Tíminn - 20.03.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.03.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. mars 1980 3 Ferðafélagið Útivist var stofnað 23. mars 1975 og hefur þvi starfað i fimm ár um þessar mundir. Stofnfélagar voru rúm- lega 50 og nú er félagatalan um 1400. A þessum árum hafa veriö gefin út fimm ársrit, sem bera nafnið Útivist 1-5.1 þessum ritum er blandað efni, ferðasögur, leiðalýsingar, greinar sögulegs efnis, þættir um blóm og steina o.s.frv. Ritin eru mikið mynd- skreytt, einkum er mikið lagt I lit- myndir, allt upp i 46 litmyndir á hverju riti. Enn er litilsháttar óselt af þessum 5 ársritum og nýir félagar geta eignast þau fyrir samtals 15 þúsund krónur meöan upplag endist. Þetta er ekki hátt bókaverð i dag. ferðalaga og var fyrsta ferðin farin á Keili 6. april 1975. 71 þátt- takandi var I þeirri ferð. Ýmsar nýungar voru teknar upp svo sem kræklingaferðir, stjörnuskoðun, tunglskinsgöngur o.fl., auk ai- mennra náttúruskoðunar- og hreyfingarferöa. Einnig hefur verið efnt til utanlandsferða, enda et ferðastarfsemin ekki endilega bundin við Island skv. lögum félagsins og var það ný- mæli hjá sliku félagi. Farnar hafa veriö ferðir til Grænlands, Fær- eyja, Noregs, Þýskalands, ír- lands og jafnvel flugferö yfir Norðurpólinn með viökomu á Svalbarða. Tvær afmælisferöir verða farn- ar um næstu helgi. önnur er Strax I upphafi var efnt til Framhald á bls 19 10 milljarða gjald- eyristekjur af túristum HEI — 1 nýjasta fréttablaöi Ferðamálaráös er rætt um að landkynning hafi langtum viö- tækara gildi en -eingöngu sem hvatning til erlendra ferðamanna að heimsækja Island. Landkynn- ing geti einnig, sé rétt á haldið, stutt við sölustarfsemi islenskra fyrirtækja erlendis. 1 fréttabréfinu kemur fram gagnrýni á skilningsskort stjórn- valda á gildi landkynningar, sem sé svo fullkominn að helsta ráð yfirvalda við efnahagskreppu sé að skera niður fjármagn til þessa liöar. Bendir Bjarni I. Arnason, form. SVG m.a. á, að ,,inn- flutningur” erlendra ferða- manna, sem kaupa þjónustu og landbúnaðarvörur fullu verði, án styrkja og útflutningsbóta, aö viðbættum söluskatti hafi skilað 10,3 milljöröum rkóna I erlendum gjaldeyri á árinu 1978. Sé þar um að ræða svipaða fjárhæð og heildarútflutningur Islenskra iðnaðarvara (að áli undanskyldu) nam á þvi ári. Ferðamannaþjón- usta, sé þvi gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, en forsenda fyrir að fá hingað erlenda ferðamenn, sé landkynning. Þeir Nikolaj P. Kúdrjavtsév, að-toðarfiskimálaráðherra Sovétrikjanna, Viktor Pavlov, sendi- ráðsritari, og Arnold K. Meri.l á afmælissamkomunni sl. sunnu-l: 30 ára AM — 30 ára afmælis MÍR, Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarrikjanna, var minnst á siödegissamkomu I Þjóðleik- húskjallaranum sl. sunnudag, 16. mars. Samkoman var fjölsótt, en meðal gesta voru Nikolaj P. Kúdrjatsév, aðstoöarfiskimála- ráöherra Sovétrikjanna og for- maður félagsins Sovét- rikin-tsland og Arnold