Tíminn - 20.03.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.03.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. mars 1980 5 Umræður í borgarstjórn um endurskoðun aðalskipulags: Eignarnám Keldnalands kostar 4 Kás — A siBasta borgar- stjórnarfundi tóku borgarfull- trUar sér litlar sjö klukku- stundir til eldhúsdagsumræ&na um skipulagsmál borgarinnar, vegna tillögu skipulagsnefndar um aB endurskoöa einn þátt endurskoöaös aöalskipulags Reykjavikur frá 25. april 1977, sem fjallar um ný byggingar- svæöi. TiQaga skipulagsnefndar er á þessa leiö: „Viö athugun Borgarskipu- lags Reykjavikur hefur komiö i ljós, aö veigamiklar breytingar hafa oröiö á ýmsum forsendum hins endurskoöaöa aöalskipu- lags, sem samþykkt var i borgarstjórn 25.4. 1977. 1 þvi sambandi vekur nefndin sér- staklega athygli á eftirfarandi: Ibúaspáin frá 1976, sem áætlanageröin byggir á, er skv. nýrri spá Borgarskipulags of há og var 1977 3.000 Ibúum yfir þá- verandi Ibúafjölda og yröi i lok skipulagstimabilsins um 15.000 ibúum of há. Skv. nýjustu spám má búast viö aö ibúafjöldi 1995 veröi svipaöur og hann er i dag. Áætlanagerö um landþörf helstu landnotkunarþátta, umferöar- álag og atvinnuþróun veröur þvi aöteljast hvila á ótraustum for- sendum ef ekki yröi tekiö tiUit til áöurgreindrar þrdunar i fólksfjölda borgarinnar. Varöandi ný byggingarsvæöi, þá hefur komiö i ljós viö athug- un Borgarskipulags, aö þau muni ekki rúma þann Ibúa- fjölda, sem ráö hefur veriö fyrir gert og miöaö viö þá stefnu- mörkun um tegund byggöar sem lögö hefur veriö til grund- vallar skipulaginu, þ.e. þétt lág byggö. Ein orsök þess er sú aö margt bendir til þess aö tvö 5.000 Ibúa-hverfi geti falliö brott, þar sem samningar hafa ekki náöst um landssvæöi i eigu Keldna. Þetta þýöir verulega breytingu á fjárhagsgrundvelli allra stofiifjárfestinga frá þvi sem fram til þessa hefur veriö reiknaö meö. Þá vekur nefndin athygli á breyttum viöhorfum, sem skapast hafa til vatns- verndunarmarka vegna nýrrar vatnsöflunar meö borunum á Heiömerkursvæöinu. Meö breytingum á vatnsvemdunar- mörkum geta opnast nýir möguleikar til þróunar byggöar i austur. Þá má til nefna nýleg kaup borgarinnar á hluta af landi jaröarinnar Reynisvatn, sem eölilegt má teljast aö komi til álita varöandi framtiöarbyggö. Skipulagsnefnd telur óhjá- kvæmilegt aö tillit sé tekiö til ofangreindra atriöa og felur þvi Borgarskipulagi aö endurskoöa þannþátt aöalskipul. Reykjav., er fjallar um ný by ggingarsvæöi og veröi því lokiö i mai n.k. Jafiiframt og I framhaldi þar af veröi könnuö þau áhrif, sem þetta kann aö hafa á aöra þætti aöalskipulagsins”. „Hneyksli” hvernig ihaldið stóð að stað- festingunni Siguröur Harðarson, for- maöur skipulagsnefndar, fylgdi tiUögunni úr hlaöi. Hann sagöi m.a.: „Eins og samþykkt skipu- lagsnefndar ber meö sér, felur nefndin Borgarskipulagi aö endurskoöa aöalskipulag fram- tiöarbyggingarsvæöa meö tiUiti til ákveöinna brey tinga, er oröiö hafi á ýmsum forsendum og aö- stæöum. Ennfremur er stofnun- inni faliö aö kanna þau áhrif, sem þessi endurskoöun og breyttar forsendur kunna aö hafa á aöra þætti skipulagsins. 