Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 19

Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 19
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 S K O Ð U N Í loftinu hangir eftirlitsmynda- vél, stimpilklukkan er bakvið og öðru hvoru kemur eftirlitsmaður dulbúinn sem viðskiptavinur og athugar hvort afgreiðslufólkið bjóði „góðan dag“ og „má bjóða þér poka?“ Við eigum öll erfitt með að treysta, enda krefst traust þess að við veitum höggstað á okkur. Þess vegna setjum við upp eftirlitskerfi í verslunum og sláum varnagla í samningum sem teygja sig blaðsíðu eftir blaðsíðu með stóru og smáu letri. Með skilyrtum aðgerðum, ábyrgðum, tryggingum og sekt- um búum við til hvata eða refs- ingar til að koma í veg fyrir að traust okkar verði brotið. Stund- um getur það verið skynsamlegt – jafnvel nauðsynlegt – en það er alltaf kostnaðarsamt. EFTIRLIT OG FÆLNI Afgreiðslumaðurinn sem upp- lifir stöðugt eftirlit mun bjóða góðan daginn og spyrja hvort þú viljir poka – en líklega ekki bjóða meiri þjónustu en það – samn- ingamaður sem upplifir van- traust mun e.t.v. uppfylla lág- marksskilyrði samningsins en það verður erfitt að finna sveigj- anlegar lausnir sem tryggja hag beggja aðila best. Það hljómar hálf hjákátlega að vitna í vísindamenn því til stuðnings en sýnt hefur verið fram á með tilraunum (Bachar- ach, Guerra og Zizzo) það sem þú veist í hjarta þínu; að vantraust kallar á vantraust á sama hátt og traust skapar traust. Samt taka fæstir að jafnaði skynsamlegar ákvarðanir um hvort þeir eigi að treysta og tilraunir (Bohnet og Zeckhauser) sýna að við setjum flest tilfinningalegt og órökstutt álag á að treysta öðrum vegna þess að við viljum forðast þá til- finningu sem fylgir því þegar traust okkar er brotið. Við gefum ekki höggstað á okkur og miss- um af tækifærum til að skapa verðmæti í samningaviðræðum. Þetta vekur upp tvær spurn- ingar: 1) Hvernig getum við skap- að traust við samningaborðið? 2) Hvernig getum við metið hvort samningsaðili okkar er traust- vekjandi? AÐ SKAPA TRAUST Fyrsta skrefið er eins einfalt og það er áhrifaríkt; að verja tíma með samningsaðilanum. Sú hugmynd að hitta mótaðil- ann aðeins þegar deilur standa yfir (í Karphúsinu!) er fullkom- lega galin. Það eitt og sér að verja tíma í sama umhverfi og samningsaðilinn hefur áhrif og ef hægt er að finna sameigin- legan bakgrunn, hugmyndir, vini eða áhugamál þá hjálpar það. Ef hægt er að koma á óvart og styrkja tengsl með fundum og samkomum utan hefðbundinna fundastaða þá hjálpar það líka. Sterkast er að leggja sig virki- lega eftir því að skapa raun- verulega þekkingu og skilning á stöðu samningsaðilans – og ganga úr skugga um að hann upplifi að þú skiljir hagsmuni hans. Að skapa þá tilfinningu að viðskiptin séu til lengri tíma og að aðilar séu að einhverju marki háðir hver öðrum. Traust sem byggist á þekkingu er frábær grunnur að samninga- viðræðum og viðskiptasambandi og getur þróast yfir í traust sem byggist á samkennd. Þegar þess konar trausti er náð eiga samn- ingsaðilar auðvelt með að gera nýja og nýja samninga sem há- marka þau verðmæti sem hægt er að skapa fyrir hvorn um sig. Þá ríkir einlægur skilningur og tilfinning fyrir þörfum samn- ingsaðilans, gagnkvæm virðing og vilji til að ýta undir hagsmuni hins – jafnvel þó í því felist ekki ávinningur a.m.k. til skemmri tíma. Samningsaðilar ráðast þá í gagnkvæma fjárfestingu til að uppfylla þarfir beggja og leggja áherslu á heiðarleika og ábyrgð, fremur en skilyrði og refsingar. Næst: Hvernig getum við metið hvort samningsaðila okkar er treystandi og hvernig getum við auðveldað honum þá ákvörðun að treysta okkur? Aðalsteinn Leifsson lektor, kennir samninga- tækni og alþjóðavið- skipti í Háskólanum í Reykjavík. Heiðarleiki, traust, trúnaður ... hagnaður S A M N I N G A T Æ K N I Hefur vinninginn Þegar borinn var saman lestur á Markaðnum og Viðskiptablaði Morgunblaðsin í símakönnun Capacent janúar–febrúar 2007, kom í ljós að Markaðurinn hefu umtalsvert forskot hjá öllum aldurshópum. Fylgstu með Markaðnum alla dag vikunnar í hádegisfréttum Stöðvar 2 eða í VefTV á visir.is. Markaðurinn fylgi Fréttablaðinu á miðvikudögum. Horfðu á Markaðinn í símanum Í hádeginu kl 12:12 á Stöð 2 Markaðurinn á visir.is alla daga F í t o n / S Í A F I 0 1 9 9 0 2 MARKAÐURINN – VIÐSKIPTAFRÉTTIR ALLA DAGA VIKUNNAR 62% FLEIRI LESENDUR Í ALDURSHÓPNUM 18–49 ÁRA MARKAÐURINN Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni logn- mollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látun- um í Straumi-Burðarási í fyrra- sumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum? Yfirtökuáform Baugs í Mos- aic Fashions og Eyjamanna í Vinnslustöðina leggjast misvel í menn og trúi ég því varla að öll kurl séu komin þar til grafar. Mikið rosalega var ég ósáttur með það verð sem Baugur ætlar að borga fyrir Mosaic. Ég keypti skammt í útboðinu fyrir tveimur árum á 13,6 og fæ því bara 29 prósent ofan á það og sjö prósent ofan á síðasta viðskiptagengi. Hvernig voru aftur hin óskráðu lögmál um þrjátíu prósenta yfir- verð í Bretlandi? Og ætla Binni og félagar í Eyjum að læsa Guðmund Kristj- ánsson og aðra hluthafa inni á verði sem er langt undir síðasta markaðsgengi? En ég á allt eins von á því að fleiri félög verði skotspónn „yfirtökumanna“ á árinu. Maður heyrir orðróm um að FL Group hafi boðið í Atorku Group. Beið ég ekki lengi boðanna og skellti mér á vænan skammt í Atorku. Annars eru alls kyns sögu- sagnir í gangi um bankana og önnur fyrirtæki sem verður að taka með varúð. En auðvitað ber alltaf að hafa hið gamla hús- ráð spákaupmanna í hávegum að kaupa á slúðri og selja á stað- reyndum. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Slúður og fréttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.