Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 24
Þeir eru orðnir fáir hér á landi sem þora að lesa búlgörsku dag- blöðin án þess að setja upp fyrir- varalesgleraugun. Ástæðan eru þær misvísandi og oft á tíðum beinlínis röngu fregnir sem blöðin fluttu af sölu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 65 pró- senta hlut í búlgarska símafyrir- tækinu (BTC), sem gekk í gegn í síðustu viku. Í fyrsta lagi römb- uðu blöðin ekki fyrr en rétt undir lok undirskriftar á kaupsamningi hver hugsanlegur kaupandi var auk þess sem fjárhæðirnar ruku til og frá eins og lauf í vindi. Fréttaflutningur sem þessi er náttúrlega óhæfa enda setur það mikla pressu á upplýsingafull- trúa fyrirtækja, sem þurfa að hringja trekk í trekk í fjölmiðla víða um heim og leiðrétta, oft að því er virðist skáldaðar fréttir, sem farið hafa óhindrað fram. Varhugaverð Búlgaríublöð 55-60 150 13,8 Gutenberg Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 545 4400 Fax 545 4401 www.gutenberg.is Gutenberg er leiðandi prentfyrirtæki á Íslandi. Við höfum yfir 100 ára reynslu í prentiðnaði og allan þann tíma höfum við lagt áherslu á að vera fremst á okkar sviði. Hver viðskiptavinur fær þá þjónustu sem hann þarfnast hjá Gutenberg. Þarfir hvers og eins eru mismunandi en þú getur verið viss um að fá úrlausn þinna mála hjá okkur. Sköpun þín verður áþreifanleg hjá Gutenberg Gerum það rétt, og gott betur Hversu hátt stefnir þú? Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is H im in n o g h af / S ÍA – 9 0 7 0 3 5 4 HEFÐBUNDNA SAFNIÐ 20,8% ávöxtun 50% 50% Nýfallinn dómur yfir forsvars- mönnum Baugs hefur vakið held- ur minni athygli í erlendum fjöl- miðlum en einhver kynni að hafa vænt. Þannig er töluvert meira fjallað um yfirtökutilboð Baugs í hlutabréf Mosaic Fashions og mögulega afskráningu af mark- aði. Berlingske Tidende gerði þó dóminn að umfjöllunarefni og titlaði Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra Baugs „viðskiptamann og glaumgosa“ í fyrstu máls- grein og minnti á að í Danaveldi væri hann helst þekktur fyrir kaupin á Magasin, Illum, Merlin og Keops. Þá er í niðurlaginu áréttað að Jón Ásgeir sé stór- tækur víðar, í Bretlandi hafi hann fest kaup á margfalt stærri verslanakeðjum en Magasin hinu danska, „á líkan máta og meðalmaðurinn keypti sér ís“. Spurning hvort þar sé fjárfest- ingarstefna vænleg til árangurs, eða hvort skrifin kunni að vera lituð af einhverjum fordómum? Skrifað um glaumgosann B A N K A H Ó L F I Ð Hinn heimskunni fræðimaður Geert Hofstede er væntanlegur til landsins. Áralangar rannsóknir hans sýna að stjórnunarstíll er afar misjafn eftir uppruna stjórnenda. Viðskipta- og hag- fræðideild HÍ stendur fyrir ráð- stefnu á fimmtudaginn þar sem Hofstede verður heiðursgestur. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann muni taka undir þær raddir að einstakri frumkvöðlamenn- ingu Íslendinga sé að þakka að útrásarvíkingum vorum gengur jafn vel og raun ber vitni. Gúrú að koma

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.