Tíminn - 01.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.04.1980, Blaðsíða 6
6 Þriöjudagur 1. april 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón SigurOsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slöu-i múla 15. Simi 86300. — Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuði. Blaöaprent. J Alvarleg viðvörun Slysið mikla sem varð fyrir nokkrum dögum á norskum oliuvinnsluborpalli i Norðursjó hefur að vonum vakið mikinn harm og óhug. Fjölmargar fjölskyldur eiga nú mjög um sárt að binda, og frásagnir þeirra sem af lifðu vekja almenningi óhugnað i lýsingum af þvi hvernig slysið vildi til og hversu hjálparlausir menn reyndust þegar hin mikla smið tækni og visinda tók að hallast og steyptist að lokum i úfið hafið. Það er ekki undarlegt að þessi atburður hefur rif jað upp fyrir mönnum þær miklu umræður sem verið hafa i Noregi um þær hættur sem stafað geta af oliuvinnslunni. 1 þeim umræðum var þó fremur rætt og deilt um aðra hlið málsins, nefni- lega þá hættu sem sifellt er fyrir hendi á veruleg- um og jafnvel varanlegum umhverfis- og náttúruspjöllum ef út af bregður i framkvæmd- um og oliulind tekur að streyma óbeisluð. Ekki á þetta sist við á norðlægum slóðum þar sem álitið er að mjög erfitt geti reynst að hefta slikt flóð af margvislegum ástæðum. Þegar þetta er ritað er enn ekki vitað með hverjum hætti slysið átti sér stað eða hver voru upptök þess. Eftir fréttum að dæma eru forráða- menn oliuvinnslunnar og framleiðandi oliupalls- ins i raun og veru jafnundrandi yfir atburðinum, vegna þess hversu rammger oliupallurinn var að allri gerð og við það miðaður að standast álag og veður. Er ekki að efa allt verður gert til að fá ótviræða vitneskju um það sem gerðist i öllum atriðum og að sú vitneskja verði siðan höfð til mótunar frekari aðgerða. En reyndar ber þessi hörmulegi atburður þvi þó ef til vill fyrst og fremst vitni hve áhættan er alltaf mikil þegar ráðist er i flóknar og viður- hlutamiklar tæknilegar framkvæmdir. Svo virð- ist sem áhættan og óvissan aukist i sama mæli og þekkingin, hugvitið og tæknin sem framkvæmd hvilir á. Kjartan Jónasson Erlent yfirlit Framtíð Breta í Efnahags- bandalaginu ráðin í vikunni 1 gær hófst i Brussel leiötoga- fundur Efnahagsbandalagsins og þegar þetta er skrifaö er ekk- ert ljóst um atburöarásina þar. Þvi hefur hins vegar verið spáö aö til mikilla tiöinda kunni að draga og framtiö Bretlands I Efnahagsbandalaginu sé jafn- vel i húfi. Sambúö Bretlands og Frakk- lands hefur siöustu vikurnar veriö verri en um margra ára skeiö. Svo sem menn munu minnast stóöu Frakkar lengi i vegi inngöngu Breta i bandalag- iö og þeir eru nú haröastir and- stæöingarnokkurrar tilslökunar viö Breta sem krefjast lækkun- ar á framlögum sinum til bandalagsins. Hlutur Breta er óneitanlega illur þar sem þeir eru þriöja fátækasta land bandalagsins en leggja þvi aftur á móti mest til þegar framlög að frádregnum tillögum eru skoö- uð. Krefjast Bretar skilyröis- lausrar lagfæringar á þessu og mun máliö vafalaust veröa rætt á leiötogafundinum. Raunar horfir mjög óvænlega fyrir Bretum og bætir þar ekki úr skák að máliö hefur magnaö upp kalt striö milli Breta og Frakka. Ekki minni maöur en Jacques Chirac, formaður Ný- Gaullistaflokksins, hefur nýlega og opinberlega lagt þaö til aö Giscard d’Estaing Frakklands- forsetiog Helmut Schmidt telji i sigkjark og reki Breta úr Efna- hagsbandalaginu. Og ekki aö- eins fjölmargir Frakkar heldur fjölmargir aðrir meginlandsbú- ar telja aö nú sé þaö sýnt aö Bretar eigi ekki samleiö meö Efnahagsbandalaginu. Þaö sé eins og de Gaulle óttaöist, aö Bretar yröu aöeins vikadrengir Bandarikjanna i bandalagi sem meöal annars var stofnaö til aö styrkja einingu og sjálfstæöi Evrópu gagnvart risaveldunum tveimur. Nýleg yfirlýsing járnfrúar- innar bresku, Margaretar Thatcher, um aö Bretar kynnu að svikjast um aö greiöa viröis- aukaskatt til Efnahagsbanda- lagsins hefur gert lausn málsins aökallandi en siöur en svo auö- veldari. Stööugar árásir járn- frúarinnar á landbúnaöarstefnu bandalagsins hafa og hleypt kergju i meginlandsþjóöirnar. En fyrst og fremst sýna þessar árásir járnfrúarinnar hversu litla samleið Bretar eiga meö Efnahagsbandalaginu eins og þaö er nú upp byggt. Astæöan fyrir illri afkomu Breta I banda- laginu er að landbúnaöur er i Bretlandi hverfandi sem hlut- fall þjóðarframleiðslunnar en stór hluti tillagna Efnahags- bandalagsins rennur til niður- greiöslna á landbúnaöarafurö- um. Bretar njóta þvi augljós- lega ekki góös af þessum tillög- ....og áskorandinn: breska járnfrúin, Margaret