1 raun er hér um aö ræöa fram- hald þeirrar endurskoöunar aöalskipulagsins er hófst á ár- unum 73-74 og „lauk” formlega meö samþykkt borgarstjórnar 25.4:77. Þaö liöu þvi 10 ár frá þvi aö Aöalskipulag Reykjavikur milljarða 62-83 var samþykkt I borgar- stjórn og þangaö til samþykkt var endurskoöun á þremur þátt- um þess I apríl 1977. Skv. skipu- lagslögum heföi þeirri endur- skoöun átt aö ljúka á árinu 1972, en þau kveöa á um, aö aöal- skipulag skuli endurskoöa eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Endurskoöun aöalskipulags- ins, eöa réttara sagt hluta þess, stóö yfir nær allt siöasta kjör- timabil og mikil vinna innt af hendi I þvi sambandi, bæöi af hálfu starfsmanna þróunar- stofnunar og ráögjafa hennar sem og kjörinna fulltrúa. Veiga- mesta ástæöan fyrir þvi, aö vinnan reyndist svo umfangs- mikil var sú, aö litiö sem ekkert haföi veriö gert til þess aö viö- halda, þeim grundvallargögn- um, sem lágu til grundvallar fyrri vinnu viö aöalskipulagiö. Þvi varö aö byrja svo til frá grunni viö gagnasöfnun og undirbúning. Þann 28.4.77 sendir siöan borgarritari bréf til skipulags- stjórnar rikisins, þar sem hann fyrir hönd borgarinnar óskar staöfestingar á þremur þáttum Sigurður Harðarson. Fyrri hluti aöalskipulagsins, þ.e. tilhögun framtiöarbyggöar, endurnýjun eldri hverfa og gatnakerfi aöal- skipulagsins. Eftir aö skipulagsstjórn haföi haldiö6 fundi um aöalskipulagiö og beöiö um fleiri upplýsingar og formlega greinargerö var greinargeröin loks lögö fyrir 7. fund skipulagsstjórnar um mál- iö, þann 19.4.78 — réttu ári eftir samþykkt borgarstjómar. Áöur haföi á fundi skipiúagsstjórnar þann 29.6.77 veriö lagt fram kort er meö brotnum linúm sýndi breytingar frá fyrra aöalskipu- lagi.Þess má geta, aö þetta kort hefur aldrei veriö sýnt I skipu- lagsnefnd, né heldur var greinargeröin sýnd þar fyrr en hún var lögö fyrir skipulags- stjórn. A fundi skipulagsstjórn- ar þann 21. júni 78, var loks ein- um starfsmanni skipulags rikis- ins faliö aö gera yfirlit yfir helstu þætti skipulagsins og leggja fyrir skipulagsstjóm. Siöast en ekki sist ber þess aö geta, aö skipulagsstjórn sætti sig ekki viö þaö kort, sem aöal- skipulagstillögunni fylgdi og geröi kröfu um aöra gerö korts og skyldi þaö vera prentaö. Þaö veröur þvi ekki sagt aö mikill glæsibragur hafi rikt yfir vinnubrögöum þáverandi meirihluta viö öflun hinnar langþráöu staöfestingar og veröur þvi ekki betur lýst en meö oröinu hneyksli. kr. Þannig stóöu málefni aöal- skipulagsins þegar nýr meiri- hluti tók viö aö afloknum kosningum. Þegar hinn nýi meirihluti tók viö um mitt sumar 78, var veriö aö undirbúa gerö landnotkunar- korts auk þess, sem unniö var aö gerö greinargeröar um um- feröarforsögnina, lauk henni i febrúar 79. Þaö kom fljótlega i ljós, aö sú tegund korta, sem veriövar aövinna meötil undir- búnings prentunar mundi ekki henta þeim tilgangi, þar sem lit- ir mundu ekki koma út réttir vegna hins dökka grunns auk þess sem nær illmögulegt var aö afmarka landnotkunarmörk af þeirri nákvæmni, sem krefjast veröur af lögformlegu plaggi. En samtfmis var unniö aö ýms- um öörum málum á þróunar- stofnun, er vöröuöu grund- vallarforsendur aöalskipulags- ins og má þar til nefna sem dæmi nýja ibúaspá. Af þessum ástæöum og þvi, aö fyrir dyrum stóö aö ráöa nýjan forstööu- mann Þróunarstofnunar, sam- þykkti skipulagsnefnd aö biöa átekta meö prentun land- notkunarkorts. Hinn nýi for- stööumaöur