Tíminn - 09.03.1980, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.03.1980, Blaðsíða 19
Sunnudagur 9. mars 1980 23 Norðurlandaráð: Hröð af- greiðsla mála í lokin Tuttugasta og áttunda þingi Noröurlandaráös var slitið á föstudaginn var. Timaskortur setti nokkurn svip á afgreiöslu mála á siöasta degi þings- ins, en nauðsynlegt_ var aö ljúka þinghaldinu fyrir klukkan 15., þar sem erlendu fulltrúarnir hugöust halda á brott strax siö- degis. Sem dæmi um timahrakið má nefna aö forseti brá eitt sinn út af reglu þingsins um atkvæöa- gFeiöslu með nafnakalli og lét þingfulltrúa greiöa atkvæði um meö handauppréttingu. Skemmtilegasta aögerðin til aö flýta afgreiöslu mála i gær var samt ákvöröun Gabriel Romanus frá Sviþjöö, sem átti að tala fyrir tillögu um athugun á borgarmál- efnum, um aö láta sér nægja að veifa skrifaöri ræöu sinni framan i þingfulltrúa! Efnahagsmál settu meginsvip á umræður þingsins i gær. Tekið var fyrir álit efnahagsnefndar- innar, og urðu snörp orðaskipti um hlutverk Norræna fjárfesting- arbankans. Þá var nokkuð rætt um iönaðar og orkumál. Innan um alvarlegu málin voru svo önnur kynlegri. Þar á meðal var tillaga um aukna neyt- endavernd við framleiöslu lása. Stefán Jönsson gerði grin að þess- ari tillögu, og sagði aö ef gera ætti norrænt átak i bættri lásafram- leiðslu þá ætti Norðurlandaráö auðvitaö að taka upp samvinnu viö innbrotsþjófa, og gjarnan að kalla saman ráöstefnu lyklasmiöa og innbrotsþjófa. Lagði Stefán til, meö stuöningi flestra islensku fulltrúanna, að málihu yröi visaö til nefndar, en sú tillaga var felld. Aöur en þinghaldinu lauk kvaddi Knud Enggaard úr sendi- nefnd Dana sér hljóðs, þakkaöi Islendingum fyrir gestrisnina, og bauö til næsta þings aö ári i Kaup- mannahöfn. Var boöið þegið meö lófaklappi. Þinginu sleit siðan forseti þess, Matthias A. Mathiesen, og þakk aöi hann fulltrúum og starfsfólki samstarfið. Yísnagátur Viö höldum i dag áfram með visnagátumar, sem byrjaö var á siöasta sunnudag. Hafi einhverj- ir, sem reyndu aö ráöa þær, kom- ist aö réttri niöurstööu, þá er vel. Hafi ekki tekist aö sjá i gegn um orðaleikana, þá er þess aö minn- ast, aö ekki fellur tré viö fyrsta högg. Visurnar, sem birtast I dag, eru svo látandi: 3. Heiti græöis, guma jafnvei lika. A mér liggur langa nótt. Legiö viö — og þaöan sótt 4. Hún er prýöi sumra seggja. Sum er ljós, en önnur dökk. Mjög var langt á milli tveggja, þá maöur kunnur yfir stökk Þessar gátur tvær ættu að vera viðráöanlegar, þótt hinar fyrstu kunni að hafa veriö strembnar. Annars voru lausnarorö þeirra, sem birtust á sunnudaginn: Gos — húnn. Form og gæði Furuhúsgögn f Nýborg BORÐSTOFUSKENKUR KR. 228.780.- ÁRMÚLA 23 SÍMI 86755 Nýborg cpþ Duor'ikir' A\/Ani in BYGGINGAVORUR Guðbjörn Guðjónsson heildverslun Kornaqarðl 5 — simi 85677 Festur á þrítengi dráttarvélar Vinnslubreidd: 215 cm Frákast: 10-30 m 1 SNJO- BLÁSARI NÝ FRAMLEIÐSLA HJÁ í^~~THIBSffYMHllf MILLIVEGG J APLÖTUR sem eru léttari og sléttari og nákvæmari Nýjar vélar af fullkomnustu gerð. Sjálfvirkni tryggir jöfn gæði og ná- kvæmt mál á plötum. Efnið er Hekluvikur og hraðsement. Alltaf til á lager tilbúið á brettum. Þykktir: 5—7 og 10 cm. Stærð: 50X50 cm. Hagstætt verð. Á hverju bretti eru 60 plötur og er beim haldið saman með plast- böndum. Brettin fylgja plötunum kaupanda að kostnaðarlausu. Plöturnar eru einnig seldar í stykkja- tali. Mun auðveldari meðferð og flutn- ingur tryggir húsbyggjanda minnsta fyrirhöfn. Flutt á byggingarstaó gegn vægu gjaldi. Betri vara sem tryggir hag- kvæmni og afköst í byggingar- iðnaðinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.