Thatcher. um. Og i annan stað eru mikil framlög Breta þannig til komin að Bretar flytja hlutfallslega mjög mikið inn frá öörum rikj- um en Efnahagsbandalagsrikj- unum og tekna Efnahagsbanda- lagsins er ekki hvaö si'st aflað með tollum á þennan innflutn- ing, sem eru augljóslega hugsaöir til að stuðla aö aukn- um viöskiptum Efnahags- bandalagsrikjanna innbyrðis. Samkvæmt skoöunum Efna- hagsbandalagsríkjanna, og þá ekki sist Frakka, eru Bretar þannig i staö þess að reyna aö aölaga sig meira aö þátttöku i bandalaginu aö gera árásir á grundvallarstoöir þess. Þeir hafaekkiheldur viljað taka þátt i gjaldeyrissamvinnu Efna- hagsbandalagsrikjanna sem miöaraöeinum gjaldmiöli. Þeir hafa verið tregir til samninga eöa samráös um fiskveiöar i landhelgi og sölu á breskri Norðursjávaroliu og helst leit- ast viö að breyta eðli banda- lagsins, frá þvi að miöa aö vax- andi einingu Evrópu á öllum sviöum stjórnmála og efna- hagsmála til þess aö felast ein- göngu i friverslunarbandalagi. Spurningin sem þarf aö svara áöur en Bretum eru veittar til- slakanir viröist þvi vera sú, hvort yfirleitt eigi aö stefna aö þvi aö halda Bretum innan bandalagsins. Svo viröist sem Frakkar hafi þegar gert þessa spurningu upp við sig og svarið sé neikvætt. Ýmsar minni þjóöir bandalagsins hafa heldur veriö á þvi að semja um tilslakanir viöBretaen hafa dregiðsig inn i skelina á ný eftir að Giscard lýsti þvi yfir aö kæmi til þess aö framlög Breta yröu minnkuö, mundu þeir sem nú græöa mest á þátttöku i bandalaginu eöli- lega veröa aö brúa bilið i fjár- lögum bandalagsins. Þaö eru auðvitað hinar minni þjóðir svo sem Belgar, Hollendingar og Luxemborgarmenn. Eina von Breta virðist þvi vera kanslari V-Þýskalands, Helmut Schmidt. Hann hitti nýlega vin sinn Gis- card og lagði til aö semja um til- slakanir gegn tilslökunum en fullvíst þykir aö hann muni, ef i algjöran odda skerst, standa með leikbróöur sinum Frakk- landsforseta, sameinaöir vilja þeir ráöa örlögum Evrópu og hafa að undanförnu tekið mjög sjálfstæöa stefnu á sviöi al- þjóöastjórnmála. (sbr. Afganistan og ólympiuleika). Nú er lika svo komið aö Bret- ar yfirleitt eru andvigari þátt- töku i Efnahagsbandalaginu en nokkru sinni fyrr. I nýlegri skoðanakönnun lét 41% spuröra þaö álit i ljós að aöild væri skaö- leg en aðeins 29% töldu hana til góös. í öðrum bandalagsrikjum er hlutföllum öfugt farið. Frakkahatur i Bretlandi er lika með eindæmum um þessar mundir og menn teknir að ganga i samtök um aö versla ekki viö Frakka né að feröast til Frakklands. Siðasta hótun jámfrúarinnar um aö halda eftir um helmingi framlaga Breta til bandalagsins kallar á skjóta lausn þar sem hún þar með hótar að setja bandalagið á hausinn. Sú lausn finnst og veröur helst aö finnast i þessari viku ellegar framtiö Breta i Efnahagsbandalagi Evrópu er stefnt I voöa. Schmidt var um helgina I London hjá járnfrúnni og i tilboöi hans hef- ur vafalaust falist aö um gagn- kvæmar tilslakanir yröi aö ræöa, Bretar gætu ekki leikiö tveimur skjöldum I bandalaginu mikiðlengur. Eins og áður segir eru Giscard og Schmidt miklir bandamenn og Giscard getur engan veginn gengið til forseta- kosninga aö ári gegn Jacques Chirac án þess að vinna aö minnsta kosti hálfan sigur i þessu máli. Flest bendir þvi til þess aðþaðsé Breta aögera upp viö sig hvort þeir ætli aö taka þátt eftir leikreglum megin- landsþjóöanna. Við oliuvinnslu, ekki sist á hafi úti, bætist það að menn leggja sig i lifshættu við störfin og veru- leg hætta skapast á þvi að stjórtjón geti orðið á lifriki og umhverfi. Með þessu er þvi ekki haldið fram að þjóðir eigi að neita sér um að nýta orku- lindir sinar, eins og sumir ákafamenn hafa barist fyrir. Sjálfsagt verður slysið á norska borpallin- um notað i áróðri gegn oliuvinnslu yfirleitt á norðurslóðum en meginatriðið er þó að allir geri sér grein fyrir þvi að ekkert má út af bregða um vandaðan undirbúning i þessum málum og verð- ur þó aldrei komið i veg fyrir mikla áhættu. í þessum málum er þvi, — eins og jafnan —, um það að ræða að velja og hafna að vel athuguðu máli: tæknilegar framkvæmdir og orkuvinnsla sem leiða til batnandi lifskjara með mikilli áhættu annars vegar, eða hins vegar minni fram- farir og verri lifskjör með minni orku- og tækni- nýtingu og með þeirri áhættu sem á þann veg er tekin i samfélaginu. Slysið mikla á Norðursjó hlýtur óefað að vekja margar áleitnar spurningar um þessi mál öll og vera alvarleg viðvörun við öllu fljótræði og ótta- leysi. JS Schmidt og Giscard, samhentir leiötogar Frakklands og Þýskalands....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.