Fréttablaðið - 09.05.2007, Qupperneq 20
MARKAÐURINN 9. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Andri Ottesen hefur tekið við
framkvæmdastjórastöðu Klaks
nýsköpunarmiðstöðvar af Jóni
Helga Egilssyni, sem tók við
framkvæmdastjórn Seed Forum
í Bandaríkjunum á dögunum.
Andri hefur kennt við Háskól-
ann á Bifröst, Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri og Háskóla
Íslands. Hann var deildarstjóri
fjárlagagerðar til atvinnumála
í fjármálaráðuneytinu í sex ár,
markaðsstjóri Hugrúnar ehf. og
stjórnarformaður fjölda fyrir-
tækja.
Andri er með doktorsmennt-
un í rekstrarhagfræði frá Inter-
national School of Management
í París, MA-gráðu frá Otaru-
viðskiptaskólanum í Japan,
MBA-gráðu frá California State
University og BA-gráðu í alþjóða-
viðskiptum og erlendum málum
frá sama skóla. - jab
Nýr yfir Klakinu
Íslenskum fyrirtækjum býðst
nú að sækja þekkingu í fræða-
samfélag MIT-háskólans í
gegnum samstarfssamning
sem Háskólinn í Reykjavík
hefur umsjón með í samstarfi
við Samtök iðnaðarins og Við-
skiptaráð.
Samstarfinu verður hleypt
formlega af stokkunum með
ráðstefnu í Háskólanum í
Reykjavík eftir helgi. Með
samstarfinu er sagt að opnist
aðgangur fyrir íslensk fyrir-
tæki að víðtæku samstarfi,
auk þess sem aðgengilegar
verði upplýsingar um nýjung-
ar, rannsóknir og verkefni sem
verið sé að vinna að. „Fulltrúar
fyrirtækja sem ganga inn í
samstarfið við HR fá einnig
aðgang að sérfræðingum og
geta sótt ráðstefnur, málþing
og aðra viðburði sem skipu-
lagðir eru innan ramma sam-
starfsins,“ segir í tilkynningu
HR.
Samstarfið fer fram á vett-
vangi svokallaðs ILP samstarfs
innan MIT en Stjórnendaskóli
HR er tengiliður samstarfsins
hér. - óká
Samstarf hafið við MIT
Nýverið sótti sendinefnd frá
samskiptaráðuneyti Kína,
CTTC, Þekkingu heim. Til-
gangur sendinefndarinnar var
að kynna sér ýmsar íslenskar
lausnir í málaflokkum stofn-
unar sinnar.
Kínversku gestirnir höfðu
sérstakan áhuga á nýrri af-
ritunarlausn, fyrir borð- og
ferðavélar, sem Þekking er að
setja á markað. Lausnin ber
nafnið Reperio, sem er lat-
ína og stendur fyrir að „finna
aftur“.
Í för með gestunum var Jó-
hann Pétur Malmquist, próf-
essor við Háskóla Íslands og
samstarfsaðili ráðgjafarfyr-
irtækisins Key West Techno-
logies. Í fréttatilkynningu frá
Þekkingu er haft eftir honum
að sérstakan áhuga Kínverj-
anna hafi vakið hversu fram-
arlega Ísland er statt í tækni á
mörgum sviðum.
Það var samstarf CTTC við
Key West Technologies sem
leiddi sendinefndina hingað til
lands. Þekking starfar einnig
með því fyrirtæki. - hhs
Kínverjar kynna sér íslenskar lausnir
Sendinefnd skoðar meðal annars Reperio-afritunarlausn fyrir tölvur.
