Tíminn - 01.04.1980, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.04.1980, Blaðsíða 10
14 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Þriftjudagur X. april 1980 Paul Cooper hjá Ipswich... Hefur varið 8 víta-. PAUL COOPER... markvörR- ur Ipswich. spvrnur... Cooper varði tvær gegn Derby Paui Cooper, hinn snjaili markvöröur Ipswich, var held- ur betur i essinu slnu á Portman Road — hann varöi tvær vlta- spyrnur I leiknum frá Barry Powell, sem skaut i hægra horn- iö á markinu og slöan frá Garry Daly, sem skaut I vinstra horniö — Cooper kastaöi sér i bæöi skiptin mjög glæsilega og varði. Cooper er nú sá markvörður I Englandi, sem vitaskyttur ött- ast mest, og það er ekki að undra, þvi að Cooper hefur var- ið 8 af siðustu 10 vitaspyrnum, sem dæmdar hafa verið á Ips- wich. Ipswich hefurekki tapað I sið- ustu 16 leikjum liðsins — það var Erik Gatessem tryggði Ips- wich jafntefli 1:1 gegn Derby, þegar hann skoraði jöfnunar- markiö 5 min. fyrir leikslok, með þrumufleyg — hann skor- aði með glæsilegu skoti af 18 m færi og knötturinn hafnaði efst uppi I vinsfra markhorninu. David Swindlehurst hafði skor- að mark Derby á 62. min. Vítaspyrnurnar sem Derby fékk voru dæmdar á Kevin Beattie, sem felldi Alan Bailey inni I vltateig i fyrri hálfleik, og siðan handlék Russel Osman knöttinn i seinni hálfleik. —SOS Rauði herinn” fékk skell á White Hart „Rauði herinn” frá Liverpool fékk skell á White Hart Lane I London, þar sem 32 þús. áhorf- endur sáu Tottenham vinna göö- an sigur — 2:0. Leikmenn Totten- ham böröust hetjulega og var þaö enski landsliösmaöurinn Glenn Hoddle sem skoraöi 1:0 úr vita- spyrnu á 36. min., eftir aö Ray Clemence, markvöröur, Liver- pool, haföi skellt Peter Taylor inni I vltateig. Terry McDermott fékk tvö gull- in tækifæri til að jafna metin I seinni hálfleik, en honum brást bogalistin. Leikmenn Tottenham gerðu út um leikinn, þegar hinn ungi bakvöröur Chris Hugthon brunaði upp völlinn á 65. min og sendi knöttinn fyrir markiö, þar sem Chris Jones stökk hátt upp og skallaöi knöttinn glæsilega fram hjá Clemence, markverði. Glæsimark Thomas Manchester United geröi góða ferð til London, þar sem liðið vann sigur 2:0 yfir Crystal Pal- ace. Joe Jordan skoraði fyrra markið — með skalla, eftir send- ingu frá Mickey Thomas, sem gulltryggði siðan sigur United með stórglæsilegu marki — með þrumuskoti af 25m færi. — „Lokabaráttan um Eng- landsmeistaratitilinn er hafin og strákarnir eru ákveðnir i að koma með meistaratitilinn til Old Trafford”, sagöi Dave Sexton, framkvæmdastjóri United. I Þeir fara til Osló P0LAR CUP liðið i körfuknattleik valið körfuknattleik i Osló um Það er búið að vel;ja islenska landsliðið i körfuknattleik, sem tek- ur þátt i POLAR CUP — Norðurlandamótinu i páskana. Landsliðið er geysilega sterkt — það sterkasta sem ísland hefur sent á Polar Cup. Liðið er skipað eftirtöldum 10 leikmönnum: BAKVERÐIR: Jón Sigurðsson, KR Kristinn Jörundsson, IR Guðsteinn Ingimarss., Njarðvik FRAMHERJAR: Gunnar Þorvarðarson, Njarðvik Simon Ölafsson, Fram Torfi Magnússon, Val Kristján Agústsson, Val MIÐHERJAR: Jónas Jóhannsson, Njarðvik Flosi Sigurðsson, Olympía Pétur Guömundsson, „Huskies” Valsmaðurinn Rikharður Hrafnkelsson er ellefti maðurinn — hann kemur inn í hópinn, ef einhver meiðsli koma upp. —SOS Forest tapaði i Brighton Evrópumeistarar Nottingham Forest máttu sætta sig við tap 0:1 gegn Brighton. Peter Shilton, markvörður Forest, kom I veg fyrir stærra tap — hann varöi hvaðeftir annað meistaralega, en Shilton réði þó ekki við þrumu- skot Garry Williams á 87 mln. Williams lék þá skemmtilega á tvo varnarmenn Forest og skor- aði með þrumuskoti af 25 m færi. Úrslit leikja á laugardaginn urðu þessi: 1. DEILD: Brighton—Nott.For.........1:0 Bristol C .-Wol ves....frestað Coventry-Wolves...........1:3 CrystalPal.