalt meiri hagnaði en Lands-
bankinn árið 2003.
GENGISHAGNAÐUR VEGUR ÞUNGT
Þegar almennt er litið yfir afkomu spari-
sjóðanna á síðasta ári er ljóst að hefð-
bundinn bankarekstur bar ekki hagnað-
inn uppi heldur gengishagnaður og tekjur
af hlutabréfum og eignarhlutum í öðrum
fjármálafyrirtækjum. Þetta er athyglis-
vert þegar haft er í huga að styrkur og
sérkenni sparisjóðanna hefur legið í hefð-
bundinni bankaþjónustu fyrir einstaklinga
og lítil og meðalstór fyrirtæki. Sparisjóða-
hópurinn, sem kenndur er við Existu, sker
sig verulega frá hinum þegar reksturinn er
gerður upp. Við skráningu Exista í Kaup-
höllina í fyrra leystist gríðarlegur gengis-
hagnaður úr læðingi sem þessi hópur naut
með beinum hætti í aukningu tekna. Af
stærstu sparisjóðunum eru SPRON, SpKef
og SPM í þessum hópi.
Hreinar rekstrartekjur voru alls um 32
milljarðar króna og hækkuðu um tæp 79
prósent á milli ára. Aðrar tekjur en vaxta-
og þóknunartekjur svöruðu til 74 prósenta
af hreinum rekstrartekjum fimm stærstu
sparisjóðanna og voru alls 23,8 milljarðar
króna. Þegar horft er til einstakra spari-
sjóða liggur hlutfallið á bilinu 55-87 pró-
sent, lægst hjá Byr en hæst hjá SpKef.
Til samanburðar nam hlutfallið tæpum
þriðjungi hjá viðskiptabönkunum þrem-
ur í fyrra.
Helstu félög sem eru í eigu sparisjóð-
anna eru Icebank, Exista, Kista fjárfest-
ingafélag í eigu Exista-sparisjóða, SP Fjár-
mögnun (Byr, SpKef, SPM), VBS Fjárfest-
ingarbanki (Byr, SpKef, SPM og SPK) og
Allianz (Byr og SPK). SPRON á Frjálsa
Fjárfestingarbankann og Byr á stóran hlut
í MP Fjárfestingarbanka og þá hafa spari-
sjóðir verið iðnir við að fjárfesta í hver
öðrum. Af þessum félögum skiluðu Exista
og Icebank mjög góðri ávöxtun til spari-
sjóðanna. Ef fjármunir í þessum félög-
um yrðu settir inn á bók myndu þeir einn-
ig skila drjúgum tekjum. „Í þessu sam-
bandi er nauðsynlegt að hafa í huga að
fjárfestingar okkar í hlutabréfum nema
um 30 milljörðum í lok síðasta árs og að
þær skila ekki vaxtatekjum. Ef við seldum
þessi hlutabréf og settum andvirði þeirra
inn á reikning í Seðlabanka fengjum við
liðlega fjóra milljarða í vaxtatekjur á
ári miðað við núverandi vaxtastig,“ sagði
Guðmundur Hauksson, sparissjóðsstjóri
SPRON, á aðalfundi sparisjóðsins í mars.
Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri
Byrs, tók í sams konar streng á aðalfundi
félagsins og sagði að sparisjóðurinn hefði
fengið einn milljarð í vaxtatekjur við það
að losa um hluti í hlutdeildarfélögum.
VAXTATEKJUR DRAGAST SAMAN
Hreinar vaxtatekjur voru alls 5,9 millj-
arðar króna og drógust saman um
rúm átta prósent á milli ára. Vaxta-
munur, þ.e. vaxtatekjur að frádregn-
um vaxtagjöldum í hlutfalli af meðal-
stöðu heildarfjármagns, dróst saman eins
og víðast hvar í bankakerfinu samfara
stækkandi efnahag og breyttri samsetn-
ingu útlána. Þóknunartekjur eru ekki stór
partur af heildartekjum stærstu spari-
sjóðanna, um 2,3 milljarðar, en jukust þó
um 43 prósent á milli ára.
Sökum methagnaðar lækkar kostnaðar-
hlutfall stærstu sparisjóðanna í öllum til-
vikum nema einu. Það er óvíst að menn
sjái aftur önnur eins hlutföll og í Spari-
sjóðnum í Keflavík þar sem kostnaðar-
hlutfall nam aðeins 17,3 prósentum og um
26,4 prósentum í SPRON. Hæsta kostnað-
arhlutfallið var hjá Byr, um 40,2 prósent.
Annar rekstrarkostnaður var um 8,9
milljarðar króna og jókst um 18,5 prósent.
Byr, sem varð til með sameiningu SPV og
SPH, var eini sparisjóðurinn sem tókst að
minnka rekstrarkostnað á milli ára.
Vanskil voru í sögulegu lágmarki. Fram-
lög til afskriftarreikninga (virðisrýrnun
útlána) voru 1,1 milljarður og drógust
saman um átján prósent.
