Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 22
MARKAÐURINN
F Ó L K Á F E R L I
9. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR14
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Hinn 20. júní næstkomandi verður
formlega sett á stofn finnsk-
íslenskt viðskiptaráð í Helsinki.
Markmið þess verður að stuðla
að enn öflugri viðskiptum ríkj-
anna. Viðskiptaráðið mun halda
utan um skipulagningu viðburða
og hlutlausa upplýsingamiðlun
um viðskiptaumhverfi Íslands og
Finnlands og ný viðskiptatæki-
færi. Kristjana Aðalgeirsdóttir
arkitekt, sem búið hefur í Finn-
landi í mörg ár, mun halda utan
um starfsemi ráðsins.
Viðskiptaráðið er stofnað að
frumkvæði sendiráðsins og í sam-
ráði við íslenska hagsmunaaðila á
finnska markaðnum. „Menn hafa
talað um þetta um hríð. Nú er ein-
mitt rétti tíminn,“ segir Hannes
Heimisson, sendiherra Íslands í
Finnlandi. „Við höfum orðið vör
við gríðarlega eftirspurn eftir
upplýsingum. Það er mikilvægt að
koma á fót sjálfstæðum og óháð-
um vettvangi á borð við þennan.
Staðreyndin er sú að margir vita
ekki allt of mikið um Ísland. Þeir
þekkja ekki þær breytingar sem
hafa orðið á íslensku viðskipta-
umhverfi og efnahagsmálum á
síðustu tíu til fimmtán árum. Við
höfum því allt að vinna og engu
að tapa í því að bæta upplýsinga-
gjöfina.“
Meðal íslenskra fyrirtækja
sem þegar hafa öfluga starf-
semi í Finnlandi má nefna Kaup-
þing, Glitni og Eimskipafélagið.
Þá hafa beinar fjárfestingar ís-
lenskra félaga í finnskum fyrir-
tækjum einnig aukist verulega.
Hæst ber hlutdeild Exista í fjár-
málafyrirtækinu Sampo sem
vakið hefur gríðarmikla athygli í
Finnlandi. - hhs
Viðskiptaráð í Helsinki
Yfirtökutilboð til
hluthafa í Vinnslustöðinni hf.
Eyjamenn ehf. bjóða hluthöfum Vinnslustöðvarinnar hf.
að kaupa hlutabréf þeirra í félaginu
Tilboðið er sett fram vegna samkomulags
Seilar ehf., Öxnafells ehf., Leifs Ársælssonar,
Kristínar Elínar Gísladóttur, Gunnars Jónssonar,
Haraldar Gíslasonar, Guðrúnar Svövu
Gunnlaugsdóttur, Ólafar Elínar Gunnlaugsdótt-
ur, Ellýjar Rannveigar Gunnlaugsdóttur, Sölva-
hamars ehf., Lendingar ehf. og Sigurgeirs B.
Kristgeirssonar (hér eftir saman nefnd
„samstarfsaðilarnir”) frá 15. apríl 2007 um
stjórnun og rekstur Vinnslustöðvarinnar hf.
Samstarfsaðilarnir eiga samanlagt 50,04% af
heildarhlutafé í Vinnslustöðinni hf. og ráða yfir
samsvarandi hlutfalli af atkvæðisrétti í félaginu.
Samkvæmt 37. gr. laga nr. 33/2003 um
verðbréfaviðskipti hefur framangreint samkomu-
lag í för með sér að samstarfsaðilunum er skylt
að gera öðrum hluthöfum Vinnslustöðvarinnar
hf. yfirtökutilboð. Tilboðið er sett fram í
samræmi við VI. og VII. kafla laganna af
Eyjamönnum ehf., kt. 480307-0700, Brimhóla-
braut 34, Vestmannaeyjum, (hér eftir nefnt
„tilboðsgjafinn") sem er einkahlutafélag í eigu
samstarfsaðilanna.