-Man. Utd......0:2 Everton-Arsenal...........0:1 Ipswich-Derby.............1:1 Man. City-Bolton..........2:2 Southampton-Norwich.......2:0 Stoke-Aston Villa.........2:0 Tottenham-Liverpool.......2:0 W.B.A.-Leeds..............2:1 2. DEILD: Birmingham-Watford........2:0 Charlton-Chelsea..........1:2 Leicester-Preston.........1:2 Luton-Bumley..............1:1 Newcastle'-Bristol R......3:1 Notts C .-Sunderland......0:1 Orient- Cardiff...........1:1 Shrewsbury-Q.P.R..........3:0 Swansea-West Ham..........2:1 Wrexham-Cambridge.........1:0 CHRIS NICHOLL...og Graham Baker tryggðu Dýrlingunum frá Southampton sigur yfir Norwich á The Dell — 2:0. PETER BARNES... og John Deehan skoruðu mörk (2:1) W.B.A. gegn Leeds, en mark Leeds skoraði Jeff Chandler. Tueart skoraði 2 mörk DENNIS TUEART skoraöi bæði mörk Manchester City gegn Bolton — fyrst með skalla á 9. min eftir sendingu frá Powell og slðan aftur á 45. mín. Neil Whatmore skoraði fyrra mark Bolton, en siðan jafnaði Peter Reid úr vita- spyrnu á 89. min., eftir að Ranson haföi handleikið knöttinn inni i markteig. RAY EVANS... og Les Chap- manskoruðu mörk Stoke 2:0gegn Aston Villa. JOHN RICHARDS-.skoraði 2 mörk fyrir tllfana, en Húgh Atkinson það þriðja (3:1) gegn Coventry, en mark Coventry skoraði Tom English. —SOS V Þ Litir: T Rautt m/2 hvitum röndum V Blátt m/2 hvitum röndum. r Barnastæröir frá 3ja ára og 'v fulloröinsstærðir. T Verð frá kr. 11.520-14.430,- t Póstsendum Sportvö ru v e rzhiil' Itigólfs Oskarssonar KLAPPARSTÍG 44 SÍA/II 1-17-83 • REYKJAVIK 11 Uá. Heimirog Berglind — yfirburða- sigurvegarar á meistaramótínu í fimleikum Heimir Gunnarsson, ungur og efnilegur fim- leikamaður úr Ármanni og Berglind Pétursdóttir úr Gerplu, urðu yfirburðar- sigurvegarar á meistara- móti Islands í fimleikum, sem fór fram um helgina — þau urðu sigurvegarar í öllum greinum meistara- mótsins. Heimir varð sigurvegari i gólf- æfingum, stökkæfingum, æfing- um i hringum, bogahesti, tvislá og svifslá og hlaut hann saman- lagt 95.20 stig. Daviö Ingason úr Armanni varð annar i öllum greinunum — samanlagt hlaut hann 84.30 stig. Berglind varð sigurvegari i gólfæfingum, stökkæfingum, æf- ingum á slá og tvislá — hún hlaut samanlagt 67.70 stig. Vilborg Nielsen úr Gerplu varö önnur — 60.25 stig og Björk ólafsdóttir úr • HEIMIR GUNNARSSON... fimleikamaöurinn snjalli úr Ar- manni, sést hér I æfingum i hringum. (Timamynd Róbert) Gerplu varö þriöja — 59.30 stig, og æfingum á slá og þriðja i æf- en hún var önnur I gólfæfingum ingum á tvislá. JOHN RICHARDS... á skot- skónum. PUNKTAR •Framstúlk- urnaríslands- meistarar Framstúlkurnar tryggðu sér tslandsmeistaratitilinn I hand- knattleik, þegar þær unnu örugg- an sigur 22:14 yfir Þór á Akureyri á laugardaginn. Þær hafa sýnt mikla yfirburði 11. deildarkeppn- inni — ekki tapaö leik. • Rauervarði 8 vítaskot — en þaö dugöi Gummersbach ekki á Spáni Raudi Rauer, markvörður Gummersbach, varði 8 vitaköst I fyrri úrslitaieik Evrópukeppni bikarhafa, þegar Gummersbach lék gegn Calpita — en það dugði ekki, þvi að Spánverjarnir unnu öruggan sigur 20:15. • 86 stiga munur... Landsliðið i körfuknattleik vann auöveldan sigur yfir úrvals- liði Bandarlkjamanna á Kefla- vikurflugvelli, þegar liðin mætt- ust I Hagaskólanum i keppninni um Sendiherrabikarinn. Munur- inn á liðunum varð 86 stig — 133:47. Það er litið að marka þennan ieik, þvi að Bandarikja- menn mættu aðeins með 6 leik- menn til leiks — frekar siaka, eins og tölurnar sýna. • Grambke I 8-liða úrslit Björgvin Björgvinsson og félagar hans hjá Grambke tryggðu sér rétt til aö leika I 8-liða úrslitum v-þýsku bikarkeppninn- ar, þegar þeir unnu sigur 20:18 yfir Hofweier á sunnudaginn. • ísland fékk silfur á NM Júdólandsliðið tryggði sér silf- urverðlaunin I sveitakeppninni á Norðurlandamótinu i júdó um helgina i Helsinki. Bjarni Frið- riksson vann tvenn verðiaun — hann fékk silfur I 95 kg flokki og brons i opna flokknum. Halldór Guðbjörnsson fékk bronsverölaun i 78 kg flokki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.