hófst fljótlega handa viö aö kynna sér efni og stööu hins endurskoöaöa aöal- skipulags ásamt starfsmönnum sinum, og þá sérstaklega þaö atriöi hvort ávinningur væri aö þvi fyrir borgina aö halda áfram undirbúningi aö staöfest- ingu þess. Viö þá könnun kom ýmislegt i ljós, sem dró til þeirr- ar niöurstööu stofnunarinnar, aö þar sem ýmsir annmarkar væru þar á auk þess sem ýmsar forsendur væru breyttar svo verulega, væri ekki sjáanlegur ávinningur aö staöfestingu aöalskipulagsins. Eins og fram kom hér I byrj- un, hefur meirihluti skipulags- nefndar lýst sig sammála megin niöurstööum borgarskipulags. Telur meirihlutinn aö svo veiga- miklar forsendur séu þegar brostnar, aö ekki sé ástæöa til þess aöeyöa dýrmætum tima og starfskrafti i þá vinnu, sem til þyrfti aö koma ef af staöfestingu ætti aö veröa — auk þess sem ekki veröur séö hvaö staöfesting sem slik færi okkur nær þvi aö komast aö endan- legri niöurstööu i þeim skipu- lagsmálum, sem nú eru til um- fjöllunar. Þvert á móti telur meirihlutinn, aö timanum sé betur variö meö þvi aö byrja þegar aö vinna út frá breyttum aöstæöum og stefna aö staöfestingu þegar ljóst er hvaöa áhrif þær muni hafa á aöalskipulagiö. 3-4 milljarða kostar að taka Keldnaland eignarnámi Aö þvi búnu vék Siguröur máli sinu aö þeirri tiUögu skipulags- nefndar sem tU umræöu var, þ.e. aö endurskoöa þann þátt aöalskipulagsins er fjallar um framtiöarbyggingarsvæöi. Sagöi hann aö rauöi þráöurinn i málflutningi minnihlutans, þ.e.a.s. aö leita þurfi staöfestingar til þess aö geta tekiö land Keldna eignarnámi. En þvi er veriö aö tala um eignarnám á landi Keldna,sagöi Siguröur. Astæöan fýrir þvi er einfaldlega sú, aö næsta bygg- ingarland borgarinnar sam- kvæmt aöalskipulagi, liggur aö 2/3 hlutum innan eignarmarka tilraunastöövarinnar á Keldum og á þetta jafnt viö um ibúa- byggö sem atvinnusvæöi. Sagöi Siguröur aö ihaldiö heföi keyrt þetta mál f hnút á slnum tlma meö þvi aö hafa ekkert samráö viö Keldnamenn viö skipulagsvæöisins.Þaö væri ljóst aö Keldnamenn myndu ekki fallast á skeröingu lands Keldna nema aö þvi marki aö þaö hindri ekki starfsemi og vöxt stöðvarinnar. Framhald á bls 19 RUGGUHESTAR 5 gerðir Fisher-Price leikföng Grát dúkkur — Barbie brúður Sindy brúður — Ævintýramaðurinn Playmobil leikföng Stignir bilar — Þrihjól Hoppuboltar Tonkaleikföng Traktorár stignir Bilabrautir Póstsendum Leikfanga húsið Sími 14806 SkólavörðustfglO Ruth Henriksson frá Finnlandi flytur fyrirlestur með lit- skyggnum og tónlist af segulbandi og nefnir „Hantverkardag, ett sátt att áter- uppliva gammal bygdekultur” i Norræna húsinu, fimmtudaginn 20. mars kl. 20:30. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ R.J. Bifreiðasmiðjan hf. Varmahlíð, Skagafirði. 4 Simi 95-6119. Bifreiöaréttingar (stór tjón — litil tjón) — Yfirbyggingar á jeppa og allt að 32ja manna bfia — Bifreiöamálun og skreytingar (Föst verötilboö) — Bifreiðaklæðningar — Skerum öryggisgler. Viö erum eitt af sérhæföum verk- stæðum I boddýviðgerðum á Noröurlandi. •m Jörð til leigu Jörðin Njarðvik i Borgarfjarðarhreppi, N.-Múl. er til leigu og laus til ábúðar á næstu fardögum. Nánari upplýsingar gefur oddviti Borgarfjarðarhrepps Magnús Þorsteinsson, Höfn, simi 97-2955.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.