Efnahagsreikningar stærstu sparisjóð-
anna héldu áfram að tútna út á síðasta ári
eins og árin á undan. Við lok síðasta árs
stóðu eignir í 391 milljarði króna og höfðu
vaxið um 120 milljarða á árinu eða um
45 prósent. Þetta er tvöföldun frá árslok-
um 2004. SPRON er eftir sem áður lang-
stærsti sparisjóðurinn með heildareignir
upp á 185 milljarða króna sem er um
áttatíu milljörðum meira en heildareignir
Byrs, næststærsta sparisjóðsins. Auk þess
sem efnahagur sjóðanna stækkaði þá jókst
eigið fé þeirra verulega. Það stóð í tæpum
63 milljörðum króna sem er ríflega tvö-
földun á milli ára. Vaxandi hagnaður og
aukning stofnfjár hefur styrkt stóru spari-
sjóðina og miðað við nýlegar og fyrir-
hugaðar stofnfjáraukningar á árinu eykst
slagkraftur sparisjóðanna áfram.
ÁFRAM KÁTT Í KOTINU
Það er viðbúið að sparisjóðirnir muni hagn-
ast verulega á árinu, einkum þeir sem eru
í bandalagi í Existu. Frá áramótum hefur
Exista hækkað um rúm fjörutíu prósent
án þess að 100 prósenta arðgreiðsla nafn-
verðs er tekin með í reikninginn. Exista-
sparisjóðirnir áttu 12,3 prósent af heildar-
hlutafé við skráningu félagsins og eru enn
meðal stærstu hluthafa. Hópurinn hagn-
aðist samanlagt um 17,7 milljarða króna
samanborið við 6,7 milljarða árið 2005.
Auk fyrrnefndra sparisjóða eru Sparisjóð-
ur Vestfirðinga, Sparisjóður Húnaþings og
Stranda og Sparisjóður Svarfdæla í hópn-
unum en þessir þrír sjóðir skiluðu allir um
800-900 milljóna króna hagnaði. Sparisjóð-
irnir hafa sett hluta bréfa sinna inn í Kistu
fjárfestingarfélag, annan stærsta hluthaf-
ann í Existu með sex prósenta hlut sem
metinn er á yfir 21 milljarð króna. Ljóst
er að töluverður gengishagnaður hefur
orðið hjá Kistu.
Og ekki verður árið 2008 síðra ef
áform sparisjóðanna ganga eftir um
skráningu Icebank á hlutabréfamark-
að. Sparisjóðirnir hafa hagnast veru-
lega á miklum vexti Icebank á síðustu
árum, einkum vegna hækkunar á eignar-
hlut bankans í Existu. Þannig hafa allir
sparisjóðir hagnast með óbeinum hætti á
ævintýralegum vexti stærsta hluthafans
í Kaupþingi og Sampo Group. Icebank var
með eigið fé upp á tólf milljarða um ára-
mót og gæti staðið í fjórtán milljörðum í
dag. Við skráningu Icebank eru töluverð-
ar líkur að markaðsverð verði umtals-
vert hærra en bókfært eigið fé, eins og
gengur og gerist hjá fjármálafyrirtækj-
um. Stærstu eigendur Icebank eru ein-
mitt fimm stærstu sparisjóðirnir, þar af er
hlutur Byrs og SPRON samanlagt um 53,2
prósent hlutafjár.
Hagnaður af fjárfestingastarfsemi
mun þannig keyra afkomu sparisjóðanna
áfram.
Sparisjóðir í sjöunda himni
Hagnaður fimm stærstu sparisjóðanna nam 18,3 milljörðum króna í fyrra og hefur fimmfaldast frá árinu 2005. Gengishagnaður
og tekjur af eignarhlutum vógu þungt í heildartekjum og halda áfram að gera svo, þökk sé Existu og Icebank. Eggert Þór
Aðalsteinsson leit yfir rekstur stærstu sparisjóðanna í fyrra.
S A M A N B U R Ð U R Á S P A R I S J Ó Ð U N U M ( Í M I L L J Ó N U M K R Ó N A )
Hagnaður 2006 Hagnaður 2005 Breyting Arðsemi eigin fjár Hreinar rekstrartekjur Aðrar rekstrartekjur Eignir Eigið fé Eiginfjárhlutfall (CAD)
SPRON 9.010 4.092 +120% 58,7% 15.196 11.806 184.500 34.774 20,2%
Byr 2.676 1.830 +46% 23,0% 5.502 3.036 104.188 13.948 14,3%
SpKef 4.687 1.150 +308% 124,5% 7.259 6.325 47.969 9.272 14,2%
SPM 1.458 616 +137% 69,9% 2.942 1.942 33.749 3.544 11,7%
SPK 511 333 +53% 55,2% 1.173 711 21.050 1.418 11,3%
Alls 18.342 8.021 +129% 32.072 23.820 391.456 62.956
AFKOMA ANNARRA SPARISJÓÐA 2006
Hagnaður Heildar-
eignir
Sparisjóður Svarfdæla 902 3.542*
Sparisjóður Húnaþings og Stranda 819 5.568
Sparisjóður Vestfirðinga 801 9.657
Sparisjóður Vestmannaeyja 321 10.114
Sparisjóður Norðlendinga 186 12.586
Sparisjóður Bolungarvíkur 185 6.571
* Eignir sjóðsins í árslok 2005
Allar tölur í milljónum króna
G
ra
fik
a