Tilboðshafar
Tilboðið tekur til allra hluta í Vinnslustöðinni hf.
sem ekki eru í eigu samstarfsaðilanna á þeim
degi sem tilboðið er sett fram. Hluthafar sem
skráðir eru í hlutaskrá Vinnslustöðvarinnar hf.
við lokun markaða þriðjudaginn 8. maí 2007
munu fá sent tilboðsyfirlit, framsalseyðublað og
svarsendingarumslag.
Framangreind gögn er einnig hægt að nálgast
hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf.,
Borgartúni 19, Reykjavík. Tilboðsyfirlitið er auk
þess hægt að nálgast á vefsíðu bankans
(http://www.kaupthing.is) og í fréttakerfi OMX/
Kauphallar Íslands hf. (http://www.omxgroup.com/
nordicexchange/Markadsfrettir/Fyrirtaekja-
tilkynningar/).
Umsjónaraðili
Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. hefur
umsjón með yfirtökutilboðinu fyrir hönd tilboðs-
gjafans. Nánari upplýsingar veita verðbréfa-
ráðgjafar bankans í síma 444-7000.
Tilboðsverð
Verð samkvæmt tilboðinu er 4,60 krónur fyrir
hvern hlut, sem er sama gengi og var í síðustu
viðskiptum í OMX/Kauphöll Íslands hf. fyrir
undirritun samkomulags samstarfsaðilanna
þann 15. apríl 2007 um stjórnun og rekstur
Vinnslustöðvarinnar hf. Frá því að tilkynnt var
um fyrirhugað tilboð í fréttakerfi OMX/Kauphöll
Íslands hf. 16. apríl 2007 hefur Vinnslustöðin
hf. greitt út 30% arð til hluthafa fyrir rekstrarárið
2006 og samsvarar tilboð þetta því 4,90
krónum á hlut fyrir arðgreiðslu. Tilboðsgjafinn
og samstarfsaðilarnir hafa ekki greitt hærra
verð fyrir hlutafé í Vinnslustöðinni hf. á síðustu
6 mánuðum áður en tilboðið er sett fram.
Gildistími tilboðs
Tilboð þetta gildir frá kl. 9:00 sunnudaginn 13.
maí 2007 til kl. 16:00 mánudaginn 11. júní
2007. Verður samþykki að hafa borist
umsjónaraðila fyrir lok gildistímans. Bera
hluthafarnir sjálfir ábyrgð á því að samþykki
þeirra berist. Tilboðsgjafinn áskilur sér rétt til að
ákveða hvort samþykki, sem berast eftir að
gildistími tilboðsins er liðinn, verði tekin gild.
Afskráning
Í kjölfar yfirtökutilboðsins munu tilboðsgjafinn
og samstarfsaðilarnir fara fram á það við stjórn
Vinnslustöðvarinnar hf. að hlutabréf félagsins
verði afskráð úr OMX/Kauphöll Íslands hf.
Breska fréttastofan Reuters
staðfesti í gær að hún ætti í
viðræðum við kanadíska upp-
lýsingatæknifyrirtækið Thoms-
on Corporation, sem íhugar að
leggja fram 17,6 milljarða dala,
1.117 milljarða króna, yfirtökutil-
boð í fyrirtækið. Gangi það eftir
mun sameinað fyrirtæki fá nýtt
nafn, Thomson-Reuters.
Thomson rekur meðal annars
fréttaveituna AFX en hefur á
prjónunum að stækka við sig.
Segir breska ríkisútvarpið að
fréttastofa Reuters falli vel inn
í starfsemina. Thomson sé efni-
legur kaupandi. Það búi yfir góðri
lausafjárstöðu og geti félögin í
sameiningu orðið sterkt mótvægi
við keppinaut þeirra, bandarísku
fréttaveituna Bloomberg.
Orðrómur um hugsanlega yfir-
töku á Reuters kom upp á föstu-
dag og skaust gengi fyrirtæk-
isins upp um 25 prósent í kaup-
höllinni í Lundúnum í Bretlandi.