K. Meri, fyrrum aðstoöarkennslumálaráð- herra einstneska sovétlýöveldis- ins og núverandi formaöur Vin- áttufélagsins i Eistlandi. A- varpaði fyrrnefndi gesturinn samkomuna og flutti MIR af- mæliskveðjur og gjafir frá Sam- bandi sovéskra vináttufélaga og fleirum. Skeyti barst frá vináttu- félaginu I Armeniu, Mikhail N. Streltsov, ambassador Sovétrikj- anna á Islandi flutti ávarp og kveðjur sendiráðsins og Geir Kristjánsson, skáld, las upp úr þýöingum sinum á ljóðum Maja- kovskis. Elin Sigurvinsdóttir, óperusöngkona söng einsöng við undirleik Agnesar Löve. Formaður MIR, Ivar H. Jóns- son, stjórnaði afmælissamkom- aðstoðarkennslumálaráðherra afmæli unni og rakti nokkra þætti i sögu félagsins. MIR var stofnað hinn 12. mars 1950 og i fyrstu stjórn voru þeir Halldór Laxness, forseti og Þór- bergur Þóröarson, varforseti. Starfiö var öflugt i upphafi og deildir stofnaðar viða um land, en þetta var á timum kalda striðsins og mátti heita aö öll menningar- samskipti viö Sovétrikin á þess- um árum væru til komin fyrir forgöngu félagsins, en margir mætir listamenn og fyrirlesarar voru fengnir hingað um þetta leyti. En timarnir breytast og eftir þvi sem samskiptin við Sovétrikin færöust meira yfir á hendur þess opinbera, varð hlut- verk félagsins öðru visi og varla eins brýnt og var starfið dauft um nokkurt skeið. A 25 ára afmæli félagsins var gerður samningur um gagn- kvæmt samstarf milli MIR og Sambands sovéskra félaga vináttu og menningartengsla við útlönd og félagsins Sovétrik- in-Island hinsvegar. I samræmi viö samninginn frá 1975 hafa sföan árlega veriö gerð- ar starfsáætlanir, þar sem einn eistneska sovétlýðveldisins MÍR veigamesti liöurinn hefur jafnan veriö tengdur „Sovéskum dög- um” með þátttöku frá einu hinna 15 sovétlýövelda hverju sinni. A þessum „Sovésku dögum” undanfarin ár hafa verið kynnt sérstaklega meö sýningum, fyrir- lestrum og þátttöku listafólks fjögur af hinum 15 lýðveldum Sovétrikjanna: Armenía, Lett- land, úkranina og Kazakhstan. Að lokinni afmælissamkomu MIR á sunnudaginn, 16. mars, var undirrituö samstarfsáætlun fyrir áriö 1980, en þar er m.a. gert ráð fyrir aö „Sovéskir dag- ar” verði haldnir I október og sér- staklega helgaðir eistneska sovét- lýöveldinu. Kemur góöur hópur gesta frá Eistlandi hingað I tilefni daganna. Undanfarin 5 ár hefur MIR leigt húsnæði aö Laugavegi 178 i Reykjavik. Um næstu mánaöa- mót flytur félagið að Lindargötu 48, 2. hæð, og er gert ráð fyrir að það verði tekiö I notkun um eöa eftir miðjan aprilmánuð. Aðal- fundur MIR veröur haldinn þar sunnudaginn 20. april kl. 3 siðdeg- is. Eriendur Einarsson, formaður bankaráðs Samvinnubankans i ræðustól á aðalfundi bankans. Erlendur ásamt framkvæmdastjórunum Hirti Hjartar og Viihjáimi Jónssyni voru endurkjörn- ir i bankaráðið. Til vara voru kjörnir Haligrimur Sigurðsson, Hjalti Pálsson og Ingólfur Ólafs- son. Innlán í Samvinnubankanum jukust um 70,5% á s.l. ári: Yfirlögregluþjónar stofna félag JSS — Stofnað hefur veriö nýtt félag, Félag yfirlögreglu- þjóna. Telur þaö 26 félaga og er tilgangurinn meö stofnun þess að halda kynningu yfirlög- regluþjóna og vinna aö menningar- og hagsmunamál- um þeirra. Fyrstu stjórn félagsins skipa: formaður, Gisli Guömundsson Rannsóknarlögreglu rikisins, ritari, Guðmundur Hermanns- son Reykjavik, gjaldkeri, Jón Guðmundsson Selfossi. 