Tíminn - 01.04.1980, Síða 3

Tíminn - 01.04.1980, Síða 3
Þriðjudagur 1. apríl 1980 3 Orkujöfnunargjald fyrir Alþingi: 4500 milljónir til jöfnunar húsahitunarkostnaðar JSG — Rikisstjórnin lagði í gær fram frumvarp um innheimtu sérstaks orkujöfnunargjalds. Áætlað er að gjaldið verði lagt á söluskattsstofn, og þýðir því i reynd hækkun á söluskatti um tvö prósentustig. Verði frum- varpið að lögum fyrir páska, eins og rfkisstjórnin leggur til, mun söluskattshækkunin koma til framkvæmda þann 8. apríl, og tekjur af henni það sem eftir er ársins nema um sjö milljörð- um króna. Þar af er áætlað að 4500 milljónir fari beint til greiðslu ollustyrks, og til orku- sparandi aðgerða. Rikisstjórnin boðaði það strax i stjórnarsáttmála sinum að hún hygðist gripa til sérstakra að- gerða til að jafna húshitunar- kostnað, sem hækkaði mikið á siðasta ári hjá þeim sem kynda upp með oliu. Af frumvarpi þvi sem rikisstjórnin lagði fram i gær, er ljóst að hún hyggst ver ja verulega auknum fjármunum frá þvi sem áður hefur verið gert til þessa verkefnis, og má minna á að i þeim fjárlaga- frumvörpum fyrir árið 1980 sem Tómas Arnason og Sighvatur Björgvinsson lögðu fram I haust, var gert ráð fyrir að 2,3 milljörðum væri varið til greiðslu oliustyrks. Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, skýrði þegar hann mælti fyrir álagningu orku- jöfnunargjaldsins, hvers vegna rikisstjórnin hefði valið sölu- skattsleiðina frekar en að leggja á sérstakan orkuskatt, til að jafna húsahitunarkostnað. Ráð- herrann sagði aö við nánari at- hugun hefðu alvarlegir gallar komið i ljós á orkuskattinum. Hann hefði lagst sérstaklega þungt á heitt vatn. Einnig hefði skatturinn lagst á innflutt elds- neyti, sem þýtt hefði enn frekari hækkun á þvi eldsneyti, sem mikið hefur hækkað að undan- förnu. Þess má einnig geta að orku- skattur sem lagður hefði veriö á oliu sem notuð er i fiskiskipum, hefði enn aukið á vandann við aö ákveða fiskverð. Að öllu jöfnu hefði hann rýrt hlut bæði út- gerðar og sjómanna. Þá hefði orkuskattur verið mjög þungur i vöfum og kallað á miklar milli- færslur, þar sem fjölmargir aðilar hefðu hvort tveggja orðið að greiöa skattinn, en einnig fengið greiddan olíustyrk. Alþýðuflokkurinn hafði i haust lagt fram frumvarp um orkuskatt, og einstakir ráðherr- ar núverandi ríkisstjórnar höföu lýst fylgi við hugmyndina að slikum skatti. I greinargerð með frumvarp- inu um orkujöfnunargjaldið er gerð grein fyrir ráðstöfun þeirra tekna sem af þvi veröa, og umfram eru 4,5 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að þær renni til annarra orkuverkefna, s.s. á vegum Rafmagnsveitu rikisins, en i fjárlagafrumvarp- inu eru einnig framlög til Raf- magnsveitunnar. Með þvi að iáta þessar umfram tekjur renna i rikissjóð, til mótvægis við framlög til orkumála, er ætlunin að „styrkja stöðu rfkis- sjóös,” segir i greinargerðinni. Rikisstjórnin leggur til að orkujöfnunargjaldið veröi af- greitt ásamt fjárlögunum fyrir páska. Enn hefur þó ekkert samkomulag verið gert milli þingflokkanna um þessa af- greiðslu. HAFNAÐIINNII HUSAGARÐI JSS —Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Timans á Klepps- vegi um helgina, er þar varð alvarlegt bifreiðaslys. Bar það þannig til, að Lada- bifreið var ekið á miklum hraða I vesturátt. Er ökumaður henn- ar hugðist fara fram úr annarri bifreið, rakst Lada-bifreiðin ut- an i hana og hentist siðan upp á gangstétt hinum megin. Við það missti ökumaður stjórn á bif- reiöinni með þeim afleiðingum, að hún lenti á kyrrstæðum vöru- bil. Var höggið svo mikið að stuðarinn á honum rifnaði að hluta af, en Ladabifreiðin valt margar veltur og hafnaði loks inni I húsagaröi um 50-60 metra frá vörubilnum. í fólksbifreiðinni voru sex manns, sem öll voru flutt á slysadeild. Fengu þrjú þeirra að fara heim að lokinni rannsókn, en tveir höfðu hlotið alvarleg höfuðmeiðsl, sem ekki voru þó talin lifshættuleg. Sjötti farþeg- inn þurfti að ganga undir aðgerð vegna meiðsla sinna. Bifreiðin er gjörónýt eftir slysið, en ekki mun hafa verið um ölvun við akstur að ræða. Fjöldi í sólarlandaferðum um hátíðisdagana AM — ,,Við erum með fulla vél til Costa del Sol nú um páskana sem fer þann 2. nk. og eru i þeim hópi nokkrir einstaklingar sem ferðast á eigin vegum”, sagði örn Stein- sen hjá tjtsýn i gær. ,,Þá eru ferðir á til London allan ársins hring á laugardögum, sem við önnumst I samvinnu við tJrval og Samvinnuferðir. Verður sá hópur um það bil 50 manns, en hópur sem kemur heim á morgun telur 70 manns”. örn sagði að Útsýn sæi einnig um ferð til Húsavikur um páskana og var búið að fá fulla þátttöku I þá ferð, eða 85 manns, en hann vissi þó ekki hvort ein- hverjir féilu úr, þar sem snjór er litill nyrðra nú, en þessar feröir hafa verið farnar árlega og ekki Verkakvennafélagíð Snót: HEI —-Þar sem verkafólk I fisk- vinnslu vinnur oft miklu lengri vinnutima en það kærir sig um, við að bjarga verðmætum undan skemmdum fyrir þjóðarbúið, þá bendir fundurinn á hvort ekki væri réttmæt krafa, að sérstakur skattafrádráttur kæmi á laun þess, svipaö og hjá fiskimönnum, sem héti þá fiskvinnslufrádrátt- uf. Framangreint segir i sam- þykkt aðalfundar Verkakvenna- félagsins Snótar i Vestmannaeyj- um, sem haldinn var nýlega. Þá samþykkti fundurinn jafnframt vitur á stjórn Verkamannasam- bands tslands, fyrir slæleg vinnu- brögð og linkind i baráttu verka- fólks, og skorar á stjórn Verka- mannasambandsins að gera eitt- hvað róttækt til að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu. Stjórn Snótar var öll endurkjör- in, en hana skipa: Jóhanna Frið- sist sem skföaferöir. Brottför er á miðvikudag. útsýnarkvöld verð- ur haldið á Húsavik á páskadags- kvöld i tengslum við þessa ferö. Þá hefur Útsýn annast feröir einstaklinga til Skandinaviu, Miami og St. Petersburg og enn má nefna páskaferðir i samvinnu við Flugleiöir. Dröfn Björnsdóttir hjá Úrval sagði aö um páskana mundu 120-130 manns fara á vegum férðaskrifstofunnar til Mallorca og Ibiza og verður farið þann 3ja Þá skipuleggja þau hjá Úrval skiðaferö til Akureyrar og er þegar fullbókað á skiðahótelinu af viöskiptavinum Úrvals. Þá eru skipulagöar feröir i samvinnu við Flugleiðir til Miami og Kanari- eyja og