Af þessum sökum afréðu stjórn-
ir beggja fyrirtækja að greina
hluthöfum frá stöðu mála til að
koma í veg fyrir óvissuástand.
Fréttin varð til þess að hækka
gengið enn frekar í dag en þá fór
það upp um 6,7 prósent í kaup-
höllinni.
Tilboð Thomson hljóðar upp á
352,5 pens á hlut auk hlutabréfa í
fyrirtækinu. Reuters metur bréf-
in hins vegar á 697 til 705 pens á
hlut. Til samanburðar stóð það í
642 pensum á hlut í gær. - jab
Sameining fréttastofa
í vændum? ERIK DAVIDEK er nýr ritstjóri vefsvæðis Iceland Express á ensku, www.iceland-express.com. Hann hefur BA-gráðu í
sögu og félagsfræði frá Eastern Michigan
University auk kennsluréttinda. Hann
starfaði við kennslu í fimm ár, einnig hefur
hann unnið hjá Car and Driver magazine
við reynsluakstur og blaðamennsku og
sem ritstjóri hjá Nordic eMarketing. Í starfi
vefritstjórans felst m.a. ritstjórn fréttabréfs
fyrir erlenda netklúbbinn, umsjón með
ensku bloggi Iceland Express og ritstjórn
efnis á www.icelandexpress.com.
ÞORVARÐUR GOÐI VALDIMARSSON er nýr
verkefnastjóri Express-ferða, ferðaskrif-
stofu Iceland Express. Hann stundaði nám
í Háskólanum í Óðinsvéum þaðan sem
hann lauk BA-prófi í viðskiptafræði árið
2000 og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum
2005. Þorvarður Goði vann við markaðs-
og sölustýringu hjá Come2Scandinavia
í Kaupmannahöfn 2005-2006 og hjá Lífís
2006-2007. Í starfi verkefnastjórans felst
m.a. skipulag og umsjón með fótbolta-
ferðum, formúluferðum, tónleikaferðum,
golfferðum og öðrum sérferðum á vegum
ferðaskrifstofunnar. Express-ferðir er nýleg
ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í ferðum á
viðburði á áfangastöðum Iceland Express.
Mikil spenna var á árlegum hlut-
hafafundi bandaríska fjárfest-
ingarfélagsins Berkshire Hatha-
way í Nebraska-ríki í Bandaríkj-
unum á laugardag en búist er við
að forstjórinn aldni Warren Buff-
ett sem í mörg ár hefur verið
annar ríkasti maður heims, til-
nefni eftirmann sinn á næstunni.
Fundurinn byrjaði á léttum
nótum en söngvarinn Jimmy
Buffett opnaði fundinn með
söng. Buffett sagðist fjarskyld-
ur ættingi milljarðamæringsins
og sagði að vegna skyldleikans
hefði verið ákveðið að halda for-
stjórastólnum innan fjölskyld-
unnar og því myndi hann taka við
af frænda sínum. Að því loknu
tók hann lag um fjárfestingar-
félagið og þau fyrirtæki sem
heyra undir það.
Að söngnum loknum steig hinn
76 ára Warren Buffett á svið.
Vísaði hann skyldleikanum á bug
og sagðist ekki vera á förum
í bráð. Buffett gerði því næst
grein fyrir afkomu sjóðsins sem
skilaði 2,6 milljarða dala, 165
milljarða króna, hagnaði á fyrsta
ársfjórðungi, sem er tólf pró-
sentum meira en á sama tíma í
fyrra. Að þessu loknu kom Buff-
ett að vali á forstjóra sjóðsins en
hann er talinn ætla að ráða þrjá
til starfans. Buffett er um þessar
mundir að fara yfir umsóknir um
stöðu eftirmanns síns en á milli
600 til 700 umsóknir hafa borist í
hús. - jab
Styttist í val á eftir-
manni Buffetts