1 varar- stjórn eiga sæti: Páll Eiriksson Reykjavik, Ólafur K. Guðmundsson Hafnarfirði, og Benedikt Þórarinsson Kefla- vikurflugvelli. Félagsmenn hins nýstofnaöa Félags yfiriögregluþjóna. A myndina vantar sex félagsmenn. HEI — Heildarinnián Samvinnu- bankans námu rúmum 17 mill- jörðum kr. í árslok 1979 og höfðu þá aukist um röska 7 milljaröa frá fyrra ári, eöa um 70,5%. Ariö áður var samsvarandi aukning 45,4%. Þetta kom fram I skýrslu bankastjóra á aðalfundi bankans sem haldinn var 15. mars s.I. Spariinnlán jukust á árinu um 72,1% og námu i árslok rúmum 80% af heildarinnistæðum. Nær helmingur af spariinnlánunum voru á vaxtaaukareikningum. Heildarútlán námu nær 12,9 milljörðum i árslok og höfðu auk- ist um tæp 65% á árinu. Skipting útlánanna var þannig: Vixillán 18%, yfirdráttarlán 9,7%, alm. verðbréfal. 13,9%, vaxtaaukalán 37,2% og afuröalán 21,2%. Inneign á viöskiptareikningi við Seðlabankann nam 1.243 millj. i árslok 1979. Inneign á bundnum reikningi nam hinsvegar 3.789 millj. kr. Inneign Samvinnubank- ans hjá Seðlabanka umfram end- urseld lán var 3.069 millj. kr. um áramót. 1 skýrslu Erlendar Einarsson- ar, form. bankaráðs, kom fram, aö þróun peningamála hjá inn- lánsstofnunum mætti teljast nokkuð gób. Innlánsaukning hefði aldrei verið meiri og rekstraraf- koma væri góð. A hinn bóginn hefðu sett útlánatakmörk farið úr böndunum, vegna örra verðlags- hækkana. Kvað formaður horfur i efnahagsmálum vægast sagt ekki bjartar nú i ársbyrjun. Vonaöi hann að stjórnvöld og þjóðin öll, tejdu það skyldu sina, að stuðla að ráðstöfunum til að hemja efna- hagsvandann. Menn ættu aö skilja, að verðbólga hér á landi atvinnurekenda að áliti Erlendar Einarssonar væri komin yfir hættumörk og lækkun hennar næðist ekki nema meö einhverjum fórnum. Framkvæmd vaxtastefnunnar, áleit formaður aö væri komin f blindgötu, svo sem stjórnvöld heföu réttilega komið auga á. Eins og stööu atvinnuveganna væri nú háttaö, gætu verðtrygg- ingarákvæðin ekki oröiö raunhæf nema að veröbólgan lækkaði. Þá ræddi formaður um breyt- ingu á afgreiðslutima banka og sparisjóöa á s.l. ári og taldi, aö með tilliti til óánægju launþega og atvinnurekenda, virtist rik ástæöa til að endurskoða nýsettar reglur um opnunartlma. Samvinnubankinn starfrækir nú 12 útibú og 2 umboðsskrifstof- ur utan Reykjavikur auk tveggja útibúa I Reykjavík, svo af- greiöslustaöir hans eru nú 17. Nýjasta útibúiö var opnaö I júli s.l. á Svalbarðseyri. Yfirtók það Framhald á bls 19 FIMM ARA Rík ástæða til end- urskoðunar á opnun- artíma banka — vegna óánægju launþega og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.