Í haust verður ný námsleið tekin
upp í Háskóla Íslands. Um er að
ræða þjónustustjórnun á vegum
Viðskipta- og hagfræðideildar
í samvinnu við Endurmennt-
un Háskóla Íslands. „Fjallað er
um þjónustu fyrirtækja í mörg-
un námskeiðum innan viðskipta-
fræðinnar. Núna erum við búin
að taka allt það efni og safna
því saman í sérhæfð námskeið,“
segir Þórhallur Guðlaugsson,
dósent við Háskóla Íslands. „Við
teljum að mikil þörf sé á námi á
borð við þetta. Styttri námskeið
sem við höfum haldið í þjónustu-
stjórnun hafa iðulega verið vel
sótt. Ekki síst af einstaklingum
sem eru að taka við þjónustu-
stjórnun hjá fyrirtækjum.“
Námsleiðinni er einmitt sér-
staklega beint að stjórnendum
sem bera ábyrgð á þjónustu í fyrir-
tækjum og stofnunum, sérfræð-
ingum sem skipuleggja þjónust-
una og einstaklingum sem vilja
búa sig undir stjórnunarstörf
á sviði þjónustu. Námið miðast
við að nemendur geti stundað
það samhliða vinnu. Nemendur
sækja sex sérhæfð námskeið á
sviði þjónustustjórnunar á tveim-
ur misserum. Eitt námskeið verð-
ur kennt í einu og það klárað áður
en það næsta tekur við.
Fleiri nýjungar eru væntan-
legar í Háskóla Íslands í haust.
Meðal annars mun nýtt nám í
gæðastjórnun hefja göngu sína.
Endurmenntun og verkfræði-
deild HÍ standa fyrir því í sam-
einingu. „Við höfum fundið fyrir
miklum áhuga á lengra námi í
gæðastjórnun, bæði hjá fyrir-
tækjum og einstaklingum. Nám-
skeiðin okkar á sviði gæðastjórn-
unar hafa alltaf verið yfirfull og
endurtekin á hverri önn,“ segir
Hans Júlíus Þórðarson, kynn-
ingarstjóri hjá Endurmenntun
Háskóla Íslands. „Nám í gæða-
stjórnun hefur líka víða skírskot-
un og getur nýst fólki með mjög
ólíkan bakgrunn.“ - hhs
Nýjar námsleiðir
við Háskóla Íslands
Ráðstefna verður haldin 11. maí 2007 á vegum
Stjórnendaskólans og MBA náms Háskólans í
Reykjavík um þau tækifæri sem íslensk fyrirtæki
hafa til að hasla sér völl í ört vaxandi hagkerfum
Kína og Indlands.
Aðalfyrirlesari verður Dr. Pedro Videla, prófessor við
IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, en hann er einn
fremsti sérfræðingur heims í vaxandi markaðssvæðum,
sérstaklega Asíu. Ráðstefnan fer fram á ensku.
Dagskrá
13:30 – 13:40 Ávarp
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson
13:40 – 15:00 Growing Importance of China
and India in the World Economy
Dr. Pedro Videla, IESE Business School
15:00 – 15:25 Kaffihlé
15:25 – 15:50 Actavis in India and China
Jónas Tryggvason, framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs í Asíu og mið- og austur Evrópu
15:50 – 16:15 Trade Facilitation for Icelandic
Businesses in China and India
Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri
utanríkisráðuneytisins
16:15 – 16:50 Implications for Icelandic Businesses
Pallborðsumræður með fyrirlesurum og
Ásgeiri Jónssyni, forstöðumanni greiningar-
deildar Kaupþings
16:50 – 17:30 Léttar veitingar og ráðstefnulok
Ráðstefnustjóri verður Aðalsteinn Leifsson, lektor við
viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Ráðstefnan verður haldin 11. maí í Háskólanum í Reykjavík,
Ofanleiti 2, stofu 131
Ráðstefnugjald er 23.900 krónur
Félagsmenn FVH og ÍMARK fá 20% afslátt
Skráning fer fram á www.stjornendaskoli.is,
í netfangi elisabetth@ru.is eða í síma 599 6296
Indland og Kína
– nýr markaður
– ný sóknarfæri