Lundúnaferðir i sam- riksdóttir, Guölaug Einarsdóttir, Siguröardóttir og Kristin Helga- vinnu við Útsýn og Samvinnu- Sigriður S. óskarsdóttir, Ólafia dóttir. ferðir. Samþykktí vítur á Verkamaunasambandið ATVR hressti upp á verðlagningu léttu vínanna Hvítvínsflaska hækk- aði um 2200 krónur AM— „Eins og venjulega hefur dregiö dálitið úr sölu á áfengi eftir þessa siöustu hækkun, eins og gerðist áður við hækkunina i desember, en þó er þess að geta, að nokkuð er liöið á mánuðinn þegar þessi hækkun verður og seinni hluta mánaðar er vinsal- an oftast nokkru rýrari”, sagði Birgir Axelsson aðstoðarútsölu- stjóri i vinbúðinni á Snorra- braut, þegar við ræddum við hann i gær. Salan á léttum vinum hefur aukist á siöari timum, enda hafa þauverið verulega ódýrari i langan tima að tiltölu, en þau sterkari. Þegar þessi siðasta hækkun var gerð hækkuðu hins vegar mörglétt vín geysimikið, sem dregist höfðu aftur úr I verölaginu og nefndi Birgir sem dæmi Chablis hvítvin, sem hækkaði úr 2800krónum i 5000,-, Sinnaskipti á Morgunblaðinu: „Græna byltíng- in mis- skiln- ingur” Kás — Það var ekki lltiö innlegg í umræöur um skipulagsmál höfuöborgarinnar sem birtist í Morgunblaöinu um helgina, sem ber greinileg merki sinnaskipta á þvi blaöi, hvaö varöar afstööu til þeirra mála. Loksins viröist þaö liggja Ijöst fyrir aö þétting byggö- ar er „stórmál” um leiö og kveöiö er upp úr meö þaö aö helsta kosn- ingamál sjálfstæöismanna I borgarstjórnarkosningunum áriö 1974, „græna byltingin”, hafi ver- iö byggö á misskilningi. Fyrrnefnd sjónarmiö koma fram i „rabb-grein” eftir Gisla Sigurðsson, umsjónarmann Les- bókar Morgunblaðsins, i blaöinu álaugardaginn. Hann segir: „Við höfum kennt bersvæöapólitikina við „græna byltingu” og sú bylt- ing byggðist á misskilningi og aöalkostur hennar er sá, að hún étur ekki börnin sin eins og sumar aðrar byltingar. Bersvæðin eru aö visu græn yfir sumarmánuð- ina, en hverjum kemur það að gagni? Jafnvel á bersvæöum, þar sem reynt hefur verið að hola nið- ur trjáplöntum eins og á Klambratúni, sést yfirleitt ekki sála á ferli, ekki einu sinni á sól- björtum sumardögum. Þetta er einfaldlega ahtof dýr lúxus — og þó I raun einskis manns lúxus, þegar það er ekki notaö. Þá stendur þaö eitt eftir aö hafa af þvi útgjöldin”, segir Gisli. Bendir hann á ýmis óbyggð svæöi innan borgarmarkanna, vestan Elliöaáa, og segir að ugg- laust megi koma þar fyrir mörg- um Breiöholtum, ,,en þess i stað eru viöraðar áætlanir um ennþá meiri útþenslu og hverfaslitring inn með öllum sundum, allt til Blikastaöa. Viröist vera stefnt aö þvi, að Reykjavik geti orðið jafn djöfullegaerfið til búsetu og stór- borgir heimsins.” „Ekki er stætt á aö halda ber- svæðisstefnunni til streitu leng- ur”, segir GIsli, „forsendur hafa endanlega brostið með margföld- un samgöngukostnaöar”. Siðan bætir hann við, að „þétting byggðar er stórmál i orkukrepp- unni og þýðir ekki að hlusta á úr- tölur þeirra sem væla yfir skertu útsýni. Það fylgir þvi að búa i al- vöru borg, að útsýnið ér ekki endilega uppá marga fiska”.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.